Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 SJÓNMENIMTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ fflNN NAKTI SANNLEIKUR Það hefur margt gerstfrá síðustu vettvangs- skrifum, segir Bragi Asgeirsson umræðan samt verið meiri en oft áður enda tilefnin óvenju mörg. Sjálfur segist Bragi hafa verið upptekinn á öðrum vígstöðvum, svo sem greinaskrif beri með sér, en þau séu ekki hrist úr erminni, heldur kosti miklar yfirlegur og rannsóknir. MARMARASTYTTA af Herkúles (hluti). Rómversk eftirgerð grískrar frummyndar frá 4. öld f. Kr. HLUTI af deilunum sem upp spruttu vegna sýningar Karólínar Lárusdóttur fór fram hjá mér vegna utanlandsfarar, sá t.d. ekki listdóm Ólafs Gíslasonar í DV „Um gullfót listarinnar" fyrr en athygli mín var vakin á honum, nokkru eftir að heim kom. Fiskaði hann upp á blaðinu og tók ljósrit á staðn- um. Það teljast auðvitað hárrétt og heilbrigð stefnumörk að fylgja eftir skoðunum sínum á opinberum vettvangi hveijar sem þær nú eru og vera ekki með neinar málamiðl- anir. Og við sem tekið höfum að okkur að viðra þær opinberlega verðum að vera reiðubúnir til að sætta okkur við rýni á þær ekki síður en þolendur og meint fórn- arlömb. En afflutningur stað- reynda og yfirborðslegar rann- sóknir eru annað mál, og þar sem nafn mitt var dregið inn í skrifín tel ég skylt að leiðrétta þennan starfsbróður minn. Fyrir hið fyrsta lætur Ólafur í það skína, að sam- kvæmt skrifum mínum byggist meint frægð listakonunnar á Eng- landi meðal annars á einni tíma- ritsgrein. Upplýsi, að víst birtust veglegar greinar um Karólínu í list- tímaritum ytra á liðnu ári, en ég var ekki frekar að vísa til þeirra en uppsláttarbæklings sem kemur út mánaðarlega í London, og herm- ir frá því sem helst er að gerast á sýningavettvangi. Munurinn á „víðlesnu erlendu tímariti“ og slík- um bæklingi er allnokkur að ekki sé meira sagt og sannfæring mín er, að.Ólafi og félögum hefði fund- ist nokkur uppsláttur að vegsemd- inni í heimsborginni ættu þeir sjálf- ir í hlut. Þá þyrfti smásjá í yfir- stærð, og dygði engan veginn til, að greina í skrifum mínum vand- lætingu yfir meintu tómlæti íslend- inga í garð Karólínu Lárusdóttur og Guðmundar Erró. Bæði hafa einmitt notið óvenju mikillar vel- gengni frá upphafi og verið met- sölufé á listamarkaði. Nema að hann álíti fámennan hóp harðlínu- manna og handbenda þeirra í list- sögufræðingastétt einu réttbornu íslendingana, en alla hina af öðru og ókenndu þjóðerni. Með því að athuga mál aðeins betur, hefði Ólafur einnig fljótlega komist að því, að myndir listakon- unnar seldust ekki upp á 15 mínút- um eins og æsifréttir hermdu, sem okkur rýnunum ber síður að sporð- renna hráum. Sjálfur kom ég á staðinn er nokkuð var liðið á opn- unina og var samferða starfsfólk- inu út við lokun, sem var svo vin- samlegt að skjóta mér heim. Þá var ein stór mynd óseld á endavegg niðri og þrjár litlar uppi að mig minnir. Allar þessar myndir seldust daginn eftir, að einni undanskil- inni, sem var að vísu fátækari í litbrigðum, en mun blæbrigðarík- ari í grátónum og að mínu mati ein hrifmesta mynd sýningarinnar. Hún seldist svo nokkrum dögum seinna. Fyrir stóreygða og opin- mynnta ýfir sölu frúarinnar, má bæta við, að Karólína fékk alln- okkrar pantanir frá einstaklingum, án nokkurra skilyrða