Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 11 FRÉTTIR Aðstoðarseðlabanki Svíþjóðar um mögulega aðild landsins að EMU Bíðum niðurstöðu hinn- ar pólitísku umræðu Stefan Ingves, aðstoðarseðlabankastjóri Svíþjóðar, hélt í gær erindi um undirbún- inginn fyrir gildistöku Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) á fundi lands- nefndar Alþjóðaverzlunarráðsins. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við Ingves. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFAN Ingfves á hádegisverðarfundi landsnefndar Alþjóða- verzlunarráðsins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs, er í ræðustól. STEFAN Ingves hefur verið að- stoðarseðlabankastjóri Svíþjóðar undanfarin þrjú ár. Hann tekur virkan þátt í undirbúningi seðla- banka aðildarríkja Evrópusam- bandsins og Peningamála- stofnunar Evrópu (EMI) fyrir gildistöku Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU). Ingves ræddi í erindi sínu einkum um tæknilegan undir- búning gildistöku EMU. Hann sagðist telja að tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að sam- eiginlegur gjaldmiðill tæki gildi í ársbyijun 1999, eins og stefnt er að. Hann benti jafnframt á að flest benti til að Svíþjóð gæti uppfyllt skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir aðild að EMU. Ríkisstjórn jafnaðarmanna hefur hins vegar ekki gert upp hug sinn varðandi aðild að EMU. Jafnaðarmenn stefna að at- kvæðagreiðslu á sænska þinginu á komandi hausti um það, hvort Svíþjóð eigi að sækjast eftir að- ild frá og með 1. janúar 1999. Nefnd undir forystu Lars Calm- fors prófessors skilaði áliti um Svíþjóð og EMU í nóvember síð- astliðnum og komst þar að þeirri niðurstöðu að rökin á móti EMU- aðild Svíþjóðar strax árið 1999 væru fleiri en meðrökin. Hins vegar kæmi aðild vel til greina í framtíðinni. Nefndin lagði til að efnt yrði til „víðtækrar, mál- efnalegrar og alhliða umræðu" um málið og Svíar eru nú í þeirri umræðu miðri. Ekkert í Maastricht um yfir- þjóðlegt skattlagningarvald - Hvar er EMU-umræðan nú stödd? Hafa líkurnar á aðild Svíþjóðar að EMU aukizt eða minnkað? „Ýmsar stofnanir og samtök hafa enn tvær vikur til að skila áliti um Calmfors-skýrsluna. Þar að auki hefur sjálft EMU-málið kannski ekki verið rætt mjög mikið, hugsanlega vegna þess að margar spurningar, sem tengjast peningum, verðgildi peninga, hlutverki Evrópsks seðlabanka og seðlabönkum ein- stakra ríkja o.s.frv. eru dálítið afstæðar og ekki auðvelt að ræða þær. Það þarf þess vegna mikla fræðslu um þessi mál. í mörgum tilfellum snýst umræð- an í raun ekki um EMU sem slíkt, heldur hin og þessi Evrópu- mál í víðum skilningi." -Hvað með þá spurningu, sem Göran Persson forsætisráð- herra varpaði fram, hvort Efnahags- og myntbandalag muni til lengri tíma litið útheimta yfirþjóðlegt skattlagningarvald og þar afleiðandi færa ESB nær evrópsku sambandsríki? „Láti menn sér nægja að lesa Maastricht-sáttmálann og lýs- ingu hans á hlutverki Evrópska seðlabankans, er þar ekkert að finna sem bendir til að sú geti orðið niðurstaðan. Það er síðan annað mál hvert hin pólitíska þróun í Evrópu mun leiða í fram- tíðinni. En í samningnum er ekk- ert, sem segir til um þetta og ef horft er á einstök ríki í dag er skattlagning mismunandi eft- ir sveitarfélögum, svo dæmi sé nefnt.“ Fylgjum stefnu stöðugleika þótt við verðum utan EMU í Calmfors-skýrslunni kemur fram að skilvirkni atvinnulífsins muni aukast með EMU-aðild, en á móti komi að tækifærin til að reka sjálfstæða stefnu til sveiflu- jöfnunar í atvinnulífinu verði færri, ekki sízt vegna þess að hagsveiflur í Svíþjóð hafi ekki fylgt hagsveiflum í ESB. Svipuð rök hafa komið fram á íslandi... „Menn verða að leggja mat á það í hveiju landi fyrir sig hvern- ig efnahagslífið stendur í saman- burði við hagkerfi Evrópu í víð- um skilningi og hvort hagsveifl- urnar eru meiri eða minni. Menn tala um frávik frá meðalgildi og tvennt getur