Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 21 ERLEIMT Sænskir hægrimenn bíða heimkomu Bildts Stokkhólmi. Reuter. CARL Bildt, sem hefur verið eftir- litsmaður alþjóðlegs uppbygging- arstarfs í Bosníu, hyggur nú á heimför til Svíþjóðar til að hella sér út í stjómmálabaráttuna að nýju. Það er ekki laust við að hægrimenn andi léttar vegna væntanlegrar heimkomu for- mannsins, þar sem margir eru þeirrar skoðunar að dvöl Bildts í útlöndum hafi nánast skilið Hægriflokkinn eftir í lausu lofti. Telja flokksmenn hans tíma kom- inn til að Bildt einbeiti sér að stjórnmálum í Svíþjóð en gengið verður til kosninga þar á næsta ári. Fjarvistir Bildts, sem hélt til Bosníu árið 1995, kunna þó einn- ig að hafa komið flokki hans til góða, því Bildt þykir hafa staðið sig vel í afar erfiðu starfi og hafa vinsældir hans aukist heimafyrir á sama tíma og fylgi minnihluta- stjórnar jafnaðarmanna minnkar. Hyggst Bildt nú nýta sér þetta og efla alla starfsemi flokksins á ný. Vill hann leggja áherslu á Evrópumálin og blása nýju lífí í þreytulega stjórnmálaumræðuna í Svíþjóð. „Stjórnarandstaðan hefur ekki átt sér neinn raunverulegan leið- toga á þingi í fjarveru Bildts og enginn hefur farið fyrir borgara- flokkunum," segir Olaf Ruin, pró- fessor í stjórnmálafræði við Hyggst ræða Evr- ópumálin og blása nýju lifi í stjorn- málaumræðuna Stokkhólmsháskóla. „Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan sem þarf á honum að halda; stjórnvöld þurfa einnig á ákveðnum manni að halda sem hægt er að rökræða við og beina spjótum sínum að.“ Dagsetningin ekki ákveðin Talsmaður Bildts segir hann ekki reiðubúinn að gefa upp hve- nær hann hyggist snúa aftur heim, þar sem slíkt kunni að koma sér illa í starfmu í Bosníu. Áhrifa- máttur embættis hans minnki óneitanlega þegar menn viti að hann sé á förum innan skamms tíma. Þó sé ljóst að hann muni snúa aftur á þessu ári. í Svíþjóð búast flestir við því að Bildt snúi heim í sumar, til að vera reiðubúinn að taka þátt í þingstörfum er þau hefjast um miðjan september. Með því móti gefst honum eitt ár í kosningabar- áttuna en skiptar skoðanir eru um hvort honum takist að leiða borgaraflokkana til sigurs á jafn- aðarmönnum. Þeir hafa yfir- burðastöðu í sænskum stjórnmál- um, þó leiðin hafi legið niður á við að undanförnu og Hægri- flokkurinn njóti nú svipaðs fylgis og jafnaðarmenn, samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum. Fylgi við jafnaðarmenn er nú komið niður fyrir 30% og fylgi við höfuðand- stæðingana í Hægriflokknum er aðeins hálfu prósenti minna. Stjómmálaskýrendur benda hins vegar á að jafnaðarmenn hafi fyrst og fremst misst fylgi til Græningja og vinstrimanna, ekki borgaraflokkana. í augum margra Svía er Bildt hetja sem hefur náð langt á al- þjóðavettvangi. Ekki er að efa að það mun koma honum vel fyrst í stað en sumir stjórnmálaskýr- endur segja það geta breyst á nokkrum mánuðum eftir heim- komuna. Hann muni án efa hressa upp á umræðuna um mál á borð við myntbandalag Evrópu og kjarnorkuver, enda hafi jafn- aðarmenn komist upp með að taka ekki skýra afstöðu til þess- ara mála. Óvíst sé hins vegar að þetta auki honum vinsældir auk þess sem hann kunni að flækjast í óþægileg innanríkismál. Takist Bildt ekki að vinna kosningarnar á næsta ári, geta stjórnmálaskýrendur sér þess til að hann muni segja af sér for- mennsku í Hægriflokknum og leita fyrir sér á alþjóðavettvangi að nýju. Reuter GUILHERME de Padua í réttarsalnum í Rio de Janeiro. 