Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
GREINARGERÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Athugasemdir við greinar-
gerð Högna Hanssonar
Ekkert marktækt hefur komið fram
sem bendir til þess að mat sérfræðinga
á umhverfisáhrifum fyrir álver
á Grundartanga sé gallað.
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur beðið Morgunblaðið að birta
eftirfarandi athugasemdir við
greinargerð Högna Hanssonar um
umhverfísmat fyrir álver á
Grundartanga:
Föstudaginn 24. janúar sl. birt-
ist í Morgunblaðinu greinargerð
Högna Hanssonar, forstöðumanns
hollustu- og heilbrigðiseftirlits í
Landskrona í Svíþjóð, undir heitinu
„Umhverfismat fyrir álver á
Grundartanga.“ Greinargerðin er
unnin fyrir hreppsnefnd Kjósar-
hrepps og fjallar um starfshætti
við gerð mats á umhverfisáhrifum
álvers á Grundartanga í Hvalfirði,
en matið hafði ráðuneytið sam-
þykkt með úrskurði sínum hinn
21. júní 1996. í greinargerðinni
eru vinnubrögð ráðuneytisins tor-
tryggð auk þess sem þar koma
fram ýmis villandi atriði. Af þess-
um sökum telur ráðuneytið óhjá-
kvæmilegt að gera nokkrar at-
hugasemdir við greinargerðina.
Málskot til dómstóla
Höfundur greinargerðarinnar
telur að eftir því sem séð verði
geti þeir, sem hagsmuna hafa að
gæta, ekki fengið úr málum sínum
skorið af algerlega hlutlausum
aðila, sem komi ekki nálægt þeirri
stefnu sem ríkisstjórnin hefur
markað. Sé þetta rétt skilið, að
hagsmunaaðili geti ekki fengið allt
málið, umhverfismat og starfsleyfi
prófað fyrir dómstóli, brjóti það í
bága við mannréttindasáttmála
Evrópu.
Hér er um misskilning að ræða.
Það er meginregla í íslenskum rétti
að dómstólar eigi úrlausn um allar
ákvarðanir og athafnir stjómvalda
nema þær séu sérstaklega teknar
undan dómsvaldi þeirra, annað-
hvort samkvæmt settum lögum
eða eðli máls, sbr. 2. og 60. gr.
stjórnarskrárinnar, þar sem segir
að dómstólar eigi úrskurðarvald
um embættistakmörk yfirvalda.
Hvergi í lögum nr. 63/1993, um
mat á umhverfísáhrifum, né í lög-
um nr. 81/1988, um hollustuhætti
og heilbrigðiseftirlit, er gert ráð
fyrir því að ágreiningur um mat á
umhverfisáhrifum eða starfsleyfí
sé undanþeginn úrskurðarvaldi
dómstóla. Þess vegna stendur ekk-
ert í vegi fyrir því að ákvarðanir
umhverfísráðherra varðandi mat á
umhverfísáhrifum eða útgáfu
starfsleyfis verði bornar undir
dómstóla.
Þátttaka almennings
Því er haldið fram í greinargerð-
inni að almenningur hafí ekki tek-
ið þátt í matinu á þann hátt sem
gert er ráð fyrir víða erlendis og
hafi m.a. ekki fengið tækifæri til
að hafa áhrif á hvað metið væri.
í lögum nr. 63/1993 um mat á
umhverfísáhrifum er gert ráð fyrir
því að almenningur geti kynnt sér
matið og komið að athugasemdum.
Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laganna
ber skipulagsstjóra að auglýsa op-
inberlega matsskýrslu þegar hún
berst honum til athugunar. At-
hugasemdum við matið skal skila
innan fimm vikna frá auglýsingu.
Er þetta í fullu samræmi við
ákvæði tilskipunar 85/337/EBE
um mat á áhrifum sem tilteknar
framkvæmdir á vegum hins opin-
bera eða einkaaðila kunna að hafa
á umhverfið. í henni er gert ráð
fyrir að almenningur geti gert at-
hugasemdir eða komið með ábend-
ingar á matsstigi.
