Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997________________________________________________MORGUNBLAÐI0
FRÉTTIR
Setningarræða Margrétar varð tilefni átaka á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins
JÓHANN Ársælsson, formaður framkvæmdatjórnar Alþýðubandalagsins, Gestur Ásólfsson, formaður ABR og
Margrét Frímannsdóttir, formaður flokksins á aðalfundi miðstjórnar.
Sáttatillaga samþykkt tíl
að árétta óbreytta stefnu
Setningarræða Margrétar Frímannsdóttur formanns
Alþýðubandalagsins, varð til þess að tekist var á um
ályktanir á miðstjómarfundi um helgina. í grein Omars
Friðrikssonar kemur fram að sérstök ástæða þótti til
að bera fram sáttatillögu þar sem andstaða flokksins
við ESB-aðild, vamarliðið og NATO er áréttuð sérstak-
lega. Var hún samþykkt samhljóða.
SETNINGARRÆÐA Margrétar Frí-
mannsdóttur, formanns Alþýðu-
bandalagsins, á aðalfundi miðstjóm-
ar sem haldinn var um helgina, hef-
ur vakið mikla athygli. Naumast verður þó
annað ráðið af niðurstöðu fundarins en að
nýjar áherslur sem fram komu í ræðu Mar-
grétar í Evrópumálum, öryggismálum og
ummæli hennar um kosningasamstarf vinstri
flokka, hafí að umtalsverðu leyti orðið undir
við endanlega afgreiðslu á ályktunum fundar-
ins. Skv. heimildum innan flokksins var tek-
ist hart á um þessi mál í starfshópi um helg-
ina og einn af áhrifamönnum innan flokks-
ins, sem gagnrýnir formanninn harðlega fyr-
ir að setja málin fram með þessum hætti í
setningarræðu og opna stefnu flokksins, seg-
ir að tekist hafí „að koma í veg fyrir stór-
slys“. Sú hætta hafi blasað við að flokkurinn
klofnaði en tekist hafí að afstýra því.
Ekki stóð til að ræða utanríkismál
sérstaklega
Ekki stóð til að rætt yrði sérstaklega um
utanríkismál á fundinum, þar sem
fjalla átti um fjölskylduna, kjörin
og umhverfíð en setningarræða
Margrétar varð tilefni til mikillar
umræðu um þessi mál og að sam-
þykktur var sérstakur kafli í stjórn-
málaályktun um Evrópumál, þar sem ítrekað
er að stefna flokksins sé óbreytt, skv. upplýs-
ingum Svavars Gestssonar þingflokksfor-
manns flokksins.
„Það verður að líta á ræðuna í samhengi
við niðurstöðu fundarins. Þar er ítrekuð sú
stefna flokksins að við eigum að vera utan
Evrópusambandsins, það er ítrekuð sú stefna
að við séum andvíg aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu og að við viljum stuðla að
Kosninga-
bandaiag fellt
úr textanum
brottför hersins,“ sagði Svavar Gestsson, er
hann var inntur álits á setningarræðu Mar-
grétar. „Það merkilegasta við þessa ræðu
var þessi mikla umfjöllun um umhverfismál
og það hefur aldrei áður gerst að flokksform-
aður hafi eytt svona stórum hluta af setning-
arræðu í umhverfismál,“ sagði hann.
Svavar kvaðst líta svo á að Margrét hefði
fyrst og fremst verið að hvetja til umræðu
innan flokksins og lagt áherslu á að Evrópu-
málin væru á dagskrá eins og Alþýðubanda-
lagsmenn hefðu oft sagt áður. Að sögn Svav-
ars urðu miklar umræður um þessi mál í
starfshópi á miðstjórnarfundinum en niður-
staðan hefði orðið sú að Svavar og Margrét
hefðu flutt sáttatillögu þar sem ítrekað er
að stefna flokkins sé óbreytt og var hún
samþykkt samhljóða.
Höfum við trú á að NATO geti breyst?
í setningarræðu Margrétar á föstudag
kvað við nýjan tón í öryggis- og Evrópumál-
um þar sem hún varpaði því m.a. fram hvort
best yrði barist fyrir friði innan eða utan
NATO. Margrét sagði einnig að
ræða þyrfti Evrópumálin af hrein-
skilni. „Tengslin við Evrópusam-
bandið eru veruleiki sem við verð-
um að hafa í sífelldri endurskoðun.
