Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 56
V 56 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBOND/KVIKMYIVIDIR/UTVARP-SJONVARP
„TOM CRUISE er fæddur í sitt hlutverk," í myndinni Sérsveitin.
Brellur og brjálæði
Sérsveitin
(Mission Impossible)
Spcnnumynd
★ ★ ★
Leikstjórn: Brian De Palma. Hand-
rit: David Koepp og Robert Towne,
eftir sjónvarpsþáttunum Mission:
Impossible. Kvikmyndataka: Steph-
en H. Burum. Tónlist: David Elf-
man. Aðalhlutverk: Tom Cruise,
Jon Voight, Emmanuelle Béart,
Henry Czerny, Jean Reno, Ving
Rhames, Kristin Scott Thomas og
Vanessa Redgrave. 106 mín. Banda-
ríkin. Paramount Pictures/CIC
myndbönd 1996.
TOM Cruise er hér í hlutverki
leyniþjónustumannsins Ethan
Hunt. Njósnararnir hans eru allir
drepnir, og eldhuginn Hunt ákveð-
ur að finna út hver svikarinn er.
Hann fær til liðs við sig tvo náunga
sem hafa verið reknir úr leyniþjón-
ustunni, og kunna því til verka.
Verkefnið er ekki
af verri endanum;
komast inn fyrir
múra CLA, og stela
þar tölvudiski. Og
trúið mér; það er
ekki auðfarin ieið!
Eg hef heyrt að
aðdáendur sjón-
varpsþáttanna séu
mjög ánægðir með
Sérsveitina enda er hún ekta töff-
aramynd þar sem hinum ótrúleg-
ustu brögðum er beitt sem aðeins
háklassa njósnarar á við James
Bond kunna skil á. Það þarf ekki
meira en að heyra frábært upphafs-
stefið til þess að hrollur fari um
mann, og rétta stemmningin skap-
ist. Raunar saknaði ég þess að
heyra stefið ekki oftar blandað við
tónlistina í myndinni eins og gert
er í 007 myndunum.
Sagan er í engan stað frumleg
eða nýstárleg, en það skiptir heldur
ekki meginmáli, heldur atriðin sjálf
og brellurnar. Það eru mörg snilld-
arlega gerð atriði í myndinni. Þau
eru mörg bijálæðisleg og vægast
sagt misjafnlega trúverðug, en það
er eins og njósnamyndir eiga að
vera. Veitingahúsaatriðið ber af,
og gerir myndatakan þar gæfu-
muninn. Myndin gerist að mestu
leyti í Prag, sem gefur mörg tæki-
færi til fallegrar myndatöku sem
De Palma og Burum hafa ekki lát-
ið fram hjá sér fara. Borgin með
sínum fallegu byggingum kemur
mjög vel út, og gerir myndina að
miklu augnayndi sem er ekki alltaf
takmarkið í njósnamyndum.
Myndina prýðir skemmtilegur
hópur alþjóðlegra úrvals leikara.
Drottningin Vanessa Redgrave er
einstaklega vel til fallin í sitt hlut-
verk og kemur skemmtilega á
óvart. Kóngurinn Jon Voight setur
sinn virðingarblæ á myndina og
Tom Cruise er fæddur í sitt hlut-
verk; hann hefði ekki geta verið
betri. Erfitt er að segja að aðrir
leikarar fái að njóta sín, nema
kannski Jean Reno sem vekur allt-
af athygli, og er hér í framhalds-
hlutverki úr síðustu mynd sinni
Léon. Það sem gerir hinum leikur-
unum erfitt fyrir, er takmörkuð
persónusköpun, sem er helsti galli
myndarinnar. Áhorfandinn fær í
hendurnar hrúgu af persónum sem
hann kann í raun engin skil á, og
myndin gefur ekki tækifæri til að
kynnast þeim nánar. Kemur þá
fyrst upp í hugann unga eiginkon-
an sem Emmanuelle Béart leikur,
en hlutverk hennar býður upp á
að því séu gerð nánari skil.
Sérsveitin markar engin tíma-
mót í gerð njósnamynda, og mun
seint verða sígilt umræðuefni með-
al kvikmyndaunnenda. Hún er hins
vegar hin besta afþreying, og frá-
bærlega gerð sem slík.
