Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þorrasnakk og þorraskyr Matur og matgerð Skjótt skipast veður í lofti segir Kristín Gestsdóttir, en hún festi bílinn sinn í heimreiðinni á 2. degi þorra. ÞORRINN var stundvís að þessu sinni og minnti hressilega á sig. Sl. miðvikudag ók ég í ljósaskiptun- um um Garðaholtið á leið minni heim og hugsaði: Þetta er bara eins og sumardagur, hvergi snjór eða hálka. En næsta laugardag voru komnir á þriðja metra skaflar heimkeyrsluna hjá mér svo rétt sá í suma tijátoppana. Þorrinn var fáum kærkominn hér áður fyrr en það hefur breyst nú, þegar allir sem vettlingi geta valdið keppast við að skemmta sér á Þorrablótum, þar sem svokallaður þorramatur er á borðum, en það er raunar hinn hefðbundni gamli íslenski matur. Einu mætti þó bæta á þorraborðið, það er skyr sem er séríslenskt og var borðað á hveiju heimili hér áður fyrr. í þessum þætti ætla ég að bjóða upp á „þorra- snakk“ með ídýfu en hinn svokall- aði þorramatur hentar mjög vel í snakk. Auk þess hrært skyr upp á gamla mátann og nýtískulegri skyr- búðing, en hvort tveggja er gott í lok þorramáltíðar. Þá er það snakkið, af mörgu er að taka. Notið hugmyndaflugið, möguleikamir eru óþijótandi. Harðfískurinn hefur lengi verið við- kennt snakk, en skemmtilegt er að klippa hann með skærum í ferkant- aða litla bita. Hákarl þekkja allir unnendur þorra- matar, en hann er líka viðurkennt snakk. Stingið tannstönglum í bit- ana. Súran hval má skera í litla teninga og stinga tannstönglum í. Hangikjöt má skera í teninga og stinga tannstönglum í. Sviðasultu, blóðmör og lifrarpylsu má skera í teninga, setja tann- stöngla í og borða eins og það kem- ur fyrir eða dýfa í þunna, súra ídýfu. Sjá hér á eftir. Hrútspunga má líka skera í ten- inga, stinga tannstönglum í og dýfa í áðurnefnda ídýfu. Laufabrauðsdeig má skera undan glasi og búa til lítil laufabrauð. Flatbrauðsdeig má líka skera undan glasi og búa til lítil flatbrauð, eða skera hið keypta í litla geira. Rófur má sjóða (ekki of lengi), skera í teninga og setja með slátr- inu, sviðunum, hangikjötinu og og hrútspungunum. Hráar rófur, hráar gulrætur og hrátt hvítkál má skera í þunnar sneiðar eða ræmur og dýfa í þykka ídýfu. Sjá hér á eftir. Þunn ídífa Helmingi meira er notað af matarolíu en sítrónusafa. t.d. 1 dl sítrónusafi og 2 dl 1 matarolía. Steinselja er klippt út í og allt sett í hristiglas og hrist vel. Sósan þykknar þegar sítrónusafinn og mata- rolían blandast saman. Þykk ídýfa 1 dós sýrður rjómi 1 msk. mæjonsósa 2 tsk. tómatsósa 1-2 tsk. Sweet relish eða annað hliðstætt _____2 skvettur af tabaskósósu__ salt milli fmgurgómanna Allt hrært saman og sett í skál. Hrært skyr 1 dós óhrært skyr í ferköntuðum ________dósum. (Það er hið______ ________upprunalega skyr).______ 1-2 msk. sykur eða meira ef hentar 1-1 ’A dl mjólk Allt hrært vel saman, helst í hræri- vél. Borðað með ijómablandi eða tóm- um ijóma. Jarðarberjaskyr- búðingur 1 stórdósjarðarbeijaskyr ________1 lítil dós hreint skyr_ ______________2egg____________ 1 peli ijómi 1 pk. jarðarbeijahlaup frá Toro 2 'h dl sjóðandi vatn 1. Leysið hlaupduftið upp í helm- ingi minna sjóðandi vatni en stendur á pakkanum. Kælið án þess að hlaupi saman. 