Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 1
104 SIÐURB/C 22. TBL. 85. ÁRG. ÞRIPJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjármálaráðherrar ESB-ríkja Viljasamræma skattalöggjöf Brussel. Reuter. NAUÐSYNLEGT er að samræma skattheimtu innan aðildarríkja Evr- ópusambandsins, ESB, meðal ann- ars til að koma í veg fyrir óeðlilega samkeppni. Var einhugur um þetta á fundi fjármálaráðherra ESB-ríkj- anna í Brussel í gær. Þetta mál, ólík lög um innheimtu beinna skatta og óbeinna, hefur lengi verið til umræðu innan ESB en hingað til hafa ráðamenn veigrað sér við að taka á því. Er ástæðan meðal annars ótti við ásakanir um, að með því að samræma skattheimt- una væri verið að skerða fullveldi einstakra ríkja. Myntbandalagið, sem stefnt er að í ársbyijun 1999, gerir samræminguna hins vegar enn brýnni en ella og alveg óhjákvæmi- lega að margra mati. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði, að nauðsynlegt væri að hafa nokkra samkeppni á milli skattkerfa í einstökum ESB- ríkjum en hún yrði samt að vera innan eðlilegra marka. Á fundinum í Brussel voru ekki lagðar fram nein- ar beinar tillögur en aftur á móti voru nefnd dæmi um afleiðingar ólíkra skattalaga. Philippe Maystadt, fjármálaráð- herra Belgíu, nefndi sem dæmi fyr- irtæki, sem flutt væru úr einu ríki í annað þar sem skattbyrðin væri minni og sagði, að almenningur ætti bágt með að skilja og sætta sig við flutninga af þessu tagi innan innri markaðarins. Þá nefndi hann einnig, að reynt væri að fá belgíska sparifjáreigendur til að leggja féð inn í banka í öðrum Evrópuríkjum til að forðast skatta. Reuter TSJETSJENSKU stríðsmennirnir komu margir vel vopnaðir á kjörstað í gær en kosningamar virð- ast þó hafa farið vel fram. Ólíklegt þykir, að nokkur einn frambjóðandi hafi fengið 50% atkvæða eða meira í gær og því þarf að kjósa aftur milli tveggja efstu. Mikil kjörsókn í forsetakosningum í Tsjetsjníju Meginkrafan er fullt sjálfstæði landsins Grosni. Reuter. Lífeyrir lækki Bonn. Reuter. LÆKKA verður lífeyrisgreiðslur, hækka iðgjöld og koma á fót sérstök- um fjölskyldusjóði, sem fjármagnað- ur verði með sköttum. Eru þetta til- lögur þýskrar nefndar um það hvern- ig bjarga megi lífeyriskerfinu. Nefndin leggur til, að fram til 2030 verði lífeyrisgreiðslur lækkað- ar úr 70% nú í 64% af venjulegum meðallaunum og iðgjöldin hækkuð á sama tíma upp í 22,9% af launum. Þá er lagt til, að sérstakur „fjöl- skyldusjóður", sem haldið verði uppi með sköttum, til dæmis hækkun á virðisaukaskatti, taki við ýmsum greiðslum eða verkefnum lífeyr- issjóðanna nú. Lífeyrisbyrðarnar þyngjast með ári hveiju í Þýskalandi og víðar í Evrópu, enda fjölgar ört í elstu ald- urshópunum. Er þessi þróun og fjár- magnið, sem hún sogar til sín, talin ein skýringin á lítilli nýsköpun og atvinnuleysi í álfunni. MIKIL kjörsókn var í forsetakosn- ingunum í Tsjetsjníju í gær en lík- legt er, að kjósa verði aftur milli tveggja efstu af 13 frambjóðendum alls. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar voru í síðustu viku, er skæruliðaforinginn Aslan Mask- hadov einna sigurstranglegastur en annar skæruliðaleiðtogi, Shamil Basajev, hefur einnig mikið fylgi. Hann er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Allir frambjóðendurnir leggja áherslu á fullt sjálfstæði landsins. „Við verðum að binda enda á ring- ulreiðina í landinu og þetta er fyrsta skrefið í þá átt,“ sagði Musa Sag- alajev þegar hún kaus í Grosní í gær en kjörsóknin var svo mikil, að kjör- fundur var lengdur um tvær klukku- stundir. Um hálf milljón manna var á kjörskrá. Rússar ræða ekki sjálfstæði Rússar ljá ekki máls á, að Tsjetsjníja verði sjálfstætt ríki og Víktor Tsjernomyrdín, forsætisráð- herra Rússlands, kvaðst ekki taka árásir frambjóðenda á Rússa mjög hátíðlega. „Þegar menn hafa náð áttum að kosningum loknum getum við sest niður og leyst málin í sam- einingu," sagði