Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kröfugerð landssambanda ASÍ á hendur ríkinu Fjölþrepa skattkerfi og tekjutenging lækkuð FORMENN landssambandanna innan Alþýðu- sambands íslands hafa náð samkomulagi um drög að kröfugerð á hendur ríkinu í tengslum við gerð næstu kjarasamninga. Kröfugerðin verður lögð fyrir formenn iandssambandanna í endanlegum búningi í dag. Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, vonast til þess að kröfur á hendur ríkinu verði ekki undir fímm milljarðar króna. „Við í Rafiðnaðarsambandinu höfum lagt á það áherslu í okkar kröfugerð að launahækkan- ir verði í sjálfu sér tiltölulega litlar og efnahags- breytingum verði stillt þannig í hóf að hægt verði að hækka hér kaupmátt án þess að koll- keyra efnahagskerfið. 8-10% kaupmáttaraukn- ing á næstu þremur árum er of lág að okkar mati. Okkar hagfræðingar telja að hægt sé að fara fram á 15-16% kaupmáttaraukningu á næstu þremur árum og við höfum haft uppi kröfu um það. Þessi kröfugerð er liður í því og myndi færa launþegum hana að því tilskildu að tilfærslur í launakerfinu yrðu á raunsæjum nótum. Forsenda þessa er þó að lægstu launa- taxtar verði færðir upp að greiddum launum,“ sagði Guðmundur. Fj'ölþrepa tekjuskattur í kröfugerðinni er m.a. rætt um fjölþrepa tekjuskatt og lækkun tekjutengingar barnabóta og vaxtabóta. Gerð er krafa um að elli- og örorkulífeyrir og atvinnuleysisbætur fylgi launa- breytingum og að verkalýðshreyfingin yfirtaki atvinnuleysistryggingar líkt og tíðkast á Norðurlöndunum. Gerð er krafa um að ríkissjóð- ur tryggi félagsmönnum í almennu félögunum sömu lífeyrisréttindi og ríkisstarfsmönnum. í heilbrigðismálum er farið fram á að gjald- taka verði lækkuð sem og lyfjakostnaður. Einn- ig verði ferða- og dvalarkostnaður hækkaður til þeirra sem leita utan af landi til lækninga. Rökin eru þau að sá kostnaður hafi stóraukist með fækkun heilsugæslustöðva og minni þjón- ustu. Einnig er fjallað um menntamál, einkum hvað lýtur að starfsmenntamálum, og húsnæðismál hvað viðvíkur félagslega húsnæðiskerfinu. Kraf- ist er lækkunar vaxta og að í stað vaxtabóta verði teknar upp húsnæðisbætur. Krafist er lækkunar á GATT tollum og að sett verði á verðlagsráð landbúnaðarafurða. „Við rafiðnaðarmenn höfum bent ítrekað á það að við teljum okkur ekki geta sest að samn- ingaborði fyrr en þessum málum gagnvart rík- inu er lokið. Þessu höfum við haldið fram frá því í haust. Nú heyrist mér að sú staða sé komin upp að allir séu orðnir sammála um þetta við- horf,“ sagði Guðmundur. MIKILL vatnsleki varð í verslun Pennans við Hallarmúla eftir að heitavatnsrör í loftræstikerfi hússins fór í sundur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vöruval kaupir Bjömsbúð á ísafirði ísafirði. Morgunblaðið. Penninn í Hallarmúla Miklar skemmdir urðu vegna vatnsleka og raka TALIÐ er að milljónatjón hafi orðið í verslun Pennans við Hallarmúla í Reykjavík af völdum gufu og heits vatns sem lak niður á báðar hæðir hússins eftir að heitavatnsrör í loft- ræstikerfi fór í sundur aðfaranótt mánudagsins, að sögn Ingimars Jónssonar forstöðumanns smásölu- sviðs Pennans. Hann bætir því við að enn sem komið er sé ekki hægt að meta tjónið nákvæmlega, en verið sé að vinna að því í samráði við tryggingafélag Pennans, Sjóvá- Almennar. „Töluverðar skemmdir urðu á þeim vörum sem voru inni í búðinni vegna gufunnar sem myndaðist af heita vatninu, einkum á blöðum, bókum og ritföngum," segir hann, en lítið tjón varð á vör- um í húsgagnadeildinni. Tilkynning um vatnslekann barst til Slökkviliðs Reykjavíkur um kl. 6 á mánudagsmorgun eftir að viðvörunarkerfið hjá Securitas sem vaktar verslunina fór af stað. