Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 43
Hannes Hlífar
og Helgi í úrslitum
SKAK
Skákmiðstöðin
Faxafcni 12
LANDSBANKA-VISA
MÓTIÐ
Úrslitaviðureignin verður tefld í dag
en skákunum og úrslitunum haldið
leyndum fram á sunnudag. Þá verð-
ur keppnin loks sýnd í sjónvarpinu.
RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur horfið
frá því að sýna beint frá úrslitaviður-
eigninni í atskák eins og gert hefur
verið undanfarin ár. Það reyndist því
rangt hér í skákþættinum um helg-
ina, að úrslitin yrðu sýnd beint á
sunnudaginn _ var. Úrslitaskákir
þeirra Helga Ólafssonar og Hannesar
Hlífars Stefánssonar verða tefldar í
dag, en aðeins þeir tveir, starfsmenn
sjónvarpsins og dómarinn munu vita
niðurstöðuna þangað til á sunnudag-
inn.
Þetta er að mati skákþáttarins
mikil afturför frá fyrri árum. Við
skákáhugamenn erum þvingaðir til
að greiða afnotagjöld að ríkisfjöl-
miðlunum eins og aðrir. í fyrra var
þetta eina keppnin sem var sýnd.
Það virðist ekki lengur henta föstu
ríkisstarfsmönnunum okkar að sinna
skáklistinni nema með höppum og
glöppum. Skiptir það þessa háu herra
engu máli að skákm er eitt helsta
áhugamál þúsunda íslendinga á öll-
um aldri og sú keppnisgrein þar sem
við höfum náð hvað bestum árangri
á alþjóðavettvangi?
Vonandi springur enginn á þagn-
arbindindinu þannig að það verði eins
gaman og undanfarin ár að fylgjast
með úrslitaviðureigninni í atskák.
Þeir Helgi Ólafsson og Hannes
Hlífar kepptu einnig til úrslita í fyrra.
Þá hafði sá fyrrnefndi betur eftir
æsispennandi úrslitaskák. Hannes er
í mjög góðri æfingu núna og reynir
vafalaust allt hvað hann getur til að
koma fram hefndum. Útsláttar-
keppnin um helgina gekk þannig
fyrir sig:
1. umferð:
Helgi Ólafss. — Bergsteinn Einarss. 2—0
Hannes Hlífar — Tómas Bjömsson 2—0
Þröstur Þórhallss. — Rúnar Sigurpálss. 2—1
Jón L. Árnason — Kristján Eðvarðss. 2—0
Helgi Áss Grétarss. — Bragi Halldórss. 2—1
Jón G. Viðarss. — Magnús Ö. Úlfarss. 2—1
Dan Hansson — Jón V. Gunnarsson 'A—1 'A
Sævar Bjarnason — Ágúst S. Karlsson 1—2
Fjórðungsúrslit:
Helgi Ólafsson — Ágúst S. Karlsson 2—1
Hannes Hlifar — Jón V. Gunnarsson 2—1
Þröstur Þórhallss. — Jón G. Viðarss. 1 'lt—'li
Jón L. Árnason — Helgi Áss Grétarsson 2—0
Undanúrslit
Helgi Ólafsson — Jón L. Ámas. 1 'A— 'A
Hannes Hlífar — Þröstur Þórhallss. 1 'U— 'A
Við skulum líta á skemmtilega
skák úr fjórðungsúrslitunum:
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Jón L. Árnason
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 -
b6 4. e3 - Bb7 5. Bd3 - d5 6.
0-0 — Bd6 7. cxd5 — exd5 8. Rc3
- Rbd7 9. Dc2 - c5 10. dxc5 -
bxc5 11. b3 - 0-0 12. Bb2 - He8
13. Hfel - Hc8 14. e4 - c4! 15.
bxc4 - dxc4 16. Bfl - Re5 17.
Rxe5 - Bxe5 18. Hadl - Dc7
19. g3 - Bxc3 20. Dxc3 - Bxe4
21. Hd4 - Ba8 22. Hxe8+ -
Hxe8 23. Hxc4 - Db7 24. f3 -
Db6+ 25. Kg2 - h5 26. Hc5?
Jón L. telur stöðuna vera óljósa
eftir 26. Hb4! Nú vinnur svartur
með laglegri fórn:
26. - Bxf3+! 27. Kxf3 - Db7+
28. Hc6 - He6 29. Bb5 - Dxb5
30. Hxe6 - Dfl+! 31. Ke3 -
Rd5+ 32. Kd2 - Rxc3 33. He8+
- Kh7 34. Kxc3 - Df6+ og hvít-
ur gafst upp.
Skákþing Reykjavíkur
Sigurganga Þrastar Þórhallsson-
ar rofnaði á sunnudaginn er hann
gerði jafntefli við Björgvin Víg-
lundsson í sjöttu umferð. Þar með
dróst nokkuð saman með efstu
mönnum:
1. Þröstur Þórhallsson 5'/i v.
2. -5. Björgvin Víglundsson, Bragi Þor-
finnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Sævar
Bjarnason 5 v.
6.-8. Tómas Bjömsson, Jón Garðar Viðars-
son og Haraldur Baldursson 4'A v.
9.—20. Davíð Kjartansson, Sigurbjörn
Björnsson, Ámi H. Kristjánsson, Olafur í.
