Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 33
PENINGAMARKAÐURINN
AÐSENDAR GREINAR
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA I
27. janúar Hœsta Lægsta Meöal- Magn Heildar-
ALLIR MARKAÐIR verð verð verð (kiló) verð (kr.)
Annar afli 90 90 90 7 630
Annarflatfiskur 100 100 100 28 2.800
Blálanga 67 67 67 55 3.685
Hrogn 110 110 110 71 7.810
Karfi 108 84 88 290 25.584
Keila 56 37 50 290 14.530
Langa 115 73 92 338 31.016
Lúöa 620 220 301 496 149.106
Sandkoli 93 93 93 500 46.500
Skarkoli 143 75 112 581 65.333
Skata 135 120 129 97 12.555
Skötuselur 206 193 202 601 121.542
Steinbítur 112 85 93 3.770 351.489
Sólkoli 151 151 151 70 10.570
Tindaskata 10 5 10 726 6.912
Ufsi 74 40 62 8.869 546.776
Undirmálsfiskur 100 73 82 2.227 183.637
Ýsa 218 83 184 13.030 2.399.522
Þorskur 137 70 93 99.078 9.190.916
Samtals FAXALÓN 100 131.124 13.170.912
Steinbítur 108 108 108 200 21.600
Ýsa 186 186 186 400 74.400
Þorskur 114 114 114 200 22.800
Samtals 149 800 118.800
FAXAMARKAÐURINN
Keila 37 37 37 90 3.330
Steinbítur 100 100 100 262 26.200
Undirmálsfiskur 77 77 77 327 25.179
Ýsa 169 169 169 318 53.742
Þorskur 95 70 72 36.370 2.627.369
Samtals 73 37.367 2.735.820
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR
Skarkoli 140 140 140 120 16.800
Steinbítur 85 85 85 900 76.500
Ýsa 200 171 197 950 187.454
Þorskur 118 84 97 25.588 2.489.201
Samtals 101 27.558 2.769.955
FISKMARKAÐUR SNÆFELLSNESS
Steinbítur 103 103 103 150 15.450
Undirmálsfiskur 73 73 73 150 10.950
Ýsa 214 193 210 1.250 262.250
Þorskur 117 107 113 10.800 1.220.616
Samtals 122 12.350 1.509.266
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA
Annar afli 90 90 90 7 630
Annar flatfiskur 100 100 100 28 2.800
Karfi 108 106 107 53 5.676
Keila 56 56 56 200 11.200
Langa 115 91 97 155 15.035
Lúða 620 220 292 447 130.506
Sandkoli 93 93 93 500 46.500
Skarkoli 143 143 143 200 28.600
Skata 120 120 120 36 4.320
Skötuselur 205 205 205 366 76.030
Steinbítur 112 109 110 262 28.744
Tindaskata 10 5 10 726 6.912
Ufsi 74 40 65 2.401 157.241
Ýsa 211 90 200 4.425 884.646
Þorskur 131 89 98 16.333 1.601.777
Samtals 115 26.139 2.999.617
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA
Blálanga 67 67 67 55 3.685
Karfi 84 84 84 237 19.908
Langa 92 73 87 183 15.981
Skarkoli 92 75 76 261 19.933
Skötuselur 193 193 193 146 28.178
Steinbítur 101 86 99 850 84.439
Ufsi 70 61 62 2.468 153.534
Ýsa 142 83 110 1.687 185.030
Þorskur 130 94 127 7.385 934.203
Samtals 109 13.272 1.444.891
FISKMARKAÐUR (SAFJARÐAR
Steinbítur 86 86 86 1.146 98.556
Sólkoli 151 151 151 70 10.570
Samtals 90 1.216 109.126
FISKMARKAÐUR ÞORLÁKSHAFNAR
Skata 135 135 135 61 8.236
Skötuselur 206 206 206 89 18.334
Ufsi 59 59 59 4.000 236.000
Þorskur 125 95 107 853 91.629
Samtals 71 5.003 354.198
FISKMARKAÐURINN HF. HAFNARFIRÐI
Undirmálsfiskur 100 78 84 1.750 147.508
Ýsa 218 170 188 4.000 752.000
Samtals 156 5.750 899.508
HÖFN Hrogn 110 110 110 71 7.810
Lúða 550 250 380 49 18.600
Þorskur 137 120 131 1.549 203.322
Samtals 138 1.669 229.732
Olíuverð á Rotterdam-markaði, 6. nóv. til 15. jan.
ÞOTU ELDSN EYTI, doHarar/.c nn
\J'^ 246,5/ W 245,5
B.N 15. 23. 29. 6.D.13. 20. 27. 3J 10.
