Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 45 Klúbbur matreiðslu- meistara 25 ára KLÚBBUR matreiðslumeistara fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli klúbbsins. Klúbbur mat- reiðslumeistara var stofnaður þann 16. febrúar 1972. Stofnfélagar voru 8 matreiðslumeistarar, en nú eru I félagar í klúbbnum 60 matreiðslu- l meistarar. Af þessu tilefni er öllum vinum, velunnurum og styrktaraðil- um klúbbsins á undanförnum 25 árum boðið til opins húss á Hótel Sögu í Sunnusal, sunnudaginn 2. febrúar frá kl. 14-17. Tilgangur klúbbsins er að stuðla að þekkingu á mat, matreiðslu og til eflingar fyrir matreiðslufagið og til að auka tengsl og kynni meðal 1 íslenskra matreiðslumeistara við | matreiðslumeistara um gjörvallan heim. Klúbbur matreiðslumeistara ' er aðili að Samtökum matreiðslu- meistara á Norðurlöndunum (Fed- eration des Chefs de cuisine Nordique) og alheimssamtökum mat- reiðslumeistara (World Association of Cooks Societies). Á vegum klúbbsins starfar keppn- islið matreiðslumeistara sem meðal annars tekur þátt í Ólympíukeppni | matreiðslumeistara sem haldin er á i fjögurra ára fresti og einnig í keppni matreiðslumeistara á Norðurlöndun- um. Ráðgjafarþjón- usta opnuð í Hafnarfirði OPNUÐ hefur verið ný ráðgjafar- þjónusta sem sérhæfír sig í ráðgjöf l fyrir aðstendendur áfengissjúklinga og vímuefnaneyt- enda og óvirka áfengis- og vímu- efnaneytendur. Einnig er í boði almenn viðtals- meðferð og ráð- gjöf. Um er að ræða einkaviðtöl, hópmeðferð og námskeið. Ráðgjafarþjón- ustan er rekin af Gunnhildi Gunnars- dóttir sem er félagsfræðingur frá Háskóla íslands og fór síðan í fram- haldsnám til Bandaríkjanna og lauk mastersprófí í „guidance and couns- eling“ frá Háskólanum í Idaho. Þá hefur hún einnig stundað framhalds- nám í fjölskyldumeðferð við Illino- isháskóla í Chicago. Gunnhildur hefur mikla reynslu á sviði ráðgjafar og starfaði nú síðast hjá SÁÁ. Ráðgjafarþjónustan er til húsa á Strandgötu 11 í Hafnarfírði. DAGBÓK helgarinnar tekur mið af snjó og slæmu veðri á starfs- svæði lögreglunnar í Reykjavík. Tilkynnt var um 41 umferðaróhapp, auk 5 slysa. Mörg innbrot I I í Tilkynnt var um 18 innbrot, 8 þjófnaði, 7 líkamsmeiðingar, eitt rán og 9 eignarspjöll. Fíkniefni komu við sögu í þremur málum og afskipti voru höfð af 19 einstakling- um vegna ósæmilegrar ölvunarhátt- semi á almannafæri. 20 manns voru vistaðir í fangageymslunum um helgina. Af innbrotum helgarinnar má nefna innbrot í bifreiðir við Sel- braut, á bifreiðastæði við Laugarás- bíó og í Skeifunni. Aðfaranótt laug- ardags var skrifstofubúnaði Stolið í innbroti í fyrirtæki við Egilsgötu og farið var inn í hús við Háa- gerði, aðstöðu lækna við Klepps- spítala. Brotist var inn í verslun við Laugaveg, hús við Stigahlíð, íbúð við Unufell, fyrirtæki við Síðumúla, Ármúla, Vagnhöfða og við Suður- landsbraut. Þá voru 8 rúður brotnar í skóla við Norðurfell. Á föstudag fótbrotnaði maður er hann datt í hálku á Skúlagötu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið FRÉTTIR BJÖRG Pjetursdóttir í Toronto ásamt sýningarstúlku sem skrýddist kjól hennar. Tískuhönnunarkeppni Smimoff að heflast NÆSTA úrslitakeppni í tisku- hönnun Smimoff verður haldin í London í nóvember 1997 og stefnt er að þvi að úrslitakeppni fyrir íslenska þátttakendur verði 23. apríl nk. Öllum nemum í fata-, tísku- og textílhönnun er heimil þátt- taka og þurfa þeir að senda inn teikningar og útskýringar til Smimoff-umboðsins á Islandi fyrir 15. mars 1997. Þema keppn- innar í ár ber heitið „Aldarspeg- ill“. Síðasta tískuhönnunarkeppni Smirnoff var haldin í Toronto í Kanada 14. nóvember sl. Fulltrúi Islands að þessu sinni var