Morgunblaðið - 28.01.1997, Side 34

Morgunblaðið - 28.01.1997, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Klisjur atvinnurekenda í samningaviðæðum SAMNINGAVIÐRÆÐUR aðild- arfélaga Bandalags háskólamanna við helstu viðsemjendur sína, ríki og Reykjavíkurborg, hafa það sem af er vetri einkennst af- klisjukenndum og óljósum hug- myndum þeirra síðarnefndu um nýjar áherslur í launamálum. Hug- myndafræðin er fengin að láni úr ýmsum áttum, en er svo illa ígrunduð að samninganefndum ríkis og Reykjavíkurborgar er nokkur vorkunn að útskýra hvað býr að baki, hvernig útfærslan er hugsuð eða hvernig tillögurnar falla að atvinnustarfseminni eða hugmyndafræði þeirra í starfs- mannamálum. Stöðugleikinn Viðsemjendur aðildarfélaga bandalagsins segjast stefna að því að viðhalda stöðugleika í efnahags- málum og skapa skilyrði fyrir áframhaldandi hagvexti og bættum lífskjörum. Jafnframt miða þeir við að launahækkanir verði ekki meiri en í samkeppnislöndunum. Svokallaðir þjóðarsáttarsamn- ingar voru gerðir í þeirri góðu trú að verið væri að skapa aðstæður fyrir launahækkanir síðar meir. Kröfum um efndir núna er hafnað. Hvað veldur? í mínum huga er það öflugasti þrýstihópurinn í íslensku atvinnulífi sem stendur þar að baki. Hópinn skipa fjármagnseig- endur sem sífellt gera auknar kröf- ur um meiri tekjur, meiri arð. Hann hefur komið ár sinni vel fyr- ir borð og verkin koma víða fram, en erfitt er að henda reiður á hópn- Allt upppantað Janúartilboðið verður því framlengt fram í febrúar, fyrir aðeins kr. 5.000 Barnamyndataka, innifalin ein stækkun 30x40 cm innrömmuð. Að auki færðu kost á að velja úr 10-20 öðrum myndum af börnunum, og þær færðu með 50% afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishom af verði: 13x18 cm í möppu kr. 1.100,00 20x25 cm í möppu kr. 1.550,00 30x40 cm í ramma kr. 2.300,00 Hringdu og láttu senda þér frekari upplýsingar, en bíddu ekki of lengi, tilboðið gildir aðeins ákveðinn tíma. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 3 Ódýrari DiSETOENŒIWvCA T X j j [fflH m Tl Stórhafða 17 vlð GulBnbrt, sfmJ 567 4*44 um sem slíkum. Tekjur hópsins hafa farið hratt vaxandi og útgjöld minnkandi. Arður hlutabréfa hér á landi er almennt orðinn tölu- vert hærri en annars staðar gerist og áhætt- an í viðskiptunum er jafnframt minni. Vext- ir eru háir. Skattur af arði hefur verið lækk- aður og þó svo að skattur hafi verið Iagð- ur á fjármagn er hann lægri en gengur og gerist. Hópurinn krefst þess síðan að forysta launa- manna sýni ábyrgð og geri ekki meiri kröfur um launahækkanir en tíðkast í samkeppnislöndunum. Forysta launamanna er jafnframt vöruð við því að etja félagsmönnum sínum, eins og um skynlausar skepnur sé að ræða, út í aðgerðir sem leiði alla til glötunar með verð- bólgudrauginn í fararbroddi. Takmörkun miðstýringar Ríki og borg stefna í samninga- viðræðum að takmörkun mið- stýrðra launaferla og því að út- færsla einstakra ákvæða kjara- samninga verði sem mest í höndum stofnunar og fulltrúa starfsmanna viðkomandi stofnunar. Þegar grannt er skoðað stefna ríki og borg sjálf ekki að öðru en að útdeila ákveðnum verkefnum til stofnana og fyrirtækja sinna sem áfram verða undir verkstjórn og eftirliti fjármálaráðuneytis og borgarskrifstofu. Hvað er það ann- að en miðstýring? Málið snýst í rauninni ekki um annað en að fá stéttarfélögin til að semja um minni afskipti af kjarasamningum og framkvæmd þeirra. Aðför að samningsrétti starfsmanna ríkisins er ekki nýjung. Skemmst er að minnast breytinga á lögum um réttindi og skyldur þeirra síðast- liðið vor sem gerðar voru að frumkvæði fjármálaráðherra. Fólu þær í sér að fjöldi ríkisstarfs- manna var sviptur samningsrétti og þar með réttinum til að vera í stéttarfélögum. Hitt er hins vegar nýjung að ætla sér að semja við stéttarfé- lögin um afsal samn- ingsréttar og þiggja í staðinn innantómar klisjur. Launamenn hafa valið að skipa sér í stéttarfélög sem eru verkfæri þeirra til að sækja fram til betri kjara og réttinda og veija þau. Þennan rétt sóttu launamenn í hendur atvinnurekenda og það ekki alltaf með góðu. Rétturinn til að vera í stéttarfélögum og beita þeim í baráttunni fyrir bættum kjörum er ekki falur. Breytt launakerfi Tillögur