Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 25 TÓNUST Hallgrímskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Daði Kolbeinsson, Joseph Ognibene og Hörður Askelsson fluttu samleiksverk frá barokk og rómantíska tímanum. Sunnudagurinn 26. janúar, 1997. OFANKOMA og fjúk hindraði ekki áhugafólk um tónlist, að sam- safnast í Hallgrímskirkju, til að hlýða á fagra tónlist, sl. sunnu- dagskvöld en af og til mátti heyra dimman kvöldsöng Kára gamla, sækja sér vist í hljómnæmri kirkj- unni. Tónleikarnir hófust á Largo Cantabile og Allegro úr sónötu í C-dúr eftir flæmska flautu- og óbó- Ljósmyndir Bruno Calle. BRUNO Calle og Catherine Delone um borð í skútu sinni í Reykjavíkurhöfn. Fyrirlestur og kvikmynd umeyjarvið Suðurskautið FALLEG rauð 35 feta seglskúta liggur í vetur við festar í Reykjavíkurhöfn. Eigandi hennar Bruno Calle hefur siglt um öll heimsins höf ásamt Cat- herine Delone. Miðvikudaginn 29. janúar kl. 20.30 ætlar hann að flytja fyrirlestur og sýna kvikmynd um einstæða dvöl sína á Kergueleneyjum sem eru nálægt Suðurheimskautinu. Verður það hjá Alliance Franca- ise, sem er til húsa að Austur- stræti 3, gengið inn frá Ingólfs- torgi. Mun Bjarni Hinriksson þýða fyrirlesturinn á íslensku og aðstoða fólk sem vill spyija Calle um ferðir hans. Frá því í september hafa þau Bruno Calle og Catherine Del- one beðið vors á skútu sinni við hlið Akraborgarinnar í Reykja- víkurhöfn, en með hækkandi sól hyggjast þau halda til Græn- lands. Þessa ferð hófu þau í nóvember 1995, sigldu fyrst suður á bóginn og eyddu vetrin- um á Kanaríeyjum, en ákváðu svo að halda norður á bóginn. Myndin um Kerguelenejjar hefur hlotið margskonar verð- laun og viðurkenningar. A Kergueleneyjum suður undir Suðurheimskauti vann Bruno Calle á franskri rannsókna- stofu. Síðan sneri hann þangað aftur og dvaldi einangraður frá umheiminum í helli, sem notað- ur hafði verið sem skjól fyrir skipbrotsmenn á 19. öld. I þijá mánuði, dvaldi hann á eyjunum og vann að gerð þessarar mynd- ar um eyjaklasann. Hefur mynd hans m.a. verið keypt af franska, svissneska og íslenska sjónvarpinu. LISTIR Við kvöldsöng Kára gamla leikarann, Jean Baptiste Loeillet. Báðir þættimir em fallegir en einna þekktastur er largokaflinn, sem er einstaklega ljóðrænn og söngfagur og var hann mjög vel fluttur af Daða Kolbeinsssyni óbóleikara. Annað verkið var Adagio úr óbó- konsert í d-moll eftir Alessandro Marcello, sem J.S. Bach umritaði og er til í hans gerð sem BWV 974. Töluverður munur er á frum- riti og umskrift, svo að óbóröddin hljómaði eins og ekta Bach og það sem gerði flutninginn skemmtileg- an var sérlega vandaður leikur Daða og hlaðin skreyting Bachs. Joseph Ognibene lék því næst Konsert í D-dúr, eftir Georg Philipp Telemann. Handel sagði um Tele- mann, að hann væri ijótari að semja átta radda messu, en hann sjálfur að skrifa sendibréf. Vist er að Telemann hefur verið fljótur að semja þennan stutta konsert, sem þó er bæði skemmtilegur og um margt góð tónlist sérstaklega jað- arþættirnir. Ognibene lék konsert- inn mjög vel en líklega þarf að velja meira líðandi og hljómrænna verk fyrir mikla enduróman kirkj- unnar, svo að vel verði notið sam- spils horns og orgels, sem naut sín sérlega vel í hæga þættinum. Ave Maria eftir þá J.S. Bach og Charles Gounod hljómaði fallega í samleik orgels og óbós. Sama má segja um rómönsu, op.36, eftir Camille