valdið slíkum frá- vikum. Annars vegar eru utan- aðkomandi sveifluvaldar, til dæmis olíukreppan mikla á átt- unda áratugnum. Hins vegar eru atburðir, sem verða í efnahags- lífi einstakra ríkja og trufla það. Á endanum verður sérhvert ríki að dæma um það sjálft hvernig þessir þættir tengjast kostum og göllum þess að vera með í myntbandalagi." - En hvaða gildi hafa t.d. gengisfellingar sem hagstjómartæki nú á dögum? „Jafnvel þótt Svíþjóð verði utan EMU munum við þurfa að reka efnahagsstefnu, sem hefur stöðugleika að markmiði. Við munum áfram halda okkur við núverandi verðbólgumarkmið, beita aðhaldi í ríkisrekstrinum og þar fram eftir götunum. Það breytist ekki. í ljósi reynslu okk- ar af gengissveiflum í lok síð- asta áratugar og byijun þessa, umræðna í Svíþjóð um þróun skulda ríkisins og álits umheims- ins á sænskri efnahagsstjóm, eru markmið okkar um stöðug- leika áfram í fullu gildi, þótt við verðum fyrir utan.“ EFTA-ríkin geti tengzt evró-svæðinu - Hvaða áhrif telja menn að Efnahags- og myntbandalagið muni hafa á efnahagsleg tengsl EFTA-ríkjanna við Evrópusam- bandið? „Það er erfitt að spá fyrir um það. Ef öflugur evrópskur gjaldmiðill verður til, munu við- skipti á milli þeirra ríkja, sem eiga aðild að honum, verða auð- veldari. Um leið munu einkum fjármálafyrirtæki í löndum á jaðri evró-svæðisins verða fyrir áhrifum á einn eða annan hátt. Þetta er þvílíkur stórviðburður í fjármálalífi Evrópu að allir sænskir bankar verða til dæmis að velta fyrir sér hvaða við- skiptastefnu þeir eigi að taka í þessu breytta umhverfi og hvernig þeir eigi að bregðast við. Til skamms tíma gerist ekki margt, en til lengri tíma breyt- ast leikreglur kerfisins og það mun án efa hafa viðskiptalegar afleiðingar, en það er enn sem komið er erfitt að spá fyrir um hverjar þær verða. Þróunin í Evrópu er samt skýr; jafnt undir- búningsvinnan fyrir gildistöku EMU sem löggjafar- vinnan í víðum skilningi miða að því að samræma og staðla viðskiptaumhverfi í æ ríkara mæli í öllum Evrópulöndum. Allar breytingarnar, sem eru að eiga sér í stað, miða að einföld- un, að auka viðskipti yfir landa- mæri, að stofna fyrirtæki, að færa til fjármagn og gera evr- ópskt efnahagslíf einsleitara al- mennt séð. Gildistaka EMU er þáttur í þessari þróun, en margt annað kemur til.“ - Hafa möguleikar EFTA- ríkjanna á að tengjast evró- svæðinu með einhverjum hætti verið ræddir í undirbúningsvinnu evrópskra seðlabankamanna? „Áf hálfu sænska Seðlabank- ans erum við hlynntir því að þegar EMU kemst á verði evró- svæðið opið kerfí og búnir verði til möguleikar fyrir önnur fjár- málakerfi að tengjast því, til dæmis með aðgangi að milli- færslukerfinu. Við teljum að það sé gott fyrir evróið að slíkt kerfi komist á, hvort sem Svíþjóð verður með í EMU eða ekki. Sem dæmi má nefna að við höfum rætt hvers konar verðbréf megi nota sem tryggingu þegar seðlabankar einstakra ríkja fá lán í Evrópska seðlabankanum í tengslum við rekstur peninga- stefnunnar. Við teljum að það myndi gagnast kerfinu ef hægt væri að fara út fyrir evró-svæð- ið og taka við bréfum annarra ríkja, t.d. á EES-svæðinu. Það er lítið dæmi um hvernig við lít- um á málið.“ Verður að hefja undirbúning strax Ingves segir að Seðlabankinn miði undirbúningsvinnu sína við að Svíþjóð geti gengið í EMU 1. janúar 1999, jafnvel þótt tek- in verði pólitísk ákvörðun um annað. „Undirbúningurinn tek- ur svo langan tíma að það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti t.d. fram undir nóvem- ber 1998 - þá verður of seint að taka við sér. Til dæmis verð- ur byijað að prófa TARGET- greiðslukerfið í júlí á þessu ári. Sama á við um samræmingu skráningar hagtalna samkvæmt einu kerfi; hún verður að gerast í tæka tíð. - Sumir segja að Svíar hafi gleymt einum mikilvægum þætti undirbúningsvinnunnar, sem er aðild að Gengissamstarfi Evrópu, ERM. Nánast öll önnur ESB-ríki telja formlega aðild að ERM nauðsynlega