Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 31 iltargmiHiifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÍGANDILUKKA ER BEZT EF SPÁR ganga eftir eykst kaupmáttur um 3,2% á líðandi ári og hefur þá hækkað um 12,4% á fjórum árum, 1994- 1997, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra efnislega í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag. Meðalhagvöxtur var 3,9% á ári á sama tíma, samanborið við 2,4% í ESB-löndum, meðalverðbólga 2%, samanborið við 2,5% í ESB og meðalatvinnuleysi 4,5%, samanborið við 11,4% í ESB. Það er og mat forsætisráðherra, ef hyggilega verður staðið að gerð kjarasamninga, að ná megi átta til tíu prósenta kaup- máttarauka á næstu þremur árum. „Það myndi þýða,“ sagði ráðherrann, „að við værum að auka kaupmáttinn á árabilinu frá 1994 til aldamóta um tuttugu prósent". Hann lét og að því liggja að kjarasamningar á þessum nótum myndu skapa svigrúm til skattalækkunar, m.a. lækkunar jaðarskatta, sem og forsend- ur fyrir lægri vöxtum. Hins vegar varaði forsætisráðherra við vítum fortíðar, þegar mörg og meint kjarabótin hvarf í verð- bólguhítina. Flestum er ljóst að þjóðarsáttarsamningar árið 1990 vörðuðu veginn upp úr efnahagslægðinni. Þeir eru hornsteinn þess árang- urs, sem náðst hefur: Stöðugt verðlag, hagvöxtur, samkeppnis- hæfari atvinnuvegir, minnkandi atvinnuleysi og stígandi kaup- auki. Eðlilegt er að verkalýðshreyfingin, einn af hönnuðum þjóð- arsáttarinnar, krefjist réttmæts hlutar í batanum. Sá hlutur verður á hinn bóginn ekki sóttur eftir verðbólguieiðum áttunda og að hluta til níunda áratugarins, þegar umtalsverðar krónu- hækkanir launa brunnu jafnharðan á verðbólgubálinu, þegar hundrað gamalkrónur skruppu saman í eina nýkrónu, þegar verðbólgan gróf undan rekstraröryggi fyrirtækja og atvinnu- öryggi almennings. Það er ærin ástæða til að huga vel að ábend- ingum forsætisráðherra. Sígandi lukka er bezt. ÚR VÖRNí SÓKN SÚ ATHYGLISVERÐA þróun hefur átt sér stað innan Evrópu- sambandsins á seinni árum að um leið og stefnt hefur verið að aukinni efnahagslegri og pólitískri einsleitni aðildarríkj- anna hafa menn vaknað í auknum mæli til meðvitundar um þau verðmæti, sem fólgin eru í fjölbreyttri menningu Evrópubúa. í Evrópusamstarfinu hefur markvisst verið stefnt að því að styrkja menningarleg sérkenni þjóða og þjóðabrota og að auðvelda þeim að rækta menningu sína og tungu. Ein afleiðing þessa starfs er sú að lítil málsvæði hafa eflzt og tungumál, sem talin voru í útrýmingarhættu, hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Hin nýja tölvu- og margmiðlunartækni hef- ur reynzt mikilvægt tæki til að útbreiða þessi tungumál og auka notkun þeirra, efla þekkingu á þeim og auðvelda þýðingar af einu máli á annað. Þessi nýting tækninnar hefur verið kölluð tungumálaverkfræði og hefur henni fleygt fram í Evrópu á undanförnum árum. Á síðasta ári fengu EFTA-ríkin, þar á meðal ísland, aðild að menningarmálasamstarfi ESB er það varð hluti af EES-samn- ingnum. í krafti þess hefur tekizt að koma íslenzku í hóp sautj- án evrópskra tungumála, sem eru viðfangsefni umfangsmikillar könnunar, sem kallast EUROMAP. í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er sagt frá því að könnunin miði að því að safna saman upplýsingum um stöðu þessara tungumála, og upplýsing- um_ um þá, sem fást við tungumálaverkfræði. Árangurinn verður að öllum líkindum sá, að íslenzk fyrirtæki komast inn í ýmislegt samstarf og komast yfir verkfæri, sem nýtast til að smíða íslenzka þýðendur, leiðréttingaforrit og fleira, sem auka notagildi íslenzkunnar sem tungumáls. Með því að nýta tölvutæknina má draga mjög úr vinnu og kostnaði við þýðingar, sem hefur í för með sér að auðveldara verður að nota íslenzku í margs konar alþjóðlegum samskiptum, útgáfa margs konar fræðslu- og kennsluefnis á íslenzku verður ódýr- ari og íslenzk margmiðlunarfyrirtæki ættu sömuleiðis greiðari aðgang að erlendum mörkuðum. I áðurnefndri grein er rætt við tvo menn, sem eiga ekki sízt heiðurinn af að hafa komið íslandi inn í áðurnefnt samstarf á sviði tungumálaverkfræði, þá Heiðar Jón Hannesson og Þorgeir Sigurðsson. Það er næsta ótrúlegt, sem þeir upplýsa í viðtalinu; að Evrópusambandið hafi sýnt mikinn áhuga á að hafa Island með í samstarfinu, en enginn hafi sýnt því áhuga hérlendis nema þeir. Hér er um svo mikilvægt mál að ræða, að full ástæða er til að íslenzk stjórnvöld veiti því fullan stuðning og leggi fram fé til rannsókna á móti þeim styrkjum, sem kunna að fást frá Evrópusambandinu. Hér á landi hefur borið á ótta við að ný margmiðlunartækni annars vegar og aukin þátttaka í alþjóðlegu samstarfi hins veg- ar kunni að grafa undan íslenzkunni og notagildi hennar — að þjóðin verði tvítyngd, eða týni jafnvel niður tungumálinu. Nú er hins vegar tækifæri til að snúa vörn í sókn og nota þetta tvennt — nútímatækni og alþjóðlegt samstarf — til að styrkja stöðu íslenzkunnar og þar með grundvöll íslenzkrar menningar. MJÓLKURKVÓTI Verðmæti kvótans 15 milljarðar kr. VERÐ á mjólkurkvóta er komið upp undir 150 kr. lítrinn og hefur sjaldan eða aldrei verið hærra. Vitað er um kvótasölu á lægra verði, eða niður fyrir 140 kr., en einnig eru sögusagnir um heldur hærra verð, eða allt að 160 kr. lítrinn. Forystu- menn í bændastétt og mjólkuriðnaði hafa áhyggjur af þessu háa verði, telja það slæmt fyrir bændur og mjólkuriðnaðinn í heild enda standi framleiðslan ekki undir kvótakaup- um á þessu verði. Er verðlagningin notuð sem rök fyrir því að koma fijálsu framsali mjólkurkvóta í „fastari skorður". Aðrir telja að verð- ið sé síst of hátt miðað við þau verð- mæti sem skipti um eigendur, benda á að verðið myndist á ftjálsum mark- aði og eftirspurn umfram framboð sýni að enn sjái menn sér hag í því að kaupa mjólkurkvóta. Miðað við að 150 kr. séu að verða markaðsverð lítrans er heildarverð- mæti mjólkurkvótans um 15 milljarð- ar kr. 14 milljónir lítra skipta um eigendur Viðskipti með greiðslumark í mjólk voru heimiluð aftur 1. september 1992, eftir nokkurt hlé. Á þessum rúmum fjórum árum hafa um 14 milljónir lítra færst á milli manna, eða tæplega 14% framleiðsluréttar- ins. Viðskiptin hafa flest árin numið 2-3% af kvóta ársins. Þess ber að geta að inni í þessum tölum eru yfir- færslur þar sem verið er að sameina rekstur á tveimur eða fleiri jörðum eða jafnvel sameining á greiðslu- marki sem áður var skráð í tvennu eða þrennu lagi á jörð. Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktarráðu- nautur Bændasamtakanna, áætlar að draga megi 5-10% frá kvótavið- skiptunum vegna þessa þáttar sem ekki feli í sér peningaleg viðskipti milli manna. Um 350-400 milljónir skipta um hendur á ári vegna kvótaviðskipt- anna. Og reikna má með að viðskipt- in frá því framsal var heimilað nemi vel á annan milljarð kr. Mest voru viðskiptin fyrsta árið, tæplega 4'/2% af framleiðslurétti þess árs en minnst verðlagsárið 1994-95, 1.972 þúsund lítrar sem er innan við 2% af framleiðsluréttinum. Mikil viðskipti fyrsta árið skýrast væntanlega af uppsafnaðri þörf fyrir til- færslu en tveimur árum seinna var lítil eftirspurn eftir kvóta vegna þess að bændur áttu þá fullt í fangi með að framleiða upp í þann rétt sem þeir höfðu fyrir og fengu gott verð fyrir mjólk sem þeir framleiddu um- fram kvóta. Verðsprenging eftir áramót Á síðasta verðlagsári, frá septem- ber 1995 til jafnlengdar 1996, voru viðskiptin aftur orðin lífleg og skýr- ist það hugsanlega af því hvað menn héldu mikið að sér höndum við kaup á mjólkurkvóta árin tvö þar á undan. 3.352 þúsund lítrar skiptu um eig- endur á síðasta verðlagsári sem er 3,3% af framleiðslurétti ársins. Markaðsverðið hafði lengi verið nálægt 100 kr. á lítrann og þótti mörgum það hátt á sínum tíma. Verðið fór hins vegar hækkandi á síðasta verðlagsári og eftir áramót í fyrra varð verðsprenging sem lyfti verðinu upp í yfir 140 kr. í apríl þegar sölutímabilinu lauk en bannað er að færa framleiðslurétt milli búa frá 20. apríl og út ágúst á hveiju verðlagsári. Verðið hefur haldist svipað það sem af er þessu verðlagsári. Upplýs- ingar eru að vísu nokkuð misvís- andi, menn tala um kaupverð á bilinu 120-160 kr., en flestir telja að eng- inn selji rétt núna undir 140 krónum lítrann og 150 krónur séu að verða algengasta verðið. Á þessu verðlags- ári, það er að segja frá 1. septem- ber, hafa verið seldir 1.736 þúsund lítrar sem er 1,7% af leyfilegri fram- leiðslu á árinu. Búist er við að mikið eigi eftir að bætast við fram í apríl. Mikil eftirspurn umfram framboð á mjólkurkvóta er auðsjáanlega ástæðan fyrir því að verðið hækk- aði. Margir telja líka að Skagfirðing- ar hafi undir forystu Kaupfélags Skagfirðinga sprengt upp verðið með yfirboðum og aðrar afurðastöðvar og sveitarfélög sem nú eru komin inn á þennan markað viðhaldi spennunni. Tekjur eftir 6-7 ár Hagur atvinnugreinarinnar og þeirra bænda sem áfram ætla að stunda mjólkurframleiðslu ræður af- stöðu forystumanna bænda þegar þeir lýsa yfir áhyggjum af háu kvóta- verði. Telja þeir og ýmsir bændur sem ég hef rætt við að ekki borgi sig að kaupa kvóta á 140-150 kr. lítrann. Þá er bent á að búvörusamn- ingur renni út á næsta ári og kvótinn gæti orðið verðlaus á einni nóttu. Aðrir treysta því að kvóti verði áfram notaður til að stjórna mjólkurfram- leiðslunni og líta á kvótakaup sem arðsama fjárfestingu. Samkvæmt útreikningum Ernu Bjarnadóttur, deildarstjóra markaðs- og tölfræðisviðs Framleiðsluráðs landbúnaðarsins, tekur það 6-7 ár að fá mjólkurlítrann til að greiða kvóta sem keyptur er á 150 kr. Reiknast henni til að framlegð af hveijum lítra sé nálægt 30 kr. þegar búið er að draga frá breytilegan kostnað og miðar svo við 8,5% vexti. Bóndinn getur engin laun reiknað sér af viðbótinni þessi 6-7 ár og ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á föstum kostnaði. Guðbjörn Árnason, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, kemst að svipaðri niðurstöðu með annarri nálgun. Hann bendir einfald- lega á að bóndinn fái liðiega 50 krón- ur fyrir mjólkurlítrann þegar búið er að draga frá sjóðagjöld og flutn- ingskostnað að mjólkurbúi. Miðað við að bóndinn taki lán fyrir kvótakaup- unum þurfi hann að greiða 45 krón- ur í afborgarnir og vexti á fyrsta ári og hafi því aðeins um 6-7 krónur upp í breytilegan kostnað. Ovissa framundan Óvissa um framtíðina er sumum bændum einnig ofarlega í huga þeg- ar þeir meta kvótaverð. Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, telur að ekki sé vit í því að kaupa kvóta á 150 kr. lítrann vegna þeirrar óvissu sem framundan er. Bendir hann á að búvöru- samningur rennur út á næsta ári og að einnig sé hugsanlegt að framleiðslu- réttur verði skertur vegna aukins innflutnings mjólkurafurða á næstu árum. Bændur hafa skipað samn- inganefnd og hafa viljað hefja við- ræður um endurnýjun samningsins en ríkið hefur ekki verið tilbúið til að he§a þá vinnu. Þó bændur geri ekki ráð fyrir að kvótinn verði afnum- inn á einni nóttu telja sumir að hann verði ekki við lýði í þessu formi lengi eftir aldamót. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, segir að jafnvægi sé í framleiðslu mjólkur og neyslu og engin ástæða til að gera miklar breytingar á búvörusamningi þess vegna. Samningurinn hafi skilað sínu og stuðlað að hagræðingu í grein- inni. Hann leggur þó áherslu á að gerður verði samningur til lengri tíma til þess að atvinnugreinin hafi fastara land undir fótum. Vill breytingar á fyrirkomulaginu Skiptar skoðanir hafa verið meðal kúabænda um núverandi fyrirkomu- lag framsals á mjólkurkvóta. Kom það meðal annars fram á síðasta aðalfundi Landssambands kúa- bænda. Guðmundur Lárusson segir að sumir milligöngumenn spenni upp verðið og nefnir dæmi um það. Því hafi verðið oft verið hærra en það hefði þurft að vera. Því segist hann hafa lagt til breytingar í þá veru að allur laus kvóti færi í einn pott, til dæmis hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins og þar gætu menn boðið í. Eftir sem áður gætu seljendur sett lágmarksverð. Með þessu fyrirkomu- lagi væri einnig hægt að takmarka kaup einstakra aðila. Fulltrúar á síðasta aðalfundi LK skiptust í tvær nokkurn veginn jafn- Um 14 milljónir lítra af mjólkurkvóta hafa færst milli bænda á ijórum árum. Eftirspurn um- fram framboð hefur spennt upp verðið og er heildarverðmæti mjólk- urkvótans nú 15 milljarð- ar kr. í þessum fyrri hluta umijöllunar Helga Bjarnasonar kemur fram að margir bændur og forystumenn í mjólk- uriðnaði telja að verðið sé orðið alit of hátt en aðrir telja að það geti ekki verið öllu lægra. ar fylkingar í afstöðunni til þessarar tillögu, að sögn Guðmundar. Hann leggur hins vegar áherslu á að breyt- ingin snúist eingöngu um fyrirkomu- lag framsals á mjólkurkvóta, enginn vilji hætta fijálsu framsali. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, leggur áherslu á að ekki sé ástæða til að reikna með miklum kollsteypum í nýjum búvöru- samningi sem vonandi verði gerður á þessu ári. Hann tekur þó undir með Guðmundi um galla framsals- kerfisins. Segir að vaxandi efasemda gæti um að algerlega fijálst framsal þar sem verð ráðist af framboði og eftirspurn sé besta fyrirkomulagið. Flestir séu sammála um að það geri ættliðaskipti mjög erfið. Hann vísar til þess að Norðmenn hafi sett sér MEÐ úthlutun greiðslumarks tryggir