Samgöngumál í
byrjun árs 1997
Þjórsárbrúin úrelt
Fljótlega þarf að byggja nýja
tveggja akreina brú yfir Þjórsá og
velja nýtt brúarstæði, með tilliti til
hraðbrautar um suðurströndina allt
til Austurlands. Núverandi brú er á
hættusvæði Suðurlandsskjálfta,
einnig fjölgar slysum og umferðar-
töfum á og við brúna árlega, enda
eykst umferðarhraðinn með hveijum
áratug og þungaflutningavagnar
stækka ört. Þetta brúarstæði hefur
vafalaust talist hagkvæmt árið
1895, og við hæfi hestvagna. Brekk-
ur, biindhæðir og beygjur henta ekki
nútímanum.
Skyggnst til næstu
aldar, fækkar beygjum og
breikka brýr?
Þessi þrönga brú var reist 1949
og hún þjónar Rangæingum, Skaft-
fellingum og Sunnmýlingum allt
austur á Hérað ásamt almennri
Hringvegarumferð. Þetta er eina
brúin á þessu 230 km langa fljóti,
sem klýfur byggðimar ofan úr Þjórs-
árdal og til sjávar, að undantekinni
virkjanabrú inn á afrétti. Núverandi
brú gæti annað innanhéraðs umferð
í náinni framtíð, svo sem póst- og
mjólkurflutningum ásamt skóla- og
áætlunarbílum.
Víkingasveit Vegagerðar
Oftast er talað um 2 brúarstæði,
það efra við Þjórsárholt, en á því
svæði eru 2-3 virkjanaáform, með
tilheyrandi brúargerð, ótímasett. Hitt
brúarstæðið er við Rauðavatn, ofan
Fljótshóla austur í Háfsnes. Þar
munu aðstæður svipaðar og við Ós-
eyrarbrú, Markarfljót, Kúðafljót og
Fjallsá, en þjóðvegir eru komnir
beggja vegna, nr. 305 og 275, en
brúna vantar. Nú er ekki lengur um
vorflóð í Þjórsá að ræða, því uppistöð-
ulón raforkuvera taka við þeim, en
það hefur auðveldað mönnum vinnu
við brúargerð þegar hægt er að veita
vatninu frá á meðan undirstöðustólp-
ar eru reknir niður og gengið er frá
gijótvörn á leiðigarða á þurru. Það
sannaðist við brúargerð á Skeiðarárs-
andi í haust, að í brúarvinnuflokkum
Vegagerðarinnar eru vel þjálfaðir
verkkunnáttumenn með stórvirkan
tækjabúnað og nefnast þeir nú vík-
ingasveit Vegagerðar, sbr. víkinga-
sveit Landsvirkjunar (línumenn) og
víkingasveit lögreglunnar.
Veikir hlekkir á Hringvegi
Þessa tækni ætti að nota við brú-
argerð á Þjórsá sem fyrst, opnist
augu Samgöngumálaráðuneytisins
á þeim veika hlekk á Hringveginum,
sem ein EINBREIÐ BRU á Þjórsá
er. Undarlegt andvaraleysi viðkom-
andi ráðuneytis og/eða þingmanna
Suður- og Austurlands um framtíð-
arveglínu milli Faxaflóasvæðis og
Fljótsdalshéraðs með suðurströnd-
inni hefur tafið skipulagsmál í við-
komandi héruðum og gert þau
ómarkviss sbr. þjóðvegur 1 í gegn-
um miðbæjarkjarna Selfossbæjar,
með nýgerðu hringtorgi ásamt tijá-
gróðri og blómabeðum í gamla þjóð-
vegarstæðinu, sbr. Borgarnes, Mos-
fellsbæ og víðar. Með svona skipu-
lagsleysi skapast umferðartafir og
slysahætta, því ekki fer saman akst-
ur barnavagna, gangandi fólks og
akstur stórra flutningavagna. Það
þjónar ekki nútíð að þjóðvegir séu
lagðir eftir heimreiðum og hlöðum
nærliggjandi bæja. Þó má sjá slíka
handvömm í einstaka byggðarlagi
þar sem verið er að leggja niður-
grafna og hlykkjótta vegi, líkt og
gert var fyrir 100 árum.
Hraðbraut til Hornafjarðar
Með nútímaflutningatækni þarf
endurbætta vegi og tvíbreiðar brýr,
einnig jarðgöng, sérstaklega í Reyn-
isfjall, en Óskar í Vík, þingmaður
Skaftfellinga gerði til-
lögur þar um, ásamt
bátahöfn þar og tilheyr-
andi vegtengingum.
Verður nýjum
vinnubrögðum beitt
í vegstæðisvali?
Eykst ökuhraði?