19 ár fyrir morð á sj ónvarpsslj örnu Rio de Janeiro. Reuter. BRASILISKI leikarinn Guilherme de Padua var á laugardag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að myrða leik- konuna Daniellu Perez. Þau voru bæði stjörnur „Af líkama og sál“, einni vinsælustu sápuóperu Brasilíu. Kviðdómur í Rio de Janeiro komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa setið á rökstólum yfir nótt að de Padua, sem var fatafella áður en hann fór að leika í sápuóperunni, væri sekur. De Padua var elskhugi Perez í sjónvarpsþáttunum og þau voru einnig elskendur í raun. Hann og kona hans, Paula Thomaz, voru sökuð um að hafa framið morðið. Breytti framburðinum De Padua játaði í upphafi að hafa framið morðið og sagði að Perez hefði elt sig á röndum. Hann breytti hins vegar framburði sínum eftir að hann skildi við Thomaz. Ekki hefur verið réttað í máli hennar, en de Padua hélt því fram að hún hefði myrt Perez í afbrýðikasti. Perez var stungin 15 sinnum með skærum. De Padua kvaðst hafa haldið við Perez vegna þess að móðir hennar hefði skrifað handritið að sápuóper- unni og hann hefði þurft að koma sér í mjúkinn hjá móðurinni. Fimm kviðdómendur af sjö töldu að de Padua hefði sagt ósatt og sagði dómarinn að hann væri „ofsamaður, öfuguggi og heigull". Þótt de Padua hafi verið dæmdur í 19 ára fangelsi gæti verið að hann yrði látinn laus eftir tvö ár. Hann hefur þegar setið fjögur ár í fangelsi og í Brasilíu eiga fangar rétt á reynslulausn þegar þeir hafa afplán- að þriðjung refsingar sinnar. Málaferlin hafa vakið mikla at- hygli og hefur verið líkt við réttar- höldin yfir O.J. Simpson. LSi vél búin: 1.3 litra rúmmáli 12 ventlum Fjölinnsprautun 84 hestöflum Vökva- og veltistýri Útv./segulb. meö 4 hátölurum Stafræn klukka Fjarstýrö opnun á bensínloki Dagljósabúnaður Litaö gler Tveggja hraöa þurrkur með biörofa og rúöuspráutu Afturrúðuhitari meö tímarofa Samlitir stuöarar Heilir hjólkoppar Tveir styrktarbitar í huröum Krumpusvæöi Barnalæsingar o.m.fl. 1/1 CC 3 O < 2 O CQ < O É D£ UJ Í= UJ n. 1—; Verð frá HYunoni til framtíðar ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 - BEINN SÍMI: S53 1236 995. lítið þið ekki á samanburðartöfluna rennið yfir staðalbúnaðinn skoðið fjölbreyttu lánakjörin kíkið á aukapakkana og gaumgæfið verðið Samanburðurinn hjálpar þér að velja rétt 3 dyra bilar HYUNDAI Accont LSi vw GolfCL TOYOTA Corollo XLi OPEL Astra GL NISSAN Almera LX Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 1389 1392 Hestöfl 84 60 75 60 87 lengd 4103 4020 4095 4051 4120 Breidd 1620 1696 1685 1691 1690 Völcva- og veltistýri J J J J/N J Útvarp + segulb. J J N J/N J Metallakk Innifalið 18.000 Innifalið 21.000 Innifalið VERÐ 1.220.000 1.104.UVA) 1.199.000 1.248.000 9.742 kr. á mánuði með kaupleigu í 36 mánuði. Kaupverð 995.000 kr. Útborgun(bíll/pen.) 275.000 kr. Lokaafborgun 547.000 kr. Komið svo við hjá okkur, veljið bíl og takið einn góðan hring í rólegheitum. Þá ættuð þið að hafa sannfærst um að þeir sem eignast Accent fá fólksbíl á verði smábíls. Xtra pakkar - veldu þér einn Álfelgur VetrardekR, mottur. hliöarlistar, bónpakki. | Vindskeið vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. wammmmmmmmum GSM sími vetrardekk, mottur, hliðariistar, bónpakki. Geislaspilari vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. Meðalverömaeti pakkanna er um 80.000 kr. en þeir fást fyrir aöeins 25.000 kr. á PAKKADÖGUM viö kaup á Hyundai bifreiö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.