Aðild okkar að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið hefur áreiðanlega
að mörgu leyti verið til hagsbóta fyrir ís-
lenskt þjóðfélag, ekki aðeins fyrir útflutn-
ingsatvinnuvegina heldur einnig fyrir al-
menning í landinu, launafólk og neytendur,“
sagði Margrét. Hún taldi einnig upp fjöl-
marga galla sem væru á _EES-samningnum
og sagði að gjaldið sem íslendingar þyrftu
að greiða vegna þess væri hátt. „Islendingar
þurfa að skoða hvaða leiðir eru færar út úr
þeim ógöngum sem við höfum ratað í. Hvort
við getum með einhveiju móti styrkt stöðu
okkar gagnvart Evrópusambandinu innan
samningsins, hvort við ættum að segja skilið
við samninginn, kanna möguleika á aðild að
Evrópusambandinu eða velja þá leið sem
Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á, að
gerður verði tvíhliða samningur,“ sagði hún.
í kafla stjórnmálaályktunarinnar um utan-
ríkismál, sem miðstjórnin samþykkti, segir
að nauðsynlegt sé að fram fari athugun á
og víðtæk umræða um þjóðfélagsleg áhrif
aðildar íslands að EES-samningnum og sam-
skiptum við Evrópu. Meta þurfi m.a. á hvern
hátt sjálfstæði þjóðarinnar og sjálfsforræði
verði best borgið. Nauðsynlegt sé að taka
nýjar aðstæður í utanríkis-, friðar- og al-
þjóðamálum og áhrif þeirra breytinga á inn-
anlandsmál, til viðtækrar umQ'öllunar. Orða-
lag umræddrar sáttatillögu sem Margrét og
Svavar báru fram er svohljóðandi: „Engu að
síður ítrekar miðstjórn Alþýðubandalagsins
andstöðu flokksins við aðild að Evrópusam-
bandinu og við her og hernaðarbandalög. “
Einnig var á fundinum felldur úr stjóm-
málaályktuninni texti sem var í upphaflegum
drögum um að EES-samningurinn hefði haft
í för með sér verulegar framfarir á sviði
umhverfísmála hér á landi eins og fram
kæmi t.d. í lögum og reglum um mengunar-
vamir og mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda.
Deilt um hversu langt ætti að ganga í
samstarfsviðræðum
Mikil umræða og deilur urðu einnig um
hversu langt ætti að ganga í viðræðum um
samstarf eða sameiginlegt framboð vinstri
flokkanna skv. upplýsingum blaðsins. í setn-
ingarræðu sinni lagði Margrét
áherslu á að leggja ætti málefnin
til grundvallar og stíga hvert skref
varlega. Síðan sagði hún: „í mín-
um huga er það þó alveg ljóst að
ef félagshyggjufólk hvar í flokki
sem það stendur
í drögum að tillögu um þessi mál sem lögð
voru fyrir fundinn sagði m.a.: „Miðstjórn
Alþýðubandalagsins telur raunhæft að miða
við að stjórnarandstöðuflokkarnir geti í
næstu þingkosningum myndað bandalag
(,,blokk“) fyrir úrbótum í félags- og velferðar-
málum, menntamálum og atvinnumálum,
bandalag um aukinn veg umhverfissjónarm-
iða, jafnaðar og öryggis og friðar í heimin-
um.“
Þessi kafli var felldur út í endanlegri álykt-
un sem samþykkt var á fundinum og er þar
hvergi vikið að kosningabandalagi eða sam-
eiginlegu framboði flokkanna. Áhersla er lögð
á að áfram verði unnið að samstarfsmálum
með ákveðnar lykilforsendur að leiðarljósi og
að næsta skref í samfylkingarmálum sé að
ganga til málefnaviðræðna. Stofnun Grósku,
samtáka jafnaðar- og félagshyggjufólks er
fagnað og var samþykkt að taka þátt í sam-
eiginlegri ráðstefnu félagshyggjuflokka í vor
um afmörkuð málefni.
Fer fram á opna umræðu
Margrét Frímannsdóttir segist í samtali
við Morgunblaðið vera mjög sátt við stjórn-
málaályktun miðstjórnar í öllum atriðum.
