Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 27 LISTIR Með litróf myndar- innar í hendi sér GUNTER A. Buchwald Galdramaður við gullgröft TONLIST Iláskólabíó KVIKMYNDATÓNLIST Giinter A. Buchwald. Sunnudagur 26. janúar 1997. Á UNDAN sýningunni á Gullæði Chaplins ávarpaði Oddný Sen bíó- gesti fyrir hönd Hins íslenska kvik- myndafræðafélags og Hreyfimynda- félagsins, þakkaði Goethe-stofnun- inni, þýsk-íslenska félaginu Germa- niu og fleirum aðstoð ýmsa við að koma sýningu myndarinnar í þann gamla búning þöglu myndanna, þeg- ar hljóðfæraleikari sat á sviðinu og lék undir atburðarásinni á tjaldinu, með því að spinna tónlistina á staðn- um, eða svo mun það a.m.k. oft hafa verið og var gert nú, að sögn píanóleikarans sjálfs, sem reyndar einnig greip til fiðlunnar. Oddný lauk ávarpi sínu með því að vona að áhorfendur og -heyrend- ur mættu skemmta sér og hér vant- aði sannarlega ekkert á það. Snilli Chaplins er klassísk. Boð- skapurinn er klassískur að því leyti að hann höfðar til okkar í dag, ekki síður en hann gerði 1925 þegar myndin var gerð. Þessi boðskapur virðist ná til allra afkima veraldar í einhverri mynd og þá jafnt til okkar Frónbúa sem annarra. Útlendingum nokkrum fannst einkennandi fyrir okkur að hér spryttu fyrirtæki upp sem gorkúlur, auðvelt virtist vera að fá tuttugu milljón króna lán til að stofna fyrirtæki, byrja síðan á því að kaupa þriggja til fjögurra milljóna króna forstjórajeppa, horfa svo á fyrirtækið rúlla á höfuðið og jeppann kominn á aðra kennitölu. Þessi aðferð væri úr sér gengin á fastalandinu. Hér væri hópur manna sem tryði því að hagvöxtur væri á mikilli uppleið, þótt laun hins venju- lega vinnandi manns standi í stað á meðan hunda- og kattamaturinn gangi æ nær þessum fáu framyfir- krónum sem raunar ekki séu til, enda á hagvöxturinn ekki að lenda í hunda- og kattakjöftum _en birtast í stærri og dýrari jeppum. Útlending- um bragðast sviðin öðru vísi en okk- ur sem erum orðin vön þeim. Chaplin virðist koma auga á alla okkar veikleika, nálgast þá hárfínum skrefum og fær okkur síðan til að veltast um af hlátri yfir okkar eigin hégóma. Gúnter Buchwald, píanó- og fiðluleikari og dósent við tón- listarháskólann í Freiburg, hafði allt litróf myndarinnar í hendi sér, mun enda víðfrægur fyrir vinnu sína á þessum vettvangi og hefur leikið undir hvorki meira né minna en 430 þöglum myndum. Manni dettur í hug í sambandi við tal um iífræna rækt- un og hreint og ómengað land, hvort í framhaldi af því væri okkur ekki hollt að fá meira af þöglum myndum með lifandi tónlist. I það minnsta bentu undirtektir ungra og gamalla á sýningunni á sunnudaginn til þess að svo gæti verið, því sjaldan hef ég heyrt hlegið hærra né klappað kröftugar í bíó. Ragnar Björnsson KVIKMYNPIR Háskólabíó GULLÆÐIÐ („THE GOLD RUSH“) ★ ★ ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Charles Chaplin. Aðalleikendur Charles Chaplin, Georgia Hale, Mark Swain, Tom Murray. Bandarísk. United Artists 1925. Hið íslenska kvikmyndafræðafélag sýnir í sam- viimu við Hreyfimyndafélagið o.fl. CHAPLIN er einn merkasti gleðigjafi kvikmyndanna. Þurfti ekki annað en að hreyfa fíngur þá grétu úr hlátri áhorfendur um víða veröld. Látbragðsleikur hans var einstök list sem nýttist honum best á tímum litla umrenningsins. Gullæðið er frá því tímabili miðju og besta mynd hans ásamt