Morgunblaðið - 01.03.1997, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.1997, Side 14
14 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FRÉTTIR_____________________________ Landssöfnun Slysavarnafélags íslands vegna kaupa á björgunarskipum Fimm bj örgimar- skip verða keypt FLESTIR smábátar á sjó eru á svæðinu frá Reykjanesi að Horni eða um 40% þeirra sem tilkynna sig til tilkynningaskyldunnar. SLYSAVARNAFÉLAG íslands er að hefja landsátak með sölu happdrættismiða um allt land til að fjármagna kaup og rekstur fimm nýrra björgunarskipa en fé- lagið á fyrir fimm björgunarskip. Kaupverð þeirra er frá 2,5-6 millj- ónir króna en rekstur á ári er áætlaður um 2,5-5 milljónir fyrir hvert skip. „Með þessu teljum við okkur vera að byggja upp björgun- arnet fyrir sjómenn," sagði Ester Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri félagsins. Þijú skipanna koma frá Hollandi og kom það fyrsta til landsins í desmber sl. og er það staðsett í Neskaupstað. Hin skipin tvö koma til landsins í júlí og fer annað á Rif á Snæfellsnesi en hitt kemur í des- ember og verður það sett niður á austanverðu Norðurlandi. í maí eru einnig væntanleg tvö björgunarskip frá Þýskalandi og verða þau á ísafirði og á Siglufirði. „Björgunar- bátarnir verða staðsettir á þeim slóðum, þar sem mest er um smá- báta samkvæmt könnun, sem gerð hefur verið og þar sem hættan er mest á vetrum þegar allra veðra er von,“ sagði Ester. „Við vonumst til að fólk liðsinni okkur sem fyrr og kaupi miðana þegar eftir því verður leitað enn á ný. Happdrætt- ið í ár er í raun landssöfnun, enda snertir öryggi íslenskra sjómanna alla landsmenn." Mjög gott verð „Það eru systurfélög Slysa- varnafélagsins í Þýskalandi og Hollandi, sem selja okkur skipin á mjög góðu verði eða frá 2,5-6 milljónum króna fyrir hvern bát,“ sagði Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélagsins. „Þeir sýna okkur mikið vinabragð með þessum hætti því þeir gætu fengið mun meira fyrir skipin á fijálsum mark- aði. Það má því segja að reksturinn verði erfiðari en kaupin.“ Gunnar sagði að reynslan sýndi að árleg útköll væru á bilinu 15-20 á hvern bát og að þar af væru 4-5 mjög alvarleg. Tæknilega fullkomnir Þýsku björgunarskipin eru 45 brúttótonn, byggð árið 1969 en vélar voru endurnýjaðar árið 1976 og eru því lítið notaðar. Með þeim fylgir dótturbátur á dekki sem nýtist vel við leit og störf við strendur. Hollensku björgunar- skipin eru 52 brúttótonn, byggð árið 1965. Þrír stjórnpallar eru á bátunum, efst er lítill pallur sem nýttur er við stjórntöku í höfnum, þar undir er stjórnpallur búinn siglingartækjum og neðst er kortaklefinn. Aðstaða er fyrir sjúklinga í klefa framan við vélarrúm. Bátarnir eru mjög tæknilega full- komnir, að sögn Páls Ægis Péturs- sonar, deildarstjóra björgunadeild- ar, og eru þeir með fullkomnum siglingatækjum ætluðum til sigl- inga, leitar og björgunar. Páll Ægir hefur það eftir hollenskum sjómönnum, sem siglt hafa þessum bátum í mörg ár að þeir muni sjá eftir þeim til íslands. Bátarnir láti vel í sjó eins og hafi sýnt sig best í desember sl. þegar fyrsti báturinn kom til landsins. „Hann lá mjög vel í sjó þegar við lentum í afar slæmu veðri á móti okkur,“ sagði hann. „Bátarnir munu því henta sérlega vel hér við land í þeim veðrum sem hér má eiga von á.“ Sjálfboðaliðar Stefnt er að því að manna þijár áhafnir á hver björgunarbát en þeir verða tíu samtals með komu nýju bátanna til landsins. Áhafnirnar eru allt sjálfboðaliðar og meðal þeirra eru skipstjórar og sjómenn, sem komnir eru í land. Sagði Gunnar það ómetanlegt að fá að njóta starfskrafta þeirra og reynslu af sjómennsku auk þess sem þeir leiðbeintu yngri mönnum og reynsluminni um borð. Ester benti á að með kaupunum á nýju björg- unarbátunum yrðu mikil umskipti á rekstri björgunarskipa Slysa- varnafélagsins frá því að reka eitt björgunarskip, Gísla J. Johnson, og að reka 8-10 skip eða úr 500 þús. krónum í 20 milljónir á ári. „Þetta eru miklar fjárhæðir en mjög nauð- synlegt að koma þessu á og loka hringnum um landið,“ sagði hún. „Við reynum að afla verkefna fyrir skipin eins og við framast getum. Eins hafa hafnirnar tekið okkur vel og fáum við til dæmis bryggju- pláss, rafmagn og vatn end- urgjaldslaust.