Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 37 ÞÓREY SIG URÐARDÓTTIR + Þórey Sigurðar- dóttir fæddist á Berufirði v. Beru- fjörð 30. júní 1907. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 20. janúar siðastliðinn. For- eldrar Þóreyjar voru hjónin Ingi- björg Þóra Jóns- dóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1879, d. 17. september 1960, og Sigurður Jóns- son, bóndi, hrepp- stjóri og kennari, f. 19. maí 1877, d. 19. júní 1970. Þórey var elst sjö systkina, en þau voru Jón Matthías, f. 1909, d. 1976, eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Guðsteins- dóttir, Sveinn, f. 1911, d. 1984, Jensína Guðrún, f. 1913, d. 1988, eftirlifandi maður hennar er Hafsteinn Sveinsson, Þrúður Jónina, f. 1916, eiginmaður hennar _ var Bjami Ólafsson, látinn, Ólafur Jóhann, f. 1918, d. 1988, eiginkona hans var Anna Jónsdóttir, látin, Ingi- björg Sólveig, f. 1921, fyrri maður hennar var Oddur G. Guðmundsson, látinn, seinni maður hennar var Kristján Ein- arsson, látinn. Hinn 9. júní 1940 giftist Þór- ey Ingólfi Guðmundssyni, bak- arameistara, f. 15.2. 1907, d. 27.8. 1983. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Þau eru: 1) Örn, f. 30 ágúst 1940, kvæntur Gerði Baldursdóttur, börn þeirra era Þórdís, f. 24. mars 1965, sambýlismaður hennar er Gunnlaugur Sigurjónsson, dótt- ir þeirra er Arney Eva, f. 1992. Þau búa í Noregi, Herdís Björk, f. 1. júlí 1967, hún er við nám í Þýskalandi, Örn Ingi, f. 2. júní 1975, unnusta hans er Sig- ríður Ákadóttir, Baldur, f. 13. desember 1980. 2) Guðmundur, f. 4. júlí 1942, kona hans er Kristín Júlíusdóttir, synir þeirra eru Ingólfur, f. 9. ágúst 1965, sonur Ingólfs og Önnu Bjargar Sigurðardóttur er Betúel, f. 1988. Núverandi sam- býliskona Ingólfs er Nína María Reynis- dóttir. Börn hennar og uppeldisbörn Ingólfs eru Birgitta og Þórólfur Vil- hjálmsbörn. Júlíus Agúst, f. 27. ágúst 1967, sambýliskona hans er Kristín Erna Reynisdóttir, synir þeirra eru Atli Freyr, f. 1985, Þráinn, f. 1993, og Úlfar, f. 1995. 3) Sigþór, f. 27. janúar 1944. Hann á tvö börn með fyrrverandi eig- inkonu sinni, Sólrúnu Þorgeirs- dóttur, þau eru Jósef Gunnar, f. 5. maí 1964, sambýliskona hans er Elsa Dögg Gunnars- dóttir, Þórey, f. 25. nóv. 1965, dóttir hennar og fyrrverandi sambýlimanns, Hilmars Odds- sonar, er Hera f. 1988. Núver- andi eiginkona Sigþórs er Sól- veig Krisljánsdóttir, sonur hennar frá fyrra hjónabandi er Ólafur Ragnar Eyvindsson, f. 1975. 4) Jósef Gunnar, f. 19. desember 1947. Hann var kvæntur Erlu J. Símonardóttur, synir þeirra eru Símon Ingvar, f. 25. ágúst 1966, dóttir hans og Vilborgar Grétarsdóttir er Kristjana, f. 1987. Þór, f. 10. nóvember 1972. 5) Ingibjörg Þóra, f. 2. júní 1954, hún er gift Snorra Steindórssyni. Börn þeirra eru Steindór Ingi, f. 27. desember 1976, Eva Rún, f. 9. apríl 1982, og Björgvin Átli, f. 27. ágúst 1990. Þórey fluttist ung með for- eldrum sínum frá Berufirði að Reykjahjáleigu í Ölfusi og það- an að Hlíð í Garðahverfi á Álftanesi. Árið 1923 fluttist fjölskyldan að Litla-Hálsi í Grafningi og þaðan að Torfa- stöðum í sömu sveit. Þórey var lengst af húsmóðir, en starfaði í allmörg ár í verslunini KRON í Liverpool og síðar í Domus á Laugavegi. Útför Þóreyjar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þórey