Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Tilraunaverkefni á sviði tónlistarnáms
Kynjaskipting í stærðfræði
í Tjarnarskóla
Einkunnir stúlkna
hækka
KYNJASKIPTING í stærðfræði í
Tjarnarskóla sem hófst sl. haust
hefur gefist vel, að sögn Margrét-
ar Héðinsdóttur kennara. Hún
segir þó að því verði ekki fullsvar-
að fyrr en í vor hver raunveruleg-
ur árangur sé en fyrstu vísbend-
ingar frá jólaprófum nemenda í
8. og 9. bekk sýni að einkunnir
eru 0,7 hærri að meðaltali nú en
á sama tima í fyrra. Einkum eru
það stúlkurnar sem spjara sig
betur en áður.
Aðferðir við stærðfræðikennslu
innan skólans hafa verið að þró-
ast á undanförnum árum frá hefð-
bundinni kennsluaðferð, þ.e. þar
sem nánast allur bekkurinn er á
sama stað og innlögn fer mikið
til fram á töflu, þar sem einnig
er farið yfir heimadæmin. „Þegar
við á þessum tíma mátum árangur
nemenda okkar í samræmdum
prófum í 10. bekk fylgdi hann
meðaltali hjá báðum kynjum,“
segir Margrét. „Síðan tókum við
upp einstaklingsbundnar áætlan-
ir, þar sem hver nemandi vinnur
námsefni við hæfi. Þá sigu strák-
arnir fram úr landsmeðaltali en
stelpurnar stóðu í stað.“
Hún segist ekki hafa skýringu
á reiðum höndum en bendir á að
þegar um einstaklingskennslu sé
að ræða tali nemendur meira sam-
an og aðstoði hver annan. „Þar
eru strákarnir mun virkari.
Kannski er dálítið kvenlegt að
vita ekki, geta ekki og skilja ekki
stærðfræði og dálítið karlmann-
legt að hjálpa til,“ segir hún. Hún
bætir við að með því að útskýra
fyrir öðrum hjálpi það viðkom-
andi ennfremur að skilja betur.
„Ég held að kunnáttan hafi fest
betur hjá þeim strákum, sem voru
í þessu hlutverki en hjá stúlkun-
um sem voru þiggjendur. Þetta
varð hvatinn að því að við ákváð-
um að taka upp kynjaskiptingu.“
Gengur ekki upp í
strákabekknum!
Frá því í haust hefur Margrét
kennt saman stúlkum i 8. og 9.
bekk en Auður Stella Þórðardótt-
ir drengjunum. „Þar sem við erum
með einstaklingsáætlanir skiptir
aldur nemendanna engu máli,“
segir hún. Hún segir hópana vera
mjög mismunandi og nefnir dæmi
máli sínu til stuðnings:
„Nemendur þurfa að fá aðstoð
jafnt í einstaklingsmiðaðri
kennslu í blönduðum bekk sem
og í hópkennslu. Til þess að að-
stoðin kæmi í réttri röð og að
þeir sem hæst hefðu gengju ekki
alltaf fyrir notaði ég töfluna fyrir
það sem við köllum aðstoðarlista.
Þar skrifuðu nemendur nafnið
sitt og ég kallaði þá til mín eftir
röð. Þetta gekk mjög vel. Eftir
að við kynjaskiptum bekkjunum
gengur aðstoðarlistinn fínt í
stelpuhópnum en ekki er hægt
að nota hann hjá strákunum. Þeir
troða sér framfyrir, stroka út
nöfn hinna og skrifa sjálfan sig i
staðinn. Þarna má sjá greinilegan
kynjamun," segir hún.
Einstaklingsáætlun
Margrét segir að eitt hið mikil-
vægasta við einstaklingsáætl-
unargerð sé að gera nemendur
ábyrga fyrir eigin námi. I upp-
hafi 8. bekkjar taka nemendur
stöðupróf. „Við skrifum inn á
matsblað hvað krakkarnir kunna,
þeir fá upplýsingar um hvar þeir
geta fundið viðkomandi aðferðir
og dæmi. Þeir fá einnig gefin upp
tímamörk en í hlut hvers og eins
kemur að finna út hversu mikið
hann þarf að reikna á hveijum
deg^ til að ljúka verkefninu.