um breytt launakerfi fela það í sér að hækkanir í núver- andi launakerfi vegna hækkandi starfsaldurs verði takmarkaðar sem og hækkanir vegna aukinnar menntunar. í stað þessa skulu koma viðbótarlaun eða persónu- flokkar. Hver nýtur persónuflokka eða viðbótarlauna, fyrir hvað, hve mik- ið eða hve lengi er allt á huldu og fátt er um svör. Helst þó þau að enginn muni lækka í launum frá því sem nú er. Reglur um viðmið slíkra greiðslna eru ekki til um- ræðu. Með hugmyndum viðsemjenda um breytt launakerfi birtist vilji þeirra til að skera utan af launa- kerfinu þannig að möguleikar launamanna til hækkana verða Martha Á. Hjálmarsdóttir Stolið, gefið, AFREK núverandi stjórnarflokka verða lengi í minnum höfð. Á annan veginn sækja þeir að launafólki og samtökum þeirra þannig að minnir helst á ofstæki ráðamanna í bananalýðveldum S- Ameríku, en á hinn veginn gefa þeir fá- mennum hópi út- gerðarmanna veiði- heimildir, sem meta má upp á tugi eða hundruð milljarða króna. Valdbeiting Alþingi hefur endurgjaldslaust og í blóra við almenningsálitið í landinu gefið fámennum hópi út- gerðarmanna allar veiðiheimildir úr fiskistofnum, sem samkvæmt lögum eru sameign þjóðarinnar. Vilji einhveijir aðrir landsmenn nýta sér rétt sinn til fiskistofnanna og hefja útgerð, verða þeir að kaupa veiðiheimildir á upp- sprengdu verði hjá aðilum sem fengu þær gefins frá stjórnvöldum. Þetta er ótrúlegt en því miður satt. Þama er ekki verið að stjórna held- ur að beita valdi. Ekki bætir það úr skák að það skuli vera tveir stærstu stjórnmálaflokkar lands- ins, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, sem standa að slíku sið- leysi. Hverjir stjórna landinu Með núverandi fyr- irkomulagi á veiði- heimildum er verið að veita fáum einstakl- ingum vald og leyfi til að ráðskast, nær íhlutunarlaust, með verðmætustu eign þjóðarinnar. Þeir fara með aflann úr fiski- stofnunum eins og um eigin eign væri að ræða, án tillits til þjóðarhags. Völd þeirra eru að sumu leyti meiri en hjá Alþingi sjálfu, hvað varðar at- vinnu og búsetuskilyrði á hinum ýmsu stöðum á landinu. Efist ein- hver um þetta ætti hann að kynna sér hvernig kvótinn skiptir um eig- endur og landsfjórðunga eftir geð- þótta sægreifanna. íslenskt, nei takk Það sem þetta fyrirkomulag hefur leitt af sér er óeðlileg fjölgun frystitogara og að sama skapi fækkun ísfisktogara, hátt fiskverð, skortur á hráefni til fiskvinnslunn- ar og stóraukinn útflutningur á hálfunnu hráefni. Við skulum held- ur ekki gleyma hvað mikið fer í úrkast hjá frystitogurunum. Sæ- Sigurður T. Sigurðsson ýmist minni á starfsferlinum eða algerlega háðir geðþótta atvinnu- rekenda. Breyttu launakerfi sam- kvæmt þessari hugmyndafræði er alfarið hafnað. Aðildarfélög Bandalags háskólamanna gera kröfu um að laun séu ákvörðuð samkvæmt reglum sem aðilar hafa samið um og grundvallast á mennt- un, hæfni, ábyrgð og álagi. Breyttur vinnutími Atvinnurekendur vilja að eigin sögn endurskoða skilgreiningu á dagvinnutíma og gera hann sveigj- anlegri og stuðla þannig að fjöl- skylduvinsamlegra starfsumhverfi. í kjarasamningum aðildarfélaga bandalagsins hefur um árabil verið ákvæði sem gerir ráð fyrir því að um frávik frá skilgreindum dag- vinnutíma sé hægt að að semja á einstökum stofnunum. Eftir þessu hafa stofnanir og fyrirtæki ríkis Kröfur Bandalags há- skólamanna fela í sér jafnrétti til launa, segir A Martha A. Hjálmars- dóttir, og eru í sam- ræmi við kjör annars staðar á Norðurlöndum. og borgar ekkert sóst hingað til. Hugsanlega er það vegna þess að aðildarfélögin hafa reyndar sett þann varnagla í kjarasamninga sína að fyrir heimild til samninga um frávik þurfi samþykki þeirra. Þau standa alls ekki í vegi fyrir vilja félagsmanna, en gera kröfu um að eftir kjarasamningum sé farið. Reyndin er sú að mörg störf bjóða einfaldlega ekki upp á sveigj- anlegan vinnutíma eðlis síns vegna eða þá krefjast meiri mönnunar en er fyrir hendi til að starfsemin gangi miðað við þau gæðamarkmið sem henni eru sett. Hér er því ein- faldlega verið að gera kröfu um að yfirvinnutímabil hvers sólar- hrings verði styttra og þannig dregið úr launakostnaði í skjóli klisja um fjölskylduvinsamlegt umhverfi. Því hafna háskólamenn. Jafnréttisáætlanir