Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANUAR 1997 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK IRPC WGMWæOfWÆ ENOiKMEfN Skipafélögin Stórkaupmenn kvarta undan þj ónustugj öldum Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Þór Pétursson GK 504 Óvenjulegur fengur S AMKEPPNISYFIRV ÖLD hafa í hyggju að taka til athugunar samn- ing Samskipa við Eimskip um flutn- inga milli íslands og Bandaríkjanna, að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Félag ís- lenskra stórkaupmanna (FÍS) lýsti í gær yfir áhyggjum vegna sífellt meiri samþjöppunar á íslenska flutn- ingamarkaðnum og ritaði Sam- keppnisstofnun bréf af því tilefni. Félag íslenskra stórkaupmanna mun á næstu dögum kvarta formlega bæði við Eimskip og Samskip yfir nýjum þjónustugjöldum sem félögin hófu að innheimta af inn- og útflytj- endum um áramótin. Einnig hyggst félagið senda Samkeppnisstofnun erindi vegna þessa máls. ' Eimskip lagði um áramótin 460 króna afgreiðslugjald á hveija send- ingu í flutningi á stykkjavöru og 980 króna gámagjald í innflutningi. Einn- ig er sérstakt gjald innheimt fyrir að útbúa farmskjöl í útflutningi, sem er 880 krónur ef útfyllt fyrirmæli fylgja, en ella 1.760 krónur. Samskip fylgdu í kjölfarið með því að leggja á 465 króna sambærilegt afgreiðslugjald og 980 króna gámagjald. Varað við hafís ■*" ÍSSPÖNG hafði í gær borist inn fyr- ir Rit í ísafjarðardjúpi og er ísinn varasamur skipum, að því er segir i hafísviðvörun sem Veðurstofa ís- lands sendi út í gærkvöldi. Allnokkrar tilkynningar bárust Veðurstofunni í gær frá skipum, sem orðið höfðu vör við ís úti fyrir Vest- .n fjörðum og í ísafjarðardjúpi. Einnig v var tilkynnt um stakar ísspangir fyr- ir norðan Grímsey. Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, segir að félagið hafi tekið í notkun nýtt gjaldskrárkerfi fyrir rúmu ári sem kynnt hafi verið rækilega hjá stór- kaupmönnum og iðnrekendum. Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Samskipa, bendir á að umboðsmenn skipafélaga erlend- is innheimti þjónustugjald fyrir póst- burð, fax, síma og aðra slíka þjónustu. ■ Samkeppnisyfirvöld/16 ■ Stórkaupmenn mótmæla/16 DANSKUR hrossaræktarmaður, Gerd Dahms, hefur kært tvo íslenska hestakaupmenn til dönsku lögregl- unnar vegna gruns um að ættartala hests, er hann keypti af þeim, hafi verið vísvitandi fölsuð. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Dahms að auk þess sem hann sjái ekki betur en að pappírar hests- ins hafi gefið rangar upplýsingar um ættir hestsins þá þyki honum eftirlit Félags hrossabænda og Bændasamtakanna með ættarvott- orðum útfluttra hesta mjög ábóta- vant og þekki hann dæmi svipað sínu frá síðasta ári. Vottuð ættartala Dahms er arkitekt, en hann og kona hans reka hrossabúgárð á Norður-Sjálandi. Árið 1992 keyptu þau hjón tæplega fjögurra vetra hryssu af tveimur íslenskum hrossa- kaupmönnum. Annar starfar á ís- landi, en hinn selur hesta í Dan- mörku. Hryssuna keyptu þau hjónin Gnndavík. Morgunblaðið. ÞÓR Pétursson GK 504, sem ei 150 tonna togbátur frá Sand- gerði, fékk formastur af breska togaranum Northern Crown í trollið skammt frá Eldey um miðjan dag í gær. Með mastrinu fylgdi trolllengja með höfuðlínu- mæli ásamt ankeri sem tapaðist af Þór Péturssyni þarna á sama stað í september 1995. Taldi Knútur Knútsson skipstjóri að ef ætti að kaupa þennan búnað í dag væri verðmætið um tvær milljónir króna. Breski togarinn Northern Crown strandaði 11. október 1956 í slæmu veðri á svokölluð- um Togarastandi, en það viður- nefni fékk þessi drangur sem marar í kafi skammt frá Eldey í Reykjanesröstinni. Gat kom á eingöngu vegna þess að samkvæmt kaupmönnunum var hún undan Hrafni 802 frá Holtsmúla, sem er að sögn Dahms besti íslenski kyn- bótahesturinn. Fyrir áttu Dahms- hjónin Kvist IS 1044 frá Gerðum og voru kaupin gerð með það í huga að blanda þessara fyeggja ætta væri sérlega góð. Með hestinum