Morgunblaðið - 28.01.1997, Page 11

Morgunblaðið - 28.01.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 11 FRÉTTIR Aðstoðarseðlabanki Svíþjóðar um mögulega aðild landsins að EMU Bíðum niðurstöðu hinn- ar pólitísku umræðu Stefan Ingves, aðstoðarseðlabankastjóri Svíþjóðar, hélt í gær erindi um undirbún- inginn fyrir gildistöku Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) á fundi lands- nefndar Alþjóðaverzlunarráðsins. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við Ingves. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFAN Ingfves á hádegisverðarfundi landsnefndar Alþjóða- verzlunarráðsins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs, er í ræðustól. STEFAN Ingves hefur verið að- stoðarseðlabankastjóri Svíþjóðar undanfarin þrjú ár. Hann tekur virkan þátt í undirbúningi seðla- banka aðildarríkja Evrópusam- bandsins og Peningamála- stofnunar Evrópu (EMI) fyrir gildistöku Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU). Ingves ræddi í erindi sínu einkum um tæknilegan undir- búning gildistöku EMU. Hann sagðist telja að tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að sam- eiginlegur gjaldmiðill tæki gildi í ársbyijun 1999, eins og stefnt er að. Hann benti jafnframt á að flest benti til að Svíþjóð gæti uppfyllt skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir aðild að EMU. Ríkisstjórn jafnaðarmanna hefur hins vegar ekki gert upp hug sinn varðandi aðild að EMU. Jafnaðarmenn stefna að at- kvæðagreiðslu á sænska þinginu á komandi hausti um það, hvort Svíþjóð eigi að sækjast eftir að- ild frá og með 1. janúar 1999. Nefnd undir forystu Lars Calm- fors prófessors skilaði áliti um Svíþjóð og EMU í nóvember síð- astliðnum og komst þar að þeirri niðurstöðu að rökin á móti EMU- aðild Svíþjóðar strax árið 1999 væru fleiri en meðrökin. Hins vegar kæmi aðild vel til greina í framtíðinni. Nefndin lagði til að efnt yrði til „víðtækrar, mál- efnalegrar og alhliða umræðu" um málið og Svíar eru nú í þeirri umræðu miðri. Ekkert í Maastricht um yfir- þjóðlegt skattlagningarvald - Hvar er EMU-umræðan nú stödd? Hafa líkurnar á aðild Svíþjóðar að EMU aukizt eða minnkað? „Ýmsar stofnanir og samtök hafa enn tvær vikur til að skila áliti um Calmfors-skýrsluna. Þar að auki hefur sjálft EMU-málið kannski ekki verið rætt mjög mikið, hugsanlega vegna þess að margar spurningar, sem tengjast peningum, verðgildi peninga, hlutverki Evrópsks seðlabanka og seðlabönkum ein- stakra ríkja o.s.frv. eru dálítið afstæðar og ekki auðvelt að ræða þær. Það þarf þess vegna mikla fræðslu um þessi mál. í mörgum tilfellum snýst umræð- an í raun ekki um EMU sem slíkt, heldur hin og þessi Evrópu- mál í víðum skilningi." -Hvað með þá spurningu, sem Göran Persson forsætisráð- herra varpaði fram, hvort Efnahags- og myntbandalag muni til lengri tíma litið útheimta yfirþjóðlegt skattlagningarvald og þar afleiðandi færa ESB nær evrópsku sambandsríki? „Láti menn sér nægja að lesa Maastricht-sáttmálann og lýs- ingu hans á hlutverki Evrópska seðlabankans, er þar ekkert að finna sem bendir til að sú geti orðið niðurstaðan. Það er síðan annað mál hvert hin pólitíska þróun í Evrópu mun leiða í fram- tíðinni. En í samningnum er ekk- ert, sem segir til um þetta og ef horft er á einstök ríki í dag er skattlagning mismunandi eft- ir sveitarfélögum, svo dæmi sé nefnt.