ólst upp með foreldrum sínum og systkinum fram á fullorð- insár. Fjölskyldan var bjargálna, en veraldleg gæði af skornum skammti. Þórey var greind kona og fróðleiksfús og eflaust hefur hugur hennar staðið til frekari menntun- ar, en um slíkt var ekki að ræða. Á þessum árum var menntun mun- aður fárra útvaldra og hörð lífsbar- átta hlutskipti flestra. Hún fór í vist til frænku sinnar í Hafnarfirði og líkaði dvölin þar vel. Hún vann einnig önnur almenn störf er til féllu. Hún giftist Ingólfí Guðmunds- syni, bakarameistara. Þau bjuggu lengst af í Efstasundi 10, þar sem þau ráku bakarí. Þórey vann í versl- uninni jafnframt því að sinna hús- móðurstörfum og oft var vinnudag- urinn langur. Hún var samviskusöm og umhyggjusöm og þarfir annarra sátu ævinlega í fyrirrúmi. Vegna heilsuleysis Ingólfs varð hann að hætta bakarastörfum. Þau seldu því bakaríið og bjuggu síðan í Njörva- sundi 11. Ingólfur gerðist bflstjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur og starfaði þar til dauðadags. Á heimili þeirra var gott að koma. Það stóð ætíð opið börnum, barna- bömum, tengdabörnum og öðru venslafólki. Það var tekið á móti öllum af hógværð og rausn og þar voru allir svo innilega velkomnir hvernig sem á stóð. Sigurður, faðir Þóreyjar, var til heimilis hjá þeim síðustu æviár sín, en hann lést í hárri elli 93 ára. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu hóf Þórey að vinna við verslunarstörf, sem hún sinnti af kostgæfni og alúð eins og öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var bæði ljóðelsk og músíkölsk og fyrir tilstuðlan Ólafs Jóhanns, rithöfundar, bróður hennar, voru lög, sem hún samdi við nokkur ljóð hans, útsett og flutt í útvarp af þeim Guðmundi Jónssyni og Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Hún hafði yndi af hannyrðum og liggja margir fal- legir munir eftir hana. Hún hafði gaman af ferðalögum og þau hjón fóru í nokkrar ferðir til útlanda sem þau nutu í ríkum mæli. Árið 1983 lést Ingólfur skyndi- lega. Við andlát hans var Þóreyju minni brugðið. Hjónaband þeirra hafði verið farsælt og heilsu hennar hrakaði ört eftir fráfall eiginmanns- ins. Fljótlega greindist hún með hinn illvíga sjúkdóm Alzheimer, sem að lokum svipti hana bæði máli og minni. í fyrstu gat hún búið á heimili sínu og verið í dag- vist í Hlíðabæ. Er sjúkdómurinn grimmi ágerðist dugði sú lausn ekki lengur. Hún vistaðist á Kumb- aravog, þar var hún í rúmt ár. Þá komst hún á Hjúkrunarheimilið Skjól, þar sem hún dvaldi í rúm sex ár við góðan aðbúnað. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar færa öllu því góða fólki, er annaðist hana af nærfærni og hlýju kærar þakkir. Umhyggja ykkar gleymist ekki. Þóreyju, tengdamóður mína, ætla ég að kveðja með ljóðlínum eftir Ólaf Jóhann, bróður hennar sem var henni svo kær: „Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi með amboð- in hjá þér rétt eins og forðum, og titrandi mæla í hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss, til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum til gát- unnar miklu, til höfundar alls sem er.