Saint-Saéns og sérlega fal- legt lag, Canto Serioso, eftir Carl Nielsen, sem Ognibene lék mjög fallega. Rómantíska tónlistin átti betra samspil við óman kirkjunnar og í rapsódíu, op.127, eftir orgel- snillingin Joseph Gabriel Rhein- berger, hljómaði óbóið mjög glæsi- lega. Andante úr ófullgerðri sónötu, fyrir hom og píanó frá 1888, eftir Richard Strauss, var sérlega vel flutt en umritun píanó- hlutverksins var unnin af orgelleik- aranum. Tónleikunum lauk með tvíleikskonsert eftir fiðluleikarann Tommaso Albinoni, er var það gott tónskáld, að J.S. Bach þótti þess vert, að taka nokkur stefja hans að láni. Konsertinn er lífleg tónlist og þó enduróman kirkjunnar brygði á samleikinn nokkurri slikju endur- ómunar, var hann í heild glæsilega fluttur. Líklega þarf, eins og fyrr er getið, að miða val verkefna nokkuð við mikla enduróman Hallgríms- kirkju og þá er næsta víst, að vel færi á samleik blásturshljóðfæra og orgels. Þó þarf að gæta þess, að oft getur hljómur orgelsins ver- ið of líkur samleikshljóðfærunum, eins og sérstaklega mátti t.d. heyra í samleiknum á milli orgelsins og hornsins. Raddskipan orgelsins getur að þessu leyti verið nokkuð vandamál en raddval Harðar var að öðru leyti mjög gott og samleik- ur hans allur hinn besti. Jón Ásgeirsson Tilboðsdagar Kahns Kahrs A tilboðsdögum Egils Árnasonar er glæsilegt úrval af parketi, innihuröum, gólfflísum og loftaþiljum á afar hagstæðu verði. Við leggjum metnað okkar í að bjóða eingöngu vandaðar vörur og úrvals þjónustu. Góður smekkur þarfekki að vera dýr! Tilboðsverð á parketi Eik Bergen kvistótt 2.990 kr./m2 Beyki Herning kvistótt 2.990 kr./m2 Eik Stuttgart natur 3.100 kr. /m2 Beyki Stuttgart natur 3.100 kr./m2 Merbau Stokkholm 3.990 kr./m2 20-30% afsláttnr af öllu gegnheilu parketi - 50 tegundir. Eik rustic 10 mm, 2. fl. verð áður 1.866 kr./m2, verð nú 1.306 kr./m2. Hlynur rustic 10 mm, 2. fl. verð áður 2.695 kr./tti2, verð nú 1.887 kr./m2. ► Nýjung! Káhrs Linné - 8 mm samlímt gólfefni í eik, beyki, kirsuberjaviöi og hlyni, verb 2.490 kr./m2. # Ringo innihurðir, þýsk hágœðavara á sérstöku tilboðsverði, 80 sttt mahonyhurð ttieð kartni 17.102 kr. # 20-40% afsláttur af gólfflísutn # 20-30% afsláttur afTerhume loftaþiljum rmgd 1N N 1 H U R Ð I R TERHURNE ^CHTAÞLLHJR Umbobsmenn um landib: Dropinn, Keflavík - S.G. búöin, Selfossi - Byggingavöruverslun Steinars Árnasonar, Selfossi - Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli - Brimnes, Vestmannaeyjum - K.A.S.K. járnvörudeild, Höfn í Hornafirði - Verslunin Vík, Neskaupstað - Viðarkjör, Egilsstöðum - Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði - K.F. Þingeyinga, Húsavík - Teppahúsið, Akureyri - Verslunin Valberg, Ólafsfirði - Byggingarfélagið Berg, Siglufiröi - Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki - Kaupfólag Húnvetninga, Blönduósi - Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga - Núpur, ísafirði - Byggir, Patreksfirði - Litabúðln, Ólafsvík - Verslunin Hamar, Grundarfirði - Skipavík, Stykkishólmi - Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi - Byggingarhúsið, Akranesi - Teppaland, Mörkinni 4, Reykjavík - Björninn, Borgartúni 2, Reykjavík NÁTTÚRUSTEINN Egill Arnason hf Ármúli 8-10* Sími: 581 2111 • Fax: 568 0311 mamm TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA TIL. 3G /VJÁÍMAÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.