Morgunblaðið - 28.01.1997, Side 2

Morgunblaðið - 28.01.1997, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kröfugerð landssambanda ASÍ á hendur ríkinu Fjölþrepa skattkerfi og tekjutenging lækkuð FORMENN landssambandanna innan Alþýðu- sambands íslands hafa náð samkomulagi um drög að kröfugerð á hendur ríkinu í tengslum við gerð næstu kjarasamninga. Kröfugerðin verður lögð fyrir formenn iandssambandanna í endanlegum búningi í dag. Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, vonast til þess að kröfur á hendur ríkinu verði ekki undir fímm milljarðar króna. „Við í Rafiðnaðarsambandinu höfum lagt á það áherslu í okkar kröfugerð að launahækkan- ir verði í sjálfu sér tiltölulega litlar og efnahags- breytingum verði stillt þannig í hóf að hægt verði að hækka hér kaupmátt án þess að koll- keyra efnahagskerfið. 8-10% kaupmáttaraukn- ing á næstu þremur árum er of lág að okkar mati. Okkar hagfræðingar telja að hægt sé að fara fram á 15-16% kaupmáttaraukningu á næstu þremur árum og við höfum haft uppi kröfu um það. Þessi kröfugerð er liður í því og myndi færa launþegum hana að því tilskildu að tilfærslur í launakerfinu yrðu á raunsæjum nótum. Forsenda þessa er þó að lægstu launa- taxtar verði færðir upp að greiddum launum,“ sagði Guðmundur. Fj'ölþrepa tekjuskattur í kröfugerðinni er m.a. rætt um fjölþrepa tekjuskatt og lækkun tekjutengingar barnabóta og vaxtabóta. Gerð er krafa um að elli- og örorkulífeyrir og atvinnuleysisbætur fylgi launa- breytingum og að verkalýðshreyfingin yfirtaki atvinnuleysistryggingar líkt og tíðkast á Norðurlöndunum. Gerð er krafa um að ríkissjóð- ur tryggi félagsmönnum í almennu félögunum sömu lífeyrisréttindi og ríkisstarfsmönnum. í heilbrigðismálum er farið fram á að gjald- taka verði lækkuð sem og lyfjakostnaður. Einn- ig verði ferða- og dvalarkostnaður hækkaður til þeirra sem leita utan af landi til lækninga. Rökin eru þau að sá kostnaður hafi stóraukist með fækkun heilsugæslustöðva og minni þjón- ustu. Einnig er fjallað um menntamál, einkum hvað lýtur að starfsmenntamálum, og húsnæðismál hvað viðvíkur félagslega húsnæðiskerfinu. Kraf- ist er lækkunar vaxta og að í stað vaxtabóta verði teknar upp húsnæðisbætur. Krafist er lækkunar á GATT tollum og að sett verði á verðlagsráð landbúnaðarafurða. „Við rafiðnaðarmenn höfum bent ítrekað á það að við teljum okkur ekki geta sest að samn- ingaborði fyrr en þessum málum gagnvart rík- inu er lokið. Þessu höfum við haldið fram frá því í haust. Nú heyrist mér að sú staða sé komin upp að allir séu orðnir sammála um þetta við- horf,“ sagði Guðmundur. MIKILL vatnsleki varð í verslun Pennans við Hallarmúla eftir að heitavatnsrör í loftræstikerfi hússins fór í sundur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vöruval kaupir Bjömsbúð á ísafirði ísafirði. Morgunblaðið. Penninn í Hallarmúla Miklar skemmdir urðu vegna vatnsleka og raka TALIÐ er að milljónatjón hafi orðið í verslun Pennans við Hallarmúla í Reykjavík af völdum gufu og heits vatns sem lak niður á báðar hæðir hússins eftir að heitavatnsrör í loft- ræstikerfi fór í sundur aðfaranótt mánudagsins, að sögn Ingimars Jónssonar forstöðumanns smásölu- sviðs Pennans. Hann bætir því við að enn sem komið er sé ekki hægt að meta tjónið nákvæmlega, en verið sé að vinna að því í samráði við tryggingafélag Pennans, Sjóvá- Almennar. „Töluverðar skemmdir urðu á þeim vörum sem voru inni í búðinni vegna gufunnar sem myndaðist af heita vatninu, einkum á blöðum, bókum og ritföngum," segir hann, en lítið tjón varð á vör- um í húsgagnadeildinni. Tilkynning um vatnslekann barst til Slökkviliðs Reykjavíkur um kl. 6 á mánudagsmorgun eftir að viðvörunarkerfið hjá Securitas sem vaktar verslunina fór af stað. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var um 5 sm djúpt vatn á báðum hæðum og var unnið að því í nokkra tíma að þrífa það upp með svokölluðum vatnssugum og þurrkblásurum. Að sögn Ingimars verður hús- gagnadeild verslunarinnar opnuð í dag, þriðjudag, en ekki er búið að ákveða hvenær ritfangadeildin verður opnuð. „Þangað til viljum við benda viðskiptavinum okkar á aðrar verslanir Pennans sem eru í Austurstræti, í Kringlunni og í Hafnarfirði," sagði hann að síðustu. ------» ♦ ♦---- Alþingi kemur saman í dag ALÞINGI kemur saman að nýju í dag eftir jólafrí. Meðal þess sem tekið verður til umræðu er frum- varp til laga um varnir gegn snjó- flóðum og skriðuföllum. Þá verður umræða utan dagskrár um fyrir- hugað álver á Grundartanga. Máls- hefjandi er Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalista. Þingfundur hefst klukkan 13:30. GENGIÐ var frá kaupum Vöruvals hf. á rekstri verelunar Björns Guð- mundssonar á ísafirði, eða Björns- búð eins og hún er kölluð í daglegu tali, sl. föstudag. Með kaupunum eru eigendur Vöruvals að tryggja stöðu sína gagnvart aðalkeppni- nautinum, Samkaupum, sem hóf rekstur matvöruverslunar í húsnæði Kaupfélags ísfirðinga í desember síðastliðnum. Að sögn Benedikts Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Vöruvals, eru kaupin liður í aukinni samkeppni, sérstaklega hvað varðar lengri afgreiðslutíma matvöruversl- ana á svæðinu. Björnsbúð hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í 103 ár en versluajn var stofnuð árið 1894 af Bimi Guðmundssyni, gull- smið á ísafirði. „Við teljum að það sé hagkvæm- ara fyrir okkur að mæta aukinni samkeppni, meðal annars hvað varðar afgreiðslutíma, með þvi að fara með hluta af rekstri Vöruvals á Eyrina. Ég hef verið þeirrar skoð- unar að það sé ekki nauðsynlegt að opnunartími verslana á ísafirði fylgi opnunartíma verslana í Reykjavík en það hefur legið fyrir að ég yrði einhvem veginn að mæta þeirra samkeppni sem hér er til staðar og ég tel að kaupin á rekstri Björnsbúðar séu skynsam- legasta leiðin í því sambandi," sagði Benedikt Kristjánsson í samtali við blaðið. Afgreiðslutími hinnar nýju versl- unar, sem að sögn Benedikts mun áfram ber nafnið Bjömsbúð, verður kl. 9-21 mánudaga til föstudaga, 9-18 á laugardögum og kl. 13-16 á sunnudögum. „Því er ekki að neita að við erum svolítið út úr hér á Skeiði. Mitt mat er það að ef ég færi út í að lengja afgreiðslutímann þar, þyrfti ég að gera það í samráði við aðra verslun- areigendur í húsinu en almenn skyn- semi segir mér að það sé mjög kostn- aðarsamt og að öllu leyti óhag- kvæmara en kaupin á Bjömsbúð." Verslun Björns Guðmundssonar mun verða opnuð undir stjórn nýs eiganda á laugardag, 1. febrúar, en þann dag verður verslunin Vöruval á ísafírði 10 ára. Verslun- arstjóri Björnsbúðar hefur verið ráðinn Finnur Magnússon. AÐSÓKN að Tónskóla Grafarvogs, sem er tilraunaverkefni Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og