Aðspurð vísar hún því á bug að miðstjórnin
hafi lokað einhveijum dyrum sem hún hafí
opnað í setningarræðu sinni. „Stjórnmálaá-
lyktunin er í fullu samræmi við það sem ég
sagði í minni ræðu í öllum meginatriðum,"
sagði hún. Margrét kvaðst telja eðlilegt að
miðstjómin ítrekaði andstöðu flokksins við
aðild að ESB og gagnvart hernum og hernað-
arbandalögum, enda sagðist hún hafa lagt
áherslu á það í ræðu sinni að ekkert gæfí
tilefni til breyttrar niðurstöðu í þessum mál-
um. „Eg fer fram á að það verði opin um-
ræða um stöðu íslands innan EES og gagn-
vart Evrópusambandinu og menn meti þjóð-
hagsleg áhrif samningsins og komi með til-
lögur til úrbóta, vegna þess að staða íslands
er að mínu mati algerlega metnaðarlaus í
dag,“ sagði hún.
Margrét kvaðst aðspurð ekki hafa orðið
fyrir vonbrigðum með ályktun um samstarf
félagshyggjuflokkanna og að ekki hefði verið
stigið stærra skref í henni. „Ég hef alltaf
sagt að málefnin skiptu mestu, formið hlýtur
að koma þar á eftir,“ sagði hún.
Engin tímamót
„Það er mjög misvísandi að láta að því
liggja að þessi mál hafi ekki verið til opinnar
umræðu innan Alþýðubandalagsins. Ég veit
ekki betur en þau hafi verið nánast samfellt
á dagskrá frá 1989 sem viðfangsefni 1 þing-
flokki og ýmsum stofnunum flokksins.liánds-
fundir flokksins hafa þrívegis fjallað ítarlega
um málið og samþykkt að aðild að ESB
kæmi ekki til greina,“ segir Hjörleifur Gutt-
ormsson, sem telur niðurstöðu fundarins í
fullu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn
hefur fylgt. „Nýr formaður hefur ekki mér
vitanlega minnst á þetta mál í stofnunum
flokksins fyrr en núna,“ sagði hann.
„Ég tel að stjórnmálaforingjar í ábyrgðar-
stöðum þurfí að tala mjög skýrt í stórmálum
sem þessum. Ég saknaði þess á miðstjórnar-
fundinum að formaðurinn gæfí til kynna í
framsögu sinni hvert hún væri að vísa, því
stjórnmálaforingi hlýtur að hafa skoðun á
svona stórmáli og að segja flokksmönnum
hvaða skoðun hún hafi en ekki bara að það
þurfi að fara að taka málið í spjall,“ sagði
Hjörleifur.
Aðspurður hvort hann væri þeirrar skoðun-
ar að Margrét hefði með áherslum sem fram
komu í setningarræðu hennar viljað greiða
fyrir samstarfsviðræðum vinstri flokkanna
svaraði Hjörleifur: „Það væri með öllu
ábyrgðarlaust. Ef það væri hugsun manna
að fara að breyta afstöðu í grundvallarmálum
til þess að lækka einhverjar girðingar gagn-
vart t.d. Alþýðuflokknum, væri það tækifæ-
rispólitík af lakasta tagi,“ sagði hann.
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður
baðst undan því að tjá sig um ræðu for-
manns flokksins. „Það getur hver og einn
lesið ræðuna eins og hún liggur fyrir en ég
----------------- vona að mér af öllum mönnum verði
Hætta var tal- virt það til vorkunnar að biðjast
in á klofningi undan Því að tjá mig um hana,“
flokksins saSði hann'
„Niðurstaða fundarins er mjög
skýr. Alþýðubandalagið ítrekar sín-
nær saman um öflugan
sáttmála um markmið og leiðir, ef við getum
náð saman um verkefnaskrá fyrir næsta kjör-
tímabil á Alþingi þar sem menn skulbinda
sig til ákveðinna afmarkaðra verka sem auka
munu á jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu, þá
er að mínu mati ekkert því til fyrirstöðu að
við í næstu Alþingiskosningum myndum
kosningabandalag þeirra flokka sem að slíkri
málefna- og verkefnaskrá stæðu,“ sagði hún.
ar áherslur, eindregna andstöðu við aðild að
Evrópusambandinu og við her og hernaðar-
bandalög. Umræðan um þessi mál er nú þeg-
ar í gangi innan flokksins. Hún var sett af
stað með sérstakri samþykkt á síðasta lands-
fundi og það er sérstakur utanríkismálahópur
að störfum,“ sagði hann. „Öfugt við það sem
gefíð var í skyn í upphafi markaði fundurinn
engin tímamót og hafði engar breytingar í
för með sér,“ sagði Steingímur.
>
í
I
I
(
f
I
í