Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Deilt um drottning- arsnekkju London. Reuter. ELÍSABET Englandsdrottning er sögð afar áhyggjufull út af ágrein- ingi, sem risinn er upp milli íhalds- flokksins og Verkamannaflokksins um framtíð drottningarsnekkjunn- ar. Óttast drottning, að konungs- ijölskyldan dragist inn í ágreining flokkanna um framtíð snekkjunn- ar og deilan snúist upp í þrætur um stöðu fjölskyldunnar. Stjórn íhaldsflokksins ákvað í síðustu viku að verja 60 milljónum punda, jafnvirði 6,7 milljarða króna, til smíði nýrrar snekkju. Verkamannaflokkurinn til- kynnti á sunnudag, að ekki kæmi til greina, kæmist flokkurinn til valda í næstu kosningum, að veita fjármunum til smíði snekkju með- an fjármuni skorti til heilbrigðis- og menntamála. Reuter PAVLE patríarki fer fyrir mótmælagöngu í miðborg Belgrad i gær. Rétttrúnaðarkirkjan í Serbíu gengur til liðs við stjórnarandstöðuna 200.000 mótmæla 1 Belgrad Belgrad. Reuter. ALLT AÐ 200.000 manns tóku í gær þátt í mótmælagöngu í Belgrad á vegum serbnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar, sem hefur nú tekið málstað stjómarandstöðunn- ar í deilunni um ógildingu borgar- stjómakosninganna í nóvember. Þetta er fjjölmennastá mótmæla- gangan í Belgrad frá því um hálf milljón manna safnaðist saman í borginni fyrir hálfum mánuði, þeg- ar nýtt ár gekk í garð samkvæmt tímatali rétttrúnaðarkirkjunnar. Þessi mikla þátttaka sýnir að stjómarandstaðan lætur engan bilbug á sér finna eftir látlaus mótmæli í rúma tvo mánuði. Yfírbiskup rétttrúnaðarkirkj- unnar, Pavle patríarki, sem er á níræðisaldri, fór fyrir göngufólkinu ásamt tuttugu prestum. Efnt var til göngunnar í tilefni af degi heil- ags Sava, vemdardýrlings kenn- ara, og gengin var um þriggja kíló- metra leið að kirkju sem nefnd er eftir dýrlingnum. Þetta er fyrsta mótmælagangan að degi til í Belgrad frá því slíkar göngur voru bannaðar eftir að átök biossuðu upp milli stjómarandstæð- inga og lögreglumanna 24. desem- ber. Yfírvöld ákváðu að leysa upp varðhring lögreglu, sem höfðu hindrað að námsmenn kæmust inn í miðborgina, til að hleypa göngu- fólkinu að kirkjunni. Námsmennim- ir höfðu setið um lögreglumennina dag og nótt í 8 sólarhringa. Um 50.000 námsmenn og stuðn- ingsmenn þeirra notuðu tækifærið til að ganga inn í miðborgina og voru sigri hrósandi þegar þeir sam- einuðust göngu kirkjunnar. „Þetta er mikill sigur fyrir okkur," hróp- aði einn námsmannanna. Styrkir stjórnarandstöðuna Rétttrúnaðarkirkjan studdi serbneska þjóðemissinna í átökun- um eftir upplausn gömlu Júgó- slavíu og hélt sig til hlés í margar vikur eftir að mótmæli andstæð- inga Slobodans Milosevic forseta hófust. Pavle patríarki blessaði þó þátttakendur í mótmælum náms- manna í vikunni sem leið og prest- ar hafa oft tekið þátt í mótmælun- um. Stuðningur kirkjunnar styrkir mjög stjómarandstöðuna í baráttu hennar fyrir því að stjórnarflokkur- inn virði sigra hennar í kosningun- um í nóvember. ígor ívanov, aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, ræddi síðar um daginn við við Milosevic til að freista þess að höggva á þann hnút sem deilan er í. Stjómarerind- rekar í Belgrad sögðu að heimsókn ívanovs hefði komið á óvart en vom efíns um að hún bæri árang- ur. Rússnesk