2. Hrærið saman jarðarbeijaskyrið, hreina skyrið og eggin, setjið kalt hlaupið út í. 3. Þeytið ijómann og setjið saman við. Hellið í skál og látið stífna. Ráðgjöf Bókhald Skattskil Skipholti 50b__si'mi 561 0244 / 898 0244 fax 561 0240 Öll bókhalds- og framtalsþjónusta af bestu gerð ■ Framtöl einstaklinga ■ Ársreikningar ■ Vsk-skýrslur og fyrirtækja og ráðgjöf og uppgjör RBS______________________Guniiar Haraldsson hagfræðingur I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Hoogovens mót- inu í Wijk aan Zee í Hollandi sem nú stendur yfir. Pre- drag Nikolic (2.655), Bosníu var með hvítt, en heimamaðurinn Jeroen Piket (2.640) hafði svart og átti leik. 29. - Rxg3! 30. fxg3 — Hde4 31. H8xc6 — Hxe3 32. Hxe6 - Dd5+ 33. Kh2 - Dxe6 34. Db5 - Dg4 35. Hg2 - e5 36. a4 - Hel 37. Hf2 - De4 38. Hg2 - Hal 39. Db6 - Hxa4 40. Hf2 - Dd5 og hvítur gafst upp. Piket er efstur á mótinu, heimamönnum til mikillar gleði. Staðan eftir sjö um- ferðir: 1. Jeroen Piket, Hol- landi 5 ‘A v. 2.-3. Ivan Sokolov, Bosníu og Valery Salov, Rússlandi 4‘/z v., 4.-6. Granda Zunjiga, Perú, Alexander Onísjúk, Úkraínu og Alex Yermolin- sky, Bandaríkjunum 4 v., 7.-9. Joel Lautier, Frakk- landi, Viktor Kortsnoj, Sviss og Jan Timman, Hol- landi 3‘A v., 10.—11. Loek Van Wely, Hollandi og Pre- drag Nikolic, Bosníu 3 v. 12. Miguel Illescas— Cordoba, Spáni 2'A v., 13. Nigel Short, Englandi 2 v., 14. Igor Glek, Rússlandi l’A v. í B flokki er kornungur Frakki, Etienne Bacrot efstur með fjóra vinninga af fímm mögulegum, á und- an mörgum stórmeisturum. Bacrot varð 14 ára í síðustu viku! BBIDS llmsjön Guómundur Páll Arnarson í NÝJASTA hefti ítalska bridsblaðsins segir Dino Mazza skemmtilega sögu frá ólympíumótinu á Ródos. Yfirskriftin er: „Ekki reyna að kenna Martens," og er að sjálfsögðu átt við Pól- veijann kunna, Krzysztof Martens. Gefum Dino orðið í þýðingu Þórðar Sigfússon- ar: Suður gefur; enginn á hættu. Norður 4 K 4 G852 ♦ DG87 ♦ 10653 „Útilokað; það tapast slagur á hjarta, annar á tíg- ul og tveir á lauf,“ sagði áhorfandinn. „Viltu veðja,“ sagði Martens og fór svo að rekja spilið: „Spaðaútspilið er tekið í borði, tígli spilað á kóng og aftur tígli á drottningu og ás austurs. Sterkasta vöm hans er að spila trompi, sem er tekið á kóng. Spaði er svo trompaður og laufi spil- að úr borði. Norður dúkkar (best) og kóngur á slaginn. Nú er spaðaás trompaður(I), laufi hent í tígulgosa og síð- asti tígullinn stunginn: Norður ♦ - V G ♦ - 4 1065 Vestur 4 G85 ▼ D643 ♦ 9653 4 D7 Austur 4 D109743 Vestur Austur ▼ 7 ♦ Á102 4 ÁG8 4 - 4 D10 ▼ D64 ♦ - 4 D 111 4 - ♦ - 4 ÁG Suður 4 Á62 4 ÁK109 ♦ K4 4 K942 Þegar Pólveijar vora að gera upp leik sinn við San Marino, kom að spili þar sem Pólverjar höfðu unnið 5 IMPa í þremur hjörtum, þegar hinir fóra niður í fjór- um. Þá bar að áhorfanda, sem sagði: „Það var gott hjá ykkur að stoppa í þrem- ur.“ „Alls ekki,“ svaraði Martens, „fjögur hjörtu standa á borðinu". Suður 4 - 4 ÁIO ♦ - 4 94 Nú er bara að spila laufi og bíða eftir tveimur slög- um.“ Áhorfandinn gerði upp veðmálið og gekk burt, en kom þó strax aftur og spurði: „Hvemig má það vera að meistaralið eins og ykkar skuli stoppa í bút?!