Morgunblaðið - 11.03.1997, Page 34

Morgunblaðið - 11.03.1997, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANDHELGIS- GÆZLAN OG SJÓSLYSIN SJÓSLYSIN síðustu daga og giftusamleg björgunar- störf Landhelgisgæzlunnar beina sjónum manna óhjá- kvæmilega að starfsaðstöðu hennar og búnaði. Fjárveiting- ar til Gæzlunnar hafa verið skornar niður á undanförnum árum í sparnaðarskyni með þeirri mikilvægu undantekn- ingu þó, að nýja björgunarþyrlan, TF-LÍF, var keypt til landsins sumarið 1995. Atburðir undanfarinna daga, og björgun þyrlunnar á 39 mönnum við erfiðustu aðstæður sýna það og sanna, að ákvörðunin um kaup á svo stórri og öflugri þyrlu sem TF-LÍF er var rétt. Augljóst er, að björgunartæki eins og TF-LÍF þarf að vera til taks allan sólarhringinn, allt árið um kring, að undanskildum þeim tíma sem fer í viðhald og eftirlit. Til þess að ná þessari nýtingu þarf þrjár fimm manna áhafn- ir (þ.m.t. lækni). Áhafnirnar þurfa að vera í stöðugri þjálf- un til að vera tilbúnar til erfiðustu björgunarstarfa. Af þessum ástæðum er sú hugmynd fráleit, að leggja þyrl- unni einhvern tíma ársins í sparnaðarskyni. Slysin gera ekki boð á undan sér. TF-LÍF er eina þyrla Landhelg- isgæzlunnar sem getur tekið heila skipshöfn í einu, eða um 20 manns. Strand Vikartinds sýnir ennfremur, að ekki má dragast lengur að taka ákvörðun um endurnýjun á skipakosti Landhelgisgæzlunnar. Hún hefur nú þrjú varðskip í sinni þjónustu, Tý, sem byggður var 1975, 1.300 tonn að stærð, Ægi, byggðan 1968, 1.200 tonn, og Óðin, byggðan 1959, 1.000 tonn. Fjárveiting er aðeins til að reka hvert skip í níu mánuði á ári, sem dregur að sjálfsögðu verulega úr getu Gæzlunnar til að sinna verkefnum sínum. Þau eru sífellt að aukast og eru ekki lengur einungis hefðbundin landhelgisgæzlustöf og björgunarstörf. Eftirlit vegna mengunarvarna er t.d. að verða sífellt umfangsmeira. Varðskipin eru orðin gömul og úrelt. Miklar breytingar hafa orðið á gerð fiskiskipa og kaupskipa undanfarna áratugi. Kaupskipin eru orðin miklu stærri en fyrr og stóru frystitogararnir hafa komið til sögunnar. Nauðsyn er því á mun stærri og öflugri varðskipum en fyrr, ekki aðeins til eftirlitsstarfa heldur ekki síður vegna björgunar og aðstoðar. Augljóst er að varðskipið Ægir lenti í miklum háska, þegar tilraun var gerð til þess að bjarga Vikar- tindi með þeim hörmulegu afleiðingum að einn skipveija á varðskipinu fórst. Ekki má dragast öllu lengur að taka ákvörðun um end- urnýjun á skipastóli Landhelgisgæzlunnar og það þarf að gera af myndarskap. Með beztu tæki í höndunum geta flugmenn og sjómenn Gæslunnar unnið þrekvirki á ögur- stundu eins og nýjustu dæmin sanna. Alþingi og ríkis- stjórn þurfa að hlýða kalli tímans og í stórbættu efnahags- umhverfi þjóðarinnar á endurnýjun á búnaði Landhelg- isgæzlunnar að vera eitt af forgangsverkefnunum. ÞÁTTASKIL í SAMNINGUM ÞÁTTASKIL urðu í samningaumleitunum á vinnumark- aðinum í fyrrinótt, er samningar tókust við Verzlun- armannafélag Reykjavíkur, Landssamband iðnverkafólks, Iðju, félag verksmiðjufólks, og við Rafiðnaðarsamband íslands. Auk þess samdi Rafiðnaðarsambandið við Reykja- víkurborg og frestaði þar með boðuðum aðgerðum gagn- vart borginni. Félagsmenn þessara aðila eru rúmur þriðj- ungur allra félagsmanna innan ASÍ. Eftir þessa