stjórnvöld hafa haft náin tengsl við stjóm Milosevic og beitt sér fyrir viðræðum um kosn- ingadeiluna en stjórnarandstaðan segir ekki koma til greina að semja um málamiðlanir. Zajedno, bandalag serbneskra stjórnarandstöðuflokka, átti í gær að taka við völdum í Nis, næst- stærstu borg landsins og einni af 14 borgum og bæjum þar sem kosningar vom lýstar ógildar í nóvember. Stjórnin féllst síðar á að viðurkenna úrslitin. Afstaða Majors til EMU æ neikvæðari London. The Daily Telegraph, Reuter. AFSTAÐA Johns Major, forsætis- ráðherra Bretlands, til Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) hefur orðið æ neikvæðari undan- fama daga. Margir af þingmönnum íhaldsflokksins vísa til nýlegra ummæla Majors er þeir segjast munu beijast gegn aðild Bretlands að EMU í komandi þingkosningum. í viðtali við Major í New Yorker Magazine, sem kom út um helgina, lætur forsætisráðherrann í fyrsta sinn í ljós beinar efasemdir um ágæti áformaðs Evrópsks seðla- banka: „Ég vildi ekki vilja vera.^jár- málaráðherrann, sem færi í ræðu- stól í þinginu og segði: „Jæja, ég hef ekki neina ir leiðinlegt að þeir skuli hafa hækkað um þijú pró- sent, en það kemur mér ekki við lengur, strákar.“ Þetta eru rök fyr- ir því að fara aldrei inn [í EMU] og við verðum að horfast í augu við þau á einhveiju stigi," segir Major. Neikvæðari tónn í Clarke Tónninn í Kenneth Clarke fjár- málaráðherra, sem til þessa hefur þótt hlynntur EMU-aðild og ekki viljað útiloka aðild Bretlands, er sömuleiðis neikvæðari en verið hef- ur. Fjármálaráðherrann sagði í við- EVROI tali við BBC á sunnudag að það væri „mjög ólíklegt" að myntbanda- lagið gæti tekið gildi 1. janúar 1999, eins og að er stefnt. „Ég held að það sé ólíklegt að nokkur byiji 1. janúar 1999 — ekki útilok- að, en ólíklegt," sagði hann. Ráð- herrann bætti við að önnur aðildar- ríki ESB yrðu að halda fast við skilyrði Maastricht-sáttmálans um frammistöðu í efnahagsmálum. Ef þau neyddust hins vegar til að beygja reglumar „ættu þau ekki að fara af stað og við ættum að sjálfsögðu ekki að fylgja þeim eft- ir.“ Margir þingmenn íhaldsflokks- ins undirbúa nú persónulegar stefnuyfírlýsingar fyrir þingkosn- ingarnar, sem haldnar verða eigi síðar en í maí. Talið er að allt að 100 frambjóðendur muni lýsa and- stöðu við EMU-aðild Bretlands. „Það er í fullu samræmi við rök- semdir forsætisráðherrans að við útilokum aðild að myntbandalag- inu í persónulegum yfirlýsingum okkar,“ sagði Bill Cash, einn af leiðtogum ESB-andstæðinga í íhaldsflokknum. „Major hefur réttilega dregið í efa réttmæti þess að setja stjórn brezkra málefna í hendur Evrópska seðlabankans." Blair tekur undir áhyggjur af því að reglur verði svelgðar Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði aftur á móti I viðtali við BBC að í hans flokki yrði ekki liðið að frambjóðendur gæfu út persónulegar kosningayfir- lýsingar. „Það væri rangt og það væri brot á reglum Verkamanna- flokksins," sagði hann. „Ef slíkt gerist, hvort sem það er í íhalds- flokknum eða Verkamannaflokkn- um, vita kjósendur einfaldlega ekki hveiju þeir eru að greiða atkvæði." Blair tók undir áhyggjur íhalds- manna af því að önnur ESB-ríki uppfylltu ekki efnahagsleg skilyrði fyrir þátttöku í EMU og myndu reyna að komast framhjá þeim. „Við