Við mat á umhverfisáhrifum
vegna byggingar álvers á Grundar-
tanga hefur íslenskum lögum verið
fylgt í einu og öllu. Matið var aug-
lýst opinberlega þann 22. desem-
ber 1995 í Lögbirtingablaðinu og
Morgunblaðinu og í auglýsinga-
blaðinu Pésanum á Akranesi hinn
20. desember 1995. Þá var send
út fréttatilkynning við upphaf
kynningartímabilsins til fjölmiðla.
Matsskýrslan lá frammi til
kynningar hjá Skipulagi ríkisins í
Reykjavík, Teiknistofu Magnúsar
H. Ólafssonar á Akranesi, Bóka-
safni Akraness, skrifstofum Skil-
mannahrepps, Hvalfjarðarstrand-
arhrepps og Leirár- og Mela-
hrepps. Alls bárust sex athuga-
semdir á kynningartímanum.
Auk ofangreindrar kynningar
skipulagsstjóra ríkisins á lögboðn-
um kynningartíma leitaði ráðgjafí
framkvæmdgfraðila eftir áliti
ýmissa aðila á atriðum sem taka
þyrfti tillit til í matsskýrslunni.
Leitað var álits íslenska járn-
blendifélagsins, Heilbrigðiseftirlits
Akranessvæðis, Siglingamála-
stofnunar ríkisins, Þjóðminjasafns
íslands, Hafrannsóknastofnunar,
Náttúruverndarráðs, Skilmanna-
hrepps, Akranesbæjar, Hvalfjarð-
arstrandarhrepps, Hollustuverndar
ríkisins, Vegagerðarinnar, Veiði-
málastofnunar, Landsvirkjunar og
Leirár- og Melahrepps.
Hinn 28. nóvember 1995 var
haldinn kynningarfundur fyrir íbúa
Hvalfjarðarstrandar- og Skil-
mannahreppa. Þar kynntu ráðgjaf-
ar framkvæmdaraðila, Skipulag
ríkisins og Hollustuvemd ríkisins
hvernig matið færi fram, fyrirhug-
aða framkvæmd, mat á mengun
frá verksmiðjunni og mengunar-
mörk. Fundinn sóttu alls 55 íbúar
svæðisins norðan Hvalfjarðar.
Áður höfðu ráðgjafar fram-
kvæmdaraðila kynnt framkvæmd-
ina fyrir sveitarstjórnarmönnum á
fundi 5. október 1995.
Við athugun skipulagsstjóra var
auk opinberrar auglýsingar leitað
eftir umsögn átta aðila um mats-
skýrsluna: Sveitarstjóma Hval-
fjarðarstrandarhrepps, Skilmanna-
hrepps og Leirár- og Melahrepps,
Hollustuverndar ríkisins, íslenska
járnblendifélagsins, Náttúravemd-
arráðs, Veiðimálastofnunar og
Vita- og hafnamálastofnunar.
Skipulagsstjóri ríkisins heimilaði
framkvæmdina með úrskurði sín-
um 19. febrúar 1996. Heimilt er
að kæra úrskurð skipulagsstjóra
ríkisins til umhverfisráðherra inn-
an fjögurra vikna frá því hann er
birtur eða kynntur viðkomandi.
Ráðuneytinu bárast sjö kærur, þ.á
m. frá hreppsnefnd Kjósarhrepps,
ábúendum á tveimur jörðum í
hreppnum og einum landeiganda í
Skilmannahreppi.
Framangreint sýnir að almenn-
ingur hefur fengið tækifæri til
þess að taka þátt í matsferlinu og
verður því ekki fallist á að matið
sé gallað að þessu leyti.
íslensk löggjöf um mat
á umhverfisáhrifum
og tilskipun 85/337/EBE
í greinargerðinni er því haldið
fram að í umhverfísmatið vanti
mat á fleiri valkostum, bæði stað-
arvali og tækni eins og kveðið sé
á um í tilskipun Evrópusambands-
ins og Espoo-samningnum.