samnings- gerð, virðast miklar líkur á, að önnur landssambönd og stéttarfélög semji í kjölfarið. Það er nú ljóst, að kjarasamningarnir, sem verið er að gera í þjóðfélaginu, marka tímamót, þar sem aldrei áður hefur verið samið til svo langs tíma. Kjarasamningarnir eru annað hvort til 2 'A eða 3ja ára, sem tryggir lengri vinnu- frið en hefur áður þekkzt á vinnumarkaði hér. Með kjara- samningunum, sem gerðir hafa verið, virðist að vísu farið út á yztu nöf í kauphækkunum og vinnuveitendur telja að verð- bólga verði hérlendis á bilinu 2,5 til 3,5%. Engu að síður er ljóst, að hér hefur verið brotið blað. MANNBJÖRG VIÐ KRÍSUVÍKURBERG Flaug í hug hvort ég væri að gera rétt eða rang ÁSGEIR Magnússon, skipstjóri á Þor- steini GK, sagði að þegar seinni akk- erisfestin gaf sig hefði ekki verið aft- ur snúið og ekki veijandi að vera leng- ur í bátnum. Hann kvaðst hafa neitað því hálfpartinn að yfirgefa bátinn enda mikið í mun að reyna að bjarga honum. Það hefði flogið um í huga sér hvort hann væri að gera rétt eða rangt með því að yfirgefa skipið. „Við fórum út í morgun [gær- morgun] til þess að leggja netin. Við vorum búnir að vera í landi í eina viku, það hefur verið svo mikil ótíð. Við drógum strax aftur og héldum að það væri svona mikill fiskur þarna. Trossan slitnaði síðan frá og vélin drap á sér,“ sagði Ásgeir. Langtí aðra báta Hann sagði að áhöfnin hefði reynt allt til þess að koma vélinni í gang á ný. „Við margsettum í gang en hún drap alltaf á sér aftur. Skrúfan hafði náð að vefja svo mikið utan á sig af drasli. Það var langt í aðra báta. Ég kallaði strax í næsta bát þegar ég sá hvað hafði gerst. Næsti bátur var lík- lega í um 11 sjómílna fjarlægð. Þetta var allt á síðustu stundu. Við vorum 600 faðma frá iandi þegar við komum báðum akkerunum út og þá stoppaði báturinn í smátíma, kannski um hálf- tíma. Síðan hvessti mikið og festarnar slitnuðu," sagði Ásgeir. Ásgeir segir að þarna sé mikil og þekkt veiðislóð. 800 faðmar voru að landj þegar búið var að leggja netin. „Ég neitaði hálfpartinn að fara og varð að ákveða það með siglykkjuna utan um mig hvort ég færi upp eða yrði eftir og reyndi að bjarga skipinu. Ég valdi þann kost að yfirgefa skipið. Skipið rak mjög hratt og þetta mátti engu muna. Líklega hefur það verið komið upp í land tíu mínútum eftir að ég yfirgaf það,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að frammistaða Land- helgisgæslunnar hefði verið stórkost- leg. „Það er svakalegt álag á sigmann- inum sem kom niður til okkar og þeir standa sig allir eins og hetjur,“ sagði Ásgeir. * Akvað að áhöfnin færi í galla „ÞETTA byijaði með því að Helgi Hallvarðsson hringdi í mig út á flug- völl og sagði að Þorsteinn ætti í vélar- bilun um 0,8 mílur undan Krísuvíkur- bergi. Ég ákvað ITjósi atburða síðustu daga að öll áhöfnin færi í galla, gerð- um okkur klára og færum út í vél. Við vorum varla komnir í gallana þegar við vorum beðnir að fara af stað,“ sagði Páll Halldórsson flug- rekstrarstjóri Landhelgisgæsl- unnar sem var flugstjóri á TF-LIF í þessari ferð. A leiðinni út fréttist um borð í þyrl- una að áhöfn Þorsteins hefði tekist að koma út akkeri en Páll kvaðst hafa ákveðið að þyrlan héldi eigi að síður sínu striki. „Við fórum niður undir skipið, töluðum við þá og það var greinilegt að það tók vel í hann, það var suðvest- an átt og þungur sjór. I fyrstunni vorum við að spá og spekúlera í að- stæðum og völdum okkur svo stað á bjarginu til að lenda og fylgjast með þróun mála og vorum áfram í sam- bandi við skipið. Við vorum búnir að sitja á bjarginu í nokkrar mínútur þegar við stungum uppá því að við tækjum nokkra menn af skipinu og fórum í það.