ríkisvaldið bændum ákveðinn markað fyrir mjólkina og mánaðarlegar beingreiðslur úr ríkissjóði. Viðskipti með greiðslu- markið byggjast á því að þessi aðgangur að markaðnum sé pen- inga virði. Þegar einstakir bænd- ur eru farnir að fá tugi milljóna við sölu á réttindum sem ríkið hefur látið þeim endurgjaldslaust í té kemur umræða um auðlinda- skatt/veiðigjald í sjávarútvegi upp í hugann. Er ekki sanngjarnt að ríkið selji kvótann til þess að sameiginlegur sjóður landsmanna fái einhvern hluta söluandvirðis- ins í sinn hlut? Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, lítur svo á að markaðsaðgangur greiðslumarks- hafa i mjólk sé ekki auðlind með sama hætti og námur. Frekar sé hægt að líkja fiskveiðum við auð- lindasókn en mjólkurframleiðslu. Auk þess bendir hann á að mark- aðurinn greiði ekki nema naumt kostnaðarverð fyrir mjólkina svo ekki sé hægt að tala um mikil verðmæti í því sambandi. Landgreifi á Svalbarði Þótt kúabúum fækki ört er varia hægt að tala um að kvótinn sé að safnast á hendur fárra land- greifa. Tilfærsla kvótans hefur ákveðnar reglur um það hveijir megi kaupa lausan mjólkurkvóta og á hvaða verði þegar þeir heimiluðu framsal. Eini möguleikinn Þrátt fyrir útreikninga um að ekki fáist tekjur af kvótakaupum fyrr en eftir nokkur ár og menn geri sér grein fyrir áhættunni hefur verið mikil eftirspurn eftir mjólkurkvóta. Það sýnir að einhveijir geta keypt hann á þessu verði. Aðstæður eru misjafnar og menn stilla dæminu líka upp á mismunandi hátt. Maður sem ekki telur fræðilegan möguleika á því að kvótakaup borgi sig líkir kaup- unum við örvæntingu. „Bændur hafa verið fastir frá 1986 og ekki getað aukið tekjur sínar. Þeir eru sprungn- frekar orðið til að jafna stærð búanna. Samherji mjólkurfram- leiðslunnar er Svalbarð í Eyjafirði með 350 þúsund lítra greiðslu- mark. Orfá önnur bú eru með yfir 300 þúsund lítra framleiðslu. Bjarni Hólmgrímsson á Sval- barði segist hafa ákveðið að stækka búið í þeirri von að synir hans kæmu inn í búreksturinn. Það hefði gengið eftir með annan soninn en hinn hefði farið í há- skólanám og því meiri óvissa með hann. Bjarni fór út í það að byggja við fjósið og kaupa kvóta. „Það sama gildir í búskap og öðrum rekstri. Þegar kyrrstaða ríkir er stutt í hnignun en þegar reynt er að halda í horfinu og helst að gera betur er bjart framundan," segir Bjarni. Bjarni segist ekki stækka meira, búið sé komið að þeim mörkum að það þurfi að fá aðkeypt vinnuafl. Ari Teitsson segir að á meðan kvótinn er tengdur bújörðum sé ekki hætta á að hann safnist á ir, vilja koma málunum aftur á hreyf- ingu, og þá er þetta eini möguleik- inn,“ segir hann. í þeim útreikningum um óhag- kvæmni kvótakaupa sem greint er frá hér að ofan er gert ráð fyrir því að menn taki lán fyrir kaupunum og greiði markaðsvexti. Dæmin kæmu betur út ef reiknaðir væru lægri vext- ir, eins og dæmi eru um í þessum viðskiptum. Þá geta menn haft skattalegt hagræði af kvótakaupum og sumir líta á kvótakaup sem fjár- festingu en ekki aukin útgjöld. Góð fjárfesting Jón Kjartansson, bóndi á Stóra- Kroppi í Borgarfirði, telur að kvóta- kaup séu skynsamleg, að minnsta kosti fyrir þá framleiðendur sem fárra hendur. „Ekki er til staðar sama stærðarhagkvæmni í land- búnaði og sjávarútvegi. Og á með- an framleiðslan er ekki arðbærari en svo að