Sumir vilja leggja harðar að sér
og ljúka því á skemmri tíma, sem
er allt í lagi. Þegar nemendur
hafa lokið við ákveðinn hiuta taka
þeir próf í honum. Þá er gerð
önnur áætlun og svo koll af kolli,"
segir Margrét. Hún tekur fram
að mörgum nemendum finnist
undarlegt að mega halda áfram
að reikna eftir áhuga hvers og
eins. „Verður örugglega ekki
strokað út ef ég held áfram?“
segir hún að sé algeng spurning
hjá nýjum nemendum.
Glímt við námsefni
framhaldsskólanna
Margrét segir að margir nem-
endur skólans séu komnir lengra
í stærðfræði við lok 10. bekkjar
en aðalnámskrá geri ráð fyrir.
Ennfremur fari „tíunum" í skól-
anum fjölgandi ár frá ári í sam-
ræmdum prófum í stærðfræði,
þrátt fyrir að þeim fari fækkandi
á landinu i heild.
Hún kveðst verða vör við gagn-
rýnisraddir um að „æðibunugang-
ur“ eigi ekki að vera til og að
námsefnið sitji ekki eftir í kolli
nemenda. „Ég get alls ekki verið
sammála þessu. Ef nemandi veit
í hvaða skóla hann fer reynum
við að búa hann undir það nám.
í áfangaskólum geta nemendur
tekið stöðupróf ogjafnvel fengið
einn áfanga metinn, en liggi Ieið-
in í Menntaskólann í Reykjavík
eða Verzlunarskólann reynum við
frekar að láta hann kafa dýpra í
algebru og rúmfræði eða pró-
sentureikning og viðskiptareikn-
ing.“
Morgunblaðið/Þorkell
MARGIR nemendur skólans eru komnir lengra í stærðfræði við
lok 10. bekkjar en aðalnámskrá gerir ráð fyrir.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
NEMENDUR í forskóla Tónskóla grunnskólanna læra að slá taktinn
í tíma hjá Jóhanni Bjarnasyni í Foldaskóla.
150 nemendur sóttu
um - 21 komstað
AÐEINS 21 nemandi komst að í
píanónám af þeim hundrað og
fimmtíu sem um það sóttu í Tón-
skóla grunnskólanna, sem er til-
raunaverkefni á vegum fjögurra
grunnskóla í Grafarvogi og
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
Fimmtíu böm stunda nám í for-
skóla tónlistarskólans.
Forstöðumenn Tónskólans eru
Hreiðar Sigtryggsson kennari við
Foldaskóla og Jón Hjaltason stjórn-
andi Skólahljómsveitar Grafarvogs.
Að sögn Jóns er tilgangurinn að
auka tónlistarkennslu í grunnskól-
um í hverfinu, að samræma vinnu-
dag í heildstæðum grunnskóla og
síðast en ekki síst að lækka skóla-
gjöldin og gera þannig sem flestum
börnum í hverfinu kleift að stunda
tónlistarnám. Spurður hver við-
brögð annarra tónlistarskóla væru
vegna þessa tilraunaverkefnis,
sagði Jón að einhveijar raddir
hefðu verið uppi í haust. „Ég er
hins vegar ekkert kunnugur því,“
segir hann.
Tónskólinn auglýsti ekki starf-
semi sína fyrr en eftir að aðrir
tónlistarskólar höfðu tekið inn sína
nemendur og segir Jón það hafa
verið gert i tvennum tilgangi. í
fyrsta lagi til að vera ekki í sam-
keppni við hefðbundna tónlistar-
skóla og í öðru Iagi ti! að kanna
hver þörfin væri eftir að fullbókað
var í hina skólana. „Komið hefur
í ljós að margir foreldrar sem
höfðu ekki efni á að notfæra sér
kennslu hefðbundinna tónlistar-
skóla geta nú veitt börnum sínum
tónlistarmenntun. Hópurinn í tón-
listarnáminu er því orðinn mun
breiðari."
Tónlistarnám styrkir
raungreinar
Jón segir að skólamenn í Grafar-
vogi hafí stutt þessa tilraun mjög
vel enda hafi þeir gert sér grein
fyrir gildi tónlistarmenntunar.
„Vitað er að tónlistarnám styrkir
raungreinar verulega og ekki veitir
okkur af eftir niðurstöðu skýrsl-
unnar um náttúrufræðigreinarnar.
Einnig eru skólarnir að veita betri
þjónustu með þessu móti og sam-
felldari skóladag sem þýðir minni
akstur foreldra með börn til og frá
utan skólatíma.
