Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Unnið að sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Eyjafirði Ólafsfirð- ingar ekki lengur með ÓLAFSFIRÐINGAR ætla að svo stöddu ekki að taka þátt í umræðum um sameiningu sveitarfélaga við utanverðan EyjaQörð. Fulltrúar þeirra tilkynntu um ákvörðun sína á fundi samstarfsnefndar sveitarfé- laga við utanverðan Eyfjörð á Dal- vík í gær. Fulltrúar fjögurra sveitar- félaga, Dalvíkurbæjar, Svarfaðar- dalshrepps, Árskógshrepps og Hrís- eyjar munu áfram vinna að samein- ingu þessara sveitarfélaga í eitt. I sumarbyijun er ætlunin að fyr- ir liggi tilhögun og fyrirkomulag að nýju sameinuðu sveitarfélagi og er í framhaldi af því fyrirhugað að íbúarnir muni kjósa um sameiningu næsta haust. Vilja skoðanakönnun Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefur ítrekað fyrri afstöðu sína um að rétt sé að huga að skoðanakönnun meðal íbúanna samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum um vilja til sameiningar og á þeim grund- velli verði unnið. _ „Bæjarstjóm Ólafsfjarðar telur að breyttar áherslur án þess að forsendur hafi breyst séu ekki til þess fallnar að styrkja áform sveit- arfélaganna um víðtæka samein- ingu á grundvelli bættra sam- gangna. Fjármunum hefur verið varið til að rannsaka möguleika á bættum samgöngum og meðan beð- ið er niðurstöðunnar sé það fljót- ræði að leggja til grundvallar for- sendur sem útiloki aðild Siglufjarð- ar að sameiningunni. Slík ákvörðun er til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á stöðu hins sameinaða sveit- arfélags til lengri tíma,“ segir í bókun bæjarstjórnar Ólafsfjarðar vegna sameiningarmálsins. Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæj- arstjórnar Ólafsfjarðar sagði að Ólafsfirðingum finnist alltof hratt farið í þessu máli. í stað þess að kjósa um hugsanlega sameiningu strax næsta haust hefðu Ólafsfirð- ingar heldur kosið að hugur íbúanna yrði kannaður við sveitarstjórnar- kosningar á næsta ári. Það hefði enga þýðingu að þrýsta á íbúana í þessu máli, betra væri að kynna málið vel og fara sér hægar, ella væru meiri líkur á að sameiningin yrði felld. Unnið í jarðgangamálum „Við erum ekki með í þessum viðræðum í bili, en munum áfram fylgjast með. Við höfum hugsað okkur að vinna betur í jarðganga- málunum, en í okkar huga er mik- ilvægt að Siglfirðingar verði með í einu stóru sveitarfélagi við utan- verðan Eyjafjörð og forsenda þess er að gerð verði göng um Héðins- fjörð milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar,“ sagði Þorsteinn. Ferðir árs- ins kynntar NÝTT ferðaár er að hefjast hjá Ferðafélagi Akureyrar og af því tilefni verður efnt til ferðakynning- ar næstkomandi fimmtudagskvöld, 30. janúar þar sem ferðir ársins verða kynntar í máli og myndum. Kynningin verður í Galtalæk, húsi Flugbjörgunarsveitarinnar og hefst kl. 20. Boðið verður upp á kaffi og kökur að lokinni kynningu. Auk þess verður útivistarbúnaður til sýnis. Aðgangseyrir er 300 krón- ur en frítt fyrir börn. Allir eru vel- komnir, félagsmenn jafnt sem aðrir. Fyrsta ferð ársins verður farin laugardaginn 1. febrúar næstkom- andi kl. 9 en þá er ætlunin að fara á skíðum eða fótgangandi að Baugaseli í Barkárdal. Nánari upp- lýsingar og skráning er á skrifstofu félagsins á föstudag, 31. janúar frá kl. 17.30 til 19. íamaro-húsiðI TIL SÖLU EÐA LEIGU j f r' d~ ■ Ái i'ffí' ~’*Wíc** ImídíKt i ól M'1 & - Til sölu eða leigu er verslunarhásnæði við Hafnarstræti 99 og 101 á Akureyri (Amaro-húsið). Um er að ræða 900 fm á fyrstu hæð og 560 fm á annarri hæð, auk 140 fm geymslurýmis á 2. hæð. Einnig er um 140 fm rými í kjallara. Mögulegt er að kaupa/leigja húsnæðið í heilu lagi eða minni einingum. Eignin er staðsett á besta stað í miðbæ Akureyrar. AMARO.hf. M:100. Allar frekari upplýsingar fást á Fasteigna- sölunni Byggð, Akureyri. Símar: 462-1744, 462-1820, fax 462-7746. Opið er frá 9.00-17.00 mán.