Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 23
Reuter
Fluttir burt með valdi
ÍSRAELSKIR lögregluþjónar og
Palestínumenn hlú að fimm
bedúínum sem særðust er lög-
reglumennirnir reyndu að koma
þeim frá heimilum sínum með
valdi. Að sögn vitna voru menn-
irnir fluttir nauðugir frá heimil-
um sínum og þau jöfnuð við jörðu
til að rýma til fyrir ísraelskum
landnemum við bæinn Aizariyeh.
Vilja ísraelar koma um 350 bedú-
ínum sem búa í tjöldum og skýl-
um á svæðinu burt svo að land-
nemar geti komið sér fyrir en
ísraelsk yfirvöld segja bedúínana
hafa verið í óleyfi á landsvæði í
ríkiseigu frá 1981.
Otti og óánægja almennings vex í Alsír
Frakkar segjast
ekki aðstoða
París, Kaupmannahöfn. Reuter.
FRANSKI utanríkisráðherrann,
Herve de Charette, neitaði í gær að
verða við hvatningu stjórnarand-
stöðunnar um að frönsk stjórnvöld
komi alsírsku stjórninni til hjálpar
vegna óaldarinnar sem ríkir í landinu
en heittrúaðir hryðjuverkamenn
hafa orðið um 250 manns að bana
í Alsír í janúar. Eykst þrýstingur
mjög á forseta Alsírs, Liamine
Zeroual, um að stjórn hans bindi
enda á átökin en mikillar óánægju
og ótta gætir meða! almennings
vegna þess hve stjórnvöld virðast
ráðalaus gagnvart hryðjuverkunum.
Lionel Jospin, leiðtogi franskra
sósíalista, hvatti til þess í gær að
frönsk stjórnvöld hefðu frumkvæði
að því að þjóðir heims gripu til að-
gerða til að koma á friði í Alsír, sem
var nýlenda Frakka. Lagði hann til
að Evrópuþjóðir reyndu að koma á
viðræðum á milli stjórnvalda og heit-
trúarmanna.
De Charette sagði Alsír vera sjálf-
stætt ríki og að sem stæði teldu
stjórnvöld að það væri á valdi als-
írsku þjóðarinnar og þarlendra ráða-
manna að finna lausnir á vandanum.
Óánægja meðal stjórnarliða
Alsírsk stjórnvöld bönnuðu á
sunnudag fjöldagöngu stjórnarand-
stæðinga sem krefjast þess að geng-
ið verði til viðræðna við heittrúar-
menn, svo að binda megi enda á
blóðbaðið í Alsír.
Óánægjan með ráðaleysi stjórn-
valda eykst jafnt og þétt og gætir
hennar einnig í röðum þingmanna
stjórnarinnar, en margir þeirra eru
andvígir nýjum lögum er banna
framboð þeirra flokka sem byggja
stefnuskrá sína á trúarskoðunum
eða tungumáli, auk þess sem gerðar
eru kröfur um að flokkarnir njóti
stuðnings um landið allt, ekki aðeins
í ákveðnum héruðum.
Fermingarmyndir
PÉTUR PÉTURSSON
UÓSMYNDASTÚDÍÓ
LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624
Hermenn slá skjaldborg um mikilvægar byggingar í Tirana
Stjórnvöld etja fólki
gegn sósíalistum
Reuter
MÓTMÆLENDUR loka veginum til Dushk og hrópa slagorð gegn
stjórninni sem þeir kenna um hrun fyrirtækja fjárglæframanna.
STJÓRN hægri-demókrata í Alban-
íu hvatti í gær stuðningsmenn sína
tií að fylkja liði og mótmæla við
höfuðstöðvar sósíalista í dag,
þriðjudag. Það mun vart draga úr
spennunni í landinu sem hefur auk-
ist jafnt og þétt síðasta hálfa mán-
uðinn en upp úr sauð um helgina
er ráðist var á utanríkisráðherra
landsins. Hermenn slógu í gær
skjaldborg um hús ríkissjónvarpsins
og seðlabankans í kjölfar óeirðanna
um helgina en fremur rólegt var í
höfuðborginni í gær.
