Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Upptökuskilyrði fyrr og nú RAGNAR Bjömsson organisti og píanóleik- ari hefur sent frá sér hljómdisk sem geymir hljóðritanir Ríkisút- varpsins á tónleikum hans í Landsímahús- irtu við Austurvöll frá því í kringum 1950. „Efnisvalið er til- viljunarkennt. Þetta eru þau verkefni sem ég var að æfa á þess- um tíma,“ segir Ragn- ar. „Að loknu einleik- araprófi árið 1951 hélt ég til Kaupmanna- hafnar og nam hjá prófessor Haraldi Sigurðssyni. Þetta efni var hljóðritað að vori til flutnings í Ríkisútvarpinu en að upptöku lokinni fór ég beint í vegavinnu norður í land. Upptökuskilyrði á þeim árum voru fremur frumstæð og þá var ekki hægt að endurtaka neitt. Maður varð bara að spila hvem þátt í gegn. Núna em upptöku- möguleikar endalausir, hægt er að skeyta saman upptökur og því er ekkert til fyrirstöðu að stoppa hvar sem er í flutningi verks. Af þessari ástæðu finnst mér að hljóð- ritanir í dag gefi ekki rétta mynd af tónlistarflutningi enda eru margir þeirra sem senda frá sér plötur eða geisladiska alls ekki færir um að spila á hljómleikum. Það er nánast útilokað að við íslendingar eignumst afburðafólk í hljóðfæraleik þar sem stúdentsprófs er nú krafist til allra starfa. Það fer ekki saman að vera í alvöru tónlistarnámi og fullu menntaskólanámi. Þetta er það aldurs- skeið sem er mest af- gerandi fyrir hljóð- færanemandann og hann þarf að geta æft að minnsta kosti fimm til sex tíma á dag. Mér þykir þetta vissu- lega áhyggjuefni. Þegar ég var að ljúka námi vom kröfur um stúdentspróf ekki háværar eða knýjandi. Skólakerfið þarf að taka miklu meira tillit til þeirra tónlist- amemenda sem em virkilega efni- legir en það er vandi að vinsa þá úr. Þessar gömlu hljóðritanir, sem af einhveijum ástæðum lentu hjá mér, vora á viðkvæmum vaxplöt- um og því ekki til þess fallnar að hlusta á þær. Þegar útvarpið var komið með stafræna tæknimögu- leika á að hreinsa út hljóð þá hafði ég samband við starfsmenn þess. Ifyrstu viðbrögðin þeirra vom þau að benda mér á að plötumar til- heyrðu Ríkisútvarpinu og ég hefði í reynd aldrei mátt fá þær í hend- ur. Það varð að samkomulagi að ég afhenti plöturnar og fengi á móti nákvæmt endurrit þeirra sem Skref hefur síðan gefið út.“ Ragnar Björnsson Lettur o 3_______ þœgilegur 10 númera skammvalsminni 72 klst. rafhlaða í biðstöðu Innbyggt loftnet Endurval PÓSTUROQ SlMI Söludeild Ármúla 27, sfmi 550 7800 Þráðtaus Telia Handy heimilissími á frábœru verði. Söludeild Kringlunni, simi 550 6690 • Þjónustumiðstöðin í Kirkjustræti, simi 800 7000 oy a póst- og símstöðvuiu um lantl allt. Skálmað á píanóið SKÁLM nefnist nýútkominn hljómdiskur Gunnars Gunnarsson- ar píanóleikara. Gunnar hóf tón- listarnám á Akureyri en lauk síðar organistaprófi frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar árið 1988 og lokaprófi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1989. Hann hefur um árabil starfað sem organisti og djasspíanisti auk tónlistar- kennslu. „Skálm er þýðing á enska orð- inu „stride“ og er sérstakur spila- stíll sem lýtur einkum að vinstri hendinni, þar sem sleginn er bassatónn og síðan stokkið í hljóm," segir Gunnar. „Á þennan hátt getur höndin skálmað fram og aftur um nótnaborðið. Stíllinn er ættaður úr klassískri tónlist og ragtime en þekktustu fulltrúar hans vom James P. Johnson og Thomas Fats Waller. Á diskinum kennir ýmissa grasa. Um er að ræða einleik á píanó og hef ég útsett átján lög sem öll koma úr þessari flóru dægurlaga, sem býður upp á slíka spilamennsku. Þar er að finna ameríska húsganga og djasslög meðal annars eftir Eroll Garner og Fats Waller. Ennfremur eru þar lög frá öllum Norðurlöndun- um. Af íslenskum lög- um má nefna Breytir borg um svip eftir Kristínu Lilliendahl, Önnur sjónarmið eftir Hilmar Oddsson og tvö lög eftir mig. Það sem mér þykir kannski vænst um á þessum diski er Óska- lagið en það er eftir Ingimar Eydal og var samið í flýti sem óska- lag fyrir útvarpsþátt sem Jónas Jónasson stjómaði. Ingimar var lítið fyrir að trana fram sínum tónsmíð- um en einhvem veg- inn tókst Jónasi að mana hann í þetta. Starfsmenn Ríkisútvarpsins á Akureyri grófu upp þennan þátt fyrir mig. Diskurinn er tileinkaður minn- ingu Ingimars og kom út á afmæl- isdegi hans 20. október síðastlið- inn en þá hefði hann orðið sextug- ur. Það var aldrei spurning hveij- um verkið yrði tileinkað. Á lands- vísu var Ingimar kannski þekktari sem hljómsveitarstjóri en hann var í mörg ár mín fyrirmynd í píanó- leik. Hann kenndi mér tónmennt í barna- og gagn- fræðaskóla. Hvað mig snertir þá snemst tímarnir eingöngu um að fylgjast með því hvernig hann handlék píanóið. Ég