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var um 5 sm djúpt vatn á báðum hæðum og var unnið að því í nokkra tíma að þrífa það upp með svokölluðum vatnssugum og þurrkblásurum. Að sögn Ingimars verður hús- gagnadeild verslunarinnar opnuð í dag, þriðjudag, en ekki er búið að ákveða hvenær ritfangadeildin verður opnuð. „Þangað til viljum við benda viðskiptavinum okkar á aðrar verslanir Pennans sem eru í Austurstræti, í Kringlunni og í Hafnarfirði," sagði hann að síðustu. ------» ♦ ♦---- Alþingi kemur saman í dag ALÞINGI kemur saman að nýju í dag eftir jólafrí. Meðal þess sem tekið verður til umræðu er frum- varp til laga um varnir gegn snjó- flóðum og skriðuföllum. Þá verður umræða utan dagskrár um fyrir- hugað álver á Grundartanga. Máls- hefjandi er Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalista. Þingfundur hefst klukkan 13:30. GENGIÐ var frá kaupum Vöruvals hf. á rekstri verelunar Björns Guð- mundssonar á ísafirði, eða Björns- búð eins og hún er kölluð í daglegu tali, sl. föstudag. Með kaupunum eru eigendur Vöruvals að tryggja stöðu sína gagnvart aðalkeppni- nautinum, Samkaupum, sem hóf rekstur matvöruverslunar í húsnæði Kaupfélags ísfirðinga í desember síðastliðnum. Að sögn Benedikts Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Vöruvals, eru kaupin liður í aukinni samkeppni, sérstaklega hvað varðar lengri afgreiðslutíma matvöruversl- ana á svæðinu. Björnsbúð hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í 103 ár en versluajn var stofnuð árið 1894 af Bimi Guðmundssyni, gull- smið á ísafirði. „Við teljum að það sé hagkvæm- ara fyrir okkur að mæta aukinni samkeppni, meðal annars hvað varðar afgreiðslutíma, með þvi að fara með hluta af rekstri Vöruvals á Eyrina. Ég hef verið þeirrar skoð- unar að það sé ekki nauðsynlegt að opnunartími verslana á ísafirði fylgi opnunartíma verslana í Reykjavík en það hefur legið fyrir að ég yrði einhvem veginn að mæta þeirra samkeppni sem hér er til staðar og ég tel að kaupin á rekstri Björnsbúðar séu skynsam- legasta leiðin í því sambandi," sagði Benedikt Kristjánsson í samtali við blaðið. Afgreiðslutími hinnar nýju versl- unar, sem að sögn Benedikts mun áfram ber nafnið Bjömsbúð, verður kl. 9-21 mánudaga til föstudaga, 9-18 á laugardögum og kl. 13-16 á sunnudögum. „Því er ekki að neita að við erum svolítið út úr hér á Skeiði. Mitt mat er það að ef ég færi út í að lengja afgreiðslutímann þar, þyrfti ég að gera það í samráði við aðra verslun- areigendur í húsinu en almenn skyn- semi segir mér að það sé mjög kostn- aðarsamt og að öllu leyti óhag- kvæmara en kaupin á Bjömsbúð." Verslun Björns Guðmundssonar mun verða opnuð undir stjórn nýs eiganda á laugardag, 1. febrúar, en þann dag verður verslunin Vöruval á ísafírði 10 ára. Verslun- arstjóri Björnsbúðar hefur verið ráðinn Finnur Magnússon. AÐSÓKN að Tónskóla Grafarvogs, sem er tilraunaverkefni Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og