Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 41' ' MINNINGAR ÁSTRÍÐUR JÓSEPSDÓTTIR 4- Ástríður Jósepsdóttir fædd- ■ ist á Signýjarstöðum í Hálsahreppi 13. mai 1902. Hún lést í Reykjavík 23. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. jan- úar. Minningarathöfn um Ástriði fór fram í Akureyrar- kirkju 13. janúar. Hjartkær vinkona okkar Ásta Jóseps eins og flestir kölluðu hana, er nú horfin yfir móðuna miklu 94 ára að aldri. Kynni okkar hjónanna af henni hófust er við færðum henni pakka frá yngsta barni hennar og nöfnu Ástríði (Lillu) Grenstad, sem var gestgjafi okkar sumarið 1975. Er við tilheyrðum þjóðleikhúshópn- um er þá var á ferð um íslendinga- byggðir Kanada í tilefni af 100 ára íslandsbyggð, þar vestra. Lilla tók höfðinglega á móti okkur sem henn- ar var von og vísa. Ásta var þá starfandi hjúkrunarkona á Reykja- lundi. Hún tók okkur strax með einstökum hlýhug og þama hófust kynni og vinátta sem í okkar augum eru forréttindi að hafa hlotnast því hún var alveg einstakur persónu- leiki. Hún var alltaf hress og glöð og varð aldrei gömul í anda og aðlagaði sig kringumstæðum. Kjarkur hennar var óbilandi, 82 ára gömul ferðaðist hún einsömul til Kína enda víðförul bæði fyrr og seinna. Seinni ár ferðaðist hún að mestu með Snorra syni sínum og tengdadóttur sem hún var mjög handgengin, svo og sonum þeirra. Ásta fékk sinn skammt af sorg- inni þótt hún ræddi nú oftast um aðra hluti. Hún missti Hauk Stef- ánsson eiginmann sinn 1953, Liilu yngsta barn sitt 1990. Henni hjúkr- aði hún til hinstu stundar. Næst þegar maðurinn með ljáinn kom í heimsókn var 1994 þegar næstelsta bamið Gunnlaugur Stefán (Bói) lést. Honum hjúkraði hún einnig síðustu mánuðina en þau vom bæði búsett í Seattle. Þar býr einnig Anna dóttir hennar. Núna í desember fengum við kveðju frá henni. Þá lá hún á Land- spítalanum. Við heimsóttum hana þangað og var hún málhress og sjálfri sér lík, en sagðist þreytast fljótt. Þegar við kvöddum hana sendi hún okkur sitt geislandi bros og þannig munum við geyma minn- inguna um Ástu vinkonu okkar. Megi góður Guð blessa hana og ástvini hennar. Ragnar og Þórunn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þcss Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimastðum. Það'eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn stn en ekki stuttnefni undir greinunum. ÁGÚST INGISIG- URÐSSON + Ágúst Ingi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 15. október 1957. Hann lést á heim- ili sínu 5. janúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 11. janúar. „Góðum manni verður ekkert illt gjört, hvorki lífs né liðnum, og guð- unum er ekki sama um afdrif hans.“ (Sókrates). Lífið hefur sitt upphaf og lyktir, það er lífshlaupsins lögmál. Hinn 5. janúar síðastliðinn fékk ég þá frétt að Ágúst Ingi mágur minn hefði látist um morguninn. í fyrstu hélt ég að mig væri að dreyma en þegar ég áttaði mig eftir langa þögn, spurði ég mig hvers vegna, hver er tilgangurinn, en það verður fátt um svör, nema staðreyndin um lífshlaupsins lögmálið. Aldrei hefði mig grunað að samverustundir okk- ar Gústa væi-u taldar þegar ég hélt til hafs hinn 17. desember síðastlið- inn og aldrei hefði mig grunað að þessi ferð ætti eftir að verða eins lengi að líða. Gústa kynntist ég haustið 1984 og hef ég verið lánsamur að hafa fengið tækifæri til að kynnast hon- um. Gústi var góður og mikill maður enda vill það ávallt fylgjast að, hann var yfirvegaður, glaðvær og sérstak- lega barngóður maður enda hændust börn að honum. Gott þótti mér að leita til Gústa því ávallt hafði hann góð ráð og var mér mjög hjálpsam- ur. Margt gæti ég tínt til um okkar góðu samverustundir sem voru reyndar allt of stuttar, en þess í stað ætla ég að greipa minningu góðs manns í hjarta mitt um leið og ég sendi Hugrúnu, börnunum, for- eldrm, systkinum og nánustu ætt- ingjum mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Ágústar Inga Sigurðssonar. Jón Ingi Jónsson. Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hyar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaöir, bróðir, mágur og afi, SIGURBERGUR ÞÓRARINSSON, Birkihlíð 4a, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju á morgun, miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á skátafélagið Hraunbúa. Guðrún Sigurbergsdöttir, Anna Jónína Sigurbergsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Þórarinn Sigurbergsson, Rosalia Moro Rodriguez, Einey Þórarinsdóttir, Hjalti Þórðarson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS ÖRNÓLFUR JÓHANNSSON, Smiðjugötu 6, ísafirði, andaðist aðfaranótt 27. janúar í Sjúkrahúsi ísafjarðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jónasdóttir. t Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, sonar, bróður, mágs og barnabarns, HELGA ARNARS GUÐMUNDSSONAR, Hvalba, Færeyjum. Anja Guðmundsson, Oddný, Jón og Angela Helgabörn, Oddný B. Helgadóttir, Jón Helgi Karlsson, Jón Þórólfur Guðmundsson, Kristrún H. Daníelsdóttir, Helgi Oddsson, Anna Eyjólfsdóttir, Fanney Jónsdóttir. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGEIRS GUÐMUNDSSONAR, Hafnargötu 115A, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkra- hússins á Isafirði. Kristrún Steinunn Benediktsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Jón Sigurgeir Ásgeirsson, Hjördís Þorgilsdóttir, Benedikta Fanney Ásgeirsdóttir, Jón Friðrik Gunnarsson, Eva Margrét Ásgeirsdóttir, Guðrún Asgeirsdóttir, Húni Sævar Ásgeirsson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Erla Þórunn Ásgeirsdóttir, Guðmundur S. Asgeirsson, Kolbrún Rögnvaldsdóttir, Inga María Asgeirsdóttir, Rósa Sigríður Asgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Sigurður Aðalsteinsson, Ingimar Baldursson, Bryndís Sigurðardóttir, Gylfi Þórðarson, Hallgrímur Hallsson, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Gunnar Njálsson, Sigurður Böðvar Hansen, t Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, dóttur og tengdadóttur, RAGNHILDAR TEITSDÓTTUR, er lést 23. janúar, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 29. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Benedikt Gröndal, Ágúst Már og Anna Guðný, Guðný Ó. Haildórsdóttir, Marfa Kristfn Tómasdóttir. t Bróðir minn, uppeldisbróöir og frændi, ELLERT LEIFUR THEÓDÓRSSON, Sfðumúla 21, síðast búsettur f Hátúni 10B, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 29. janúar kl. 13.30. Soffía Bjarnrún Theódórsdóttir, María Haukdal, Guðni Kárason, Rut Skúladóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURfÐUR JAKOBSDÓTTIR, sem andaðist á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund 19. janúar sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 29. janúar kl. 15.00. Sigurþór Jakobsson, Sigrfður L. Þórarinsdóttir, Gunnar Kristinsson, Rebekka Þráinsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýndan sam- hug og vináttu við andlát og útför syst- ur minnar, INGVELDAR JÓHANNSDÓTTUR frá Litlu-Þúfu, Miklaholtshreppi. Fyrir hönd aöstandenda, Ásta Lára Jóhannsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, afa og lang- afa, SVANÞÓRS JÓNSSONAR múrarameistara, Hraunbæ 103. Sigríður Þorsteinsdóttir, Þóra Svanþórsdóttir, Sigurður Þ. Guðmundsson, Ingibjörg Svanþórsdóttir, Halla Svanþórsdóttir, Jón Svanþórsson, Svana Svanþórsdóttir, Anna S. Markúsdóttir, Eggert Sigurðsson, Einar Egilsson, Sigurborg Borgþórsdóttir, Óli B. Lúthersson, Trausti Þ. Guðmundsson, barnabörn O' harnabarnabörn. V t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem studdu okkur á margvíslegan hátt við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, ÁGÚSTS INGA SIGURÐSSONAR, Lágengi 13, ' Selfossi. Sérstakar þakkir til kórfélaga Karlakórs Selfoss og eiginkvenna þeirra, sam- starfsmanna hans hjá S.B.S. og starfsfólks Hugrún Elfa Bjarnadóttir, Sigurður Ágústsson, Jónína Bjarney Ágústsdóttir, Selma Ágústsdóttir, Sigurður Ágústsson, Erla Eyjólfsdóttir, systkini og tengdamóðir hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.