“ Gerður Baldursdóttir. Það er bjart yfir minningunum frá heimili ömmu og afa í Njörva- sundi 11. Minningunum úr bam- æskunni þegar við bjuggum vestur á Patró og fórum suður til „veislu- Reykjavíkur" í heimsókn til ömmu og afa þar sem stjanað var við okk- ur á allan hátt af væntumþykju og hlýhug. Ekkert var of gott fyrir bamabörnin. Síðar, eftir að við fluttum til höfuðborgarinnar, var heimili þeirra í okkar augum horn- steinn föðurfjölskyldunnar þar sem fólkið hittist á góðri stund og allir voru alltaf velkomnir. Þórey amma var bráðvel gefin og bjó yfir listrænum hæfileikum. Hún lifði ekki hávæm og áberandi lífi en var iðin og samviskusöm og eitt helsta hugðarefni hennar var velferð fjölskyldunnar. Það varð henni mikið áfall þegar Ingólfur afi lést árið 1983, og upp úr því fór hún að kenna þess sjúkdóms sem markaði líf hennar síðustu árin. Nú er baráttunni við hinn erfiða sjúkdóm lokið, en eftir stendur í hugum okkar minningin um þig og farsælt líf þitt. Því myndin þín í minningunum lifir í morgundýrð og vekur óm og þyt. Hún máist seint, þótt landið skifti um lit og læðist dauðinn hljóðar jarðir yfir. Þótt fenni á vegi, fótspor les ég þín uns fljótið djúpa kallar mig til sín. (Olafur Jóhann Sigurðsson) Jósef Gunnar og Þórey Sigþórsbörn. í dag kveðjum við systumar ömmu okkar Þóreyju Sigurðardótt- ur, en hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 20. janúar eftir löng og erfið veikindi. Við andlát hennar er okkur ljúft að minnast allra þeirra góðu stunda sem við áttum með henni og afa, heimsóknirnar í Njörvasundið, ferðalögin sem við fórum í saman og öll boðin þar sem við bamaböm- in fengum að ærslast að vild. Amma hafði mikið yndi af kveðskap og vora þær óteljandi vísumar sem hún kunni, einnig var hún mikil hann- yrðakona og vann marga fallega muni. Síðustu árin vora ömmu okkar erfið, afi okkar lést snögglega og um svipað leyti kom í ljós að hún hafði veikst af Alzheimer. Fyrstu veikindaárin vora mjög erfið, þegar amma byijaði smám saman að missa tökin á tilveranni og hætti að geta þekkt sína nánustu og að lokum hafði sjúkdómurinn rænt hana öllu. Við systumar getum ekki vegna búsetu okkar erlendis fylgt ömmu okkar síðasta spölinn, en hugur okk- ar er heima hjá ykkur öllum í fjöl- skyldunni og við huggum okkur við minningar um hógværa og góða konu, sem lét sér annt um sína nán- ustu og uppskar ást þeirra, aðdáun og virðingu. Legg ég nú bæði lif og önd ljúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Þórdís Arnardóttir, Herdís Björk Arnardóttir. Þegar Öm Ingólfsson hringdi til mín 20. janúar síðastliðinn og til- kynnti mér lát móður sinnar, hugs- aði ég er lífíð tilviljun? Ég hafði fyrr um daginn lesið minningarkort þar sem nafn Þóreyjar var fyrst nefnt af þeim mæðginum ásamt tengdadóttur, sem þau höfðu sent mér vegna eiginmanns míns sem er nýlátinn. Ég hafði orð á við systur mína og börnin mín sem hjá mér vora að nú færi ég að heimsækja Þóreyju mína hvort sem hún myndi þekkja mig eða ekki sem ég vissi að væri vafamál vegna veikinda. Öm fékk að heyra samtal okkar fyrr um daginn og sagði hann svona er þetta, mamma var lifandi þegar við sendum kortið og lét í ljós ánægju yfír þvi, vegna þess að henni hafí alltaf þótt svo vænt um þig, þótt ég efaðist aldrei um það enda gagn- kvæmt. Langar mig að rifja upp nokkur atvik, en Þórey barst oft í tal á heimili okkar hjóna. Ég nefndi orð- ið