um útlit og skipan myndheildanna, en trúlega sama myndefni. Slíkar pantanir voru eldsneyti listarinnar frá dög- um endurreisnar og til seinnni tíma og ég veit ekki betur en að sá háttur sé í fullu gengi hjá skrif- stofufólki og sýningastjórum nú- lista, sem að auk gefa skjólstæð- ingum sínum línuna. Verra er, að þeir sem ekki fara eftir hinum löggiltu og/eða sjálfskipuðu bendi- prikum eru ekki til á landakorti listarinnar, að þeirra mati, og hafi þeir verið það eru þeir strikaðir út. Þá var það í meira lagi klaufa- legt, að gefa í skyn, að einhverjir hafi orðið fyrir vonbrigðum og þótt það hneyksli að listráð skyldi ekki vera í biðröðinni og meðal þeirra er hömstruðu verkin á þess- um meintu 15 mínútum. Veit ekki betur en að allir meðlimir þess hafí mætt á staðinn daginn áður og skoðað í dijúga stund og var þá hvert einasta verk falt. í slíkum tilvikum er sígild hefð fyrir því, að æðsta listastofnun þjóðarinnar hafi forkaupsrétt ef vill. Fór nefnd- in svo til að funda um málið að mönnum skildist og ríkti nokkur bjartsýni um lyktir mála. En þegar ekkert heyrðist í henni fyrir opnun sýningarinnar, er vel skiljanlegt að hinni virtu listakonu fyndist hún lítillægð og forsmáð í ljósi þess að safnið hefur aldrei fest sér mynd eftir hana. Slík fram- koma opnar fyrir allar gáttir gremju og gerir viðkomandi að píslarvotti. Að ég minntist á Erró sem hlið- stæðu, var einmitt vegna þess að framgengi islenzkra núlistamanna í hans garð fyrrum varð að mesta „boomerangi" íslenzkrar myndlist- ar frá upphafi, eins og dæmin sanna. Eru þeir eins og aðrir borg- arbúar nú að borga af skattfé sínu safn yfir hann, fremd hans og frama í útlandinu. Á seinni helmingi sjöunda ára- tugarins er Erró var að mála marg- ar þekktustu lykilmyndir sínar og allt fram á níunda áratuginn, kom ekki til greina að myndverk hans væru keypt til Listasafns íslands, varðaði heimsendi, þau forsmáð og hann lítilsvirtur. Svo langt gekk, að er loksins voru keyptar myndir á sýningu þeirri er Hrafn Gunnlaugsson skipulagði í Nor- ræna húsinu, var það í nafni ríkis- ins, en ekki Listasafnsins (I), telj- ast að auki langtífrá lykilmyndir. Má þannig færa rök að því, að þeir sem hér komu við sögu, hafi með þröngsýni sinni púkkað vel og rækilega í grunninn að Errósafni, en illu heilli án hans nafnkenndustu lykilmynda. Gerð- ist á líkum tíma og samtök lista- manna með skammsýni og pólitísk- um hráskinnaleik spiluðu úr hönd- um sér Myndlistarhúsinu að Klöm- brum, sem varð að Kjarvalsstöð- um. í ljósi þessa fæ ég ekki með nokkru móti komið auga á viskuna í framkomu safnráðs við Karólínu Lárusdóttur, og alls ekki með hlið- sjón af innkaupum safnsins und- angengin ár, hér hlýtur annað að koma til. Vera má að fortíðarþráin og hið ramma íslenzka myndefni hafi far- ið fyrir bijóstið á einhveijum, en þá fylgist fólk báglega með ef það hefur ekki tekið eftir að fortíð- arþrá, „nostalgia“, er stór hluti af nútímanum. Gengur svo langt að menn hafa í flimtingum að farsæl- asta og öruggasta framtíðin, sé „afturhvarf til fortíðar“. Þetta er svo alveg ný og nokkur önnur teg- und fortíðarþrár en fyrrum, því í fyrsta skipti í allri veraldarsögunni er til vopnabúr sem eytt getur öllu lífi á jörðinni mörg hundruð sinn- um, margir atómkafbátar ásamt eiturefnum í þúsunda tonna