Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 IMEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ íslandsmeistarakeppni í kökuskreytingum Tók þijár vikur að hanna verð- launastykkið JÓHANNES Felixson bakarameist- ari sópaði að sér verðlaunum i ís- landsmeistarakeppni í kökuskreyt- ingum sem haldin var í Perlunni um helgina. Hann hlaut íslands- meistaratitilinn og þar að auki fékk hann sérstök verðlaun fyrir litasam- setningu verks síns svo og sérstaka viðurkenningu fyrir bragðgæði tert- unnar. Þriggja vikna vinna „Að þessu sinni var þemað ísland og viðfangsefnið mitt eldur og ís,“ segir Jóhannes Felixson, nýbakaður íslandsmeistari, í kökuskreyting- um. „Eldgos var öðrum megin, jök- ull og kuldi hinum megin. í miðj- unni var konfektkassi með skjaldar- merkinu sem ég kallaði ríkiskass- ann. Þegar hann var opnaður kom í ljós að hann var tómur." Jóhannes segir að hugmyndin að verkinu hafi mótast smám saman þegar hann byijaði að æfa sig. „Þetta var stíf vinna í um það bil þijár vikur. Ég gerði kannski einn lítinn hlut og velti honum fyrir mér þann daginn og dijúgur tími fór í að velta hveiju smáatriði fyrir sér.“ Tertuuppskriftimar í kökubókinni Jóhannes hlaut sérstök verðlaun fyrir bragðgæði tertunnar sem Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands og High North Alliance, Noregi haida ráðstefnu um HVALVEIÐAR í NORÐURHÖFUM frá hagrænu og pólitísku sjónarmiði að Hótel Loftleiðum laugardaginn 1. mars 1997 Meðal fyrirlestra verða Hvalastofnar í Norðurhöfum og sjálfbaer nýting auðlinda Jóhann Sigurjónsson, sendiherra Staða og viðhorf Alþjóðahvalveiðiráðsins Ray Gambell, aðalritari Alþjóðahvalveiðiráðsins Staöa og viðhorf NAMMCO Kate Sanderson, ritari NAMMCO Hagnaðarmöguleikar og áhætta í alþjóðlegum viðskiptum meö hvalaafurðir Trond Björndal, prófessor við Viðskiptaháskólann í Bergen Möguleg áhrif hvalveiða á íslenskan útflutning Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO): Viðskiptabönn og versiunarhömlur ■ Ted McDorman, prófessor viö lagadelld Háskólans í Toronto CITES og alþjóðaviðskipti með hvalaafurðir Jaques Berney, fyrrv. aðstoðarframkvæmdastjóri CITES (Convention on International Trade in Endangered Species) Stjórn hvalveiða og alþjóöalög William Burke, prófessor við lagadeild Washingtonháskóla, Seattle NAMMCO, Alþjóðahvalveiðhráðið og Norðurlönd Steinar Andresen, rannsóknastjóri Stofnunar Fridtjof Nansen, Ósló Veiðar Færeyinga á andamefju Kjartan Hoydal, framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafs samvinnunefndarinnar Nýleg þróun í hvalveiöiheimildum frumbyggja Robert L. Friedheim og Ray Gambell Framtíð hvalveiðisfjómunar Robert Friedheim, prófessor í alþjóðasamskiptum, Háskólanum í South Carolina Framtíð hvalveiða í Norður-Atlantshafi Hringborðsumræður með þátttöku fulltrúa ráðuneyta og hagsmunaaðila Ráðstefnan fer fram á ensku en verður þýdd jafnóðum á íslensku Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald 2.500 kr með hádegisverði og kaffi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 525-4056, 552-7467 fax: 525-5829 netfang:fisheries@rhl.hl.is ÞRIÐJA sætíð hlaut Jón R. Arelíusar sem starfar í Perlunni. hann bakaði. „Tertuuppskriftin er mín og hvergi tii í heiminum ann- ars staðar. Að vísu er hægt að fá uppskriftina í Kökubók Hagkaups en þá þarf fólk að vita hvaða upp- skriftum úr bókinni er raðað saman í þessa tertu. Tertan er nefnilega margskipt og uppskriftimar teknar héðan og þaðan úr bókinni." Þess Morgunblaðið/Kristinn JÓHANNES Felixson er íslandsmeistari í kökuskreytingum þetta árið. Hann hlaut auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir bragðgæði tertunnar svo og litasamsetningu verksins. Verðlaunin sem Jóhann- es hlaut voru meðal annars 50.000 krónur, utanlandsferð tíl Evrópu fyrir tvo, handunninn vasi og bók. má geta að Jóhannes er ritstjóri Kökubókar Hagkaups og hefur búið til margar uppskriftir sem þar er að finna. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir litasamsetningu og hlaut Jóhannes þau líka. - Þú hefur ekki fengið þig fullsaddan af bakstri eftir að hafa bakað fyrir Kökubók Hagkaups? „Reyndar þurfti ég að taka mér gott frí frá bakstri þegar bókin var búin. Það var hinsvegar ekki mikið um kökuskreytingar í henni." Jó- hannes Felixson starfaði lengi á Nýja kökuhúsinu en er núna í hálfu starfi að kenna kökuskreytingar hjá Hótel- og matvælaskólanum. Hann segist síðan vera að leita að starfi með kennslunni. Víkingaskip og eldfjall KONFEKTKASSI með skjaldarmerki var á miðju verki Jóhannesar Jóhannes Baldursson bakara- meistari hlaut önnur verðlaun í keppninni fyrir verk sitt svo og sérstaka viðurkenningu fyrir hönn- un og hugmynd. Uppistaða verksins hans var eldfjall og víkingaskip. Þá var hann með þriggja hæða tertu sem var byggð eins og klettur sem var þá hugsuð sem híbýli víking- anna. Sjórinn er úr siffoni og strig- inn undir settur til að undirstrika harðbýlið á íslandi. Til að skreyta með notaði Jóhannes til dæmis þurrkaðan hreindýramosa og blá- beijalyng. Hann skreytti síðan tert- umar með sölum, íslenskum svepp- um og blábeijum. Terturnar stóðu á hraunsteinum. Notað kvöld og helgar til að æfa sig Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhann- es tekur þátt í keppninni. Þegar hann komst að því að þema keppn- innar væri ísland ákvað hann að slá til því í kollinum var hann með hugmynd að verki. Hann segist hinsvegar hafa haft nauman tíma til að æfa sig enda í fullri vinnu Völuskrín HJÁ versluninni Kirsubeija- trénu við Vesturgötu er hægt að kaupa öskjur úr grísaþvag- blöðrum, svokölluð Völuskrín. Það er listakonan Valdís Harrys- dóttir sem hannar öskjurnar. Blöðrurnar em þurrk- aðar, litaðar eða ólitaðar með loki úr pappír og þurrkuðum eggaldinum eða hreðkusneið- um og hafa þær að geyma kindarvölu. Völuskrínin hafa meðal annars verið notuð af auglýs- ingastofunni Hér og nú sem umbúðir til kynningar á moltu fyrir fyrirtækið Sorpu. í ÖÐRU sætí varð Jóhannes Baldursson bakara- meistari og hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir hugmynd og hönnun verksins. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? v/'' Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? sf Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrarnámskeið. Skráning er í síma 564-2100 HRAÐUESTRARSMÖLJNIV hjá Breiðholtsbakaríi. „Ég hef notað kvöld og helgar undanfamar vikur til að æfa mig. Það má eiginlega segja að ég hafi síðast séð eiginkon- una á gamlárskvöld." Verk Jóhann- esar verður næstu daga til sýnis í Breiðholtsbakaríi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.