Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 19 UR VERINU Lítið fiskframboð vegna ógæftanna ÓGÆFTIRNAR nú í janúar hafa haft mikil áhrif á framboð á fisk- mörkuðum landsins en segja má að ekki hafi gefið til sjós í rúmar tvær vikur. Mikið af fiski barst á markaðina fyrstu viku ársins, oft um helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Þetta hefur leitt til hærra fiskverðs, einkum á ýsu. Veður var mjög gott fyrstu daga mánaðarins og gátu þá allir bátar róið, einnig krókabátar en þeir hafa verið í banni á þessum árstíma fram til þessa. Mikill fískur kom því á fiskmarkaðina fyrstu 8-10 daga ársins. Þá versnaði veður og má segja að ótíðin hafi staðið samfellt til dagsins í dag. Gott framboð í upphafi árs Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja, segir framboð af físki hafa verið mjög gott fyrstu daga ársins og rúmlega helmingi meira en var á sama tíma í fyrra en á fyrstu tíu dögunum voru seld um 800 tonn á Fiskmarkaði Suðurnesja á móti um 350 tonnum á sama tíma í fyrra. „Það er nóg af fiski, þetta er aðeins spuming um gæftir. Við höfum ein- göngu fengið fisk frá stórum troll- og línubátum með beitningarvélar síðustu tvær vikur. Einnig hafa stærri netabátar komist á sjó dag og dag. Framboð af stórum þorski hefur því verið ágætt en aftur minna af svokölluðum línuþorski vegna þess að beitningarvélabát- arnir landa ekki hjá okkur,“ segir Ólafur. Fiskverð hefur hækkað Ólafur segir þetta hafa orðið til þess að verð hafí hækkað, sérstak- lega á ýsu. „Það er oft mikil eftir- spurn eftir ýsu á þessum tíma og það kom á óvart hvað verðið var í raun lágt fyrstu dagana en það ákvarðaðist vitaskuld af miklu framboði. Síðan þá höfum við ekki fengið ýsu nema af línubátunum og ýsan farið á mjög háu verði síð- ustu daga. Til dæmis var meðalverð á ýsu af einum bát 103 krónur að meðaltali á tímabilinu frá 1. til 10. janúar. Frá 11. janúar til dagsins í dag er meðalverðið hjá þessum sama bát komið upp í 168 krónur." Ógæftirnar hafa hinsvegar ekki haft eins mikil áhrif á þorskverð að sögn Ólafs. „Okkur vantar alltaf þorsk. Við höfum eingöngu verið að selja netaþorsk sem er fímm kíló og yfir en verð á honum hefur lækkað í salt og er meira að segja lægra en það var fyrir árarnót," segir Ólafur. Ýsan hækkað um 40% Á Fiskmarkaði Breiðafjarðar voru seld um 1.000 tonn i fyrstu viku ársins en aðeins um 300 tonn síðasta hálfa mánuðinn, nánast ein- göngu af netabátum. Tryggvi Ótt- arsson, framkvæmdastjóri Fisk- markaðs Breiðafjarðar, segir að þrátt fyrir það sé heildarsalan í jan- úar minni en á sama tíma í fyrra vegna þess hve langvinnur óveðra- kaflinn hefur verið. „Ógæftimar hafa haft þau áhrif að smábátamir hafa ekkert getað róið í rúmar tvær vikur en þeir voru að físka mjög vel á línu fyrstu dagana. Þessar miklu sveiflur hafa haft mikil áhrif á verð og meðal- verð á bæði ýsu og þorski hefur hækkað. Meðalverð á ýsu hefur hækkað um 40%, var 99 krónur fyrir kílóið fyrstu vikuna en er um 140 krónur í dag. Þorskverðið hefur hækkað minna, um 17%, var um 85 krónur eftir fyrstu vikuna en er um 100 krónur núna,“ segir Tryggvi. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Nicotmeir Landað á ísafírði ísafirði. Morgunblaðið. GUÐBJÖRG ÍS-46, skig Samherja hf. á Akureyri, kom til ísafjarðar á laugardagskvöld með fullfermi úr fyrstu veiðiferð ársins. Heild- arafli skipsins var 312 tonn af frystri rækju að verðmæti um 44 milljónir króna. Allur afli skipsins fékkst djúpt út af Norðurlandi og hefur verið ákveðið að skipið haldi sig á heimamiðum í næstu veiðiferð. Um 157 tonn af afla Guðbjargarinnar vars vonefnd iðnaðarrækja. Gott bragð til að hætta að reykja! Nú er komið nýtt,ferskt og betra bragð í baráttunni við reykingarávanann; Nicotinell nikótíntyggjó. Ferska bragðið í Nicotinell nikótíntyggjóinu er einmitt bragðið sem þú þarft til þess að hætta að reykja. Nicotinell hefur sömu eiginleika og venju- legt tyggjó og fæst bæði með ávaxta- og pipar- myntubragði. Komdu í næsta apótek og fáðu bækling um það hvernig Nicotinell tyggjóið hjálpar þér best í baráttunni við tóbakið! Thorarensen Lyf Vatnagarðar 18 • 104 Rcykjavík • Sími 568 6044 Tyggðu frá þér tóbakið með Nicotinell! Nicotinell tyggigúmmi er lyf sem er notað sem hjálparefni til þess að hætta reykingum. Aðeins má nota lyfiö et reykingum er hætt. Pað inniheldur nikótín sem losnar úr því þegar tuggiö er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu. hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja tleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráölagt að nota lyfiö lengur en í 1 ár. Nicotinell fæst með ávaxta- og piparmyntubragöi og í 2 styrkleikum, 2 mg og 4 mg. Nikótfnið í Nicotinell getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði og hiksta. Einnig ertingu i meltingarfænjm. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicotinell tyggigúmmi án samráðs við lækni. Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota nikótinlyf. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota Nicotinell án þess að ráðfæra sig við lækni. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á fylgiseðli sem fylgir lyfinu. Varúð - Geyma skal lyflð þar sem börn nó ekki til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.