Morgunblaðið - 01.03.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.03.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FRÉTTIR_____________________________ Landssöfnun Slysavarnafélags íslands vegna kaupa á björgunarskipum Fimm bj örgimar- skip verða keypt FLESTIR smábátar á sjó eru á svæðinu frá Reykjanesi að Horni eða um 40% þeirra sem tilkynna sig til tilkynningaskyldunnar. SLYSAVARNAFÉLAG íslands er að hefja landsátak með sölu happdrættismiða um allt land til að fjármagna kaup og rekstur fimm nýrra björgunarskipa en fé- lagið á fyrir fimm björgunarskip. Kaupverð þeirra er frá 2,5-6 millj- ónir króna en rekstur á ári er áætlaður um 2,5-5 milljónir fyrir hvert skip. „Með þessu teljum við okkur vera að byggja upp björgun- arnet fyrir sjómenn," sagði Ester Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri félagsins. Þijú skipanna koma frá Hollandi og kom það fyrsta til landsins í desmber sl. og er það staðsett í Neskaupstað. Hin skipin tvö koma til landsins í júlí og fer annað á Rif á Snæfellsnesi en hitt kemur í des- ember og verður það sett niður á austanverðu Norðurlandi. í maí eru einnig væntanleg tvö björgunarskip frá Þýskalandi og verða þau á ísafirði og á Siglufirði. „Björgunar- bátarnir verða staðsettir á þeim slóðum, þar sem mest er um smá- báta samkvæmt könnun, sem gerð hefur verið og þar sem hættan er mest á vetrum þegar allra veðra er von,“ sagði Ester. „Við vonumst til að fólk liðsinni okkur sem fyrr og kaupi miðana þegar eftir því verður leitað enn á ný. Happdrætt- ið í ár er í raun landssöfnun, enda snertir öryggi íslenskra sjómanna alla landsmenn." Mjög gott verð „Það eru systurfélög Slysa- varnafélagsins í Þýskalandi og Hollandi, sem selja okkur skipin á mjög góðu verði eða frá 2,5-6 milljónum króna fyrir hvern bát,“ sagði Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélagsins. „Þeir sýna okkur mikið vinabragð með þessum hætti því þeir gætu fengið mun meira fyrir skipin á fijálsum mark- aði. Það má því segja að reksturinn verði erfiðari en kaupin.“ Gunnar sagði að reynslan sýndi að árleg útköll væru á bilinu 15-20 á hvern bát og að þar af væru 4-5 mjög alvarleg. Tæknilega fullkomnir Þýsku björgunarskipin eru 45 brúttótonn, byggð árið 1969 en vélar voru endurnýjaðar árið 1976 og eru því lítið notaðar. Með þeim fylgir dótturbátur á dekki sem nýtist vel við leit og störf við strendur. Hollensku björgunar- skipin eru 52 brúttótonn, byggð árið 1965. Þrír stjórnpallar eru á bátunum, efst er lítill pallur sem nýttur er við stjórntöku í höfnum, þar undir er stjórnpallur búinn siglingartækjum og neðst er kortaklefinn. Aðstaða er fyrir sjúklinga í klefa framan við vélarrúm. Bátarnir eru mjög tæknilega full- komnir, að sögn Páls Ægis Péturs- sonar, deildarstjóra björgunadeild- ar, og eru þeir með fullkomnum siglingatækjum ætluðum til sigl- inga, leitar og björgunar. Páll Ægir hefur það eftir hollenskum sjómönnum, sem siglt hafa þessum bátum í mörg ár að þeir muni sjá eftir þeim til íslands. Bátarnir láti vel í sjó eins og hafi sýnt sig best í desember sl. þegar fyrsti báturinn kom til landsins. „Hann lá mjög vel í sjó þegar við lentum í afar slæmu veðri á móti okkur,“ sagði hann. „Bátarnir munu því henta sérlega vel hér við land í þeim veðrum sem hér má eiga von á.“ Sjálfboðaliðar Stefnt er að því að manna þijár áhafnir á hver björgunarbát en þeir verða tíu samtals með komu nýju bátanna til landsins. Áhafnirnar eru allt sjálfboðaliðar og meðal þeirra eru skipstjórar og sjómenn, sem komnir eru í land. Sagði Gunnar það ómetanlegt að fá að njóta starfskrafta þeirra og reynslu af sjómennsku auk þess sem þeir leiðbeintu yngri mönnum og reynsluminni um borð. Ester benti á að með kaupunum á nýju björg- unarbátunum yrðu mikil umskipti á rekstri björgunarskipa Slysa- varnafélagsins frá því að reka eitt björgunarskip, Gísla J. Johnson, og að reka 8-10 skip eða úr 500 þús. krónum í 20 milljónir á ári. „Þetta eru miklar fjárhæðir en mjög nauð- synlegt að koma þessu á og loka hringnum um landið,“ sagði hún. „Við reynum að afla verkefna fyrir skipin eins og við framast getum. Eins hafa hafnirnar tekið okkur vel og fáum við til dæmis bryggju- pláss, rafmagn og vatn end- urgjaldslaust.