Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Seltjarnarness Heildartekjur áætl- aðar 672 milljónir BÆJARSTJÓRN Seltjarnanes- kaupstaðar hefur samþykkt fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 1997. Áætlaðar heildartekjur eru 672 millj. og heildarskuldir eru 260 millj. í frétt frá bæjarstjóm Seltjamar- ness kemur fram að útsvar hækkar um 2,79% vegna millifærslu kenn- aralauna og kostnaðar frá ríkinu og verður útsvar 11,19% fyrir árið 1997 en á móti kemur samsvarandi lækk- un tekjuskatts til ríkisins. Fasteigna- gjöld af íbúðarhúsnæði em 0,375% og 1,12% af öðmm eignum. Vatns- skattur er 0,15% af fasteignamati. Gjalddagar fasteignagjalda em fímin, 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí. Bent er á að holræsagjöld em ekki lögð á Fimm lík- amsárásir MAÐUR var sleginn í hnakkann á veitingastað við Hverfísgötu að- faranótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild. Þá var annar maður fluttur þang- að skömmu síðar eftir að hann fannst meðvitundarlaus á veitinga- húsi við Hafnarstræti. Sömu nótt kom maður á mið- borgarstöð lögreglunnar og kærði líkamsárás, sem hann hafði orðið fyrir á veitingastað við Tryggva- götu þá um nóttina. Minniháttar meiðsl Þá tilkynnti gestur hótels árás, sem hann hafði orðið fyrir af völd- um tveggja manna á Laugavegi. Hann meiddist lítilsháttar á úlnlið. Loks kom maður á slysadeild undir morgun er sagðist hafa orðið fyrir árás á Túngötu fyrr um nótt- ina. í öllum framangreindum tilvikum virtist vera um minniháttar meiðsli að ræða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. ---------------- Sektað í göngugötu LÖGREGLA hefur haft afskipti af og sektað nokkra ökumenn fyrir að leggja bílum sínum við Hafnarstræti á Akureyri, í „göngugötunni" sem nýlega var gerð að vistgötu. Ekki má leggja bifreiðum nema á sex merktum stæðum, en þau eru fyrir fatiaða og þá sem þurfa á heil- sugæslustöðina eða sýsluskrifstof- una á Akureyri. Beinir lögreglan þeim tilmælum til ökumanna að virða þær umferð- arreglur sem í gildi eru við götuna. eða sérstakur skattur af verslunar- húsnæði. Soi'phreinsunar- og urðun- argjald er 6.800 krónur á íbúð. Arð- ur af veitufyrirtækjum er 21 millj. Mest til fræðslumála Helstu útgjaldaliðir bæjarsjóðs á árinu 1997 eru 241 millj. til fræðslumála, 78 millj. til gatna-, holræsa- og umferðarmála, 48 millj. til almannatrygginga og félagsmála og 45 millj. til íþrótta- og æskulýðs- mála. Til yfirstjórnar bæjarins er áætlað að veija 38 millj., tii almenn- ingsgarða og útivistar verður varið 35 millj., til menningar- og félags- mála verður varið 17 millj., og til bruna- og almannavarna verður varið 18 millj. Til samgöngumála og starfsmannakostnaðar verður SIGHVATUR Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, fjallaði við upp- varið 17 millj., til skipulagsmák verður varið 10 millj. og til sorp- hreinsunar og hreinlætismála verð- ur varið 10 millj. Gert er ráð fyrir að fjármagnskostnaður verði 19 millj. og að 90 millj. verði varið til eignabreytinga. Afborgun lána 35 millj. Á síðasta ári var lokið við bygg- ingu 4ra deilda Ieikskóla, sem opn- aður var 1. nóvember sl. Byggingu skólans var flýtt og þar af leiðandi fer nokkurt fé af áætlun ársins 1997 til greiðslu á byggingarkostn- aði. Fram kemur að afborganir lána verða 35 millj. og að löng lán bæjar- sjóðs hafi farið ört lækkandi undan- farin ár. Gert er ráð fyrir að byggt verði haf flokksstjórnarfundar Alþýðu- flokksins um væntingar sínar að því er varðar aukið samstarf A-flokk- anna. Eina ályktunin, sem afgreidd var á lokuðum fundi flokksstjórnar AI- þýðuflokksins, fjallaði um útgáfumál flokksins. Tillögu framkvæmda- stjórnar þar að lútandi var breytt lítillega eftir allheitar umræður um málið, en niðurstaðan var tvískipt: Annars vegar mun Alprent hætta sem útgefandi Alþýðublaðsins, hins vegar er framkvæmdastjórninni „veitt umboð til að ganga í það að finna útgáfumálum flokksins far- veg“, samkvæmt upplýsingum Karls Hjálmarssonar, framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins. Endurgoldin heimsókn „Ég vona að þetta sé aðeins upp- hafíð að náinni samvinnu þessara flokka,“ sagði Margrét Frímanns- SELTJARNARNES: Reglur um niður- fellingu fasteigna- skatts hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum árið 1997 Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkunum alltað 1.005 1.260 þús.kr. 100% 1.077 1.499 70% 1.383 1.604 30% þjónustuhús við austurenda nýja íþróttahússins fyrir félagsaðstöðu íþróttamanna, anddyri og búnings- klefa, geymslur og starfsmannaað- stöðu. Á næstu árum verður áhalda- hús bæjarins við Bygggarða gert upp og endurbætt en það er elsta húsið í Bygggarðahverfinu