Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
MORG UNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÚRVERINU
Forstjóri Volvo
lætur afstörfum
Stokkhólmi. Reuter.
MIKIL uppstokkun verður í stjórn
voldugra sænskra fyrirtækja
vegna þess að Sören Gyll hefur
ákveðið að hætta starfi forstjóra
Volvo og við af honum tekur yfir-
maður heimilstækjaframleiðand-
ans Electrolux.
Ákvörðun Gylls kemur á óvart,
þótt hann hafi gefið í skyn að
hann kynni að hætta áður en langt
um liði eftir fimm ár við stjórnvöl-
inn og í fyrra neyddist hann til
að vísa á bug fréttum um að hann
væri ósammála stjórnarformanni
fyrirtækisins, Bert-Olof Svan-
holm.
Leif Johansson, fráfarandi yfir-
maður Electrolux, tekur við stjórn
Volvo og segir þar með skilið við
stórveldi Wallenberg-fjölskyldunn-
ar, sem á meirihluta í Electrolux.
Við forstjórastöðu Johanssons
tekur Michael Treschow, yfirmað-
ur byggingar- og námuvélafyrir-
tækisins Atlas Copco, sem einnig
er á áhrifasvæði Wallenberg tjöl-
skyldunnar.
ítalinn Giulio Mazzalupi, hátt-
settur starfsmaður Atlas Copco,
tekur við forstjórastarfínu og er
fyrsti útlendingur sem gegnir því.
Gyll áfram í stjórn Volvo
Svanholm sagði að Gyll yrði
áfram í stjóm Volvo. Gyll tók við
stjórn Volvo eftir misheppnaðan
samruna Volvo og Renault og seldi
flestar eignir óviðkomandi kjarna
starfseminnar til að auðvelda fyrir-
tækinu að einbeita sér að fram-
leiðslu fólks- og flutningabíla.
Sérfræðingar segja að litið sé
svo á að hlutverki Gylls sé lokið
og að nú sé þörf á þróttmiklum
forstjóra til að auka sölu Volvo á
alþjóðlegum mörkuðum eftir
nokkra lægð.
Gyll tilkynnti stjórn Volvo að
hann hann vildi láta af forstjóra-
starfinu á aðalfundi fyrirtækisins
23. apríl.
Gyll sagði í yfirlýsingu að tekizt
hefði í aðalatriðum að ná því marki
að Volvo einbeitti sér að bifreiða-
framleiðslu og fyrirtækið væri
öflugt fjárhagslega séð og hvað
framleiðslu snerti.
„Fyrirtækið stendur nú and-
spænis nokkrum mikilvægum
ákvörðunum um meginstefnu og
uppbyggingu fyrirtækisins, sem
hafa munu áhrif um langa fram-
tíð...“ sagði Gyli.
Iðnþróunarsjóð-
ur endurskoðar
starfshætti sína
NÝ STJÓRN Iðnþróunarsjóðs sem
skipuð var á sl. ári hefur farið yfir
og endurskoðað reglur um starfs-
hætti sjóðsins. Við þá endurskoðun
var tekið tillit til takmarkaðs ráð-
stöfunarfjár og höfð hliðsjón af
fram komnum áformum um endur-
skipulagningu lánasjóða í eigu ríkis-
ins, að því er fram kemur í frétt.
Þau fjárfestingarverkefni, sem
sjóðurinn tekur þátt í geta verið
af þrennum toga. í fyrsta lagi get-
ur sjóðurinn tekið þátt í verkefnum
á vegum íslenskra fyrirtækja, sem
ieitt geta til nýjunga í íslensku at-
vinnulífi og skapað ný tækifæri til
vaxtar eða bætt alþjóðlega sam-
keppnisstöðu.
I öðru lagi getur hann verið þátt-
takandi fjárfestingar með erlendum
aðilum á íslandi sem geta stuðlað
að arðbærri nýtingu íslenskra nátt-
úru- og þekkingarauðlinda, yfir-
færslu tækniþekkingar eða opnað
ný_viðskiptatengsl.