fjögurra grunnskóla í Grafarvogi, hefur verið langt umfram þá þjónustu sem skól- inn getur veitt. Alls sóttu 150 nem- endur í haust um að komast í píanó- nám en einungis 21 nemandi komst að. Um 50 nemendur eru í forskóla Tónskóla Grafarvogs. Að sögn Jóns Hjaltasonar, annars forstöðumanns skólans, er tilgangur- inn að auka tónlistarkennslu í grunn- skóium í hverfinu, að samræma vinnudag í heildstæðum grunnskóla Brottvísun i Hanes- hjóna líkleg EKKl er búist við að hjónin Connie Jean og Donald Hanes fari af landi ' brott á næstu dögum. Bandarísk yfirvöld munu að líkindum leggja fram formlega ósk um framsal þeirra í þessari viku, en allt eins er líklegt ' að íslensk yfirvöld vísi þeim úr landi, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lög- fræðings í dómsmálaráðuneytinu. Hann segir að það skipti litlu fýrir Hanes-hjónin hvor kosturinn verður tekinn, því þau muni verða send aftur til Bandaríkjanna. Mótrök lögð fram í dag Hanes-hjónin munu koma fyrir Útlendingaeftirlitið í dag og leggja þar fram mótrök sín gegn því að ' vera vísað úr landi. Jóhann Jóhanns- son, yfirmaður Útlendingaeftirlits- ins, segir að þau rök verði metin og ákvörðun tekin í kjölfarið um hvort og hvenær til brottvísunar kemur. Þegar fólki er vísað úr landi get- ur það kosið að fara annað en til 1 síns heima, en þar sem vegabréf Hanes-hjónanna voru ógilt af bandarískum yfirvöldum eiga þau þann kost einan að snúa aftur til heimalands síns, þar sem lögregla tæki á móti þeim. Brottvísun myndi því hafa sömu áhrif og framsal. „Ég reikna með að ákvörðun um brottvísun verði tekin í þessari viku,“ sagði Stefán. „Þegar brottvís- un er ákveðin hefur fólk 15 daga frest til að kæra niðurstöðuna til dómsmálaráðuneytisins, svo ekki er búist við að Hanes-hjónin fari af landi brott á næstu dögum. Hins vegar gætu þau sjálf ákveðið að fara fyrr heim.“ ------♦ ♦ ♦----- Hætt við göngustíg á Arnarnesi SKIPULAGSNEFND Garðabæjar hefur ákveðið að hætta við lagningu göngustígs meðfram ijörunni á Arn- arnesi vegna andstöðu íbúanna. Áform um opinberar byggingar á Amameshæð standa óbreytt. Varðandi byggð á Arnarneshæð vísar Skipulagsnefnd til samnings frá 1961 þar sem segir að landeig- endur láti af hendi endurgjaldslaust land sem samkvæmt skipulagsupp- drætti sé ætlað undir skóla, dag- heimili, götur, leikvelli og opin svæði. Því sé bæjaryfirvöldum heim- ilt að ráðstafa landinu. Kristjana Milla Thorsteinsson, einn íbúanna sem mótmæit hafa, segist undrandi á niðurstöðu Skipu- lagsnefndar. „Við höfum verið að útvega okkur gögn á síðustu dögum og höfum komist að því að sam- kvæmt skipulagsuppdrætti sem í gildi var 1963, þegar við keyptum lóðirnar, var ekki gert ráð fyrir neinni byggð á Arnarneshæð.“ og síðast en ekki síst að lækka skóla- gjöldin. Skólagjöld fyrir einkatíma í píanónámi eru 20.000 krónur yfír skólaárið, sem að sögn Jóns er 40% af gjöldum í hefðbundnum tónlistar- skóla. Forskólagjaldið er hins vegar 10.000 krónur. Hann segir að nú sé hópur nem- enda í tónlistarnámi orðinn mun breiðari en áður, þar sem foreldrar margra nemendanna hafi ekki haft bolmagn til að notfæra sér kennslu hefðbundinna tónlistarskóla. ■ Sjöfalt fleiri/28 Tilraunaverkefni í tónlistarnámi Skólagjöld langt undir venjulegu verði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.