Hannesson, Halldór Garðarsson, Stefán
Kristjánsson, Einar Hjalti Jensson, Sigurður
Hannes Hlífar Helgi Ólafsson
Páll Steindórsson, Siguijón Sigurbjörnsson,
Bergsteinn Einarsson, Leifur I. Vilmundar-
son og Frímann Sturluson 4 v. o.s.frv.
Kasparov með Lebed?
Lebed hershöfðingi varð í þriðja
sæti í rússnesku forsetakosningun-
um í sumar og er af mörgum talinn
líklegur til að verma forsetastólinn í
framtíðinni. Síðan hann sagði skilið
við ríkisstjórn Jeltsíns hefur hann
leitað eftir stuðningi margra þekktra
Rússa og þeirra á meðal er Garry
Kasparov. Þegar Lebed var í Þýska-
landi nýlega sagðist hann geta hugs-
að sér að starfa með Júrí Lusjkov,
borgarstjóra í Moskvu, augnlæknin-
um Svjatoslav Fedorov og Gary Ka-
sparov.
Á árinu 1991 gekk Kasparov af
stórmeistarasamtökunum PCA dauð-
um, en hann stofnaði þau sjálfur
fimm árum áður. Á meðan PCA
störfuðu, héldu þau fjölda vel heppn-
aðra móta. Árið 1993 klauf hann sig
út úr FIDE, sem varla hefur borið
sitt barr síðan. Vestrænir skákmenn
a.m.k. hljóta að fagna því að hann
hefur fundið nýja útrás fyrir áhuga
sinn á félagsmálum. Rússnesk stjóm-
mál virðast verðugt viðfangsefni fyr-
ir besta skákmann heims.
Anatólí Karpov, FIDE-heims-
meistari, hefur líka lengi alið með
sér pólitískan metnað. Þann 9. febr-
úar keppir hann um sæti í Dúm-
unni, rússneska þjóðþinginu, í borg-
inni Túla í Úralfjöllum, þar sem hann
bjó í æsku.
Margeir Pétursson
UTSALA
Allt ad
ÖO% afsldttuf
o2?
/ j ///// o - JZ ■//7-j
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Syeitin „Jakobína“
íslandsmeistari í
parasveitakeppni 1997
ÍSLANDSMÓTIÐ í parasveitakeppni
fór fram um helgina og spiiuðu 22
sveitir. Spilaðar voru 7 umferðir eft-
ir Monrad - 16 spila leikir. Sveitin
„Jakobína" sigraði eftir hörku-
keppni, hlaut 134 stig, en í sveitinni
spiluðu Halla Bergþórsdóttir, Guð-
mundur Pétursson, Jacqui McGreal
og Siguijón Tryggvason.
Næstu sveitir:
Björk Jónsdóttir ........ 128
(Björk Jónsdóttir, Jón Sigurbjörnsson,
Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Ásgrím-
ur Sigurbjörnsson)
Guðrún Óskarsdóttir ..... 124
(Guðrún Óskarsdóttir, Einar Jónsson,
Anna ívarsdóttir og Gylfi Baldursson)
Bryndís Þorsteinsdóttir .......... 123
(Bryndís Þorsteinsdóttir, Sigfús Örn
Árnason, Guðrún Jóhannesdóttir og
Jón Hersir Elíasson)
EstherJakobsdóttir ............... 121
Erla Siguijónsdóttir ............. 119
Ljósbrá Baldursdóttir ............ 116
Haipa Jónsdóttir ................. 111
Árangur einstakra para var einnig
reiknaður:
JacquiMcGreal - Siguijón Tryggvason 18,94
Anna ívarsdóttir - Gylfí Baldursson 18,45
Björk Jónsdóttir-Jón Sigurbjömsson 17,71
Guðrún Jóhannesd. - Jón Hersir Elíass. 17,61
Guðný Guðjónsdóttir - Jón Hjaltason 16,99
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 23. janúar lauk
tveggja kvölda Board-A-Match með
sigri Tralla en í sveitinni spiluðu
Ragnar Jónsson, Þórður Björnsson,
Murat Serdar og Birgir Jónsson.
Tralli ................................87
ArmannJ.Lárusson ......................76
Guðmundur Pálsson .................... 75
Guðrún Hinriksdóttir ................. 73
t
Þökkum innilega alla aðstoð og auðsýnda samúð og vinarhug við
útför
HELGAJÓNSSONAR
bónda,
Merkigili,
Austurdal.
Sérstakar þakkir til Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmárhlíð.
Systkinin.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við and-
lát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
ODDNÝJAR S. SIGURÐARDÓTTUR,
Austurgerði 12,
Reykjavík.
Jón I. Júlfusson,
Júlíus Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir,
Sigrún A. Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson,
Rut Jónsdóttir, Árni M. Heiðberg,
Einar Örn Jónsson, Guðný Magnúsdóttir,
Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð við andlát og útför
ÁSTRÍÐAR K. JÓSEPSDÓTTUR
fyrrv. hjúkrunarkonu,
Sólheimum 27,
Reykjavík.
Fjölskylda og vinir.
59.900
Aður 109.000 kr. stgr. (sjá mynd)
Tæknival
Skeifunni 17
108 Reykjavík
Sími 550 4000
Netfang:
mottaka@taeknival.is
Reykjavíkurvegi 64
220 Hafnarfiröi
Sími 550 4020
Netfang:
fjordur@taeknival.is
VERÐ FRA KR