tilviljun, kynni okkar Þóreyjar flokkast undir það. Hvað skyldi elskuleg Þórey mín hafa hugsað þegar smástelpa knúði dyra hjá henni og spurði hvort hér væri barn í kerru eða vagni sem hún gæti fengið að passa, ég man hún beygði sig niður til að heyra betur og ég held til að athuga mig, ókunnugan krakkann, kannski örlítið betur. Mér fannst hún mjög góð, þegar hún sagði að hún ætti lítinn dreng, sem nú svæfi út í vagni og væri gott ef ég vildi vera þar bak við húsið og láta sig vita þegar sá litli léti í sér heyra. Ég man að ýmist stóð ég hjá vagninum, eða talaði við lítinn gutta sem var einn sonur- inn. Fljótlega varð mér ljóst að pabbi þeirra, hann Ingólfur, var bakari og vann þarna niðri við baksturinn, þar sem hann rak bak- arí. Ég kom æði oft og kynntist fjölskyldunni vel og kom að því að ég fékk að keyra þann litla í vagnin- um aðeins niður á horn í Efsta- sundi þar sem þau bjuggu, en alls ekki taka barnið úr vagninum og lofaði ég því, en mér þótti freist- andi að laga sængina aðeins og kíkja betur á drenginn en að sjálf- sögðu tók ég hann ekki upp, samt fannst mér ég bijóta smá af mér gagnvart Þóreyju sem mér fannst vera svo góð að treysta mér svo vel. Löngu síðar sagði ég henni þetta og hafði hún gaman af því, hún sagði alltaf að ég væri svo mikii barnakerling og grínaðist oft með það við mig. Þegar ég fór að vera hjá henni í vist eins og kallað var hafði hún mig gjarnan fyrir barnapíu og aðra stúlku í húsverk- unum með sér, því heimilið var stórt og oft bjuggu á heimilinu foreldrar hennar og fleiri úr hennar fjöl- skyldu. Það var skemmtilegt atvik sem ég man þegar Magga vinnukona var að segja við Þóreyju, láttu stelpuna gera þetta og hitt og hún lét hana ekki ráða og sagði gjaman: Sella mín, þú mátt fara út að leika þér, þar til sá litli vaknar; eða hún sagði: flýttu þér út til krakkanna áður en hún segir þér að gera eitthvað! Þama á þessum tíma er ég mjög ung en hún vissi þá eins og alltaf hvað pass- aði fyrir bömin. Sú mikla umhyggja sem hún bar fyrir bömum sínum og ekki síður mér lýsti sér ágætlega í því að skylda var að taka lýsi, borða rúgbrauðssamloku með kæfu og síðan mátti ég fara í bakaríið og fá sætabrauð, eða atvikið þegar hún var að fara með drengina í sprautu, sem böm þurftu að fá til að vetjast ýmsum sjúkdómum, lét hún mig spyija mömmu hvort búið væri að sprauta mig, fyrst svo var ekki tók hún mig með. Þótt langt sé um liðið gleymi ég aldrei persónu Þóreyjar, vináttu hennar og hlýleika, hún var mér góður vinur sem gott var að tala við. Síðar í vistinni gerði ég húsverk- in með henni, en þetta minnir mig meira á skóla en vinnu því reglusemi og natni við heimilið og bömin var slík að eftir því var tekið af fleiram en mér. Mig langar að segja frá nokkram dæmum varðandi heimilishaldið. Eftir hefðbundin húverk sat ég á móti henni við eldhúsborðið, gerði við föt og stoppaði í sokka sem í flestum tilfellum þykir leiðinlegt, en ekki með Þóreyju. Hún kenndi mér það eins og fleira, kom til mín til að sjá hvemig ég bæri mig að og ef svo bar undir sýndi hún mér sjálf bestu handtökin. I þá daga var sjálf- sagt að böm væra vel klædd á sunnudögum og vora drengimir fjór- ir þar engin undantekning. Þannig að á mánudögum voru pressuð föt og burstaðir skór