fjögurra grunnskóla í Grafarvogi, hefur verið langt umfram þá þjónustu sem skól- inn getur veitt. Alls sóttu 150 nem- endur í haust um að komast í píanó- nám en einungis 21 nemandi komst að. Um 50 nemendur eru í forskóla Tónskóla Grafarvogs. Að sögn Jóns Hjaltasonar, annars forstöðumanns skólans, er tilgangur- inn að auka tónlistarkennslu í grunn- skóium í hverfinu, að samræma vinnudag í heildstæðum grunnskóla Brottvísun i Hanes- hjóna líkleg EKKl er búist við að hjónin Connie Jean og Donald Hanes fari af landi ' brott á næstu dögum. Bandarísk yfirvöld munu að líkindum leggja fram formlega ósk um framsal þeirra í þessari viku, en allt eins er líklegt ' að íslensk yfirvöld vísi þeim úr landi, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lög- fræðings í dómsmálaráðuneytinu. Hann segir að það skipti litlu fýrir Hanes-hjónin hvor kosturinn verður tekinn, því þau muni verða send aftur til Bandaríkjanna. Mótrök lögð fram í dag Hanes-hjónin munu koma fyrir Útlendingaeftirlitið í dag og leggja þar fram mótrök sín gegn því að ' vera vísað úr landi. Jóhann Jóhanns- son, yfirmaður Útlendingaeftirlits- ins, segir að þau rök verði metin og ákvörðun tekin í kjölfarið um hvort og hvenær til brottvísunar kemur. Þegar fólki er vísað úr landi get- ur það kosið að fara annað en til 1 síns heima, en þar sem vegabréf Hanes-hjónanna voru ógilt af bandarískum yfirvöldum eiga þau þann kost einan að snúa aftur til heimalands síns, þar sem lögregla tæki á móti þeim. Brottvísun myndi því hafa sömu áhrif og framsal. „Ég reikna með að ákvörðun um brottvísun verði tekin í þessari viku,“ sagði Stefán. „Þegar brottvís- un er ákveðin hefur fólk 15 daga frest til að kæra niðurstöðuna til dómsmálaráðuneytisins, svo ekki er búist við að Hanes-hjónin fari af landi brott á næstu dögum. Hins vegar gætu þau sjálf ákveðið að fara fyrr heim.“ ------♦ ♦ ♦----- Hætt við göngustíg á Arnarnesi SKIPULAGSNEFND Garðabæjar hefur ákveðið að hætta við lagningu göngustígs meðfram ijörunni á Arn- arnesi vegna andstöðu íbúanna. Áform um opinberar byggingar á Amameshæð standa óbreytt. Varðandi byggð á Arnarneshæð vísar Skipulagsnefnd til samnings frá 1961 þar sem segir að landeig- endur láti af hendi endurgjaldslaust land sem samkvæmt skipulagsupp- drætti sé ætlað undir skóla, dag- heimili, götur, leikvelli og opin svæði. Því sé bæjaryfirvöldum heim- ilt að ráðstafa landinu. Kristjana Milla Thorsteinsson, einn íbúanna sem mótmæit hafa, segist undrandi á niðurstöðu Skipu- lagsnefndar. „Við höfum verið að útvega okkur gögn á síðustu dögum og höfum komist að því að sam- kvæmt skipulagsuppdrætti sem í gildi var 1963, þegar við keyptum lóðirnar, var ekki gert ráð fyrir neinni byggð á Arnarneshæð.“ og síðast en ekki síst að lækka skóla- gjöldin. Skólagjöld fyrir einkatíma í píanónámi eru 20.000 krónur yfír skólaárið, sem að sögn Jóns er 40% af gjöldum í hefðbundnum tónlistar- skóla. Forskólagjaldið er hins vegar 10.000 krónur. Hann segir að nú sé hópur nem- enda í tónlistarnámi orðinn mun breiðari en áður, þar sem foreldrar margra nemendanna hafi ekki haft bolmagn til að notfæra sér kennslu hefðbundinna tónlistarskóla. ■ Sjöfalt fleiri/28 Tilraunaverkefni í tónlistarnámi Skólagjöld langt undir venjulegu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.