Björg Pjetursdóttir. Björg var valin úr hópi þátttakenda hérlendis í tískuhönnunarkeppni er fram fór í Loftkastalanum 25. maí sl. Fulltrúar frá 31 þjóðum kepptu í Toronto og vora þeir valdir úr hópi 6.000 þátttakenda í undanúrslitum. Þema keppn- innar í Toronto var „Hin innri sýn“. Opið hús Heimahlynn- ingar HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 28. janúar, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins verður sr. Gunnar Matthíasson, sjúkrahús- prestur. Kaffí og meðlæti verður á boðstólum. Fundur um fjöl- miðla og mann- réttindi MÁLSTOFA um mannréttindi verð- ur miðvikudaginn 29. janúar kl. 20.30 í húsi Félags bókagerðar- manna, Hverfisgötu 21. Á fyrstu málstofu um mannrétt- indi á nýju ári verður fjallað um fjölmiðla og mannréttindi. Margrét Hlöðversdóttir, fréttamaður og lög- fræðingur, mun fjalla um ærumeið- 10 mest seldu fólksbílar í Evrópu 1996 s VWGolf Fiat Punto Ford Fiesta GM Astra GM Corsa Ford Escort VWPolo 1995 1. 660.663 2. 606.530 4. 481.888 3. 569.079 6. 460.186 5. 461.090 8. 326.093 Renault Megane 9. 240.001 Renault Clio 7. 394.040 GM Vectra 10. 239.053 Samtals 4.438.623 1996 1. 637.348 2. 552.445 3. 550.588 4. 504.158 5. 468.539 6. 459.172 7. 439.957 8. 380.301 9. 374.801 10. 363.132 4.730.441 öreyting frá 1995 (%) -3,5 0 I 114.3 •11.4| 10 mest seldu bílar í Evrópu MISTÖK urðu í vinnslu töflu um Morgunblaðsins sl. sunnudag, og 10 mest seldu fólksbila í Evrópu er hún endurbirt hér leiðrétt. 1996. Taflan birtist í bílablaði ingar í skjóli fréttamennsku og hversu langt fjölmiðlar geta gengið í umfjöllun um einstaklinga. Páll Þórhallsson, lögfræðingur, mun taka fyrir það álitaefni hvort ís- lenskir fjölmiðlar rísi undir því frelsi sem Mannréttindasáttmáli Evrópu veitir þeim. Málstofa um mannréttindi mun í vetur boða til funda um mál sem eru ofarlega á baugi í mannrétt- indaumræðunni hér heima og er- lendis. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér betur viðfangsefni mál- stofunnar er bent á að hafa sam- band við Mannréttindaskrifstofu íslands. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi Aformum um byggingu álvers fagnað VEGNA fyrirhugaðrar byggingar álvers Colombia Ventures Corporati- on (CVC) á Grundartanga hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi (SSV) samþykkt svohljóðandi ályktun: „íbúum á Vesturlandi hefur fækk- að jafnt og þétt á síðustu árum. Ein helsta ástæðan er sú að atvinnutæki- færum til sjávar og sveita hefur fækkað verulega án þess að ný störf hafi komið í staðinn og mætt þeirri þróun. Helsta forsenda byggðar í landinu er að næg atvinna sé til staðar. Því fagnar stjóm SSV áformum C.V.C. um byggingu álvers á Grund- artanga og þá um leið fjölgun at- vinnutækifæra í kjördæminu. Bygg- ing álvers á Grundartanga er kjör- dæminu til framdráttar, að því til- skildu að framkvæmdaraðilar skuld- bindi sig til að hlíta ákvæðum meng- unarreglugerðar til hins ítrasta." Umræðufundur Islenskrar ætt- leiðingar FÉLAGIÐ íslensk ættleiðing hefur nú hleypt af stokkunum nýjung að hafa fræðslu- og rabbfund fyrir fé- lagsmenn síðasta miðvikudag í hveij- um mánuði. Næsti fundur verður miðvikudag- inn 29. janúar og verður umfjöllunar- efnið þá félagsleg einangrun og ein- elti, og mun Snjólaug Stefánsdóttir, kjörmóðir og uppeldis- og fjölskyldu- ráðgjafí, stýra umræðunum. Fundur- inn verður haldinn á skrifstofu fé- lagsins á Grettisgötu 6. Allir kjörfor- eldrar velkomnir. Frjálshyggjan vestan hafs HEIMDALLUR heldur í kvöld, þriðjudaginn 28. janúar, kvöldverð- arfund með Charles Evans, yfir- manni upplýsingadeildar Atlas-hag- rannsóknarstofnunarinnar í Bar.da- ríkjunum. Evans mun kynna Atlas-stofnun- ina og tengsl hennar við hugmynda- stofnanir víðs vegar um heim, tengd- ar fijálshyggjunni, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Heim- dalli. Einnig verður rætt um stjóm- málastöðuna vestan hafs. Fundurinn, sem verður með óformlegum hætti, verður haldinn í Djúpinu (kjallara veitingastaðarins Hornsins) kl. 19.30 í kvöld. Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík 24.- 27. janúar. Annasamt vegna ófærð- ar og vonskuveðurs á slysadeild. Um kvöldið voru aðilar staðnir að því að stela eldsneyti af bifreiðum í Álakvísl. Þeir voru handteknir. Þá voru tveir menn færðir á lögreglustöð eftir að fíkni- efni fundust í fórum þeirra er þeir voru stöðvaðir í akstri á Bústaða- vegi. Ókumaður og farþegi vom fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Strandvegi skömmu fyrir miðnætti. Stálu stöðumæli Aðfaranótt laugardags voru tveir menn færðir í fangageymslu eftir slagsmál á veitingastað við Póst- hússtræti. Eftirlitsmenn vínveit- ingahúsa töldu gesti út af veitinga- húsi við Austurstræti. Um of marga gesti reyndist vera að ræða í húsinu. Tveir menn á bifreið voru hand- teknir á Sölvhólsgötu. Þeir höfðu verið staðnir að því að stela þar stöðumæli. Ökumaðurinn er grun- aður um ölvunarakstur. Á laugardagsmorgun voru tveir menn færðir á lögreglustöð eftir að lítilsháttar af fíkniefnum hafði fundist við húsleit í húsi við Einars- nes. Kona datt í hálku fýrir utan verslun í Skeifunni og var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Hund- ur stal ruslapoka í Reykjabyggð síðdegis á laugardag og bar hann heim að nálægum bæ. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slyadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Gullinbrú. Þrennt var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar á laugardagskvöld. Bifreið stöðvað- ist á staur í Ártúnsbrekku. Aðrar lentu út af við Rafstöðvar- veg og við Vesturlandsveg. Drengur klemmdi löngutöng í húsi við Kapla- skjólsveg með þeim afleiðingum að nöglin fór af. Lögreglumenn óku honum á slysadeild. Unnu skemmdir á bílum Um nóttina skar kona sig á fæti á glerbroti í Hjaltabakka. Henni var ekið á slysadeild. Undir morgun voru fimm piltar handteknir í Lækj- argötu eftir að þeir höfðu skemmt sér við að vinna þar skemmdir á tveimur bifreiðum. Piltarnir voru selfluttir á móti lögreglu heima- byggðar þeirra. Annars sáust ungl- ingar ekki í miðborginni um helg- ina, ekki frekar en endranær und- anfarna mánuði. Ástæða er til að vekja athygli á því að þar hefur orðið mikil og jákvæð breyting til hins betra í þeim efnum. Mönnum var bjargað út úr fyrir- tæki við Fossháls á sunnudag. Þeir höfðu lokast inni er lyklamir höfðu gleymst í skránni að utanverðu. Maður féll í hálku við Eiðistorg og skarst á höfði. Hann var fluttur á slysadeild. Ástand ökutækja skoðað Lögreglan hefur ákveðið að beina á næstunni athyglinni sérstaklega að ástandi ökutækja, s.s. dekkja- og ljósabúnaði svo og skoðun þeirra. Jafnframt hefur verið ákveðið að undirbúa kynningarfundi fyrir lög- reglumenn í samstarfi við fulltrúa Vinnueftirlits ríkisins og Vegagerð ríkisins, annars vegar um merking- ar á ökutækjum er ílytja hættuleg- an farm og hins vegar um ökurita. Um helgina var kvartað yfir akstri vélsleða innanbæjar, í Elliða- árdal og í Bláfjöllum. Af því tilefni er rétt að geta þess að skv. umferð- arlögum svo og lögreglusamþykkt- um er akstur vélsleða í þéttbýli bannaður. Þá liggja fyrir samþykkt- ir borgarstjómar um bann við akstri vélsleða í Elliðaárdal og á skíða- svæðunum í Bláfjöllum. Vélsleða- fólk er hvatt til að virða þessar reglur svo og samþykktir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.