ekki er hægt að stunda hana öðruvísi en sem fjölskyldu- einingu verða aldrei til mjög stór bú,“ segpr hann. Nánast útilokað er fyrir ungt fólk að koma inn í mjólkurfram- leiðsluna þegar kvótinn er seldur á 150 kr. lítrinn. Menn hafa sýni- lega lítið eða ekkert út úr fram- leiðslunni í nokkur ár. Á síðustu árum er raunverulega aðeins eitt dæmi um bónda sem byijað hefur frá grunni með því að kaupa sér kvóta og jörð. Það er Jón Kjart- ansson á Stóra-Kroppi í Borgar- firði. Bent er á að hátt kvótaverð torveldar einnig ættliðaskipti á jörðum. Verðmæti jarðarinnar er orðið sýnilegt og bóndanum sem er að hætta er þá varla stætt á öðru gagnvart öðrum börnum sín- um en að meta verðmæti kvótans. hafi vannýtt hús, ræktun og tæki. „Brúttóveltan eykst með sama fasta- kostnaði. Mikil offjárfesting er í tækjum og aðstöðu og það er brýn- asta verkefni bænda að fá meiri tekj- ur af búrekstrinum,“ segir Jón. Þar við bætist að hann lítur á mjólkur- kvótann sem fjárfestingu og hluta af verðgildi jarðarinnar. Áður en Jón gerðist kúabóndi vann hann í mörg ár við verðbréfavið- skipti í svissneskum bönkum, meðal annars sem framkvæmdastjóri í verðbréfadeild elsta bankans þar í landi. Það er ef til vill vegna þess bakgrunns sem hann lítur kvóta- kaupin nokkuð öðrum augum en margir af talsmönnum bænda. „Ég tel að kvótinn sé hagkvæm fjárfest- ing. Það hefur sýnt sig með hækkun Lífsbjörgin seld Að síðustu má tengja kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi með því að vísa til umræðunnar um að einstaklingar séu að selja lífsbjörg- ina frá sjávarplássum með sölu aflaheimilda og stinga peningun- um í eigin vasa. Auðvelt er að benda á slíka þróun i mjólkurfram- leiðslunni. Þannig hafa þrír bænd- ur í Vestur-Barðastrandarsýslu selt eða ákveðið að selja mjólkur- kvóta sinn. Með því fer 250 þúsund lítra kvóti úr sýslunni eða um fjórðungur framleiðslunnar. „Þetta er miklu meira áfall en þegar Guðbjörgin var seld frá Isafirði," segir íbúi á svæðinu og bætir því við að þetta sé aðeins byijunin því fleiri fylgi vafalaust á eftir. Svipaða þróun má sjá á norðanverðum Vestfjörðum en það hérað er ekki eins háð búvöru- framleiðslu. „Það er skiljanlegt að menn hafi áhyggjur af þessu, þetta er spurning um líf og dauða byggð- arlaganna," segir Ari Teitsson. Segir hann málið snúast um byggða- og landbúnaðarstefnu og hver viyi greiða kostnaðinn af hin- um dreifðu byggðum. „Það togast þarna á hagsmunir, annars vegar verð á búvörum og hins vegar byggðasjónarmið,“ segir hann. verðgildis hans,“ segir Jón. Hann segir að vissulega fylgi áhætta þess- um viðskiptum en trúir því að verð- gildi kvótans muni halda áfram að hækka. Byggir hann mat sitt meðal annars á því að langt sé komið með að kaupa upp kvóta smáframleiðenda og því megi búast við að framboðið minnki og verðið fari að hækka aft- ur. „Það er hins vegar grundvallarat- riði að markaðsöflin fái að ráða og að ekki verði settar skorður við fram- sali kvótans.