“ Fylgjum stefnu stöðugleika þótt við verðum utan EMU í Calmfors-skýrslunni kemur fram að skilvirkni atvinnulífsins muni aukast með EMU-aðild, en á móti komi að tækifærin til að reka sjálfstæða stefnu til sveiflu- jöfnunar í atvinnulífinu verði færri, ekki sízt vegna þess að hagsveiflur í Svíþjóð hafi ekki fylgt hagsveiflum í ESB. Svipuð rök hafa komið fram á íslandi... „Menn verða að leggja mat á það í hveiju landi fyrir sig hvern- ig efnahagslífið stendur í saman- burði við hagkerfi Evrópu í víð- um skilningi og hvort hagsveifl- urnar eru meiri eða minni. Menn tala um frávik frá meðalgildi og tvennt getur valdið slíkum frá- vikum. Annars vegar eru utan- aðkomandi sveifluvaldar, til dæmis olíukreppan mikla á átt- unda áratugnum. Hins vegar eru atburðir, sem verða í efnahags- lífi einstakra ríkja og trufla það. Á endanum verður sérhvert ríki að dæma um það sjálft hvernig þessir þættir tengjast kostum og göllum þess að vera með í myntbandalagi." - En hvaða gildi hafa t.d. gengisfellingar sem hagstjómartæki nú á dögum? „Jafnvel þótt Svíþjóð verði utan EMU munum við þurfa að reka efnahagsstefnu, sem hefur stöðugleika að markmiði. Við munum áfram halda okkur við núverandi verðbólgumarkmið, beita aðhaldi í ríkisrekstrinum og þar fram eftir götunum. Það breytist ekki. í ljósi reynslu okk- ar af gengissveiflum í lok síð- asta áratugar og byijun þessa, umræðna í Svíþjóð um þróun skulda ríkisins og álits umheims- ins á sænskri efnahagsstjóm, eru markmið okkar um stöðug- leika áfram í fullu gildi, þótt við verðum fyrir utan.“ EFTA-ríkin geti tengzt evró-svæðinu - Hvaða áhrif telja menn að Efnahags- og myntbandalagið muni hafa á efnahagsleg tengsl EFTA-ríkjanna við Evrópusam- bandið? „Það er erfitt að spá fyrir um það. Ef öflugur evrópskur gjaldmiðill verður til, munu við- skipti á milli þeirra ríkja, sem eiga aðild að honum, verða auð- veldari. Um leið munu einkum fjármálafyrirtæki í löndum á jaðri evró-svæðisins verða fyrir áhrifum á einn eða annan hátt. Þetta er þvílíkur stórviðburður í fjármálalífi Evrópu að allir sænskir bankar verða til dæmis að velta fyrir sér hvaða við- skiptastefnu þeir eigi að taka í þessu breytta umhverfi og hvernig þeir eigi að bregðast við. Til skamms tíma gerist ekki margt, en til lengri tíma breyt- ast leikreglur kerfisins og það mun án efa hafa viðskiptalegar afleiðingar, en það er enn sem komið er erfitt að spá fyrir um hverjar þær verða. Þróunin í Evrópu er samt skýr; jafnt undir- búningsvinnan fyrir gildistöku EMU sem löggjafar- vinnan í víðum skilningi miða að því að samræma og staðla viðskiptaumhverfi í æ ríkara mæli í öllum Evrópulöndum. Allar breytingarnar, sem eru að eiga sér í stað, miða að einföld- un, að auka viðskipti yfir landa- mæri, að stofna fyrirtæki, að færa til fjármagn og gera evr- ópskt efnahagslíf einsleitara al- mennt séð. Gildistaka EMU er þáttur í þessari þróun, en margt annað kemur til.“ - Hafa möguleikar EFTA- ríkjanna á að tengjast evró- svæðinu með einhverjum hætti verið ræddir í undirbúningsvinnu evrópskra seðlabankamanna? „Áf hálfu sænska Seðlabank- ans erum við hlynntir því að þegar EMU kemst á verði evró- svæðið opið kerfí og búnir verði til möguleikar fyrir önnur fjár- málakerfi að tengjast því, til dæmis með aðgangi að milli- færslukerfinu. Við teljum að það sé gott fyrir evróið að slíkt kerfi komist á, hvort sem Svíþjóð verður með í EMU eða ekki. Sem dæmi má nefna að við höfum rætt hvers konar verðbréf megi nota sem tryggingu þegar seðlabankar einstakra ríkja fá lán í Evrópska seðlabankanum í tengslum við rekstur peninga- stefnunnar. Við teljum að það myndi gagnast kerfinu ef hægt væri að fara út fyrir evró-svæð- ið og taka við bréfum annarra ríkja, t.d. á EES-svæðinu. Það er lítið dæmi um hvernig við lít- um á málið.“ Verður að hefja undirbúning strax Ingves segir að Seðlabankinn miði undirbúningsvinnu sína við að Svíþjóð geti gengið í EMU 1. janúar 1999, jafnvel þótt tek- in verði pólitísk ákvörðun um annað. „Undirbúningurinn tek- ur svo langan tíma að það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti t.d. fram undir nóvem- ber 1998 - þá verður of seint að taka við sér. Til dæmis verð- ur byijað að prófa TARGET- greiðslukerfið í júlí á þessu ári. Sama á við um samræmingu skráningar hagtalna samkvæmt einu kerfi; hún verður að gerast í tæka tíð. - Sumir segja að Svíar hafi gleymt einum mikilvægum þætti undirbúningsvinnunnar, sem er aðild að Gengissamstarfi Evrópu, ERM. Nánast öll önnur ESB-ríki telja formlega aðild að