“ Áhafnirnar verða sjálf- boðaliðar LltLA HÚSIÐ VERSLUN MED KRISTILEGAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefni Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 SínJ 462 4301 • Slrandgötn 13a • Aknreyrí Iðntæknistofnun og Háskóli íslands Samstarf um rann- sóknir sem tengjast atvinnulífinu REKTOR Háskóla íslands og forstjóri Iðntæknistofnunar hafa undirritað samning um samstarf milli stofnana sinna sem hefur það markmið að nýta aðstöðu og hæfni á hvorum stað sem best og sameina uppbyggingu eftir því sem við á, að auka þekkingu á viðfangsefnum í íslensku atvinnu- lífi og að menntun í raunvísindum og tækni hafi alþjóðlega skírskotun. / /y , /,/ (’fmtfímoktmum ígerviKúieKans táKnar casev ^óðurást Sá\aran9'st Qz ásútgáfan Qlerérgötu 28 • Simi 482 4986 -< Sjúlíríiiiiisáciyu •> Cirluyusöciu -> Á3É c»cj -irbrcic -> Áác-irsöcju -> 3öyu ififiri'ið'iriris Einnig er markmið samningsins að rannsóknastarf sé af þeim gæð- um sem best gerist meðal sam- keppnislanda. Samningsaðilar munu stofna sem fyrst til hálfrar kennslustöðu til að efla samstarf og samskipti á sviði matvælatækni og verður jafn- framt á þessu ári lögð áhersla á að koma á atvinnutengdu rann- sóknanámi í matvælafræði. Mark- miðum samningsins á að ná með eftirfarandi hætti: Starfi skipt milli aðila Koma á atvinnutengdu rann- sóknanámi og að stúdentum sem fást við verkefni í BS- eða MS- námi í Háskólanum verði gefinn kostur á að vinna undir leiðsögn starfsmanna Iðntæknistofnunar; stuðla að því að komið verði á tengi- stöðum þar sem kennslu og rann- sóknastarfi yrði skipt milli aðila; að Iðntæknistofnun taki að sér verklega þjálfun stúdenta á þeim sviðum sem stofnunin hefur þekk- ingu og aðstöðu til; að koma á rannsóknasamstarfi þar sem lögð verði áhersla á verkefni sem feii í sér uppbyggingu nýrrar fæmi sem gagnast geti atvinnulífinu og að náið samráð verði haft um tækja- kaup til að nýta fjármuni sem best. Sveinbjöm Björnsson háskóla- rektor og Hallgrímur Jónasson for- stjóri Iðntæknistofnunar rituðu undir samninginn. Sérstök fram- kvæmdanefnd mun vinna að því að ná markmiðum samningsins og skal endurskoða hann að þremur árum liðnum. Morgunblaðið/Þorkell REKTOR Háskólans, Sveinbjörn Björnsson (t.v.) og Hallgrímur Jónasson forstjóri Iðntæknistofnunar skrifuðu undir samstarfs- samning stofnana sinna. Lögreglan á Isafirði Þjófnaðar- og skemmd- arverkamál upplýst fsafirði. Morgunblaðið. UNDANFARNAR vikur hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á ísafirði nokkur mál er varða þjófn- aði á ýmsum hlutum s.s. hljóm- tækjum, hlutum úr bifreiðum og töluverðu af harðfiski. Þá hafa einnig verið til rannsóknar mál er varða skemmdarverk á ljósastaur- um á Óshlíðarvegi og mannvirkjum í eigu Orkubús Vestfjarða í Vest- íjarðagöngunum, en skotið hafði verið með haglabyssu á þessa hluti og töluvert tjón hlotist af. Þriðjudaginn 25. febrúar sl. stöðvaði lögreglan á Hólmavík bif- reið sem ekið var frá Ísafírði áleið- is til Hólmavíkur eftir að beiðni hafði komið um það frá lögregl- unni á ísafirði þar sem grunur lék á að í bifreiðinni væri þýfi. I bifreið- inni voru þrír menn frá ísafirði á aldrinum 16-20 ára. Við leit í bif- reiðinni fundust stolnir hlutir og vörðuðu þjófnaðarmálin sem til rannsóknar voru. Einnig fundust í bifreiðinni um 40 kg af harðfiski sem útbúinn hafði verið til sölu. Lögreglan á ísafirði sótti tvo yngri mennina til Hólmavíkur en þeim elsta var sleppt. Lagt var hald á þýfið og harðfiskinn. Við yfirheyrslur viðurkenndu mennimir tveir að hafa m.a. skotið með haglabyssu á ljósastaura á Óshlíðarvegi auk þess sem þeir viðurkenndu að hafa stolið ýmsum munum úr bifreiðum á Isafirði, Flateyri og í Bolungarvík og hefur hluti þýfisins komið fram. Mönn- unum hefur verið sleppt en nokkur málanna eru enn til rannsóknar. Fleiri aðilar eru taldir tengjast málunum. Hjá lögreglunni á ísafirði er enn til rannsóknar þjófnaður á harð- fiski sem stolinn var úr harðfísk- hjalli á Þingeyri um miðjan febr- úar. Tveir aðilar á fimmtugsaldri hafa verið yfirheyrðir vegna máls- ins og hefur verið gerð húsleit á heimili þeirra. Við húsleitina var lagt hald á skotvopn og liggur fyr- ir viðurkenning um að eitt skot- vopnanna sem lagt var hald á hafi verið notað við skemmdarverkin á Óshlíðarvegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.