Það ákvæði tilskipunar
85/337/EBE sem fjallar um sam-
anburð á kostum er að finna í III.
viðauka hennar. Þar segir: „Þar
sem það á við skal lýsa i grófum
dráttum helstu kostum öðrum sem
framkvæmdaraðili hefur kannað
og gefa upp helstu ástæður fyrir
vali hans, með tilliti til áhrifa á
umhverfið." Það er því ekki rétt
að tilskipun 85/337/EBE krefjist
þess skilyrðislaust að bornir séu
saman kostir, heldur er það háð
aðstæðum hveiju sinni. Sam-
kvæmt íslenskum lögum er heldur
ekki skylt bera saman fleiri en einn
valkost við mat á umhverfisáhrif-
um Þannig era í lögum nr. 63/1993
um mat á umhverfisáhrifum ekki
bein ákvæði um þetta. Hins vegar
er í 9. gr. reglugerðar nr. 179/1994
um mat á umhverfisáhrifum
ákvæði sama efnis og í tilskipun-
inni. Þar er kveðið á um að í mats-
skýrslu framkvæmdaraðila skuli
koma fram upplýsingar „um aðra
kosti sem kannaðir hafa verið í
sambandi við staðarval eða tilhög-
un framkvæmdar eftir því sem við
á.“
í úrskurði ráðuneytisins var ver-
ið að meta umhverfisáhrif álvers á
Grandartanga, þ.e. af tiltekinni
framkvæmd á tilteknum stað. Því
var ekki verið að meta umhverfís-
áhrif verksmiðjunnar á öðrum
stöðum, enda ekki um það beðið
og engin lagaskylda til þess svo
sem áður er rakið.
Þá er í gfeinargerðinni einnig
vikið að Espoo-samningnum (Con-
vention on Environmental Impact
Assessment in a Transboundary
Context). Samningurinn á fyrst og
fremst við mat á umhverfisáhrifum
framkvæmda, þar sem áhrif frá
framkvæmdinni eru líkleg til að
ná út fyrir landamæri þess lands
sem hún er fýrirhuguð í. í samn-
ingnum er að finna sambærileg
ákvæði um samanburð á kostum
og era í tilskipun 85/337/EBE og
í íslenskum lögum um mat á um-
hverfisáhrifum. Samningurinn hef-
ur ekki verið staðfestur af hálfu
íslands og er því ekki skuldbind-
andi fyrir íslenska ríkið að þjóða-
rétti. Þá er fráleitt að ætla að ál-
ver á Grandartanga muni hafa ein-
hver þau umhverfisáhrif í öðram
löndum sem þessum samningi er
ætlað að fyrirbyggja og ættu
ákvæði samningsins því tæpast við
í þessu tilviki þótt hann hefði laga-
gildi hér á landi.
Losun koltvíoxíðs
í greinargerðinni er fullyrt að
aukin losun koltvíoxíðs vegna
starfsemi fyrirhugaðs álvers sé í
andstöðu við Rammasamning
Sameinuðu þjóðanna um loftlags-
breytingar og að túlkun umhverfís-
ráðuneytisins á samningnum sé
óskiljanleg.
í 4. gr. tilgreinds samnings er
fjallað um þær skuldbindingar sem
íslensk stjórnvöld tóku á sig þegar
samningurinn var staðfestur. í
grein 4.1 er fjallað um almennar
skuldbindingar og í grein 4.2 um
skuldbindingar sem sérstaklega
eiga við vestræn iðnríki, en ísland
er í þeim hópi. Grein 4.2 (b) fjallar
sérstaklega um útstreymi gróður-
húsalofttegunda en þar segir:
„Til þess að stuðla að framförum
í þessu skyni skal hver aðili senda,
innan sex mánaða frá gildistöku
samningsins gagnvart honum og
reglulega eftir það og í samræmi
við 12. gr. nákvæmar upplýsingar
um stefnumið hans og aðgerðir
sem getið er um í staflið (a) hér
að framan sem og um áætlað út-
streymi gróðurhúsalofttegunda af
manna völdum, sem ekki er undir
eftirliti Montreal bókunarinnar,
eftir uppsprettum og fjarlægingu
þeirra eftir viðtökum, á því tíma-
bili sem getið er um í staflið (a),
í þeim tilgangi að hverfa aftur,
hver fyrir sig eða sameiginlega, að
því útstreymismagni sem var 1990
á koltvísýringi og öðram gróður-
húsalofttegundum af manna völd-
um sem ekki era undir eftirliti
Montreal bókunarinnar. Þessar
upplýsingar mun þing aðila skoða
á fyrsta fundi sínum og reglulega
eftir það, í samræmi við 7. gr.“
Túlkun íslenskra stjónvalda á
þessari grein var kynnt í greinar-
gerð með tillögu til þingsályktunar
um fullgildingu Rammsamningsins
sem lögð var fyrir Alþingi á 116.