vís mara á hafsbotni. Aldrei áður í sögu mannsins dóu tugir lífvera út dag hvem af hans völdum, né jurtagróðri og ávöxtum sem lifað hafa í árþúsundir ef ekki milljónir ára útrýmt fyrir fullt og allt. Lang- llfí nokkurra kynslóða er takmark- að viðmið á framtíðina ef þannig er haldið á málum, og listamenn eiga síður að vera áróðurs- og bandamenn eitraðs veraldarauðs, siðleysis, tvöfalds siðgæðis, kald- hamraðrar vinavæðingar og blindra hagsmuna. Dæmigerð hliðstæða fortíðar- þrár, er að ásókn í gömul hús- gögn, antík, hefur aldrei verið meiri og þá öðru fremur vegna þess að um gegnheilan við er að ræða en ekki plast eða örþunna viðarhimnu á spónaplötur eða tré- líki, svo mjög sem gengið hefur verið á eðalskógana. Þar fyrir utan er hönnunin mun lífrænni og hand- verkið traustara. Sjá kannski ein- hveijir hér hliðstæðu á listavett- vangi á dag, er handverkið er sem örþunn himna, ytra byrði fræði- legra umbúða, undirstaðan te- skeiðalærdómur í stað svita og yfirlegu fyrri kynslóða? Það er í alla staði mjög ánægju- legt að það skuli gerast, að listsýn- ingar seljist upp, sem staðfestir fyrri kenningar mínar þess efnis, að minnkandi sala undanfarinna ára sé engan veginn peningaskorti að kenna. Því skal fagnað og við- komandi samglaðst, í öllu falli er skrifara fyrirmunað að öfundast við þá, eins og málum er háttað í þessu afskekkta eyríki. Öfugsnú- inn gullfótur listarinnar er ekki falinn í viðleitni einstaklinga á listavettvangi, heldur miskunnar- lausra óheilbrigðra markaðsafla í útlandinu, sem hefur hugkvæmst að setja tilbúnar núlistir fyrir vagna sína. Erfiðara og erfiðara verður að ijúfa þá múra sem þeir hafa reist veldi sínu. Og hvaða kröfur getum við gert í landi, þar sem fræðsla á myndmenntir hefur til skamms tíma verið lítil sem engin í kennslukerfínu og íslenzk sjónmenntasaga ekki til, jafnvel ekki kennd í MHÍ? Öll slík sagn- fræði eins konar einkamál kennar- anna, og listsögufræðingar meira á höttum eftir embættum en að gerast virkir í opinberri umræðu, dialogu, og ef hún er einhver virð- ist hún lituð því að nálgast þau. Einokun listarinnar verður stöð- ugt meira áberandi og áróður fá- menns hóps bendiprika og miðstýr- ingarafla um endalok málverksins um leið háværari. Þó lifum við tíma, er fjölmiðlar sækja meira til málverksins en nokkru sinni fyrr, um það eru dagblöð og tímarit um gervalla heimsbyggðina helst til vitnis. Þá var strangt tekið aldrei verðhrun á málverkamarkaðnum, heldur spenntu óprúttnir verðbré- fasalar, braskarar og spákaup- menn verðið óeðlilega hátt upp á níunda áratugnum. í mjög fáum tilvikum er verðgildi málverka gró- inna málara í útlandinu minna en í upphafi níunda áratugarins, mun fleiri margfalt meira. Undantekn- ingin er helst hér á landi, uppgang- urinn náði enda aldrei hingað svo neinu nemi, en niðurtalningin var byijuð 1987, er verðsprengingam- ar voru í hámarki ytra og verðgildi málverka margfaldaðist. Það em skráð og óskráð lög- mál, að þar sem gjaldmiðillinn er sterkur, heilbrigð og eðlileg þróun á sér stað á fjármagnsmarkaði, hækkar verð málverka í hlutfalli við verðbréf. Mun ísland eina und- antekningin á vesturhveli jarðar og hlýtur að spegla mjög sértæka og umdeilanlega þróun. Loks er sláandi dæmi um and- varaleysi og litla opinbera umræðu á