höfum alltaf gert mönnum Ijóst að slíkt mætti ekki gerast og að Bretland yrði þá ekki með,“ sagði hann. Styrkja sjónvarps- efni um Evrópumál Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hyggst á fundi f Brussel í dag bjóða 60 fram- leiðendum sjónvarpsefnis í Evr- ópu styrki til að gera heimilda- þætti um hinn nýja Evrópu- gjaldmiðil evró, innri markað Evrópusambandsins og ríkja- ráðstefnu sambandsins, sem nú stendur yfir. Alls verða 20 millj- ónir ECU (um 1,6 mil(jarðar króna) til ráðstöfunar. Yves-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í fram- kvæmdastjórn ESB, segir að Evrópusambandið verði að standa sig betur við að kynna fyrir borgurum aðildarríkjanna hvað þeir græði á Evrópusam- starfinu. „Aðalvandamálið er skortur á upplýsingum," segir de Silguy og bendir á að 80-90% fbúa ESB-ríkjanna telji sig illa upplýsta um evróið og Efna- hags- og myntbandalag Evrópu. Framkvæmdastjórnin er þeirrar skoðunar að það sé einkum fáfræði, sem ýti undir andstöðu við Evrópusamrun- ann. Skoða enn skattamál Steffi Graf ÞÝSKIR saksóknarar sögðust í gær enn vera kanna hvort ástæða væri til að höfða mál á hendur tennisstjömunni Steffi Graf vegna skattalaga- brota. Heldur hún fram sak- leysi og segir faðir sinn, Peter Graf, alfarið hafa séð um fjár- mál hennar. Einu afskipti hennar hafi verið að undirrita skattframtalið. Dómari, sem dæmdi Peter Graf til tæpra fjögurra ára fangelsisvistar í síðustu viku, lagði til í úr- skurði sínum, að öllum mála- rekstri á hendur Steffi yrði hætt. Saksóknarinn í Mann- heim, Hubert Jobski, sagði í gær, að þau tilmæli hefðu enga þýðingu. Tyrkir leyfa höfuðklúta TYRKNESKA stjórnin áformar að aflétta banni við því að konur, sem starfa hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum, og námsmenn hylji andlit sitt með höfuð- slæðu. Upplýsti aðstoðarmað- ur Necmettins Erbakans for- sætisráðherra þetta í gær. Samkvæmt núgildandi lögum geta yfirmenn opinberra fyr- irtækja refsað konum fyrir að sveipa höfuðið slæðu í vinnu og vikið þeim úr starfí fyrir ítrekuð brot. Háskóla- rektorum er sömuleiðis heim- ilt að banna slæðunotkun í skólum sínum. Skattheimtan hættusöm HÆTTUR þær sem blasa við rússneskum skattheimtu- mönnum koma rækilega f ljós í nýrri skýrslu ríkisskatt- stjóra. Samkvæmt henni voru 26 skattaheimtumenn drepnir við störf sín á síðasta ári, 74 slösuðust, sex var rænt og heimili 41 voru brennd. Auk- inheldur voru framin sprengj- utilræði eða skotárásir í 18 skattstofum. Ríkisskattstjór- inn bjóst ekki við að þetta ár yrði nokkuð skárra. Major vill kjósa í maí JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, er staðráðinn í að efna ekki til þingkosninga fyrr en í maí. Itrekaði hann þessa skoðun sína á ríkis- stjómarfundi, sem haldinn var á sveitasetri forsætisráð- herrans í gær. Dauði konu rannsakaður ÞÝSK yfirvöld fengu heimild ættingja til að láta kryfja lík 41 árs konu, sem lést í síð- ustu viku, en gmnur leikur á að hún hafi látist af völdum afbrigðis Creutzfeldt-Jakob veiki sem nátengd þykir kúa- riðu. Niðurstaða krufningar- innar getur ráðið því hvort ráðist verður í viðamikla slátr- un allt að 14 þúsund kálfa sem innfluttar breskar og svissneskar kýr bára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.