og gengið frá öllu hreinu, þetta varð svo ríkt i mér að þegar ég fór að eignast böm og halda heimili var þetta einn af þeim siðum sem ég vildi halda og vitnaði óspart í Þóreyju mína. Svo kom að því að þetta stóðst ekki og eitt sinn er maðurinn minn (sem var spaug- samur mjög) þurfti einhveija skó sem hann þurfti að bursta sjálfur, sagði hann: Hvemig er það, Sella mín, burstaði Þórey ekki alltaf skó á mánudögum? Var það tilviljun að pabbi minn byggði hús beint á móti þeim? Það læt ég ósagt, en það var mikill sam- t gangur milli okkar fjölskyldna, jafn- vel um jólin var þar engin und- antekning, þegar við systkinin fóram yfír á aðfangadagskvöld og spilaði Ingólfur jólalögin á píanóið meðan við gengum í kringum jólatréð og sungum. Þótt þetta sé orðin löng saga er hún aðeins brot af okkar samskipt- um. Ég hef minnst á orðið tilviljun því áður en Þórey opnaði sfnar dyr fyrir mér hafði ég smástelpa bankað á aðrar dyr sömu erindagjörða, án árangurs. Ég bið góðan guð að styrkja '"* drengina hennar, stúlkuna lang- yngstu og afkomendur alla sem hún unni, að leiða þá rétta veginn. Með guðsblessun kveð ég þessa tæplega níutíu ára heiðurskonu og finnst ég heyra óminn af píanóspili hennar ástkæra eiginmanns úr fallegu stof- unni þeirra þar sem hann spilaði oft. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund hjá læknum upp við foss; þar sem glóa gullin blóm þú gefur heitan koss. (Ingólfur Þorteinsson) “r Sesselja Ásgeirsdóttir. Við bræðumir heimsóttum ömmu okkar á Skjól sunnud. 19. sl. Þar lá amma í rúminu sínu, umkringd út- saumuðum myndum í ramma sem hún saumaði sjálf, og málverkum sem afi málaði á síðustu áram ævi sinnar. Þar var einnig að finna myndir af fjölskyldunni sem var henni svo kær. Amma lá á hliðinni ^ og svaf djúpum svefni og hún and- aði svo einkennilega. Það var ólýs- anlega mikill friður yfír henni. Það var eins og engillinn á hillunni fyrir ofan rúmið hennar vekti yfír henni. Það var harmabót að brátt hitti hún afa sem hún saknaði svo sárt. Nú líður þeim betur. Amma var einstök kona. Það var alltaf jafn gaman að koma til afa og ömmu í Njörvasundið. Alltaf tók hún á móti okkur brosandi með útbreiddan faðminn, og hlaðið borð af kræsing- um. Það var sérstaklega gaman að fara til ömmu og afa, þar hittumst við krakkamir oft og lékum á als oddi og þau umbára öll prakkara- strikin eins og þeim einum var lag- . ið. Afí og amma vora mjög dugleg ! að koma í Grafninginn að hjálpa pabba og mömmu við bústaðinn. Afí með hamarinn og amma með pönnukökumar. Ekki gleymdi afí veiðistönginni, hvað var betra eftir erfíðan dag við smíðar, en að fara út að vatni og fóram við þá allir strákamir saman. Það er okkur bræðram sérstaklega minnisstætt þegar við í eitt skipti fóram með pabba og afa út að vatni að veiða og var veiðin frekar smá vægast sagt. Þegar við komum til baka röltandi upp gangstíginn að bústaðnum koma amma og mamma á móti okkur og amma spyr sposk á svipinn, jæja strákar, vatnið er komið í pottinn og hvar er svo veið- in? Við lítum á hver annan hálf vand- ræðalegir þar til afí segir, veiðin, já veiðin er í vasanum mínum! Við þökkum ömmu góðar stundir. Blessuð sé minning hennar. Ingólfur Guðmundsson, Júlíus Á. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.