Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐ vera eða vera ekki landbúnaðar- og umhverfisráðherra. Timbur í bretti undir loðnu INGER, flutningaskip sem Eim- skip er með á leigu, kom með þrjú þúsund tonn af timbri til Hafnarfjarðar á föstudag og var farminum skipað upp um helg- ina. Timbrið kemur frá Finn- landi og Eistlandi, en stór hluti þess er niðursagað efni í bretti. Astæðan fyrir mikilli ásókn í brettaefni á þessum árstíma er sú, að á brettin verður staflað þeim tugum þúsunda tonna af loðnu, sem fara á markað í Jap- an. Um eitt tonn fer á hvert bretti, svo ekki veitir af timbr- inu. Nú eru menn þvi farnir að munda hamrana og verður sjálf- sagt mikill atgangur þegar öll brettin verða barin saman. Morgunblaðið/Kristinn Fjárhagsáætlun Garðabæjar Heildartekjur rúmur milljarður BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs fyrir árið 1997. Áætlaðar heildartekjur eru 1.007,9 millj., sem er nokkur hækkun frá endurskoð- aðri áætlun ársins 1996. Hækkunin er fyrst og fremst vegna aukinna útsvarstekna í kjölfar yfírtöku á rekstri grunnskóla. Heildarskuldir bæjarsjóðs eru um 1,1 milljarður. Nýjar lántökur bæjarsjóðs eru áætl- aðar 99 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun eru áætlaðar tekjur bæjarsjóðs af út- svari rúmar 943 millj., sem er 16,7% hækkun frá áætlaðri álagningu í staðgreiðslu árið 1996. Áætlað út- svar er 11,1% en við yfírtöku sveit- arfélaga á hlut ríkisins í rekstri grunnskóla hækkaði álagning sveit- arfélaga um 2,7 prósentustig. Af þeirri hækkun renna 1,97 í. bæjar- sjóð og 0,73 í Jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Mest til fræðslumála Samkvæmt fjárhagsáætlun er áætlað að verja 325,3 millj., eða 38,7% af rekstargjöldum í heild til fræðslumála og til félagsþjónustu er áætlað að veija 112,7 millj. eða 13,4% af rekstrargjöldum. Til æskulýðs- og íþróttamála er áætiað að veija 83 millj. eða 9,9% af rekstr- argjöldum. Rekstrarafgangur er áætlaður 236,8 mill., sem er 22% af sameiginlegum tekjum. Á árinu er áætlað að veija 380 millj. til framkvæmda en auk þess er gert ráð fyrir 40 millj. til gatna- gerðar í Molduhrauni sem fjár- mögnuð verður með gatnagerðar- gjöldum af úthlutun lóða, sem fyrir- hugað er að auglýsa síðar á árinu. Helstu framkvæmdir eru vegna skólabygginga og er gert ráð fyrir 45,3 millj. til Flataskóla vegna kaupa á lausri kennslustofu. Til byggingar 2. áfanga Hofsstaða- skóla er áætlað að veija 42 millj. í frétt frá bæjarstjóm kemur fram að framkvæmdimar vegna skóla- bygginganna eru vegna einsetning- ar allra gmnnskóla í Garðabæ í byijun skólaárs 1998. Til Fjölbrauta- skóla Garðabæjar er áætlað að veija 36,2 millj. til áframhaldandi bygg- ingaframkvæmda en gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tekið í notk- un í upphafí skólaárs haustið 1997. Ný bæjarskrifstofa Gert er ráð fyrir að Bókasafn Garðabæjar flytji starfsemi sína í nýtt húsnæði að Garðaflöt 16-18 og er gert ráð fyrir að 10 millj. verði varið til innréttinga og búnað- arkaupa. Auk þess er áætlað að veija 70 millj. til innréttinga og tækjakaupa á nýrri bæjarskrifstofu en gert er ráð fyrir að sameina allt skrifstofuhald á vegum bæjarins á nýjum bæjarskrifstofum sem opna munu í byijun apríl á þessu ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að holræsafram- kvæmdum verði haldið áfram og er heildarfjárveiting til verkefnisins á árinu 55 millj. en í árslok 1996 var innstæða í holræsasjóði um 115 millj. í fjárhagsáætlun er gert ráð fyr- ir óbreyttu gjaldstigi fasteigna- gjalda á árinu 1997 miðað við árið 1996 og ekki er gert ráð fyrir sér- stökum fasteignaskatti á skrifstofu og verslunarhúsnæði á árinu 1997. Stærsti þjóðgarður Vestur-Evrópu Ankerið í nátt- úruímynd Islands Sverrir Sveinn Sigurðarson ISLAND: Friðlýst nátt- úra og umheimurinn" er heitið á tillögu Sverris Sveins Sigurðar- sonar sem á dögunum fékk 1.