í þriðja lagi er sjóðnum ætlað
að koma að fjárfestingum íslenskra
aðila í atvinnurekstri erlendis í því
skyni að auka alþjóðavæðingu ís-
lenskra fyrirtækja og bæta sam-
keppnishæfni þeirra á erlendum
mörkuðum.
Við mat á verkefnum byggir sjóð-
urinn m.a. á þeirri forsendu, að
þátttaka í verkefninu geti skilað
honum viðunandi arðsemi í ljósi
áhættu. Gerð er krafa um að sam-
starfsaðilar hafi fjárhagslegan
styrk til að standa við sinn hlut í
fjármögnun verkefnisins og að þeir
hafi þekkingu, rekstrarreynslu og
tæknilega getu sem nýst geti verk-
efninu. Fjárfestingarverkefnin
verða einnig að vera komin af vöru-
þróunarstigi og á það stig að meta
megi fjárhagslega áhættu á grund-
velli ítarlegrar viðskiptaáætlunar.
Forathuganir, vöruþróunar-
og kynningarverkefni
Á árinu 1997 mun sjóðurinn verja
10-15% af árlegu ráðstöfunarfé til
sérstakra verkefna, t.d. forathug-
ana, kynningarverkefna eða vöru-
þróunarverkefna á vegum einstak-
linga eða fyrirtækja.
Stuðningur við forathuganir er
háður því að um sé að ræða verk-
efni sem falla undir megin verksvið
sjóðsins og hann gæti síðar tekið
þátt í að fjármagna.
Til að greiða fyrir alþjóðlegum
fjárfestingarverkefnum hér á landi
getur sjóðurinn, í samstarfi vð opin-
bera aðila, tekið þátt í að fjármagna
verkefni er varða kynningu á fjár-
festingarkostum hér á landi. Slík
þátttaka yrði í formi styrks.
Sjóðurinn mun ekki taka beinan
þátt í einstökum vöruþróunarverk-
efnum. Hann mun hins vegar veija
hluta af ráðstöfunarfé sínu til slíkra
verkefna og fela sérhæfðum aðila
ráðstöfun þess fjár, í samráði við
iðnaðarráðuneytið.
Kaup á hlutabréfum
Iðnþróunarsjóður lýsir sig tilbú-
inn að taka hliðstæða fjárhagslega
áhættu og samstarfsaðilar, og
væntir hliðstæðrar arðsemi. Þátt-
taka getur annars vegar verið í
formi eiginfjár, þ.e. kaup á venju-
legum hlutabréfum eða forgangs-
hlutabréfum, eða í formi lánsfjár,
s.s. lán með breytirétti í hlutafé, lán
með kjörum sem tengd eru árangri
verkefnisins eða lán með kauprétti
hlutabréfa.
í stjórn sjóðsins eiga sæti: Þor-
steinn Ólafsson, viðskiptafræðing-
ur, formaður, Halldór J. Kristjáns-
son, ráðuneytisstjóri, og Ólafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri.
Fólk
Breytingar
hjá Tauga-
greiningu
• EGILL Másson hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri Taugagrein-
ingar hf. frá 1. janúar sl. Egill hef-
ur starfað hjá Taugagreiningu frá
1991, síðast sem þróunarstjóri fé-
lagsins. Egill starf-
aði áður hjá fyrir-
tækinu NEuro
Tech A/S í Kaup-
mannahöfn. Egill
lauk stúdentsprófi
frá MR 1980. BS-
prófi í tölvunar-
fræði og eðlisfræði
frá Kaupmanna-
hafnarháskóla árið 1987 og kandí-
datsprófi frá sama skóla árið 1990.
Sérgrein hans var notkun gervi-
tauganeta til myndþjöppunar. Egill
er kvæntur Þorgerði H. Hann-
esdóttur og eiga þau þijú börn.
Hjá Taugagreiningu starfa nú 14
starfsmenn, 11 á Islandi og 3 í
Bretlandi. Taugagreining hefur ný-
verið gengið frá sölu- og dreifingar-
samningi við fyrirtækið Medelec í
Bretlandi sem hefur verið einn
stærsti framleiðandi heilarita í
heiminum undanfarin ár. Medelec
tekur við sölumálum Taugagrein-
ingar í febrúar og er áætlað að
sala á framleiðsluvöru félagsins,
Nervus, muni stóraukast í kjölfarið.