Sósíalistar, flokkur fyrrum
kommúnista, hvatti á sunnudag til
friðsamlegra mótmæla í höfuðborg-
inni Tirana en mótmælin fóru úr
böndunum er mótmælendum og
óeirðalögreglu laust saman.
Kveiktu ævareiðir göngumenn í
höfuðstöðvum Jafnaðarmanna-
flokksins, sem er við völd, svo og
í ráðhúsi borgarinnar, dómshúsum
og fleiri byggingum. Þá gerðu fang-
ar í Bardhor, um 50 km frá Tir-
ana, uppreisn, kveiktu í fangelsis-
byggingunni og börðust við fanga-
verði. Létu tveir fangar lífíð og
fimm særðust.
í kjölfar þessa setti Sali Berisha,
forseti landsins, sem hefur verið við
völd í fimm ár, neyðarlög, sem
færa honum auírin völd og gera
honum kleift að kalla her landsins
til að gæta mikilvægra bygginga.
Mótmælendur krefjast þess að
stjórnvöld komi þeim til aðstoðar
sem orðið hafa fórnarlömb óprútt-
inna aðila. Fj'árfesti mikill fjöldi
fólks hjá fyrirtækjum sem síðar
reyndust svikamylla og töpuðu
margir aleigunni. Albania er fátæk-
asta land Evrópu og varð þetta mál
til þess að upp úr sauð hjá bláfá-
tækri þjóð.
Óttast er að ástandið kunni að
versna í dag ef kastast í kekki á
milli stuðningsmanna stjórnarinnar
og sósíalista. Utanríkisráðherra
landsins, Tritan Shehu, hvatti í gær
hægrimenn til að safnast saman
við höfuðstöðvar sósíalista, sem
hann sakar um að hafa ýtt undir
ólguna í landinu en hún hefur verið
að aukast síðastliðinn hálfan mán-
uð. Þá setti hann ofan í við stuðn-
ingsmennina fyrir að hafa ekki var-
ið byggingar Demókrataflokksins,
sem hann sagði tákn sigursins yfir
kommúnismanum í landinu og að
engum ætti að líðast að ráðast á
þær.
• HALTU MÉR FAST • ULLA JÓNS • KOMU ENGIN SKIP í DAG? • DRAUMAPRINSINN • BLÚS í G • EINBÚINN • KOMDU í PARTÝ •
Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson - ásamt stórhljómsveit sinni.
Leikstjóri: Egill Eðvarðsson.
E^Éj Æ Söngvarar:
^ 9" M PálmiGunnarsson.
S ' K • • Æm Ellen Kristjánsdóttir,
kV ■ - ' E — 9 íris Guðmundsdóttir,
É2L H i. v Æk „•*MiflB MRLÆ BjarniArason.
Húsið opnar kl. 19:00. Matargestir, vinsamlega mætið tímanlega. Sýningin hefst stundvíslega
kl. 22:00. Verð með kvöldverðikr. 4.900, verð án kvölftveröar kr. 2.200. Verð á dansleik erkr. 1.000.
Miðasala og borðapantanir daglega kl. 13-17 á Hótel Islandi.
XarrýlöguS austurlenskfiskisúpa.
Jleilsteíktur latnlmvöövi
með fylltum jarðeplum, smjörsteiktu
grænmeli og Madeira piparsósu.
Súkklaðifijúpuð pera og sérri-is.
MEÐ BJARNA ARASYNISONGVARA LEIKA FYRIR DANSI
Brunaliðslög, Mannakornslög, og fleiri lög í flutningi þjóðkunnra söngvara!
- Hótd ísland heldur upp ó 10 óra afmœlið með
þessari einstöku sýningu, þeirri bestu hingað tii!
NÆSTU SYNINGAR: 15. febrúar, 1. mars, 8. mars, 22. mars og 29. mars.