Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 40
1 40 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ X. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS INGVARSDÓTTIR Austurströnd 2, Seltjarnarnesi, lést á heimili dóttur sinnar 26. janúar. Aðalheiður Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Hafþór Gestsson, Emma G. Eiriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR ÞÓRÐARSON, Seljahlfð, áður til heimilis að Garðastræti 34, lést að kvöldi 24. janúar sl. Áslaug Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Hjartardóttir, Pétur Ástbjartsson, Hjörtur Pétursson, Magnea Ásta Pétursdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURKARL F. TORFASON, Birkigrund 47, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 24. janúar. FJóla Ágústsdóttir, Rúnar Sigurkarlsson, Hildur Guðmundsdóttir, Sigríður Alda Sigurkarlsdóttir, Erla Sigurkarlsdóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR, Hvassaleiti 101, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala föstudaginn 24. janúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Halldóra Sveinsdóttir, Ásgeir Halisson, Kjartan Sveinsson, Hrefna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA H. ÞORLEIFSDÓTTIR, frá Nýiendu í Garði, lést á Dvalarheimilinu Garðvangi föstu- daginn 24. janúar. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 1. febr- úar kl. 14. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag íslands. Gestur Gestsson, Þorleifur Gestsson, Dfana Sjöfn Eiríksdóttir, Júlfus Gestsson, Rannveig Guðnadóttir, Sigurður Gestsson, Ingveldur H. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNINA SÆMUNDSDÓTTIR, Skólastfg 5, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.30. Benjamín Antonsson, Margrét Ásgrfmsdóttir, Gunnhallur Antonsson, íris Biggs, Jónína Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HRAFNHILDUR AUÐUR AGUSTSDOTTIR + Hrafnhildur Auður Ágústs- dóttir fæddist í Reykjavík 5. 1942. Hún h Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 21. janúar siðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Laufey Guðlaugs- dóttir, f. 28.7. 1906, d. 13.5. 1975, og Ágfúst Jónsson, f. 24.8. 1902, d. 28.7. 1989. Systkini Hrafnhildar Auðar eru: Guðlaugur Gunnar, f. 6.2. 1926, Ólafur Help, f. 8.5. 1927, látinn 1971, Vigdís Sigurbjörg, f. 1929, látin 1931, Victor Sæv- ar, f. 24.10. 1930, Vigdís Elín, f. 15.2.1935, Skúli, f. 11.9.1936, Unna Svandís, f. 10.12. 1940, Ingi Björgvin, f. 11.10. 1945, Aldís, f. 4.8. 1948. Fyrri maður Auðar var Hjalti Skaptason. Þau skildu. Þeirra son- ur er Guðlaugur Örn, f. 20.5. 1965. Kona hans er Krisljana Laufey Jóhannsdóttir, f. 25.6. 1967. Þau eiga tvö börn, Laufeyju Sunnu, Hugin Frá, og einn son átti Guðlaugur fyrir, Atla Þór Fanndal. Fóstur- sonur Auðar er Matthías Ingvar Hjaltason, f. 5.7. 1960. Seinni maður Auðar var Stef- án Benediktsson. Þau slitu sam- vistir. Útför Auðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Höggvið hefur verið skarð í systkinahópinn sem lengst af átti sín foreldrahús á Langholtsvegi 47 hér í borg. Hrafnhildur Auður Ágústsdóttir er látin eftir erfiða sjúkdómslegu. Auður eins og hún var alltaf kölluð var áttunda í röð tíu systkina hvar af tvö eru áður látin, systir á barns- aldri og uppkominn bróðir. Fáein minningarorð eru hér sett á blað frá systkinum og tengdafólki um tápmikla, bjartsýna konu, sem lét ekki heilsuleysi á fullorðinsárum buga sig né beygja. Við minnumst hennar sem fjör- mikillar telpu, sem lét sér ekki allt fyrir bijósti brenna og vildi hafa sitt fram. Henni gekk ágætlega að læra en hafði samt ekki hug á löngu námi, lét duga rúmlega skyldunám og fór seinna í húsmæðraskóla. Sem barn og unglingur var hún í sveit á sumrin og kom sér vel vegna kjarks og dugnaðar. Ekki gleymist þegar hún var að segja systkinum sínum sögur og ævintýri á kvöldin. Sagan um Fóu feikirófu var sögð með tilþrifum! Auður var tvígift og átti einn son og einn fósturson. Drengjunum tveimur var hún góð móðir og þeg- ar bamabörnin komu til sög-unnar var hún góð amma. Hún var mynd- arhúsmóðir sem var gott að heim- ( sækja hvar og hvenær sem var. Hún vann einnig oft utan heimilis- ins og kom sér alstaðar vel enda félagslynd og átti gott með að umgangast annað fólk. Á fullorðinsárum fór að bera á vöðvarýmunarsjúkdómi, sem leiddi til fötlunar, en hún Iét ekki deigan síga og stóð á meðan stætt var. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimil- inu Sæborg á Skagaströnd og undi þar vel hag sínum enda sonur henn- ar, tengdadóttur og barnabömin í nágrenninu. Og nú er hún öll. Við þökkum henni samfýlgdina í blíðu og stríðu öll árin og minning hennar mun lifa meðal okkar. Syni hennar og hans skylduliði svo og fóstursyninum vottar fjölskyldan sína dýpstu sam- úð. Megi dýrmæt minning um góða konu létta þeim söknuðinn. Blessuð sé minning Hrafnhildar Auðar Ágústsdóttur. Ásgerður Ingimarsdóttir. Elsku Auður. Ekki er ætlunin að rekja lífshlaup- ið þitt í þessari grein, heldur langar mig að minnast þín í fáeinum orðum. + Útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sem lést 18. janúar, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. jan- úar kl. 13.30. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Ingibergur Vilhjálmsson, Guðlaugur Jón Vilhjálmsson, Haukur Vilhjálmsson, barnabörn og Óli S. Runólfsson, Ása Ásmundsdóttir, Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Ólöf Steinarsdóttir, barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA JARÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR, Gullbrekku, Eyjafjarðarsveit, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 17. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sverrir Magnússon, Jón V. Sverrisson, Bergþóra Jóhannsdóttir, Sæunn E. Sverrisdóttir, Brynjólfur Guðmundsson, Svala H. Sverrisdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Birgir H. Arason, Kolbrún Sverrisdóttir og barnabörn. Nú eru 13 ár síðan ég kynntist einkasyni þínum sem þú lifðir fýrir alla tíð. Þú tókst mér einstaklega vel og reyndist mér ætíð sem besta móðir. Nú sjá barnabörnin þín þijú á eftir yndislegri ömmu. Átli Þór sem var þér mjög tengdur og gat alltaf leitað til þín og oftar en ekki þegar við sendum hann út að leika sér þá rölti hann til ömmu og horfði á sjónvarpið með þér eða ræddi við þig um heima og geima. Laufey Sunna sem var búin að fylla sjúkra- stofuna þína af teikningum og bað til Guðs á hveiju kvöldi þegar hún fór með bænirnar að ömmu myndi batna. Nú biður hún fyrir ömmu sinni á nýjum stað þótt hún skilji ekki tilganginn frekar en við. Hug- inn Frár er enn svo ungur að það verður okkar hlutverk að segja hon- um að amma hans var hetja sem barðist fram á síðustu stund. Lífið hefur ekki verið þér auð- velt, en þú kvartaðir aldrei og hugs- aðir síst um sjálfa þig. Alltaf vorum við fölskylda þín þér efst í huga og það var þér ein helsta fróun ef þú gast hjálpað okkur á einhvern hátt. Margt hefur flogið í gegnum hugann, ekki síst síðasta nóttin þín þegar Gulli söng fýrir þig og ég hélt í höndina á þér og reyndi að anda djúpt fyrir þig, því það gast þú ekki, en það dugði ekki til, við almættið verður ekki deilt. Þú þraukaðir lengur en flestir áttu von á og fékkst hvíldina með reisn og fegurð. Framvegis verður hvorki stiginn upp í risið til okkar né aðr- ir stigar þér að farartálma, þú munt fara um allt og skoða þá staði sem þig hefur langað til létt í spori. Mér er minnisstætt þegar ég kom til þín á sjúkrahúsið á Blönduósi fýrir jólin. Þótt þú værir mjög kval- in, á sterkum verkjalyfjum og segð- ir mér að þú værir svo dofin að þú gætir varla talað þá baðstu mig að taka veskið þitt og taka úr því þá peninga sem í því voru og kaupa fýrir þig jólagjafir til krakkanna. Þama var þér rétt lýst. Allt hefur einvem tilgang og er það vel. Við fráfall þitt hef ég fund- ið hvað veraldleg gæði em léttvæg og hef aldrei verið sáttari við það sem ég á og hef þótt það felist ekki í bankainnistæðum. Efnalegt áfall sem við hjónin urðum fýrir á síð- asta ári verður hjóm eitt í saman- burði við þetta. Mig langar til að nota „frasa“ sem pabbi minn notar gjarnan: „Það vom bara peningar." Þeirra getum við aflað seinna og virðingu okkar endurheimt en þig fáum við ekki aftur. En við fær- umst nær við hveija raun og veit ég að það er þér mikils virði. Allt þetta á ég þér að þakka og hefði gjarnan viljað segja þér það ásamt mörgu öðru en það verður að bíða betri tíma. Við Gulli þökkum af alhug lækn- um og hjúkmnarfólki á gjörgæslu- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri fýrir góða aðhlynningu og aðstoð í alla staði og ég veit að það hefur verið tómlegt fyrir þau að líta inn á stofu 3 eftir að þú varst far- in. Elsku mamma, hvíl í friði. Guð blessi minningu konu sem barðist allt sitt líf án þess að kvarta. Hetju sem gaf meira en hún þáði. Guð styrki okkur öll. Þín tengdadóttir, Kristjana Laufey Jóhannsdóttir. Það var gott að koma heim til Auðar og tala um daginn og veg- inn. Við Aldís komum oft til hennar og dmkkum með henni kaffisopa, Hún var þá iðulega með spil við höndina þegar við komum og stund- um spáði hún í spil fýrir okkur. Þegar faðir Auðar kom frá Dan- mörku var glatt á halla og mikið spjallað og hlegið. Það var líka allt- af gaman að hitta Stefán. Auður hugsaði alltaf mikið og vel til Aldís- ar. Ég vona að Auði líði vel og Guð sé með henni. Aldís Ágústsdóttir og Stefán Konráðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.