myndlistarvettvangi, að þegar mikilvægustu stöður listageirans eru lausar, fer öll spennan fram undir yfirborðinu. Hjá hvíslurun- um, moldvörpunum, undirróðurs- öflunum, símafíklunum, kaffi- og öldurhúsaliðinu. Hafi birst staf- krókur í dagblöðunum eða sam- ræða farið fram á opinberum vett- vangi hefur það farið fram hjá skrifara. Undarlega er líka staðið að þeim mikilvægu embættisveit- ingum, því menn hafa einn (1) mánuð til umþóttunar, og hvað Listasafn ASÍ varðar hálfan (1/2) mánuð! í auglýsingu frá menntamála- ráðinu sem birtist í blaðinu á gaml- ársdag, er kveðið á um sérfræði- lega og staðgóða þekkingu á myndlist og rekstri listasafna og er ekki alveg klárt hvaða skilning- ur er lagður á böggulinn. Sérfræðingarnir á íslenzka myndlist eru ekki margir, því allir listsögufræðingar okkar sækja menntun sína í afmarkaða þætti erlendrar sjónlistasögu hvort held- ur myndlist eða hönnun. Má vera borðleggjandi að þekking margra miðaldra málara, að ekki sé talað um eldri kynslóðir, sé hér mun umfangsmeiri og blóðríkari titluð- um sérfræðingum. Hins vegar væri það alveg nýtt ef almennri listsögumenntun, sem er mikil og merkileg fræðigrein, fylgdi einnig gráða í rekstri listasafna, sem einnig er afmörkuð fræðigrein „museumlogi" = safnafræði. Þá ber þess að geta, að listasöfn- in okkar eru fá og afar vanmegn- andi og ekki þekkir skrifari nokk- urn mann er persónulega reynslu hefur af innviðum markverðra listasafna í útlöndum. Með þessum ákvæðum er í raun, og alveg að ósekju, verið að hygla þeim sem einhveija reynslu hafa aflað sér á mjög frumstæðum og óburðugum vettvangi, sem er í eðli sínu meira umstang kringum sýningar en sjálfur rekstur stofn- ananna, „adminstration". Um leið er verið að minnka möguleika þeirra sem lítillar eða engrar reynslu hafa aflað sér, þótt þeir kunni að vera mun betur menntað- ir í sjálfum fræðunum, fullir metn- aðar og brennandi af löngun til svipmikilla athafna. Sú þróun hefur orðið ytra, eink- um í Bandaríkjunum þar sem söfn eru hvað best rekin, og má vera umdeilanieg í mörgum tilvikum, að leitað er út fyrir raðir sérfræð- inga. Þannig eru viðskiptafræðing- ar, jafnvel hagfræðingar eða viður- kenndir dugnaðarforkar í almenn- um rekstri stofnana, teknir fram fýrir slíka er svo er komið. Hins vegar eru svo sérfræðingar ráðnir að söfnunum, eftir menntun þeirra í fræðunum, ritstörfum og skrifum á opinberum vettvangi, svo og öðr- um störfum er skara listir. Hér koma til stórauknar kröfur um hagkvæmni í rekstri, tekju- aukningu, umsvif á vettvanginum, að söfnin laði að sér fólk og séu virkari um hlutlæga fræðslu. Þjóð- Iistasöfn eru nefnilega ekki reist utan um tilfallandi og afmarkaðar skoðanir sérfræðinga, heldur til að miðla sem mestum fróðleik á breið- um grundvelli. Nærtækt og frægt dæmi um stöðu sem veitt var vegna meintrar yfirburðaþekkingar í fræðunum, sem reyndist svo ekki standast þegar forvitnir fóru í saumana á þeim, er Anna Castberg. Út á að- laðandi framkomu, útlit, meinta menntun og athafnasemi í útland- inu var hún ráðin forstöðumaður núlistasafnsins Arkarinnar í Ishöj. Hún var látin fjúka, en hvellurinn bergmálar ennþá og matrónan í felum, var nr. 29 varðandi mann ársins I Danmörku, enda skopskyn- ið í lagi hjá frændum vorum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.