Skólagjöld fyrir einkatíma í pí-
anónámi er 20.000 krónur yfir
skólaárið, sem er 40% af gjöldum
í hefðbundnum tónlistarskóla og
forskólagjaldið er 10.000 krónur,"
segir Jón og bendir á að þar sem
samvinna eigi sér stað við grunn-
skólana verði rekstrarkostnaður
skóiar/námskeið
tölvur
■ Internet-námskeið
verður haldið dagana 8., 15. og 22. feb-
rúar 1997 kl. 10.00-14.30.
Verslunarskóli Islands
Innritun á skrifstofu skólans, Ofanleiti
1, sími 568 8400.
tungumál
■ ■ International Pen Friends
útvegar þér a.m.k. 14 jafnaldra penna-
vini frá ýmsum löndum. Fáðu umsókna-
reyðublað.
I.P.F., pósthólf 4276, 124 Rvík,
simi 881 8181.
■ Enskunám f Englandi
I boði er alhliða enskunám allt árið við
virtan enskuskóla. Sérstakt 14 vikna
námskeið hefst 8. mars (Cambridge
Examination First Certificate).
Fámennir hópar. Fæði og húsnæði hjá
enskri fjölskyldu.
Nánari upplýsingar gefur Marteinn M.
Jóhannsson eftir kl. 18ísíma581 1652.
■ Enskunám f Englandi
Við bjóðum enskunám við einn virtasta
málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr-
ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára
og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglinga-
skóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna
annir; viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna
annir.
Upplýsingar gefur Jóna Maria
Júlíusdóttir, eftir kl. 18.00
í síma 462 3625.
fullorðinsfræðslan
matshæft eininganám
Fornáms og framhaldsskólastig.
Prófáfangar og námskeið.
Skólanám og fjarnám.
ENS, DAN, SÆN, NOR, ÞÝS, SPÆ,
HOL, STÆ, EÐL, EFN, ÍSL, ARA,
ICELANDIC og námskeið f. at-
vinnulausa og f. samræmdu prófin.
Námsaðstoð.
-• ■.
rtT—r—T«
fullorðinsfræðslan
Umi 8671166 ||U I ftlf Gerðubergi 1
ýmisiegt
■ Frá Heimspekiskólanum
Getum bætti við nemendum (f.90-83).
Upplýsingar og innritun í síma 562 8283
kl. 16.30-18.30.
skjalastjórnun
■ Inngangur að skjalastjórnun.
Námskeið, haldið 10. og 11. feb. (mánud.
og þriðjud.). Gjald kr. 11.000.
Bókin „Skjalastjórnun" innifalin.
Skráning hjá Skipulagi og skjölum
f síma 564 4688, fax 564 4689.
myndmennt
■ MYND-MÁL - Myndlistarskóli
Málun, byrjendahópur, framhaldshópur.
Teiknun I og II. Upplýsingar kl. 14-21
alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536.
Rúna Gísladóttir.
minm.
Hreiðar Sigtryggsson tekur
einnig fram að með þessari sam-
vinnu nýtist hljóðfæri í eigu grunn-
skólans, sem ella stæðu ónotuð
hluta úr degi. „Ágóði grunnskól-
anna liggur ekki síst í því að skóla-
gjöldin renna til skólanna að frá-
dregnum lágmarks rekstrarkostn-
aði, þannig að bróðurparturinn fer
til hljóðfærakaupa. Það nýtist aft-
ur grunnskólunum til eflingar al-
mennri tónlistarkennslu, þar sem
hljóðfærið verður áfram eign
grunnskólans en ekki Tónskól-
ans.“
Hann segir að áhersla sé lögð á
að íjármagn það sem innheimt er
vegna tónlistarkennslu renni ein-
göngu til þess málefnis en ekki til
annarra þarfa skólans s.s. vímu-
efnavarna né annarra málaflokka.
Neita tugum nemenda
Tveir tónlistarkennarar sjá um
píanónámið en tónmenntakennar-
ar í grunnskólunum um fornámið.
Þar sem innritun fór seint af stað
í haust var ekki hægt að fella nám
tónlistarskólans inn í stundatöflu
nemenda í vetur að öðru leyti en
því að reynt er að hafa kennsluna
í upphafi eða við lok skólatíma.
Jón segir að næsta haust muni
forskólinn verða tengdur stunda-
skrá nemenda fyrir hádegi en
hljóðfæranámið verði eftir sem
áður eftir hádegi.
í fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar kemur fram að gert er ráð
fyrir sama kennslumagni næsta
haust og var í vetur. „Því miður
verðum við því að neita einhvetjum
tugum nemenda um skólavist aftur
næsta vetur,“ sagði Jón Hjaltason.