Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 57
I MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 57 <- MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP l-------------------------------------------------- I i í : i i i i i i i i i i Alec Guinness Williams í átta hlut- verkum TIL STENDUR í Hollywood að endurgera nokkrar kvik- myndaperlur sem framleiddar voru af Ealing kvikmyndaver- inu á fimmta áratugnum. Hef- ur Robin Williams verið orðað- ur við aðalhlutverk í kvik- myndinni „Kind Hearts and Coronets“. Alec Guinness fór eins og kunnugt er með aðal- hlutverk í fyrri gerð myndar- innar og lék hvorki meira né minna en átta mismunandi hlutverk. Einnig er endurgerð á myndinni „The Lavender Hill Mob“ í bígerð. Af presti á Snæfellsnesi PÉTUR Pétursson hóf íjgær lestur á ævisögu Arna Þórarinssonar, Á Snæ- fellsnesi, sem Þórbergur Þórðarson færði í letur. Hefur ver- ið haft fyrir satt að þar hafi leitt saman hesta sína annars vegar lygnasti og hins vegar auðtrúasti maður þjóðarinnar. Um er að ræða fjórða bindi af sex. Lestrarnir eru tuttugu talsins og verða fluttir á virkum dögum í Ríkisútvarpinu. Blaðamaður tók Pétur tali af þessu tilefni og hlýddi á sögur af presti sem rómaður var fyrir mælsku og frásagnarsnilld. Vansköpuð af fegurð „í bók Ríkharðs Jónssonar grein- ir frá því að Ámi prófastur hafi verið daglegur gestur á vinnustofu Ríkharðs," segir Pétur. „í einni slíkri heimsókn kemur hann auga á brjóstmynd af manni með pres- takraga og segir: „Hann er með prestakraga þessi — hvar var hann prestur?" „Ja, hann var prestur fyrir vest- an á Snæfellsnesinu," svarar Rík- harður sakleysislega. PÉTUR Pétursson við styttuna af séra Árna. „Allan andskotann geta þeir not- að fyrir prest á Snæfellsnesi," rym- ur þá í Árna. Ríkharður kunni fleiri sögur af Árna. Einu sinni fer hann að spyrja um konu sem Ámi þekkti, hvort hún hafí ekki verið falleg. „Hún var alls ekki falleg,“ segir þá Árni. „Ég hef heyrt að hún hafi verið ákaflega falleg,“ segir Ríkharður og gefur sig hvergi. „Hún var ekki falleg," svarar þá Ámi. „Hún var ægilega fögur. Það má eiginlega segja að hún hafi verið vansköpuð af fegurð.“ Pétur hefur áður lesið þijú bindi sem hefur verið útvarpað eins og margir hlustendur muna vafalaust eftir. Lesturinn hefur iðulega fallið í góðan jarðveg. „Mér þykir vænt um það, enda er mér nú svolítið umhugað um sjálfan mig,“ segir Pétur með glettnissvip. Faðir minn kominn í stofuna „Ég var staddur á Rauðarárstíg þegar bindinu á undan þessu var útvarpað og var að bíða eftir stræt- isvagni. Þá sé ég lágvaxna konu sem gefur gaum að mér. Hún geng- ur í kringum mig eins og sagt var í sögunni um átján barna föður í álfheimum. Svo spyr hún mig að heiti. Þegar ég segi það glaðnar yfir henni, hún þakkar mér fyrir og segir: „Veistu hvað, stundum þegar ég var að hlusta á þig lesa söguna fannst mér eins og hann faðir minn væri kominn í stofuna." Þá var þetta Anna, dóttir Áma Þórarinssonar, og mér þótti ægi- lega vænt um að heyra þetta. Betri dóm er vart hægt að fá.“ BÍÓIIM í BORGINIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Kvennaklúbburinn ★*,/i Þrjár góðar gamanleikkonur, Hawn, Midl- er og Keaton, fara & kostum sem konur sem hefna sin á fyrrum eiginmönnum sfnum. Léttmeti. Lausnargjaldið ★ ★★ Gibson bikur auðkýSng sem lendir I því að syni hans er rænt Snýr dæminu við og leggur lausnarféð til höfuðs skálkun- um. Gibsonmynd í góðum gír. Blossi ★ Vi Steven Seagal minnir á feitan jólasvein í sfnum austurlensku litklæðum og gerist se ósennilegri hasarmyndahetja með hvetju árinu. Hringjarinn í Notre Dame ★★★ Vönduð, falleg fiölskyldumynd byggð á hinni sígildu sögu um tilvistarkreppu kroppinbaksins I Frúarkirkju. Litlaus tón- list, siyöll, íslensk talsetning. SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA Dagsjjós ★ ★ Vi Þegar sprenging verður í neðansjávar- gongum með hroðaiegum