og þarfnast endurbóta. Áfram verður unnið að útrásarframkvæmdum og er áætlað að í þau verkefni fari um 45 millj. á árinu. Til sjóvarnagarða víðsvegar með ströndum Seltjarnar- ness er áætlað að veija 11 millj. Loks kemur fram að bæjarstjórn hafi samþykkt að selja húsið Ráða- gerði þar sem margir einstaklingar hafi sýnt áhuga á að gera húsið upp til íbúðar. dóttir, formaður Alþýðubandalags- ins, við lok ræðu sinnar er hún ávarpaði fund flokksstjórnar Al- þýðuflokksins á laugardaginn, og sagði þessa helgi vera tíðindi í ís- Ienzkum stjórnmálum. Fögnuðu full- trúar á fundinum ræðu Margrétar ákaft, stóðu upp og klöppuðu henni lof í lófa. Við upphaf ræðu sinnar velti hún því fyrir sér, hvort „kæru félagar framtíðarinnar í ríkisstjórn“ væri ekki rétta ávarpið, og snerist ræða hennar að mestu um möguleik- ana á nánari samvinnu flokkanna. Margrét endurgalt með innliti sínu á fundinn heimsókn Sighvats, sem var ásamt forystumönnum Þjóð- vaka, Samtaka um kvennalista og Grósku, hinna nýstofnuðu stjórn- málasamtaka ungliða á vinstri vængnum, viðstaddur er Margrét hélt opnunarræðu sína á aðalfundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins daginn áður. Siglfirðingur Skipið farið frá Kanarí- eyjum ÍSLENSKI togarinn, Sigl- firðingur SI 150, sem kyrr- settur var á Kanaríeyjum fyrir helgi vegna laumufar- þega sem fannst um borð, fékk leyfi landstjóra til að halda för sinni áfram á föstu- dagskvöld, en um tíma var útlit fyrir að togarinn þyrfti að liggja í höfninni á meðan verið væri að rannsaka upp- runa laumufarþegans. „Það hefði hins vegar getað tekið hátt í viku og því verið dýrt fyrir útgerðina,“ segir Bjarni Sigtryggson hjá utanríkis- ráðuneytinu. Leyst á skjótan hátt Bjarni segir ennfremur að ágætis viðskiptatengsl séu á milli Islands og Kanaríeyja og um leið og embættismenn utanríkisþjónustunnar hafi kynnt landstjóranum mála- vöxtu seint á föstudag hafi málið verið leyst á skjótan og þægilegan máta. Laumufarþeginn, sem seg- ist vera af spænskum upp- runa, er nú í vörslu lögregl- unnar á Kanaríeyjum, þar sem mál hans mun verða rannsákað frekar. Ekið á pilt við Þingvalla- stræti EKIÐ var á 13 ára gamlan dreng á Þingvallastræti á Akureyri, milli Mýrarvegar og Byggðavegar laust eftir kl. 20 síðastliðið laugardags- kvöld. Hann féll í götuna og fór bifreiðin yfir vinstri fót hans. Drengurinn náði að komast í hús og hringja eftir aðstoð ættingja. Var hann fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og kom þá í ljós að hann var fótbrot- inn og með skrámur á mjöðm. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók á drenginn virðist ekki hafa orðið hans var og fór af vettvangi, ók austur Þingvallastræti. Rannsóknardeild Lögregl- unnar á Akureyri ökumann- inn að gefa sig fram við lög- reglu en einnig eru tilmæli til hugsanlegra vitna að at- burðinum að gefa sig fram. Brotist inn í bifreið við Ásabyggð BROTIST var inn í bifreið sem stóð við Ásabyggð á Akureyri síðastliðinn sunnu- dag. Hliðarrúða var brotin til að komast inn í bílinn en þeir sem þar voru að verki höfðu á brott með sér útvarp og geislaspilara. Þá var farið inn í tvo aðra bíla við sömu götu, þær voru ólæstar en engu stolið úr þeim, einungis ruslað til. Þeir sem einhveijar upplýs- ingar geta gefið um þessi mál eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar. Leiguhúsnæði óskast Islenskur umboðsaðili fyrir þekkta erlenda verslunarkeðju óskar eftir ca 100-250 fm leiguhúsnæði annaðhvort á Laugavegi eða í Kringlunni. Húsnæðið þarf að vera laust í ágúst 1997. Vinsamlegast sendið svör til Morgunblaðsins fyrir föstudaginn 31. janúar merkt „umboð“. Morgunblaðið/Kristján Hofsjökull fær nafnið Stuðlafoss EIMSKIP tók formlega við Hofsjökli í gær þegar skipið kom til Akureyrar. Þar var skipinu gefið nafnið Stuðlafoss og er þriðja skipið í eigu Eim- skips sem ber það nafn. Eimskip keypti skipið af Jöklum hf. fyrr á þessu ári. Stuðlafoss er frystiskip, rúmlega 2.900 brúttórúmlestir að stærð og hefur undanfarin ár verið í Ameríkusigl- ingum. Skipið er skráð á íslandi á því er íslensk áhöfn. Frá Akureyri siglir skipið til Norður Noregs, þar sem það tekur við af leiguskipinu Ice Bird í siglingum með frystar afurðir milli Norður Nor- egs, íslands og Norður Ameríku. Eimskip hefur rekið frystiskip í flutningum milli þessara mark- aðssvæða frá miðju síðasta ári og er það liður í að efla þjónustu í frysti- og kæliflutingum á Norð- ur Atlantshafsmarkaði félagsins. Stuðlafoss var í flotkvínni á Akureyri í gær, þar sem starfsmenn Slippstöðvarinnar unnu m.a. að því að mála hið nýja nafn á skipið. „ Aðeins upphafið að náinni samvinnu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.