Morgunblaðið - 11.03.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 11.03.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 15 DÍSARFELL SEKKUR Morgunblaðið/Golli TVEIR gámar og stór björgunarbátur úr Disarfellinu á floti í sjónum um hádegisbil á sunnudag. o' • STEFNI Dísarfellsins sígur í hafið. Rétt áður en skipið hvarf snerist það og mikið sog myndaðist í kringum það og gámar komu af afli upp á yfirborðið. Morgunblaðið/Óskar Einarsson TUGUM gáma skaut upp á yfirborðið er skipið sökk. Fyrst í stað voru þeir þétt saman, en ýmist sukku þeir fljótlega eða dreifðust um sjóinn. Þeir geta verið hættulegir sæfarendum. Morgunblaðið/Golli FISKIKASSAR og margvislegt annað brak var á reki í grennd við slysstaðinn á sunnudaginn. Ólafur Qlafsson, forstjóri Samskipa hf. Farið eftir ís- lenskum ör- yggiskröfum DÍSARFELL komst í eigu Samskipa hf. í ársbyrjun 1996 og var keypt frá Þýskalandi. Skipið var með ís- lenskri áhöfn en sigldi undir fána Antigua og Barbuda, heimahöfn þess var í St. John’s. Trygging skipsins var samsett og skipið tryggt í Noregi og Englandi. Að sögn Ólafs Ól- afssonar, forstjóra Samskipa, er ástæða þess að skipið var skráð undir hentifána kostnaðurinn við skipaskráningu hér á landi. „Allt annað, svo sem öryggisreglur um borð og öryggis- búnaður var eftir ströngustu ís- lenskum regium," sagði Ólafur. Allur öiyggisbúnaður Dísarfells var yfirfarinn í janúar síðastliðn- um. Flokkunarfélag skipsins var Germanische Lloyds og fuiltrúi þess var viðstaddur skoðunina. Dísarfell átti að fara beint í 15 ára flokkunarskoðun í Hamborg úr ferðinni sem varð þess síðasta. Til stóð að Dísarfell færi í flokk- unarskoðun í sumar en henni var flýtt vegna þess að skipið átti að fara í ný verkefni. Búið var að leigja Dísarfell tímaleigu til Eim- skips sem mun hafa ætlað að nota skipið til Ameríkusiglinga. Skipið átti að leigja með áhöfn frá Sam- skipum og átti það að vera áfram á ábyrgð Samskipa. Búið var að skoða ástand skips- ins með tilliti til þess sem þyrfti að gera í flokkunarskoðuninni. Að sögn Ólafs Ólafs- sonar kom ekkert fram við forskoðunina sem gæti skýrt sjóslysið. „Skipinu hefur verið vel við haldið og vel með það farið,“ sagði Ólafur. Breyttur skipastóll Samskip hafa verið að breyta skipastóli sin- um. Félagið fékk nýtt skip, Amarfell, sem var smíðað í Danmörku 1994. Nýverið tryggði það sér syst- urskip Amarfells, Heidi, einnig smíðað 1994, og á það að hefja siglingar fyrir Samskip 8. apríl næstkomandi. Nýju skipin henta núverandi rekstri Samskipa betur en Dísarfell gerði, eru burðarmeiri, hraðskreiðari og því afkastameiri. Arnarfell og Heidi verða stærstu gámaskipin í flota Samskipa. Að sögn Ólafs hafa flutningar Samskipa í Evrópusiglingum auk- ist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið lengri lestunar- og losunartíma skipanna. Því var nauðsynlegt að stytta sigl- ingartímann og fá hraðskreiðara skip en Dísarfell. Samskip vom búin að tryggja sér leiguskipið Arctic Moming sem átti að brúa bilið í Evrópusiglingum þar til nýja skipið kemst í gagnið. Arctic Morning hefur siglingar í dag. Ólafur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.