hann en Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra sagði, að gæsla yrði efld á landamærum Tsjetsjníju og Rússlands. Ljóst er, að Rússar vonast til, að Maskhadov beri sigur úr býtum og þá hryllir við tilhugsuninni um, að Basajev verði kjörinn forseti. Hann stjórnaði árás tsjetsjenskra skæru- liða á bæinn Búdennovsk í Suður- Rússlandi 1995 og var um tíma með 1.000 manns í gíslingu á sjúkra- húsi. Hann sagði í gær, að ef Tsjetsjníja yrði ekki viðurkennt sjálf- stætt ríki myndi það þýða „endalok" Rússlands og sakaði jafnframt Maskhadov um að vera í slagtogi með glæpamönnum. Um 100 erlendir eftirlitsmenn fylgdust með kosningunum og kom þeim á óvart hvað þær virtust ganga vel fyrir sig. Jeltsín frestar ferð til Hollands Moskvu, Bonn. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, frestaði í gær fyrirhug- aðri ferð sinni til Hollands að ráði lækna og það kynti undir vangaveltum um að forsetinn væri ekki fær um að stjórna landinu vegna heilsubrests. Jeltsín er að ná sér af iungnabólgu og hefur ekki sést opinberlega í þtjár vikur. Ráð- gert hafði verið að hann ræddi við Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, í Haag 4. febrúar. Vangaveltur um taugasjúkdóm Þýska dagblaðið Bild sagði í gær að þýska stjórnin hefði áhyggjur af því að Jeltsín kynni að vera með Parkinsonsveikina þar sem hann hefði ýmis ein- kenni taugasjúkdómsins, svo sem svipbrigðaleysi og hægar hreyfmgar. Madeleine Albright, nýr ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði á sunnudag að tengsl Bandaríkjanna og Rúss- lands væru ekki aðeins háð Jeltsín. „Þannig að þótt við óskum Borís Jeltsín alls góðs og samband okkar við hann sé mjög gott er mikilvægt að fólk skilji að tengsl okkar við Rússa byggjast á framvindunni hjá þeim, öðrum mönnum í stjórn- inni og þeim möguleika að við getum unnið betur og betur saman." Ummælin þykja benda til þess að Bandaríkjastjórn sé farin að beina sjónum sínum til hugsanlegra eftirmanna Jeltsíns. Andófsmaður snýr aftur sem ráðherra Moskvu. Reuter. NATAN Sharanskí, sem var vísað úr landi í Sovétríkjunum árið 1986 eftir að hafa verið ofsóttur um árabil fyrir að verja brottflutning gyðinga þaðan, sneri aftur til Moskvu í gær, nú í hlutverki viðskipta- og iðnaðarráðherra ísraels. „Ég sný nú aftur til lands þar sem ég bjó mörg ár, ég kann málið og menning þess er hluti af mér,“ sagði Sharanskí við blaðamenn þegar hann lenti í Moskvu. Sharanskí, sem nú er 49 ára gamall, var einn umtalaðasti, sovéski andófsmaðurinn á Vesturlöndum. Hann barðist fyrir rétti gyð- inga til að fara frá Sovétrílgunum. Hann var sakaður um njósnir í þágu Vesturlanda og sat í fangelsi í tæp tíu ár. 11. febrúar 1986 var hann látinn laus og fóru fram fangaskipti á Glienicke-brúnni, sem tengdi Vestur-Berlín og Potsdam í Austur-Þýskalandi. Honum var boðið að heimsækja Rússland árið 1991 en hafnaði boðinu. Flokkur hans, Reuter Á MYNDINNI er Sharanskí að benda á íbúðina í Moskvu þar sem hann bjó á árum áður þegar hann var ekki í fangabúðum. Yisrael ba-Aliya (ísrael innflytjendanna), vann sigur í þingkosningunum í maí og eftir að Sharanskí varð ráðherra i stjórn Benjamins Netanyahus skipti hann um skoðun. 60 ísra- elskir kaupsýslumenn eru með Sharanskí og er ætlunin að efla samskipti Rússa og ísraela. Kveðst ekki horfa til fortíðar Sharanskí kveðst ekki horfa mikið til for- tíðarinnar, hann hafi meiri áhuga á að sjá hvernig ástandið sé nú í Rússlandi. Fortíðin mun hins vegar blasa við honum i heimsókn- inni. Hann mun heimsækja Lefortovo-fangels- ið þar sem honum var stungið inn þegar KGB, sovéska leyniþjónustan, handtók hann árið 1977, gröf rússneska mannréttindafröm- uðarins Andreis Sakharovs og safn, sem stofn- að hefur verið í minningu hans. Sharanskí sagði að Rússar hefðu hafnað ósk sinni um að fara til fangabúðanna þar sem hann var í haldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.