fylgdi vottuð ætt- artala, en í fyrra fengu þau afrit úr hestaskránni Feng, þar sem kem- ur fram að hryssan er ekki undan Hrafni, heldur Fal IS 8213 5004 frá Syðstu-Fossum, sem reyndar er son- togarann og rann hann af sker- inu og sökk eftir að mannbjörg hafði orðið. í september 1995 festi Knútur nýundirslegið troll í flakinu. Hann náði aðeins trollefninu en sleit svo niður ankerið sem hann notaði til að slæða trollið. Við svo búið gafst hann upp. „Það er freistandi að draga nálægt flak- inu vegna fiskgengdar við það. í dag vorum við á öðru hali þeg- ar við festum í flakinu. Ég fann fyótt að það virtist ætla að losna en þungt var það og erfitt að ná öllu draslinu innfyrir og ekki um annað að ræða en að fara með fenginn í land til að greiða úr honum,“ sagði Knútur og hamp- aði þurrum rafhlöðum úr höfuð- línumælinum. ur Hrafns, en mun lakari hestur, sem hefur verið geltur. Móðirin var held- ur ekki sú sama og gefin var upp á vottorðinu, sem fylgdi folaldinu við kaupin. Þau hjónin höfðu þá samband við skrá Félags hrossabænda og fengu þar þau svör að 1992 hefði enn ekki verið farið að bera saman út- flutningsvottorð hestanna við skráninguna í Feng, sem byijað var á 1989, en nú væri það hins vegar alltaf gert. Jafnframt fengu þau hjónin að vita að þau gætu bara sent inn upprunalega vottorðið og VERÐ á mjólkurkvóta er nú um 150 kr. lítrinn í viðskiptum milli bænda og hefur sjaldan eða aldrei verið hærra. Heildarverðmæti úthlutaðs mjólkurkvóta er þvi um 15 milljarðar króna. Skiptar skoðanir eru um það hversu góð fjárfesting kaup á rétti til mjólkurframleiðslu er. Forystu- menn í bændastétt og mjólkuriðnaði hafa áhyggjur af þessu háa verði, telja það slæmt fyrir bændur og mjólkuriðnaðinn í heild, enda standi framleiðslan ekki undir kvótakaup- um á þessu verði og það torveldi ættliðaskipti á jörðum. Er verðlagn- ingin notuð sem rök fyrir því að koma fijálsu framsali mjólkurkvóta í fastari skorður. Aðrir telja að verð- ið sé síst of hátt miðað við þau verð- mæti sem skipti um eigendur,. og benda á að verðið myndist á fijálsum markaði. Frá því viðskipti með greiðslumark í mjólk voru heimiluð að nýju fyrir rúmum Qórum árum hafa 14 milljón- ir lítra verið færðar milli kúabænda og gæti söluverðið verið vel á annan milljarð króna. ■ Verðmæti kvótans/30 ♦ ♦ ♦ Skattsvikamál ÞÞÞ Fangelsi og 40 milljóna sekt 66 ÁRA framkvæmdastjóri og eig- andi Bifreiðastöðvar ÞÞÞ á Akranesi var í gær dæmdur í 10 mánaða fang- elsi og til að greiða 40 milljóna króna sekt í ríkissjóð fyrir brot á skattalög- um og skjalafals. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa á árunum 1989-1994 vantalið tekjur á skattframtölum um a.m.k. 132,1 m.kr., og lækkað skattstofn sinn til tekjuskatts og útsvars um 28,5 m.kr. Einnig fyrir skjalafals með því að hafa lækkað fjárhæðir á sölureikningum og vantalið virðis- aukaskattskylda veltu fyrirtækisins. ■ 10 mánaða/4 fengið nýtt í staðinn með réttu upp- lýsingunum og þar með væri allt í lagi. Dahms sagði að þannig horfði málið ekki við þeim hjónum og sagð- ist eiga erfitt með að skilja að mað- ur gæti bara sent upprunalegt vott- orð og fengið til baka annað með öðrum nöfnum. Of hátt verð Dahms segir að vísast hafi þau hjónin greitt of hátt verð fyrir hryssuna á sínum tíma, auk þess sem folöld undan henni nái ekki því verði, sem þau hafi búist við. En verra þykir þeim þó að þau telja viðskiptin ekki eðlileg og því hafi þau ákveðið að kæra þá tvo aðila, sem seldu þeim hryssuna 1992. Lögreglurannsókn mun svo leiða í ljós hvort grunur þeirra um vísvit- andi fölsun sé á rökum reistur eða ekki. Rannsóknin mun einnig taka til þess hvar og hvernig svona papp- írar geta orðið til. Sviknar ættartölur með íslenskum hestum í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Hestakaup- menn kærðir 0» Mjólkur- kvóti seld- ur á 150 kr. lítrinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.