löggjafarþingi 1992-93. Þar segir
m.a. „Þess ber að geta að ofan-
greint markmið sem vísað er til í
samningnum felur ekki í sér laga-
lega skuldbindingu.“ Þessi túlkun
íslenskra stjónvalda er í samræmi
við túlkun flestra annarra vest-
rænna iðnríkja. Skrifstofa samn-
ingsins hefur ekki gert athuga-
semdir við þessa túlkun, en nýlok-
ið er á hennar vegum úttekt á
framkvæmdaáætlun íslenskra
stjómvalda vegna samningsins.
Þannig hafa íslensk stjórnvöld litið
svo á að rammasamningurinn sé
fyrst og fremst sameiginleg skuld-
binding allra vestrænna iðnríkja
um að heildarlosun gróðurhúsa-
lofttegunda verði ekki meiri árið
2000 en hún var frá þessum ríkjum
sameiginlega árið 1990 og að ríkin
beri sameiginlega ábyrgð á að
þessu marki verði náð.
í sámræmi við ákvæði fyrr-
nefndar 4. gr. samþykkti ríkis-
stjómin framkvæmdaáætlun um
aðgerðir til að draga úr losun gróð:
urhúsalofttegunda á íslandi. í
henni segir m.a. að skuldbindingar
um takmörkun útstreymis gróður-
húsalofttegunda eigi ekki að koma
í veg fyrir að reist verði ný stóriðju-
fyrirtæki í landinu sem nýta sér
hreinar orkulindir landsins jafnvel
þótt það kunni í einhverjum tilvik-
um að auka losun gróðurhúsaloft-
tegunda.
Samkvæmt framansögðu má
ljóst vera að túlkun umhverfísráðu-
neytisins er eðlileg og í fullu sam-
ræmi við túlkun annarra vest-
rænna iðnríkja á gildi samningsins
og ekki í andstöðu við þjóðréttar-
legar skuldbindingar íslands.
Brennisteinstvíoxíð
Gert er ráð fyrir að fyrirhugað
álver verði með þurrhreinsibúnaði
sem valda mun takmarkaðri meng-
un á afmörkuðu svæði næst verk-
smiðjunni, svokölluðu þynningar-
svæði. Sá möguleiki er einnig fyrir
hendi að álver yrði búið vothreinsi-
búnaði sem þess í stað myndi valda
einhverri sjávarmengun en brenni-
steinstvíoxíð yrði þá mun minna í
útblæstri verksmiðjunnar. í marg-
nefndri greinargerð segir að mögu-
legt sé að hreinsa brennisteinství-
oxíð með þremur mismunandi að-
ferðum. Samkvæmt upplýsingum
frá Hollustuvernd ríkisins er ekki
vitað til þess að nein þessara að-
ferða hafi nokkru sinni verið notuð
til að hreinsa brennistein úr út-
blæstri frá álverum.
Fyrrgreint þynningarsvæði hef-
ur verið ákvarðað í samræmi við
viðmiðunarmörk í mengunarvarna-
reglugerð nr. 48/1994 og eru
mörkin miðuð við viðkvæman gróð-
ur. Ekki er vitað til þess að brenni-
steinstvíoxíð af manna völdum
hafi valdið tjóni á gróðri hérlendis
eða öðrum vandamálum, enda eru
aðstæður hérlendis sérstakar, m.a.
vegna vinda og basísks jarðvegs.