Taugagreining hyggst þó sjálf selja
vörur á Skandinavíumarkað.
Heildarvelta Eurocard 18,2 milljarðar
Atlaskorthöfum
fjölgaði um 47%
HEILDARVELTA Eurocard á síð-
asta ári var 18,2 milljarðar króna
sem er 16,2% aukning milli ára.
Korthafar voru 40 þúsund talsins
og fjölgaði þeim um 10,5% milli
ára. Mest aukning var í Atlaskort-
um og fjölgaði þeim um 47% miðað
við árið á undan.
Veltuaukning var einnig veruleg
í jólamánuðinum og var jólaveltan,
þ.e. tímabilið frá 12. desember til
15. janúar sem kemur til greiðslu
2. febrúar, 1.700 milljónir nú en
var 1.450 milljónir árið á undan.
Það er 17,2% aukning. Meðalupp-
hæð úttektar í mánuðinum er einn-
ig hærri en í fyrra eða 70 þúsund
krónur en var 65 þúsund árið áður.
Velta vegna notkunar erlendis
nam 2,5 milljörðum króna sem er
18% aukning milli ára og notkun
erlendra korthafa hér á landi jókst
um 22%. Færslur voru samtals 5,8
milljónir sem er 12% aukning.
Dregið um jólapott
Búið er að draga út jólapott
Eurocard, en brugðið var á leik
með korthöfum í desember og
þurfti einn korthafi ekki að greiða
reikning sinn, auk þess sem tíu
aðrir fengu 20 þúsund krónur hver.
Búið er að draga út vinningshafa
og þurfti sá heppni ekki að greiða
kortareikning að upphæð 230 þús-
und krónur.
Skýrsla Matcon fyrir ÚA
SH fær gott verð
fyrir afurðirnar
DANSKA ráðgjafarfyrirtækið
Matcon segir í skýrslu, sem fyrir-
tækið vann fyrir Útgerðarfélag
Akureyringa, að Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna standi mjög vel í
samanburði við önnur sölusamtök,
sem fyrirtækið þekki, þegar mið er
tekið af því verði sem SH fær á
mörkuðunum erlendis. SH fái gott
verð fyrir afurðirnar. í skýrslu, sem
Matcon vann fyrir nefnd um starfs-
umhverfi og framtíðarmöguleika
fiskvinnslu, kveður við annan tón
og fá íslenzku sölusamtökin þar
fremur slaka einkunn.
Guðbrandur Sigurðsson er fram-
kvæmdastjóri ÚA, en hann á einnig
sæti í umræddri nefnd. Guðbrandur
segir í samtali við Morgunblaðið,
að Matcon virðist byggja niðurstöð-
ur sínar á þeirri þekkingu, sem fyr-
irtækið hafi á sölusamtökum eins
og Frionor í Noregi og Föroya
Fiskasölu, en þeim hafi báðum
gengið illa undanfarin ár. Hafi
framleiðendur gott samband við
sölusamtökin, eins og ÚA hafi við
SH, séu þeir hins vegar vel á vegi
staddir.
Mikilvægt að meta
framleiðnina
í skýrslu Matcon fyrir ÚA segir
að það sé mikilvægt fyrir fyrirtæk-
ið að meta vandlega framleiðni
hverrar frameiðsluvöru, þannig að
hægt sé að stýra framleiðslunni í
samræmi við afkomuna. Þetta sé
nauðsynlegt þegar með jákvæðum
hætti sé reynt að hafa þau áhrif á
sölusamtökin, að fá að framleiða
þær afurðir, sem skila mestu.
Glöggt er gests augað
„Ástæða þess að nefndin leitaði
til danska ráðgjafarfyrirtækisins
Matcon, var að fá álit erlends aðila
og helztu ábendingar um það sem
betur mætti fara í íslenzkum físk-
iðnaði,“ segir Þórður Friðjónsson,
formaður nefndarinnar, í samtali
við Morgunblaðið.