“ (En um leið áttaði maður- inn sig á því að með lauf- drottningu út hefði hann unnið veðmáiið.) VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Ósk um lestur GUÐRÚN Guðmunds- dóttir hringdi og vildi koma á framfæri ósk til Ríkisútvarpsins um að Ragnheiður Steindórs- dóttir leikkona verði látin halda áfram að lesa sög- una um Kristínu Lafr- ansdóttur eftir Sigríði Undset. Tapað/fundið Frakki tekinn í misgripum Á ÞORRABLÓTI eldri borgara laugardaginn 25. janúar sl. var dökk- blár Melka herrafrakki tekinn í misgripum í Gjá- bakka. Þetta er mjög bagalegt því bíllyklar eigandans vora í vasan- um. Því era allir herrar sem fóra af þorrablótinu í dökkbláum herrafrakka beðnir um að skoða í vasana og hafa samband við Gjábakka í s. 554-3400. Gæludýr Kisubörnin kátu VIÐ ERUM bömin henn- ar Dimmu, en hún er síð- hærð lítil og nett. Við eram rúmlega átta vikna lubbar, fjörag og snyrti- leg, og eram vön krökk- um. Mamma okkar er lasin og því þurfum við að komast á heimili hjá góðum dýravinum og verðum tilbúin til brott- farar laugardaginn 1. febrúar. Fjölskyldan okkar tekur við umsókn- um í síma 555-4409 í dag og næstu daga. ÞRÍR fallegir kettlingar, tveir högnar og ein læða, fást gefins. Sérstaklega fallegir og kassavanir. Upplýsingar í síma 566-7562 eftir kl. 5 á daginn. Með morgunkaffinu en það var fyrir fimm árum. KENNARINN er eitthvað klikkaður. í dag sagði hann að 40% myndu falla á reikningsprófi, en við erum bara 26 í bekknum.. Víkveiji skrifar... IMÖGULEIKHÚSINU við Hlemm er rekin athyglisverð starfsemi. Þar er eina leikhúsið á íslandi, sem heldur uppi reglulegum leiksýning- um fyrir börn og unglinga, ýmist á staðnum eða með því að fara með leiksýningar þangað, sem böm og unglinga er að finna. Möguleikhúsið er einkaframtak nokkurra ungra leikara, sem hafa komið upp ágætu leikhúsi í hluta þess húsnæðis, þar sem áður var bílaverkstæði Sveins Egilssonar hf. Sú sýningarstarfsemi, sem fram fer í leikhúsinu, er ótrúlega fjölbreytt. Þótt meira sé lagt í leiksýningar fyrir börn og unglinga í Þjóðleikhús- inu, svo að dæmi sé nefnt, fer ekki á milli mála, að forráðamenn Mögu- Ieikhússins halda uppi merkilegri starfsemi, sem vert er að gefa gaum. Fátt er skemmtilegra en fara á leiksýningar fyrir börn, ekki bara til þess að fylgjast með sýningunum heldur og ekki síður til þess að fylgj- ast með viðbrögðum áhorfenda. xxx EKKI var við öðru að búast en flokksstjórnarfundur Alþýðu- flokksins, sem haldinn var sl. laug- ardag, tæki ákvörðun um að hætta útgáfu Alþýðublaðsins. Það er í samræmi við þá þróun, sem orðið hefur á blaðamarkaðnum, að stjórn- málaflokkar hafa gefizt upp við blaðaútgáfu. Hitt er umhugsunarefni hvers vegna þeir reyna ekki fyrir sér um útgáfu tímarita, sem þyrftu ekki að koma út nema 3-4 sinnum á ári og gætu verið vettvangur fyrir dýpri umfjöllun einstakra flokks- manna um þjóðfélagsmál. Ungir Sjálfstæðismenn gefa raunar út tímaritið Stefni af töluverðum myndarskap. Slík tímaritaútgáfa getur þjónað ákveðnum tilgangi fyrir stjórnmálaflokka, þótt hún tryggi þeim ekki að rödd þeirra heyrist daglega. En aðrir fjölmiðlar sjá um þann þátt málsins. Talsmenn stjórnmálaflokkanna eiga ekki í neinum vandræðum með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þótt þeir standi ekki að útgáfu dag- blaða. xxx AÐ ER alltaf eitthvað að ger- ast, sem minnir okkur með þægilegum hætti á liðna tíð. Slík áhrif hafði auglýsing í Morgunblað- inu í fyrradag á Víkveija. Það var auglýsing frá Sósíalistafélaginu um Verkalýðssöngvakeppni. Þátttaka í keppninni er öllum opin og söngvar eiga að hafa borizt fyrir 1. febrúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.