“ Hann segir að gott jafnvægi sé í mjólkurframleiðslunni og hefur trú á því að kvótakerfi verði áfram notað til að stýra henni. Allar tilraunir til að koma þessari grein út úr kvóta- kerfi muni hafa alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Getur ekki orðið lægra Ólafur Björnsson, lögmaður á Sel- fossi, hefur selt töluvert af bújörðum og mjólkurkvóta. Hann gagnrýnir forystumenn bænda fyrir að reyna að tala kvótaverðið niður. „Markaðs- verðið hlýtur að ráðast af framboði og eftirspurn og hvað menn sem eiga peninga eru tilbúnir að leggja í þetta,“ segir hann. Ólafur og fleiri viðmælendur benda á að þeir kúa- bændur sem reka bú sín með hagn- aði og greiða tekjuskatt geti haft verulegt skattalegt hagræði af því að kaupa mjólkurkvóta. Kvótinn er færður til eignar og afskrifaður á fimm árum. Maður sem kaupir 10 þúsund lítra kvóta fyrir 1,5 milljónir kr. fær því 300 þúsund kr. frádrátt frá tekjum búsins á ári. „Það kæmi mér ekki á óvart að kvótakaupin skiluðu betri ávöxtun en hlutabréf í Eimskip,“ segir Ólafur. Hann bendir á að menn geti keypt kvóta að ákveðnu marki og fengið beingreiðslur frá ríkinu án þess að auka framleiðsluna. Menn þurfa ekki að framleiða nema 80% af kvótanum til að halda þeim hluta beingreiðsln- anna sem ekki er framleiðslutengd- ur, um 14 kr. á lítrann. Kúabóndi sem framleiðir 100 þúsund lítra á ári og bætir við sig 10 þúsund lítrum þarf ekki að framleiða viðbótina en sá hluti beingreiðslanna sem hann fær samsvarar 9-10% ávöxtun fjár- festingarinnar. „Það eru þessi þættir sem ráða kvótaverðinu og gera það að verkum að það getur ekki farið neðar,“ segir Ólafur. Lögmaðurinn telur ekki mikla hættu á að kvótinn verði afnum- inn á einni nóttu. „Og hann verður ekki afnuminn bótalaust. Þeir sem hafa keypt sér kvóta munu krefjast skaðabóta," segir Ólafur og vísar til hæstaréttardóms þar sem talað er um mjólkurkvóta sem eignar- og atvinnu- réttindi. Hann óttast heldur ekki breytingar á framsali. „Það er ekki hægt að stýra þessu með handafli. Við höfum vítin til að varast úr lamba- kjötsframleiðslunni þar sem öll þróun hefur verið stöðvuð með banni við framsali kvóta. Ég tel þetta mark- leysu og að enginn hafí umboð til að banna mönnum að selja eigur sínar nema bætur komi fýrir,“ segir hann. Fylgir hlutur í MBF? Ólafur nefnir fleiri atriði. Telur hann ýmis rök fyrir því að með kvót- anum fylgi eignarréttindi í mjólkur- vinnslufyrirtækjum bænda. „Sunn- lenskur bóndi sem kaupir 100 þúsund lítra mjólkurkvóta af bónda á svæði Mjólkurbús Flóamanna er væntan- lega jafnframt að kaupa hlut í Mjólk- urbúinu.“ Bendir Ólafur á að fram fari umræða um arðgreiðslur úr Mjólkurbúi Flóamanna og jafnvel að breyta því í hlutafélag. Segir hann að ef arður verði greiddur út sam- kvæmt framleiðslu séu menn að kaupa sér hlut í arðgreiðslum með því að kaupa mjólkurkvóta. „Ef menn eru að selja hlut í Mjólkurbúinu og Mjólkursamsölunni í Reykjavík þegar þeir selja kvótann, þá er núverandi markaðsverð á mjólkurkvóta allt of lágt,“ segir Ólafur Björnsson. Birgir Guðmundsson, mjólkurbús- stjóri á Selfossi, segir að Mjólkurbú Flóamanna sé samvinnufélag og eignaraðild manna fari eftir lögum um samvinnufélög. Menn eigi ákveðna stofnsjóðsinneign og beri ábyrgð sem því nemur. Og ef félag- inu yrði slitið fengju menn eigið fé félagsins sem er umfram stofnsjóð greitt út í hlutfalli við stofnsjóðsinn- eign sína. „Annars lítum við fremur á mjólkursamlögin sem eign samtíð- arinnar, verkfæri sem bændur nota til að koma vöru sinni í verð. Ég lít svo á að þegar menn eru að kaupa sér mjólkurkvóta séu þeir að kaupa sér aðgang að markaði en ekki hlut í fyrirtæki," segir Birgir. Umræða hefur