Nú þarf brú á Þjórsá,
Hólmsá neðan Djúpóss
og Hornafjarðarfljót
um Skógey, sunnan
flugvallar. Einnig þarf
jarðgöng, syðst í Reyn-
isfjalli, undir Almanna-
skarð í Skarðsdal og inn
af Berufirði undir Exi í
Suðurdal. Einhveijir
óvissuþættir munu vera
á þessum slóðum, en staðkunnugir
telja þessa framkvæmd nauðsynlega
í framtíð. Líklega verður Þrengsla-
vegur og Ölfusárbrú vestan Eyrar-
Atvinnulífíð kallar stíft,
segir Halldór Eyjólfs-
son, eftir hraðbrautum
til þungaflutninga.
bakka framtíðarveglína um Suður-
land, með sjávarsíðunni austur til
Hornafjarðar og síðar að Egilsstöð-
um á Héraði. Veglínu þarf að breyta
við Þykkvabæ og í Mýrdal.
Bið verði á hálendisvegi
norðanjökla
Ótrúlegt er að þjóðin hafi fjár-
magn til að gera heilsársveg norðan
jökla meðan verið er að ljúka við
og endurbæta hringveginn, en at-
vinnulífið kallar stíft eftir hraðbraut-
um vegna þungaflutninga.
Það mun örugglega koma vegur
frá Mývatni beint suður sanda til
Suðurlands og hliðarvegur frá efstu
drögum Sandmúladalsár til Austur-
lands sunnan Dyngjufjalla en norðan
Vaðöldu, um nýja brú á Jökulsá á
Fjöllum við Upptippinga, og þaðan
norðan Fögrufjalla en sunnan Hvann-
stóðsQalla að Laugafelli, en þar er
komið á upphleyptan veg, og er þá
greiðfært til Egilsstaða og bærileg
slóð suður að Snæfelli. Það verður
ekki reynt að tímasetja þessa vegi,
en hitt er líklegt að staðsetning sé í
nánd, varla verður malbikað fyrr en
eftir árið 2020-30. Meirihluti um-
rædds vegstæðis er sléttlent, mest
sandar, möl og hraun. 4 aðilar þurfa
að koma að staðsetningunni, svo að
hægri höndin viti hvað sú vinstri er
að gera og peningum sé ekki eytt
að óþörfu eins og gerst hefur.
Einn hálendisvegur milli
Mývatns og Rangárþings
Einn hálendisvegur milli Mývatns
og Rangárþings, með tengingu til
Austuriands við
Sandmúladalsárupp-
tök, en ekki þrír eins
og nú horfir.
Æskilegt samráð
viðkomandi stofnana
verði haft um framan-
greindan hálendisveg.
1. Línuvegur sem
þarf að vera fær flutn-
ingabílum á bygg-
ingartíma viðkomandi
raflínu, svo og jeppa-
fær allt árið til eftirlits
og viðhalds.
2. Vegagerðin komi
að vegalagningunni
með tilliti til framtíðar-
þjóðvegar, en ijall-
vegasjóður annist ár-
legt viðhald og merkingar.
3. Sýslumenn eða hreppstjórar
viðkomandi afrétta gæta þess að
rétt sé staðið að framkvæmdum og
gróðurlönd bætt ef þau spillast.
4. Skipulagsnefnd ríkisins eða
viðkomandi héraða verði ráðgef-
andi.
Þeir vegslóðar sem myndast hafa
á undanförnum áratugum í óbyggð-
um við rannsóknarferðir og smala-
mennskur verði merktir á kortum
en ekki heflaðir. Framangreindir
íjallvegir (línuvegir) þurfa að liggja
sem næst línunum svo möstrin virki
sem vegvísar í dimmviðri og það er
einnig kostur þegar myndatöku-
menn vilja ekki hafa möstur í mynd- K
efninu.
Skaftfellingnr skrifar
í Dagskrána 5/12 1996
Á dögunum gerði farþegi í bíl á
leiðinni frá Fossi á Síðu að Selfossi
sér til dundurs að telja brýrnar á
þessari leið, einbreiðar og tvíbreið-
ar. Það var dimmviðri og þoka svo
talningin er kannske ekki alveg
örugg en brýrnar töldust vera 28,
og talningu hætt við Þjórsá. Af ^
þeim voru 20 einbreiðar. Á þessari
leið eru mörg stór vatnsföll. Þetta
er u.þ.b. 250 km þægileg leið og
einu brekkurnar eru við Vík. Vegur-
inn er góður, hvergi þarf að slá af
löglegum hraða nema í gegnum
Vík, Hvolsvöll, Hellu og við einföldu
brýrnar. Menn eru sammála um að
brýrnar þarf að breikka, sem er
bæði mikið verk og dýrt. Það þyrfti
líka að leggja þjóðveg nr. 1 utan
við Hvolsvöll og þjóðvegurinn er
utan við þéttbýlið á Hellu. Þar ætti
ekki að þurfa að minnka hraðann
að mati langferðamanna, nema þá -
fáu daga sem hestamannamót eða
aðrar stórsamkomur eru á Gadd-
staðaflötum. Hella og Hvolsvöllur
eiga ekki að fá að vaxa yfir þjóðveg
nr. 1 eins og gerst hefur á Selfossi
og víðar.
Höfundur er áhugnmaóur um
umhverfis- og samgöngumál.
Halldór
Eyjólfsson