Áætlað útstreymi brennisteins
hérlendis er um 12 þúsund tonn á
ári eða sem samsvarar 24 þúsund
tonnum af brennisteinstvíoxíði. Af
þessum 12 þúsund tonnum fara
tæp 8 þúsund út frá jarðhitavirkj-
unum og fiskiskipaflotinn losar um
1200 tonn. Eftir standa þá 2800
tonn (u.þ.b. 5600 tonn af brenni-
steinstvíoxíði). Þar sem áhrif
brennisteins á umhverfíð ráðast
fyrst og fremst af þeim styrk sem
hann veldur þar, er allt eins eðli-
legt að miða losun á brennisteini
við yfírborð þess landsvæðis sem
um ræðir í stað þess að miða við
losun á íbúa. Ef losun af manna
völdum í Svíþjóð og á íslandi er
borin saman með þessum hætti
má ætla að losun brennisteins sé
mjög svipuð hér á landi og í Sví-
þjóð.
Flúor
í umræddri greinargerð er vikið
að væntanlegu magni flúors í út-
blæstri. Þetta er atriði sem varðar
ekki beinlínis mat á umhverfis-
áhrifum væntanlegs álvers á
Grundartanga. Um þetta efni verð-
ur ijallað í starfsleyfi fyrir álverið,
en þau mál era til umfjöliunar hjá
Hollustuvernd ríkisins sem mun
eftir nokkrar vikur skila ráðuneyt-
inu starfsleyfistillögum sínum.
Ráðgert er að hámarksmeðaltal
hvers árs verði 0,6 kgF/tonn ál
og má gera ráð fyrir að áhrifin
af völdum flúors frá álveri á
Grundartanga verði minni en frá
núverandi álveri í Straumsvík. Þess
má geta að mælingar á flúormeng-
un í næsta nágrenni álversins í
Straumsvík síðustu misseri stað-
festa að aukning flúors í gróðri
er nú ómarktæk ef miðað er við
flúormagn í umhverfinu áður en
verksmiðjan tók til starfa.
Úrgangur
Gagnrýnt er í greinargerðinni
að úrgangur sem inniheldur blá-
sýrusölt (cyaníð) og flúor eigi að
urða í flæðigryfjum. Um þetta at-
riði verður einnig fjallað í væntan-
legu starfsleyfi, en rétt er að taka
fram að ekki hefur komið til álita
að urða sérstakan úrgang frá ál-
verinu á venjulegum sorpförgunar-
stað. Sett verður upp sérstök að-
staða fyrir þennan úrgang og verða
gerðar ákveðnar kröfur um útbún-
að og frágang svæðisins. Er hér
um að ræða sömu ráðstafanir og
notaðar hafa verið við álverið í
Straumsvík.
Lífrænn landbúnaður
í greinargerðinni er vikið nokkr-
um orðum að lífrænum landbún-
aði. I skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum er að fínna álit Iðntækni-
stofnunar um áhrif loftmengunar
frá álverum á búfénað, búskap og
lífríki. Þær niðurstöður, sem byggj-
ast m.a. á reynslu af rannsóknum
í nágrenni álversins í Straumsvík,
gefa ekki tilefni til að ætla að loft-
mengun frá álveri á Grandartanga
muni hafa áhrif á búfénað, búskap
og lífríki utan skilgreinds þynning-
arsvæðis.
Lokaorð
Að lokum vill ráðuneytið taka
fram að það ber fullt traust til
þeirra sérfræðinga á vegum stofn-
ana þess sem unnu að mati á
umhverfisáhrifum fyrir álver á
Grundartanga og vinna nú að gerð
starfsleyfístillagna fyrir álverið.
Ekkert af því sem fram kemur í
greinargerð Högna Hanssonar,
forstöðumanns hollustu- og heil-
brigðiseftirlits í Landskrona í Sví-
þjóð, gefur tilefni til að ætla að
matið sé gallað eða standist ekki
þær kröfur sem gera verður til slíks
mats. Þvert á móti verður að telja
að vinnubrögð íslenskra stjórn-
valda hafi verið fagleg, vönduð og
í fullu samræmi við lög og reglur
þar að lútandi.
Reykjavík, 27. janúar 1997.
Umh verfisráðuneytið.