verið um að Mjólk- urbú Flóamanna greiddi út arð eða yfirverð á inr.lagða mjólk. Birgir seg- ir að með búvörulögunum 1986 hafí verið skorið á afkomutengingu bænda og afurðastöðva. Síðan hafi verið litið svo á að með því að greiða það verð sem verðlagsnefnd ákveður og á réttum tíma væri búið að gera að fullu upp við bóndann. „Við vorum ekki fyllilega sáttir við þetta og höf- um verið að velta því fyrir okkur hvort það myndi styrkja tengslin við bændur að vera með einhvers konar afkomutengingu. Það myndi veita ákveðið aðhald," segir mjólkurbús- stjórinn. Hann segir að vissulega væri sunnlenskur kúabóndi sem keypti sér fullvirðisrétt að kaupa sér aðgang að þessum arðgreiðslum ef þær yrðu í formi yfirverðs á innlagða mjólk. Það væri hins vegar ekki búið að ákveða hvort arðurinn yrði greidd- ur út á stofnsjóðseign eða fram- leiðslu, eða blöndu af hvorutveggja. Halda að sér höndum Staðan á kvótamarkaðnum er óljós um þessar mundir. Sumir við- mælendur telja að framboð og eftir- spurn sé að nálgast jafnvægi. Það er til dæmis mat Magnúsar Leopolds- sonar fasteignasala sem selur mikið af bújörðum. Hann segir að eftir- spurn sé heldur meiri en framboð en þó nálægt jafnvægi og telur að verð- ið sé komið í hámark. Jón Viðar Jónmundsson hjá Bændasamtökunum segir það tilfinn- ingu sína af samskiptum við kúa- bændur að mun fleiri séu að velta því fyrir sér en áður að selja mjólk- urkvóta. Þeir haldi hins vegar að sér höndum, af einhverjum ástæðum sem hann segist ekki þekkja. Jón Viðar nefnir það sem hugsanlega skýringu að menn vilji bíða fram í febr- úar eða mars í von um að verðið stígi þegar líður á sölutímabilið, eins og gerð- ist á síðasta ári. Þeir sem telja að verðið muni frem- ur fara lækkandi en hækkandi benda á að á meðan kvótaverðið sé svona hátt sé hagkvæmara að selja kvótann en framleiða mjólkina og það hljóti að auka framboðið. Einnig sé líklegt að þeir menn sem ákveðið hafa að hætta en haldið að sér höndum með sölu í von um hærra verð, bjóði rétt sinn til sölu til þess að missa þó ekki af möguleikanum á að gera sér verðmæti úr kvótanum og brenna inni með verðlausan kvóta ef gerðar yrðu breytingar á búvörusamningi. Þá séu Skagfirðingar að verða mett- ir og hafi slakað á klónni. Á undan- förnum árum hefur veðrátta og hey- skapur í helstu framleiðsluhéruðum mjólkur haft áhrif á kvótaverð. Menn spá í það hvaða verð þeir fá fyrir mjólk umfram kvóta. Ef skortur er á mjólk, eins og gerðist fyrir tveimur árum, fá allir að fullu greitt fyrir umframmjólkina og þá fínnst mönn- um ekki knýjandi að kaupa kvóta. Enn spenna á markaðnum Aðrir telja að eftirspurnarspenna sé á markaðnum, eins og fram kem- ur hjá Ólafi Björnssyni og Jóni Kjart- anssyni hér að framan. Á meðan svo sé haldist verðið og jafnvel hækki, sérstaklega þegar haft sé í huga vanmat á þeim verðmætum sem skipta um eigendur við kvótakaup. Miðað við að enn sé eftirspum meiri en framboð á mjólkurkvóta hlýtur verða að álykta sem svo út frá lögmálum frjáls markaðar að verð kvótans sé fremur of lágt en hátt. Lægra verð hlyti að minnka framboð kvótans en hærra verð gerði það eftirsóknarverðara að selja og kæmi á jafnvægi á markaðnum. Tekur 6-7 ár að greiða kvótakaup Ókeypis úthlut un verðmæta Kvótinn ekki afnuminn bótalaust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.