Matcon þekkir vel til
„Matcon hefur unnið fyrir fyrir-
tæki hér á landi og þekkir vel til
vinnslu á fiski. Matcon hefur einnig
unnið fyrir fyrirtæki í Danmörku
og Noregi og getur því vel borið
fiskiðnaðinn í þessum löndum sam-
an. Við vildum einfaldlega fá utan-
aðkomandi aðila til að koma með
innleg í umræðuna hér á landi, því
glöggt er gests augað. Við óskuðum
einnig eftir því að þeir segðu skoð-
un sína vafningalaust og það gera
þeir. Hugsunin var síðan sú, að þau
atriði, sem Matcon tæki upp, yrðu
rædd hér heima.
Ekki settir í dómarasæti
Við vorum ekki að setja þá í neitt
dómarasæti, aðeins að fá fram álit
þeirra á því, sem betur mætti fara.
Við höfum heldur ekkert verið að
halda því fram að Danimir hafi rétt
fyrir sér og ég tel því ástæðulaust
að kippa sér upp við það, þótt þeir
hafí ákveðnar skoðanir á hlutun-
um,“ segir Þórður Friðjónsson.
ANDRÉS Guðmundsson skipstjóri á Þuríði Halldórsdóttur GK og
Óli Færseth netagerðarmeistari hjá Netaverkstæði Suðurnesja.
„Trollið hefur
staðist væntingar“
„ÞAÐ má segja að nýja Dyneema-
trollið frá Hampiðjunni hafi staðist
væntingar okkar," sagði Andrés
Guðmundsson, skipstjóri á Þuríði
Halldórsdóttur GK, sem Valdimar
hf. í Vogum gerir út. Útgerðin
keypti nýja Dyneema-botntrollið sl.
haust og er nú komin um þriggja
mánaða reynsla á það.
„Þetta er aðallega spurning um
efnið, sem er í trollinu enda mark-
miðið að reyna að fá það til að
vera sem léttast í drætti svo að
spara megi bæði olíu og átök. Dyn-
eema-efnið hefur reyndar verið í
notkun í lengri tíma, m.a. í Vest-
mannaeyjum, þar sem það hefur
reynst fremur illa og hefur það vilj-
að teygjast til eins og nælonsokk-
ur. Þegar kemur á það gat, hefur
viljað myndast lykkjufall, en það
vandamál er nú úr sögunni þar sem
Hampiðjumenn hafa fundið upp
aðferð til þess að strekkja á hnútun-
um. Við komum til með að nota
þetta nýja troll áfram enda miklu
grennra og hefur mun minni fyrir-
stöðu í sjónum en netið sem við
vorum með áður,“ segir Andrés.
Geysilega mikið
um fyrirspurnir
Guðmundur Gunnarsson, sölu-
stjóri hjá Hampiðjunni, segir griðar-
legan áhuga vera fyrir nýja trollinu
hér heima auk þess sem búið væri
að selja eitt troll til Ástralíu og frek-
ari kynningar væru á döfinni er-
lendis. Nokkur troll væru nú þegar
í pöntun innanlands og látlaust
væri verið að spyijast fyrir og biðja
um kostnaðarútreikninga. „Dyn-
eema-trollið er töluvert dýrara en
hin hefðbundnu troll, en á móti
vegur grennra garn og minni vigt
sem aftur þýðir að hægt er að nota
stærra troll en ella.“
Dyneema-ofurefnið er framleitt
í Hollandi, en trollin fléttuð saman
og búin til hjá Hampiðjunni. „Hér
áður fyrr var hnútafestan ekki nógu
góð, en nú teljum við okkur vera
komna í áttina að því að vera með
þetta nokkum veginn í lagi,“ segir
Guðmundur, en auk botntrolls, er
Hampiðjan að þreifa sig áfram með
rækjutroll sem nú er m.a. verið að
reyna um borð í Skutli ÍS.
)
I
k
I
I
fr
I
t
L
t
I
I
l
f
L
g
t
t
I