var oft svo uppnuminn eftir tímana að ég varð að hlaupa heim til að gleyma ekki því sem ég hafði séð hann gera. Það má því segja að diskurinn minn sé „skálm í fótspor meistarans". Ingimar talaði gjarnan um „norð- lenska skólann" í píanóleik. Að sumu leyti var þetta fremur sagt í gamni en alvöru en þegar betur er að gáð er mikið til í þessu. Margir píanistar hafa komið frá Akureyri eða tengst bænum á einn eða annan hátt til dæmis í gegnum Menntaskólann. Um einkenni norðlenska skólans má segja að hann er eins konar útvíkkun á skálminu, stfll þar sem vinstri höndin er mjög virk og gerir píanistanum kleift að halda aleinn uppi bassagangi, hljóma- gangi, ryþma auk laglínu ásamt milliröddum og skrauti. Ef til vill má til sanns vegar færa að fmm- kvöðull „norðlenska skólans" hafi verið Jonni í Hamborg, en hann var kenndur við hús á Akureyri sem ber það nafn. Hann var píanó- leikari sem uppi var snemma á öldinni og hélt fyrstu djasstónleika 1 á íslandi. Ég er organisti við Laugarnes- kirkju og vinn þar með kór kirkj- unnar mér til mikillar ánægju, en það er mjög góð tilbreyting fyrir mig sem organista að vinna með þessa tegund tónlistar. Þessi tvö músíksvið geta líka lifað í sátt og samlyndi innan kirkjunnar og gott fyrir organistann að skálma á píanó í bamastarfi og á mömmu- | morgnum. Ennfremur hefur við- | gengist í margar aldir að organist- ar leiki af fingmm fram.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gunnar Gunnarsson Tónlistarperlur fyrir ungt fólk á öllum aldri PÍANÓLÖGIN okkar nefnist hljómdiskur sem út er kominn hjá Skref en hann hefur að geyma upptökur á klassískum einleiks- verkum í flutningi Kristins Amar Kristinssonar píanóleikara. Krist- inn lauk burtfararprófi frá Tónlist- arskólanum á Akureyri, nam við Tónlistarskólann í Reykjavík en hélt síðan til Bandaríkjanna til áframhaldandi náms. Hann er nú skólastjóri og kennari við Tónlist- arskóla íslenska Suzukisambands- ins og starfar við Tónlistarskólann f Reykjavík. „Efni disksins era litlar tón- listarperlur sem píanónemendur spreyta sig mikið á og ég hef glímt við í gegnum árin sem kennari,“ segir Kristinn Öm. „Efnið spannar tónlistarsöguna frá tíma Bach fram til okkar daga. Byijað er á örfáum lögum úr nótnabók Önnu Magdalenu Bach en bókin var af- mælisgjöf tónskáldsins til hennar. Á diskinum er síðan að finna verk eftir Mozart, Clementi, Beethoven, Schumann og Tsjaíkovskíj. Kab- alevskíj og Bartok eiga nokkur lög. Meðal íslenskra verka má nefna lög eftir Jón Leifs, Jón Þór- arinsson, Magnús Blöndal Jó- hannsson og Elías Davíðsson sem hefur samið mikið af kennslutón- list. Uppistaðan er klassísk tónlist sem valin er með það fyrir augum að höfða til bama og unglinga enda þótt fullorðnir ættu ekki síður að geta notið þess. Það er lítið framboð á klassískum hljómdisk- um fyrir þennan hóp og þá enn minna af klassískri píanótónlist. Fjöldi barna og ungl- inga er sendur í tón- listarskóla til að læra á píanó og lögin sem þeim em sett fyrir era gjarnan klassískt efni sem krakkamir heyra sjaldan í sínu daglega umhverfi. Þau eru þar af leiðandi að læra tónlistartungumál eða tón- listarstíl sem þau hafa lítið kynnst og hafa því minni tilfínningu fyrir stflnum en ella. Krakkar vilja helst spila lög sem þau kannast við. Það er von mín að þessi diskur verði til þess að örva og hvetja nemend- ur. Að hlusta á tónlist frá fæðingu þroskar tóneyra bamsins og mótar hæfileikann til að miðla seinna. Það getur örvað og þroskað tón- listaráhuga yngri barna sem eiga jafnvel eftir að læra á hljóðfæri síðar meir. Böm sem upplifa tón- list í sínu nánasta umhverfi em líkleg til að verða mús- íkalskari en önnur böm. Það er mikið atr- iði að böm heyri marg- breytilegan stfl til að tónlistarhæfileikamir þroskist sem best. Það er einkennilegt að hér áður var jafnvel talið óæskilegt að nemend- ur hlustuðu á verkin | sem þeir vom að æfa. Þetta er álíka og að banna verðandi rithöf- undi að lesa Laxness því þá hermdi hann bara eftir honum. Þetta viðhorf er að breytast. Æskilegt er að nemendur heyri sem flestar » mismunandi túlkanir á þeim lögum , sem þeir era að læra. Útgáfa hljómdisksins er á veg- I um Skrefs sem Ólafur Elíasson er forgöngumaður um. Ég fékk styrk úr Hljómdiskasjóði FIT til útgáf- unnar. Upptökur fóm fram í Fella- og Hólakirkju í sumar og upptök- unni stjómaði Halldór Víkingsson. Það var mjög gaman að fást við þessar upptökur og lærdómsríkt. Túlkun og blæbrigði geta ekki síð- I ur verið ögrandi viðfangsefni í ein- j földum lögum en í stærri verkum í þar sem hægt er að fela ýmislegt með nótnaflaumnum." Kristinn Örn Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.