“ Áhafnirnar verða sjálf- boðaliðar LltLA HÚSIÐ VERSLUN MED KRISTILEGAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefni Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 SínJ 462 4301 • Slrandgötn 13a • Aknreyrí Iðntæknistofnun og Háskóli íslands Samstarf um rann- sóknir sem tengjast atvinnulífinu REKTOR Háskóla íslands og forstjóri Iðntæknistofnunar hafa undirritað samning um samstarf milli stofnana sinna sem hefur það markmið að nýta aðstöðu og hæfni á hvorum stað sem best og sameina uppbyggingu eftir því sem við á, að auka þekkingu á viðfangsefnum í íslensku atvinnu- lífi og að menntun í raunvísindum og tækni hafi alþjóðlega skírskotun. / /y , /,/ (’fmtfímoktmum ígerviKúieKans táKnar casev ^óðurást Sá\aran9'st Qz ásútgáfan Qlerérgötu 28 • Simi 482 4986 -< Sjúlíríiiiiisáciyu •> Cirluyusöciu -> Á3É c»cj -irbrcic -> Áác-irsöcju -> 3öyu ififiri'ið'iriris Einnig er markmið samningsins að rannsóknastarf sé af þeim gæð- um sem best gerist meðal sam- keppnislanda. Samningsaðilar munu stofna sem fyrst til hálfrar kennslustöðu til að efla samstarf og samskipti á sviði matvælatækni og verður jafn- framt á þessu ári lögð áhersla á að koma á atvinnutengdu rann- sóknanámi í matvælafræði. Mark- miðum samningsins á að ná með eftirfarandi hætti: Starfi skipt milli aðila Koma á atvinnutengdu rann- sóknanámi og að stúdentum sem fást við verkefni í BS- eða MS- námi í Háskólanum verði gefinn kostur á að vinna undir leiðsögn starfsmanna Iðntæknistofnunar; stuðla að því að komið verði á tengi- stöðum þar sem kennslu og rann- sóknastarfi yrði skipt milli aðila; að Iðntæknistofnun taki að sér verklega þjálfun stúdenta á þeim sviðum sem stofnunin hefur þekk- ingu og aðstöðu til; að koma á rannsóknasamstarfi þar sem lögð verði áhersla á verkefni sem feii í sér uppbyggingu nýrrar fæmi sem gagnast geti atvinnulífinu og að náið samráð verði haft um tækja- kaup til að nýta fjármuni sem best. Sveinbjöm Björnsson háskóla- rektor og Hallgrímur Jónasson for- stjóri Iðntæknistofnunar rituðu undir samninginn. Sérstök fram- kvæmdanefnd mun vinna að því að ná markmiðum samningsins og skal endurskoða hann að þremur árum liðnum. Morgunblaðið/Þorkell REKTOR Háskólans, Sveinbjörn Björnsson (t.v.) og Hallgrímur Jónasson forstjóri Iðntæknistofnunar skrifuðu undir samstarfs- samning stofnana sinna. Lögreglan á Isafirði Þjófnaðar- og skemmd- arverkamál upplýst fsafirði. Morgunblaðið. UNDANFARNAR vikur hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á ísafirði nokkur mál er varða þjófn- aði á ýmsum hlutum s.s. hljóm- tækjum, hlutum úr bifreiðum og töluverðu af harðfiski. Þá hafa einnig verið til rannsóknar mál er varða skemmdarverk á ljósastaur- um á Óshlíðarvegi og mannvirkjum í eigu Orkubús Vestfjarða í Vest- íjarðagöngunum, en skotið hafði verið með haglabyssu á þessa hluti og töluvert tjón hlotist af. Þriðjudaginn 25. febrúar sl. stöðvaði lögreglan á Hólmavík bif- reið sem ekið var frá Ísafírði áleið- is til Hólmavíkur eftir að beiðni hafði komið um það frá lögregl- unni á ísafirði þar sem grunur lék á að í bifreiðinni væri þýfi. I bifreið- inni voru þrír menn frá ísafirði á aldrinum 16-20 ára. Við leit í bif- reiðinni fundust stolnir hlutir og vörðuðu þjófnaðarmálin sem til rannsóknar voru. Einnig fundust í bifreiðinni um 40 kg af harðfiski sem útbúinn hafði verið til sölu. Lögreglan á ísafirði sótti tvo yngri mennina til Hólmavíkur en þeim elsta var sleppt. Lagt var hald á þýfið og harðfiskinn. Við yfirheyrslur viðurkenndu mennimir tveir að hafa m.a. skotið með haglabyssu á ljósastaura á Óshlíðarvegi auk þess sem þeir viðurkenndu að hafa stolið ýmsum munum úr bifreiðum á Isafirði, Flateyri og í Bolungarvík og hefur hluti þýfisins komið fram. Mönn- unum hefur verið sleppt en nokkur málanna eru enn til rannsóknar. Fleiri aðilar eru taldir tengjast málunum. Hjá lögreglunni á ísafirði er enn til rannsóknar þjófnaður á harð- fiski sem stolinn var úr harðfísk- hjalli á Þingeyri um miðjan febr- úar. Tveir aðilar á fimmtugsaldri hafa verið yfirheyrðir vegna máls- ins og hefur verið gerð húsleit á heimili þeirra. Við húsleitina var lagt hald á skotvopn og liggur fyr- ir viðurkenning um að eitt skot- vopnanna sem lagt var hald á hafi verið notað við skemmdarverkin á Óshlíðarvegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.