forsendu aðildar að EMU. Eru Svíar kannski að útiloka sig sjálfkrafa frá EMU-aðiId með því að sækj- ast ekki eftir aðild að gengis- samstarfinu? „Þetta hefur verið rætt fram og til baka síðastliðið ár. I skýrslu Peningamálastofnunar Evrópu, sem kom út í lok síð- asta árs, kemur skýrt fram að meirihluti aðildarríkjanna telur að fonnleg aðild að ERM sé mikilvægur þáttur í ferlinu. Við höfum verið annarrar skoð- unar og teljum að formleg aðild skipti ekki öllu, heldur stöð- ugleiki gjaldmiðilsins. Við verðum að bíða eftir niðurstöðu hinnar pólitísku um- ræðu, sem er framundan í Sví- þjóð. Til að gerast aðilar að EMU verða menn bæði að fá að vera með og vilja það. Hvort við viljum vera með er undir hinu pólitíska ferli í Svíþjóð komið. Önnur ríki ESB munu hins vegar taka þátt í að dæma um hvort við fáum að vera með og hvort efnahagslífið uppfyllir þær kröfur, sem gerðar eru.“ Alhliða um- ræða um EMU-aðild Leikreglur kerfisins breytast Reyndi að smygla 32 þúsund steratöfium UM 32 þúsund steratöflur fundust í farangri manns sem kom til lands- ins með flugi frá London síðastliðið þriðjudagskvöld og voru töflurnar faldar í sælgætisumbúðum. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlög- regluþjóns hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, er málið talið að fullu upp- lýst. Hörður sagði að steratöflurnar hefðu fundist við venjubundna leit tollvarða á flugfarþegum sem voru að koma til landsins. Maðurinn sem töflumar átti starfar hjá líkams- ræktarstöð og var hann að koma til landsins ásamt konu sem bar farangur hans í gegnum tollinn og fundust töflurnar í honum, en mað- urinn bar farangur konunnar. Samkvæmt reglugerð er heimilt að koma með lyf til landsins sem ætluð era til eigin nota samkvæmt læknisráði án þess að þau séu toll- skyld, en að öðra leyti er einstakling- um óheimilt að flytja lyf til landsins og sagði Hörður að innflutningur sterataflnanna væri því bæði brot á tollalögum og lyfjalögum. Steranotkun verði könnuð Ólafur Ólafsson landlæknir hefur farið þess á leit við héraðslækninn í Reykjavík að könnuð verði notkun steralyíja; en undanfarin ár hefur að sögn Ólafs verið ágætt samstarf milli læknisyfirvalda, heilbrigðis- ráðuneytisins, menntamálaráðu- neytisins, íþróttasambands íslands og margra heilsuræktarstöðva þar sem aðvöranum um steranotkun hefur verið komið fyrir. Hann sagð- ist ekki telja æskilegt að steralyf yrðu flokkuð sem fíkniefni, enda væru þau mjög nytsamleg læknislyf í þeim tilfellum þar sem þau ættu við. » ♦ ♦----- 106 stútar undir stýri LÖGREGLAN á Suðvesturlandi hafði afskipti af 106 ölvuðum öku- mönnum í desember síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundi Samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum í seinustu viku. Af þessum 106 höfðu 6 lent í umferðaróhöppum, eða helmingi færri en í desember 1995. í desem- ber það árið vora afskipti höfð af 95 ölvuðum ökumönnum. í desem- ber árið 1994 var fjöldinn 139 og þar af 19 í óhöppum. Brýnt að lækka áfengismagn Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, kveðst þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að endurskoða leyfi- legt áfengismagn í blóði ökumanna, í ljósi upplýsinga erlendis frá. „í Svíþjóð hefur lækkun leyfilegs áfengismagns í blóði ökumanna úr 0,5 promill í 0,2 promill haft jákvæð áhrif. Hliðstæð umræða og tillaga um lækkun leyfilegs áfengismagns var lögð fram hér á landi fyrir nokkrum árum, en án sýnilegs áhuga. Nauðsynlegt er að endur- skoða þessi mál hér á landi í ljósi fyrirliggjandi staðreynda," segir hann og bendir meðal annars á að um liðna helgi hafi niu ökumenn verið stöðvaðir í Reykjavík, grunað- ir um ölvun við akstur. Á fundinum var ennfremur ákveðið að huga að og vinna að undirbúningi að frekari samstarfi varðandi eftirlit og aðgerðir gegn dreifingu, sölu og neyslu fíkniefna á öllu Suðvesturlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.