Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 29 MEIMNTUN AÐSENDAR GREINAR NOKKRIR af nemendum blóma- og markaðsbrautarinnar. F.v. Bríet Einarsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir, Uffe Balslev kennari, Björg Jóna Sigtryggsdóttir, Aldís Björg Guðjónsdóttir, Jón Þ. Olafsson, Christine Gísladóttir og Boga Kristín Thorlacius. Garðyrkjuskóli ríkisins Níu nemendur á blóma- og markaðsbraut NÍU nemendur, átta konur og einn karlmaður, eru nú við nám á blóma- og markaðsbraut Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Fólkið kemur víða að af landinu og hefur flest verið í verknámi í blómaversl- unum. Um er að ræða tveggja ára nám, sem er blanda af bóklegu námi og verklegu á viðurkenndum verk- námsstað. Að sögn Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar upplýsingafulltrúa skólans er markmiðið með náminu að mennta fólk í blómaskreytingum, sölu, geymslu og notkun garðyrkju- afurða, bæði hvað varðar afskorin blóm, pottaplöntur, grænmeti og ávexti. Aðalkennari á brautinni er Uffe Balslev blómaskreytingamaður. Ný reglugerð um undanþágu sam- ræmdra prófa NÝ reglugerð hefur tekið gildi um nemendur á skyldunámsaldri, sem af viðurkenndum greiningaraðilum eru taldir víkja svo frá almennum þroska að þeim henta ekki sam- ræmd próf samkvæmt grunnskóla- lögum. Allir aðrir nemendur í skyldunámi verða að gangast undir samræmt próf. Samkvæmt þessari skilgreiningu fellur fjölnám nemenda í Réttar- holtsskóla og Fellaskóla ekki undir undanþágur laganna frá próftöku. Eins og skýrt var frá í Morgunblað- inu sl. þriðjudag hafa umsjónar- menn námsins að undanförnu verið að kanna hvort möguleikar séu á framhaldsnámi fyrir nemendur án þess að þeir hafi lokið samræmdum prófi. Tuttugu nemendur stunda fjölnám í 10. bekk Réttarholtsskóla og fimmtán nemendur í Fellaskóla. Var fjölnámið hugsað sem valkostur nemenda sem bóknám hentar ekki. Ásdís Halla Bragadóttir aðstoð- armaður menntamálaráðherra segir að starfsreglur um fjölnám í Fella- skóla og Réttarholtsskóla hafi ekki borist ráðuneytinu til staðfestingar. „Ráðuneytinu er því ekki kunnugt um skipan þeirra deilda, utan þess sem fram kemur í námskrá fyrir fjölnámið frá því í september 1996. Fjölnámið virðist ekki vera skil- greint sem sérskóli/sérdeild sam- kvæmt 38. gr. grunnskólaiaganna," sagði hún. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma á verkaskiptingu milli skóla í landinu og að festa í sessi ákveðið framboð náms í hvetj- um skóla. Segir Ásdís Halla Braga- dóttir að framboð náms fyrir þann hóp nemenda, sem hér um ræðir, verði einnig tekið til sérstakrar at- hugunar á næstu vikum með það að markmiði að mæta þeirri þörf sem fyrir hendi er. Fórnarkostnaður samfylkingar UM ÞESSAR mundir fara fram miklar orð- ræður um samfylkingu vinstri flokkanna í landinu. Allt hljómar það tal kunnuglega í eyrum enda ekki nýtt af nálinni. En ugglaust eru meiri líkur á fram- boðsbræðingi af því tagi nú en oftast nær áður. Þetta tal um sam- fylkingu hefur staðið með litlum hléum í þtjá aldarfjórðunga, eða frá því að kommúnistar bytjuðu að kljúfa sig frá Alþýðuflokknum á sínum tíma. Þessir flokkar hafa síðan klofnað með vissu árabili og yfirleitt hefur hugsjón samfylkingar verið helsta ástæða slíkra atburða. Framboðstækni eða pólitísk afstaða En líklega er það svo að pólitískar þrengingar og skortur á hugmynda- fræði hafa leitt til þess að nú er að duga eða drepast fyrir vinstri flokk- ana. í sjálfu sér er ekkert nema gott um það að segja. Það sem athygli vekur í þessari umræðu allri er að samfylkingar- áformin virðast engu hafa breytt um hugmyndafræðilegt skipbrot vinstri flokkanna. Þar sem áður var talað um hugsjónir er nú einvörðungu fjallað um framboðstæknileg atriði. En auðvitað þyrfti það ekki að vera slæmt, ef þar við sæti. Ljóst er á hinn bóginn að flokk- arnir sem hér um ræðir komast ekki hjá því að taka afstöðu til helstu álitaefna í íslenskum stjórnmálum verði samfylkingin að veruleika. Fall sósíalismans hefur vissulega dregið úr pólitískum ágreiningi. Ur- lausnarefnin á því sviði þurfa því ekki að verða æði mörg. í raun réttri þurfa vinstri flokk- arnir fyrst og fremst að taka afstöðu til Evrópusambandsins og fiskveiði- stefnunnar. Þetta eru þau grundvall- aratriði sem mestu munu skipta um afkomu þjóðarinnar og stöðu hennar í samfélagi þjóðanna á komandi árum. Það eina áhugaverða við umræð- una um samfylkingu vinstri manna er það hvernig spumingum um þessi efni verður svarað. Og verði svörin gefín þarf svo að meta hver áhrif þau hafi á þjóðarbúskapinn og