ERM nauðsynlega forsendu aðildar að EMU. Eru Svíar kannski að útiloka sig sjálfkrafa frá EMU-aðiId með því að sækj- ast ekki eftir aðild að gengis- samstarfinu? „Þetta hefur verið rætt fram og til baka síðastliðið ár. I skýrslu Peningamálastofnunar Evrópu, sem kom út í lok síð- asta árs, kemur skýrt fram að meirihluti aðildarríkjanna telur að fonnleg aðild að ERM sé mikilvægur þáttur í ferlinu. Við höfum verið annarrar skoð- unar og teljum að formleg aðild skipti ekki öllu, heldur stöð- ugleiki gjaldmiðilsins. Við verðum að bíða eftir niðurstöðu hinnar pólitísku um- ræðu, sem er framundan í Sví- þjóð. Til að gerast aðilar að EMU verða menn bæði að fá að vera með og vilja það. Hvort við viljum vera með er undir hinu pólitíska ferli í Svíþjóð komið. Önnur ríki ESB munu hins vegar taka þátt í að dæma um hvort við fáum að vera með og hvort efnahagslífið uppfyllir þær kröfur, sem gerðar eru.“ Alhliða um- ræða um EMU-aðild Leikreglur kerfisins breytast Reyndi að smygla 32 þúsund steratöfium UM 32 þúsund steratöflur fundust í farangri manns sem kom til lands- ins með flugi frá London síðastliðið þriðjudagskvöld og voru töflurnar faldar í sælgætisumbúðum. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlög- regluþjóns hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, er málið talið að fullu upp- lýst. Hörður sagði að steratöflurnar hefðu fundist við venjubundna leit tollvarða á flugfarþegum sem voru að koma til landsins. Maðurinn sem töflumar átti starfar hjá líkams- ræktarstöð og var hann að koma til landsins ásamt konu sem bar farangur hans í gegnum tollinn og fundust töflurnar í honum, en mað- urinn bar farangur konunnar. Samkvæmt reglugerð er heimilt að koma með lyf til landsins sem ætluð era til eigin nota samkvæmt læknisráði án þess að þau séu toll- skyld, en að öðra leyti er einstakling- um óheimilt að flytja lyf til landsins og sagði Hörður að innflutningur sterataflnanna væri því bæði brot á tollalögum og lyfjalögum. Steranotkun verði könnuð Ólafur Ólafsson landlæknir hefur farið þess á leit við héraðslækninn í Reykjavík að könnuð verði notkun steralyíja; en undanfarin ár hefur að sögn Ólafs verið ágætt samstarf milli læknisyfirvalda, heilbrigðis- ráðuneytisins, menntamálaráðu- neytisins, íþróttasambands íslands og margra heilsuræktarstöðva þar sem aðvöranum um steranotkun hefur verið komið fyrir. Hann sagð- ist ekki telja æskilegt að steralyf yrðu flokkuð sem fíkniefni, enda væru þau mjög nytsamleg læknislyf í þeim tilfellum þar sem þau ættu við. » ♦ ♦----- 106 stútar undir stýri LÖGREGLAN á Suðvesturlandi hafði afskipti af 106 ölvuðum öku- mönnum í desember síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundi Samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum í seinustu viku. Af þessum 106 höfðu 6 lent í umferðaróhöppum, eða helmingi færri en í desember 1995. í desem- ber það árið vora afskipti höfð af 95 ölvuðum ökumönnum. í desem- ber árið 1994 var fjöldinn 139 og þar af 19 í óhöppum. Brýnt að lækka áfengismagn Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, kveðst þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að endurskoða leyfi- legt áfengismagn í blóði ökumanna, í ljósi upplýsinga erlendis frá. „í Svíþjóð hefur lækkun leyfilegs áfengismagns í blóði ökumanna úr 0,5 promill í 0,2 promill haft jákvæð áhrif. Hliðstæð umræða og tillaga um lækkun leyfilegs áfengismagns var lögð fram hér á landi fyrir nokkrum árum, en án sýnilegs áhuga. Nauðsynlegt er að endur- skoða þessi mál hér á landi í ljósi fyrirliggjandi staðreynda," segir hann og bendir meðal annars á að um liðna helgi hafi niu ökumenn verið stöðvaðir í Reykjavík, grunað- ir um ölvun við akstur. Á fundinum var ennfremur ákveðið að huga að og vinna að undirbúningi að frekari samstarfi varðandi eftirlit og aðgerðir gegn dreifingu, sölu og neyslu fíkniefna á öllu Suðvesturlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.