-fös. Lögmaður: Jón Kr. Sólnes hrl. Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir, Björn Guðmundsson. liY(í(il) IRKKKUGOTU4 Blað allra landsmanna! INo«gtuiÞIafri& - kjarni málsim! Morgunblaðið/Kristján SVALBAKUR EA, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar í gær, eftir 26 daga túr á Vestfjarðamið og er þetta fyrsta löndun skipsins á nýju ári. Togarinn kom með rúmlega 130 tonn að landi, aðallega þorskflök en einnig eitthvað af ufsa, ýsu, karfa og grálúðu og er aflaverðmætið um 31 milljón króna. Að sögn skipverja á Svalbak var vitlaust veður síðustu vikuna í túrnum. I gær voru starfs- menn Eimskips að landa úr Svalbak og eins og sést á myndinni er frost á Fróni og skipið hulið klakabrynju. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar Utgerðarfélag Akureyringa hf. Samið við Eimskip ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur samið við Eimskip um alla löndun bæði úr ísfisk- og frystitogurum félagsins. ÚA sagði upp öllum starfsmönnum sinum í löndun þann 1. október sl. alls um 20 manns og buðu löndunarþjón- ustuna út í kjölfarið. Samið var við Eimskip á grundvelli tilboðs félagsins frá og með síðustu ára- mótum. Garðar Jóhannsson, forstöðu- maður Eimskips á Akureyri, segir þennan samning við UA þýða auk- in umsvif og hafa sex menn til við- bótar verið fastráðnir hjá Eimskip og þar af fimm starfsmenn sem störfuðu við löndun hjá ÚA. Til _ að byrja með gildir samningur ÚA og Eimskips til eins árs og segir Garðar að samstarf félaganna hafi farið ijómandi vel af stað. Sæunn Axels leig- ir rekstur- inn í 5 ár Ólafsfírði. Morgunblaðið. GERÐUR hefur verið leigusamn- ingur milli Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar hf. annars vegar og Sæunn- ar Axels hf. hins vegar þess efnis að Sæunn Axels hf. leigir allar eign- ir Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar næstu fimm ár. Mikill uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu Sæunn Axels hf. sem rekur saltfiskverkun á Ólafsfirði. Með leigusamningnum hyggst fyr- irtækið færa út kvíarnar og hefja rekstur frystihúss. Starfsmenn ráðnir á næstunni Frystihúsið hefur verið lokað um skeið eða frá áramótum en leigu- taki hefur þegar hafið undirbúning að því að koma rekstrinum í gang aftur í breyttri mynd. Gert er ráð fyrir að ráða starfsmenn að húsinu að nýju á næstu vikum og að starf- semin komist í gang svo fljótt sem kostur er. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar seldi Krossanesi hf. á Akureyri loðnu- verksmiðju sína fyrr í þessum mán- uði. Skrif stof ustarf - Akureyri Stórt og öflugt framleiðslufyrirtæki óskar að ráða starfsmann á skrifstofu fyrirtækisins. • Starfið felst í útreikningi launa og annarri launavinnslu, símasvörun og almennum skrifstofustörfum. • Áskilin er reynsla í launavinnslu ásamt tölvukunnáttu. Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu okkar fyrir 31. janúar nk. þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi og nánari upplýsingar eru veittar: Endurskoðun Akureyri hf. Glerárgötu 24, Akureyri - Sími 462 6600 - Fax 462 6601 Endurskoðun - Skattaráðgjöf - Rekstrarráðgjöf - Bókhald löggiltir endurskoðendur RÁÐNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.