þjóðlíf- ið. Hvað þau muni kosta samfélagið. Líklegur málefnabræðingur Alþýðubandalagið var andvígt samningnum um Evrópska efna- hags'svæðið og hefur lýst eindreginni andstöðu við allar hugmyndir um aðild að Evrópusambandinu. Al- þýðuflokkurinn hefur á hinn bóginn gert aðild að Evrópusambandinu að öðru helsta stefnu- máli sínu. í sjávar- útvegsmálum hefur Al- þýðuflokkurinn gert kröfuna um sérstakan fiskveiðiskatt að höfuð- stefnumáli sínu. En inn- an Alþýðubandalagsins hafa verið skiptar skoð- anir þar um. Það virðist því blasa við hver niðurstaða bræðingsins verður. Al- þýðuflokkurinn þarf að gefa eftir kröfuna um tafarlausa umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu. Á hinn bóginn verð- ur Alþýðubandalagið væntanlega að kyngja þeirri kröfu Alþýðuflokksins að leggja þegar í stað á 5-6 millj- arða fiskveiðiskatt. Hann yrði varla hærri í byijun þótt stærri tölur hafí verið nefndar. En þá er komið að því að reyna Samfylkingaráformin virðast engu hafa breytt, segir Þorsteinn Pálsson, um hugmynda- fræðilegt skipbrot vinstri flokkanna. að meta hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir þjóðarbúskapinn ef þessi samfylking fengi tækifæri eftir næstu kosningar til þess að gera þennan bræðing að veruleika. Mikil- vægt er að menn átti sig á því í tíma. Líkleg niðurstaða um evrópu- stefnu samfylkingarinnar mun væntanlega ekki breyta mjög miklu um þróun efnahagsmála á Islandi. Fyrirsjáanlegt er að litlar breytingar verða á sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins á næst- unni. Og um það hefur verið sam- staða að íslendingar geti ekki beygt sig undir hana. Ýmsar óæskilegar tafir gætu þó orðið á þróun sam- starfs íslands og Evrópusambands- ríkjanna en ólíklegt er að það valdi meiriháttar vandkvæðum. Stórfelld byggðaröskun Afleiðingarnar af líklegum bræð- ingi í fískveiðistjórnarmálum yrðu hins vegar miklu alvarlegri. Líklegur 5-6 milljarða fiskveiðiskattur er íjór- falt hærri upphæð en samanlagður ágóði sjávarútvegsfyrirtækja um þessar mundir. Um leið er ljóst að vinnsla botnfiskafurða á við veruleg- an vanda að etja sem ekki leysist nema með umfangsmiklum skipu- lagsbreytingum og kostnaðarsömu markaðsstarfi á næstu árum. Fiskveiðiskatturinn, sem samfylk- ing vinstri manna mun leggja á, mun því ekki aðeins veikja samkeppnis- stöðu sjávarútvegsins heldur bijóta hana gjörsamlega niður. Landvinnsla á botnfíski og frekari fullvinnsla af- urða mundi að stórum hluta heyra sögunni til. Frumvinnsia færðist í stórauknum mæli út á sjó og full- vinnslan til útlanda. Ég tel ekki ólík- legt að þessi aðgerð gæti fækkað fískvinnslustörfum um þriðjung eða 2000. Snögg stórfelld byggðaröskun myndi augljóslega eiga sér stað. Þetta eru þær augljósu afleiðingar sem hljótast af fyrirsjáanlegum bræðingi samfylkingar vinstri manna. Það yrði þjóðinni dýrkeypt að veita þeim tækifæri til þess að kollvarpa því uppbyggingarstarfi sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum. Lífskjaraklukkuna yrði að færa aftur á bak um mörg ár. Dýrkeypt „réttlæti" Fyrir aðeins fjórum árum taldi Alþýðuflokkurinn það vera meiri- háttar árangur og mestu uppskeru í pólitísku striti flokksins í 80 ár að eiga dijúgan hlut að því með samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið að lækka tollgreiðslur á is- lenskum afurðum um 1,5 milljarða króna. Þessi mikilvægi samningur var af hálfu Alþýðuflokksins talinn forsenda fyrir framþróun í íslenskum sjávarútvegi. Þessi reiknaði ávinn- ingur kemur hins vegar að litlu haldi, ef fyrirtækin hafa ekki bolmagn til þess að fjárfesta í nýrri tækni, vöru- þróun og markaðsstarfi. Það var alveg rétt að það skipti sjávarútveginn miklu máli að tollar sem lögðust á íslenskar afurðir í útlöndum yrðu felldir niður. En það skýtur hins vegar nokkuð skökku við að þeir sömu menn sem tóku þátt í því að knýja ríkisstjórnir Evr- ópusambandsríkjanna til að fella nið- ur tolla á íslenskar sjávarafurðir skuli nú gera það að helsta hugsjón- armáli sínu að leggja á íslenska skatta sem eru fjórfalt hærri. Eins og tollalækkanirnar voru nauðsynlegar er þessi fiskveiðiskatt- ur ónauðsynlegur og meira en það. Hann mun btjóta niður samkeppnis- stöðu sjávarútvegsins. Það hlýtur að verða óskemmtilegt hlutskipti forustumanna vinstri samfylkingar- innar að gera forustumönnum verkalýsfélaganna grein fyrir því að nauðsynlegt hafi verið að lækka lífs- kjörin í landinu eða fækka störfum í fiskvinnslu til þess að ná þessu mikla „réttlætismáli“ fram. Höfundur er sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.