ríkisstjórnar- keypt Það er ekkert óeðlilegt við það, segir Sigurður T. Sigurðsson, að sægreifarnir greiddu veiðileyfagjöld. greifarnir stjórna kvótabraskinu að eigin geðþótta, sjálfum sér í hag og halda fiskverði það háu að það er á góðri leið með að ganga af íslenskri fiskvinnslu dauðri. Til að bíta höfuðið af skömminni er sí- fellt stærri hluti aflans úr íslensku fískistofnunun fluttur utan til full- vinnslu, meðan fiskvinnslan og fiskverkafólk hér heima lepur dauðann úr skel. Vinnan flutt úr landi Hveijir skyldu svo eiga verk- smiðjurnar erlendis, sem fullvinna íslenska fískinn? Það eru auðvitað fyrst og fremst íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki, sömu fyrirtækin og standa í kvótabraskinu og undan- skotunum hér heima. Allt er þetta gert til að ná sem mestum gróða til fyrirtækjanna. Þá skiptir engu þó íslenskir þjóðarhagsmunir sitji á hakanum, hér sitja gróðasjón- armið einstaklinga í fyrirrúmi. Skítt með atvinnuleysið og örbirgð- ina hjá íslenskum alþýðuheimilum, skítt með byggðaröskunina, skítt innar og Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að leitað verði leiða til að jafna launamun karla og kvenna. Jafnrétti í launum Ef ætlunin er raunverulega að jafna launamun karla og kvenna verður að gæta þess að sá vilji endurspeglist í tillögum í kjara- samningum ella er um innantómar klisjur að ræða. I grundvallaratrið- um ganga hugmyndir samninga- nefnda ríkis og borgar þvert á jafn- réttisstefnu og með fullri sanngimi má halda því fram að þær leiði til enn meira misréttis en nú er. Á það bæði við um misræmi í launum karla og kvenna og þeirra sem eru í markaðstengdum störfum og hinna sem vinna að verðmætasköp- un sem erfiðara er að meta út frá efnishyggjusjónarmiðum líðandi stundar. Gagnsætt launakerfi sem byggist á menntun, hæfni, ábyrgð og álagi samkvæmt reglum sem aðilar hafa samið um er eina fyrir- komulagið sem skapar möguleika til að ná því markmiði að afnema mismunun. Kröfur háskólamanna Kröfur aðildarfélaga Bandalags háskólamanna fela í sér jafnrétti til launa og eru í samræmi við kjör sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir skapleg- an vinnutíma í öruggu starfsum- hverfi. Laun taki mið af menntun, ábyrgð, hæfni og álagi. Við krefj- umst hlutdeildar í auknum hag- vexti og arði af þeirri hagræðingu sem við höfum unnið ötullega að á síðustu árum. Við krefjumst þess að tillit sé tekið til þess að starf- sævi okkar er almennt styttri en annarra og þess að við hefjum störf skuldum hlaðin vegna fjármögnun- ar menntunar okkar. Við gerum kröfu um að ríki, sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem við semjum við setji sér það markmið að búa starfsmönnum sínum sam- bærileg kjör og vinnuaðstöðu og tíðkast á því menningarsvæði sem þjóðin telur sig tilheyra á tyllidög- um. Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. með allt sem íslenskt er, gæti ver- ið einkunnarorð þessara sægreifa. Verkafólk hrökklast burt Það er kominn tími til að stöðva þessa niðurrifsstarfsemi og það verður að gerast áður en íslenskt verkafólk fer að hrökklast frá land- inu í stórum hópum og fijáls- hyggjupostularnir fara að flytja hingað ódýrt vinnuafl frá þriðja heiminum. Það leysir ekki málið að forsætisráðherrann setji kíkinn á blinda augað og þykist hvorki sjá fátækt né atvinnuleysi. Það er heldur ekki nóg að þjóðartekjur Islendinga séu með þeim hæstu í heiminum og afkoma fólks sé að meðaltali góð ef þúsundir manna í landinu eru með tekjur undir fá- tæktarmörkum. Islenskir uppboðsmarkaðir Við verðum að taka upp þá stefnu að takmarka veiðiheimildir frystitogara innan 200 mílna fisk- veiðilögsögunnar hér við land og við verðum að skapa íslenskri fisk- vinnslu sömu möguleika til hrá- efnisöflunar og samkeppnisaðilum þeirra erlendis. Það verður aðeins gert með meira framboði á ísfiski og að allur fiskur veiddur innan 200 mílna markanna verði seldur á jafnréttisgrundvelli í gegnum ís- lenska uppboðsmarkaði hér heima. Svo væri ekkert óeðlilegt við það þó sægreifarnir greiddu veiðileyfa- gjald, því ekki gefa þeir sjálfir kvótann sem þeir lána öðrum. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Hlífar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.