Nútím- anum. Hér berst litli maðurinn með straumnum norður í gullæðið í Al- aska, kynnist þar hörmungum og hættum, allsleysi, ást og allsnægt- um. í Gullæðinu er að finna a.m.k. þtjú atriði sem telja má í hópi ódauðlegra augnablika í myndum snillingsins. Skósuðan í hungurs- neyðinni, kofabröltið á bjargbrún- inni og brauðadansinn, eitt það frumlegasta og fyndnasta sem sést hefur á tjaldinu frá upphafi. Ef einhver toppar þau skal ég glaður éta mínar eigin skóreimar! Þó svo að umrenningsmyndirnar séu sáraeinfaldar hvað söguþráð snertir; litli maðurinn gagnvart yf- irbugandi kringumstæðum, sér maður eitthvað nýtt á hverri sýn- ingu, þær eru jafn ferskar og við fyrstu sýn og réttlætisboðskapur þeirra ætíð jafn hollur. Látæði Chaplins í gervi flækingsins er kvikmyndaskemmtun sem á sér engan samjöfnuð, án þess væri mannkynið mikið mun fátækara og vonandi að það höfði jafn vel til hverrar nýrrar kynslóðar fram- vegis sem hingað til. Ástin er held- ur aldrei langt undan, Guilæðið er í aðra röndina rómantísk mynd með sínum dramatísku hápunktum. Á undanförnum árum hafa þeir aðilar sem standa að sýningunni, Hið íslenska kvikmyndafræðifé- lag, Hreyfimyndafélagið ofl., skapað hefð fyrir sýningum á þögl- um myndum með lifandi tónlistar- flutningi. Áður hafa verið sýndar Vindurinn og The Cabinet of Dr. Caligari, tvö önnur ágætisverk. Að þessu sinni er það Þjóðveijinn Gunter A. Buchwald sem leikur undir sýningu á píanó og fiðlu. Buchwald laðar fram löngu liðinn andblæ og andrúmsloft kvik- myndahúsanna á öndverðri öld- inni. Spinnur af fingrum fram kringum þekktar laglínur og gerir það svo vel að heil sinfóníuhljóm- sveit gæti ekki gert betur. Þessi stórkostlega uppákoma er einn af hápunktunum á sviði kvikmynda- listarinnar í ár. Sæbjörn Valdimarsson Etheridge til liðs við Kátu ekkjuna BRETINN Terry Etheridge hefur verið ráðinn til að semja dansa og hreyfingar við uppfærslu íslensku óperunnar á Kátu ekkjunni eftir Franz Lehár í stað Ástrósar Gunn- arsdóttur sem hætti skyndilega í síðustu viku. Var hann síðast á ferð hér á landi haustið 1995, þegar hann samdi dansa við uppfærslu íslensku óperunnar á Carmina Bur- ana eftir Carl Orff. Frumsýnt verð- ur 8. febrúar næstkomandi. ------♦ » ♦---- Jazz á Sólon íslandus í KVÖLD, þriðjudagskvöld fiytja Þóra Gréta Þórisdóttir söngkona, Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Páll Pálsson bassaleikari jazz á Sólon íslandus. Efnisskráin er ijölbreytt og hefja þau leik um kl. 10. ------♦ ♦ ♦ •DAGBÓK gyðingastúlkunnar Önnu Frank hefur öðlast einstakan sess á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því hún kom út. Nú er komin út ný útgáfa dagbókarinnar þar sem bætt er inn í þeim köflum sem teknir voru út er bókin var fyrst gefin út, þar sem þeir þóttu engan veginn hæfir til birtingar. Nýja út- gáfan er nærri því þriðjungi lengri og dregur upp nokkuð breytta mynd af Önnu Frank. Geðsveiflur hennar koma skýrar í ljós og svo og hugs- anir hennar úm kynlíf. I einum kaflanum kemst Anna t.d. að þeirri niðurstöðu að kynlíf fyrir hjónaband sé réttlætanlegt og í öðrum kafla segist hún vera „hálfbrjáluð" af þrá eftir Peter van Pels, drengnum sem var í felum með íjölskyldu hennar. Nú færðu 1 i n s u r i Li n s u n n i Fagleg ráðgjöf. Góð þjónusta. UN5AN A ð a I s t r æ t i 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.