Hildur Loftsdóttir
MYNPBÖND
Leitin að bréf-
sprengj u varginum
Bréfsprengjuvargurinn
(Unabomber: The True Story)
Sannsöguleg
★ 'A
Leikstjóri: Jon Purdy. Framleið-
andi: Frank Fischer. Handrit: John
McGreevey. Aðalhlutverk: Robert
Hays, Dean Stockwell, Tobin Bell.
82 mín. Bandarísk. Atlantis Releas-
ing/Bergvík. 1996. Bönnuð börnum
yngrienl6ára.
EFTIR 17 ára árangurslausa
leit að hinum svokalla ,Unabom-
ber“, þeim er sendi fjölda póst-
sprengja sem kost-
uðu þrjá menn lífíð
og slasaði aðra
lífshættulega, taldi
alríkislögreglan
sig hafa loksins
fundið hann á síð-
asta ári. Sá ákærði
er Theodore Kacz-
ynski (enn hefur
ekki verið réttað
yfír honum), einbúi á óbyggða-
svæði Montana-fylkis.
Bréfsprengjuvargurinn rekur,
allt frá upphafi til enda, leit lög-
reglumannsins Ben Jeffries (ein-
hverra hluta vegna ekki rétt nafn
þess sem stjórnaði leitinni í raun)
af hinum seka. Þessi mynd sýnir
að kvikmyndagerðarmenn vinna
Þessi kona er alnafna söngkonunnar
heimsfrægu. Ef hún væri ekki með rétt
starfsheiti í símaskránni þá ætti hún á hættu
að vera ónáðuð af villtum aðdáendum
Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu.
Björk Guðmundsdóttir
landslagsarkitekt
Símaskráin 1997 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á
að hún innihaldi sem réttastar upplýsingar. Rétthafar síma
- jafnt einstaklingar sem fyrirtæki - þurfa sjálfir að óska
eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi.
Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn
breytingar ef með þarf hið fyrsta.
Eyðublað er á blaðsíðu 30 í Símaskránni 1996.
Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og
faxnúmer er 550 6629.
Rétt skal vera rétt!
PÓSTUR OG SÍMI HF
1997
MYNDIN um bréfsprengju-
varginn er gerð eftir sann-
sögulegum atburðum.
hraðar en alríkislögreglan. Ekki
er liðið ár síðan leitin tók enda en
samt hefur verið gerð um hana
kvikmynd.
Það er augljóst að málið hefur
talist einkar áhugavert efni í kvik-
mynd en þegar upp er staðið kem-
ur í ljós, í það minnsta af þessari
mynd að dæma, að það er afar
óspennandi. Síendurtekin frásögn
af móttökum sprengjanna er
þreytandi. Lögreglunni gengur
ekkert að finna vísbendingar sem
benda á hinn seka og í rauninni
bar vinna hennar lítinn ávöxt því
það var fyrst og fremst bróður
sprengjuvargsins að þakka að leit-
in tók enda.
Höfundar myndarinnar virðast
vinna samviskusamlega úr heim-
ildum en efnistökin eru fremur
þurr og á köflum ber myndin keim
heimildarmyndar eða öllu heldur
þáttaraðarinnar 911. Kannski
hefði efnið betur hentað slíkum
þætti en heilli kvikmynd. Þrátt
fyrir það má vel mæla með Bréf-
sprengjuvarginum við þá sem fýs-
ir að vita meira um eitt sér-
stakasta fréttaefni síðastliðins árs.
Skarphéðinn Guðmundsson
Tungllöggan
(Lunar Cop) 'h
Fresh
(Fresh) ★ ★'A
Af hundum og köttum
(The Truth About Cats and
Dogs) ★★
Stepford eiginmennirnir
(The Stepford Husbands) 'h
Elst við dreka
(Chasing the Dragon) ★V2
Njósnað mikið
(Spy Hard) ★
Hvítur maður
(White Man) ★ ★V2
Barnfóstruklúbburinn
(The Baby-sitters Club) ★ ★
Geggjuð mamma
(Murderous Intent) ★‘/2
Bert
(Bert) ★ ★'/2
Holur reyr
(Hollow Reed) ★ ★ ★
lllt eðli
(Natural Enemy) ★‘/2