afleiðingum, mætir okkar maður, Stallone, á staðinn. Og óþarft að spyija að leikslokum. Ógleymanlegt ★ Vi Leikstjórinn John Dahl ogLinda Fiorintino gerajafnlélega sakamálamynd og síðasta, The Last Seduction var góð. Lausnargjaldið ★★★ (Sjá Bíóborg- ina) Jack ★★•/i Misteek, sérstæð mynd um grunnskóía- nema sem eldist á ijórföldum hraða veld- ur aðdáendum Coppola vonbrigðum en Robin Williams vinnur vel úr erfiðu hlut- verki. Djöflaeyjan ★ ★ ★ Vi Friðrik Þór, Einar Kárason, óaðfínnanleg- ur leikhópur og leiktjaldasmiður og reynd- ar allir sem tengjast Djöflaeyjunni leggj- sst á eitt að gera hana að einni bestu mynd ársins. Endursköpun braggalífsins er I senn fyndin, sorgleg og dramatfsk. Saga af morðingja ★★ James Woods er eina ástæðan til að sjá þessa tilfinningasnauöu smámynd um fangelsisvist og afíöku eins illræmdasta Ijöldamorðingja í sögu Bandarlkjannna. Moll Flanders ★★ Áferðarfalleg búningamynd byggð á vin- sælli sögu Daniels Defoe. Dáðlítil, maður gæti eins vel flett myndabók. HÁSKÓLABÍÓ Dagsjjós ★★V!í (Sjá Sambfóin, Álfabakka). Leyndarmál og lygar ★ ★ ★ ★ Meistaraverk frá Mike Leigh um mannleg samskipti, gleði og sorgir og undarlegar uppákomur í lífi bresks almúgafólks. Pörupiltar ★★ fjórir vinir verða fyrir hroðalegri Iffs- reynslu í æsku. Stekkur áfram um nokk- ur ár, tími hefndarmnar rennur upp. og nær sér ekki aftur á strik. Brimbrot ★★★•/) Besta mynd Lars Von Tners fjallar um nútíma píslarvott í afskekktu og þröng- sýnu samfélagi. Myndin er á sinn hátt kraftaverk þar sem stórkostlegur leikur Emely Watson ber langhæst Hamsun ★★ ★ Vel leikin og skrifuð mynd um efri ár norska skákjjöfursins Knud Hamsun, einkum sorgleg afskipti hans afnasistum. Ein margra mynda uppá sfðkastið sem líður fyrir óhóflega lengd.. Drekuhjarta ★★ Góðar brellur í lítt spennandi ævintýri duga ekki til að bjarga handriti sem rek- ur á reiðanum. Gosi ★★ Ævintýrið nær ekki Ougi en er prýðileg skemmtun yngri bíógestum sem rjóta best ísl. talsetningarinnar. KRINGLUBÍÓ t hefndarhug ★★■/) Alec Baldwin fer vel með hiutvark fyrrum byttu og lagavarðar sem dregst á ný inni vafasöm viðskipti við bófa og löggur. Margt vel gert en fléttumar og persðnum- ar of margar. Lausnargjaldið (Sjá Bíóborgin) LAUGARÁSBÍÓ Samantekin ráð ★★ Stelpumar í hverEnu taka uppá að ræna banka og haga sér nákvæm.ega eins og strákamir í hverfinu. Eldfim ást ★★ Hrjúf og hrá, svört kómedfa fyrir þá sem vilja kynnast öðruvfsi, bandariskum kvik- myndum. Flótti ★★ Aldrei beint leiðinleg hringavitleysa þar sem leikstjórinn, Kevin Hooks, nýtir sér flestar klisjur „ félagamyndanna“ án þess að bæta miklu við tegundina. Jólahasar (Sjá Renboginn) REGNBOGINN Banvæn bráðavakt **Vi Haganlega samansett, lítil spennumynd sem skilurfátt eftiren ergóð ogfagmann- leg. Slá i gegn ★★★Vi Tom Hanks slær í gegn sem handritshöf- undur, leikari og er litlu síðri í sinu fyrsta leikstjómarverkefni sem er söguskoðun á hinum poppaða, sjöunda áratug, á meðan sakleysið réð ríkjum og tekst að segja það sem hún ætlar sér áreynslulaust Jólahasar ★★ Amold misráðinn I enn einu gamanhlut- verki sem haim ræður ekki við sem skyldi, á að leika með vöðvunum. Heldur ómerki- leg, en á sína spretti Reykur ★★★Vi Einfaldleiki og góð sögumennska ein- kenna eina bestu mynd síðari ára oggera hana að listaverki þar sem Harvey Keitel hefur aldrei verið betri en tóbakssölumað- ur „ú hominu“ í New York. STJÖRNUBÍÓ Ruglukollar ★★ Skólatnyndir teknar á beinið af öðrum Zuckerbræðra, útkoman mjög léttvæg fundin. Matthildur ★★★ Frábær kvikmyndagerð um hina undur- samlegu Matthildi, ógeðslega lélega for- eldra hennar og skólastjórann Frerju - sem hatar böm sérstaklega. Djöflaeyjan ★★★,/i (Sjá Sambióin, Álfabakka FJÓISKYUMISKEMMIUN VELDU GÆÐI VELDU DISNEY Þriðja og síðasta myndin í seríunni um brjálæðingana Tímon & Púmba er komin út! Eignastu þærallar. •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.