-3. verðlaun í samkeppni um framtíðarskipulag há- lendisins. Kjaminn í hug- myndum hans er að komið verði á fót stærsta friðlýsta náttúruverndar- og útvist- arsvæði í Vestur-Evrópu á hálendi íslands, með Vatnajökul sem miðpunkt. Sverrir telur að sínar hug- myndir geti farið saman vi fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir á hálendinu. Nú nálgast þú náttúru- vernd út frá kenningum markaðsfræðinnar. Hvern- ig fer það saman? „Hingað til hafa friðun- araðgerðir miðast af því að ná ákveðnum tilfmningaiegum markmiðum. Mínar hugmyndir miðast hinsvegar að því að ná peningalegum. Ég sé ekki betur en að þetta tvenntgeti farið sam- an vegna þess að peningalegu markmiðin nást ekki nema hægt sé að uppfylla þau tilfinningalegu markmið fyrir þá ferðamenn sem hingað koma. Eg staðset ísland í Vestur-Evr- ópu enda er það hinn ríki hluti álfunnar. Ég er að reyna að benda á aðgerðir til að auka hreinleika- ímynd landsins sem við viljum að það hafí í augum útlendinga. I dag eram við með svæði sem eiga að sýna fram á þessa ímynd, svo sem Gullfoss, Geysi og Bláa lónið, en era í raun ekki sjálf- krafa sönnun fyrir hreinleika landsins." Hvaða svæði er hér um að ræða? „Ég er hér að tala um svæði sem þegar er búið að friða. Það era til dæmis þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, Skútustaða- gígar við Mývatn, Mývatns- og Láxársvæðið, friðlandið í Herðu- breiðarlindum, Askja, Lónsöræfí, þjóðgarðurinn í Skaftafelli, frið- landið í Esjufjöllum í Vatnajökli og Lakagígar. Við þetta svæði mætti einnig bæta svæðum sem Náttúravemdarráð hefur sett á náttúruminjaskrá. Þannig mætti tengja þetta við Landmannalaug- ar, Heklu og Þórsmörk. Þá væri svæðið ekki aðeins orðið stórt, heldur einnig mjög spennandi. Það myndi afmarkast af Heklu og Þórsmörk í suðaustri, Lóns- öræfum í austri og þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum í norðri. Þá væru innan marka þessa svæðis ýmsir markverðir staðir, til dæm- is yngsta eldstöðin okkar í Vatna- jökli.“ Verður Vatnajökull eins konar miðpunktur þessa svæðis? „Mín rök eru þau að stærsti jökull Evrópu með eldstöð innan sinna marka sé jafn- spennandi hluti af náttúru íslands og önnur svæði sem þekkt era pg hluti af því sem gerir náttúru íslands sérstaka í augum Evr- ópubúa. Þar með finnst mér að hann eigi heima innan friðaðs svæðis. Þegar hefur verið friðað- ur einn fímmti hluti jökulsins, ásamt svæðum sem náttúra- verndarráð hefur sett á náttúru- minjaskrá. Þess vegna fínnst mér að ganga eigi alla leið og friða allan jökulinn. Auk þess eru eng- ar reglur um öryggi og umgengni á Vatnajökli. Fólk hefur lent þar í vandræðum og hjá Almanna- vörnum ríkisins era þær skoðanir ► Sverrir Sveinn Sigurðarson er fæddur 8. september 1967. Hann útskrifaðist frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ ár- ið 1986 en er nú á þriðja ári í viðskiptafræði við Háskóla Is- lands. Sverrir er ókvæntur og barnlaus. uppi að nausynlegt sé að koma slíkum reglum á. Að mínu mati er það viss friðlýsing að setja slík- ar reglur og bendi á þá lausn að sveitarfélögin gætu tekið sig saman og stofnað til fólksvangs og komið á umgengnisreglum á jöklinum. Þar með væri komin alþjóðlega viðurkennd friðun. Þá væri Vatnajökull orðinn einskon- ar miðpunktur og tengja saman öll þessi svæði og þannig væri orðið til stærsta friðaða svæði Vestur-Evrópu." Hvernig fara hugmyndir þínar um hreina og óspillta náttúru saman við fyrirhugaðar virkjun- arframkvæmdir á næstu árum? „Ég er ekki neinn sérstakur aðdáandi orkumannvirkja en ef málið er skoðað af köldu raunsæi þá held að maður verði að segja að ekki sé hægt að útiloka að íslendingar kjósi að fara út í frek- ari orkuvinnslu í framtíðinni. Þess vegna fannst mér rétt að skoða þessa tvo þætti saman, það er virkjanakosti og friðun. Það kom í ljós að þeir voru oft staðsettir á ólíkum stöðum þótt það væri ekki alltaf. Það er því ekki hægt að útiloka að þessar tvær stefnur geti lifað saman í einhveiju sam- lyndi, þótt ég voni að ráðamenn fari mjög varlega í orkufram- kvæmdir. Gæti friðlýsing stórs hluta há- lendisins e.t.v. skapað okkurjafn- miklar tekjur og virkjanir með auknum ferðamanna- straumi? „Ég rannsakaði hvern- ig ímynd verður til, hvar hún hefur áhrif og hvernig hún getur færst á milli ólíkra þátta. Ef okk- ur tekst að koma upp þessari ímynd hreinleika, myndi fólk sem vill temja sér lífsstíl og samsama sig útiveru og hreinni náttúra fá meiri áhuga á ýmsum vörum frá íslandi, til dæmis íslenskum mat- vælum. Þess vegna tel ég að ef Islendingar gætu nýtt sér vel markaðsmöguleika á þennan hátt geti þeir skapað sér til miklar tekjur út á ímynd landsins. Það koma hingað 200 þúsund ferða- menn á ári og eru yfírleitt dol- fallnir yfír landinu. Slíka hrifn- ingu er hægt að virkja, alveg eins og vatnsföllin," segir Sverrir. Hægt að virkja ímynd landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.