“ Sex menn hífðir fyrst Páll segir að tengilínu hafi verið komið fyrir, sigmaðurinn farið niður og sex menn hífðir um borð í þyrl- una, tveir í senn. Síðan var tengilínan tekin og sigmaðurinn tekinn upp Iíka en örskömmu síðar hafi akkerið slitn- að og bátinn tekið að reka hratt að bjarginu. Þá var ákveðið að hífa í snatri þá fjóra sem eftir voru um borð og nú varð að gera það úr skut skipsins sem nú lét illa í sjónum en í fyrra skiptið höfðu mennirnir verið hífðir úr stefni þess. „Þarna eru hlutirnir ekki lengi að gerast og leiðangurinn gekk í alla staði ágætlega," sagði Páll Halldórs- son að lokum. Auk Páls voru í áhöfn þyrlunnar þeir Jakob Ólafsson flugmaður, Hjálmar Jónsson sigmaður og Ágúst Eyjólfsson spilmaður. Læknir var ekki með í þessari ferð, hann náði ekki út á flugvöll í tæka tíð. Reyndi að sjá hvað var í skrúfunni „ÉG VAR aftur á og reyndi að sjá hvað var í skrúfunni en við höfðum fírað niður akkerum og það gekk mikið á þarna," sagði Helgi Hrafnsson annar vélstjóri á Þorsteini. Hann sagði að hinn vélstjórinn hefði verið í vélar- rúminu og reynt að koma vélinni í gang en hún hefði ekki gengið þegar kúglað var. Áhöfninni var engin hætta búin að sögn Helga, hún bjó sig í flot- búninga þegar séð varð að akkerin héldu ekki. Hann var í seinni hópnum sem hífður var um borð í TF-LIF og fór síðastur upp af áhöfninni ásamt skipstjóranum en sigmaðurinn kom svo allra síðast og voru þá aðeins um 150 metrar í að skipið færi í bjargið. Helgi kvaðst hafa verið lengi á sjón- um, verið hálft annað ár á Þorsteini og nú væri spurning hvar pláss væri fyrir vélavörð. Ekki tókst áhafnar- mönnum að bjarga miklu af dóti sínu. „Ég náði í lambhúshettuna, það var ekki meira,“ sagði Helgi að lokum. Eftir að skipbrotsmenn höfðu þegið kaffi hjá flugdeild Landhelgisgæsl- unnar héldu þeir heimleiðis og höfðu á orði að konur þeirra hefðu líklega flestar heyrt af slysinu í fréttum þar sem enginn hafði haft samband heim áður en skipið var yfirgefið. Kallað á hjálp þegar akker- ið slitnaði „VIÐ vorum eina eða tvær mílur frá landi þegar eitthvað kom í skrúfuna og vélin gekk ekki þegar gírnum var kúplað inn. Akkeri voru sett niður og þau héldu skipinu framan af en þegar annað slitnaði var kallað eftir að- stoð,“ sagði Vil- helm Arason, einn hásetanna á Þor- steini í samtali við Morgunblaðið, en hann er úr Grinda- vík. Sex menn úr áhöfn Þorsteins voru hífðir upp í fyrstunni og var Vilhelm meðal þeirra. „Við þurftum að viðhafa ákveðinn undirbúning fyrir hífinguna, fara í flotbúningana og svo framvegis og þar komu að notum handtökin sem ég lærði í Slysavarna- skóla sjómanna," sagði Vilhelm enn- fremur. „Þetta fór allt vel enda var brimið ekki óskaplega mikið þarna en hins vegar gengu dimm él yfir og við sáum ekki bergið á tímabili þó að við værum mjög nálægt því. Sett voru bæði út keðjuakkeri og vírakkeri úr spilinu. Vilhelm segir að þegar þyrlan hafi verið komin á vettvang hafi sex menn verið hífðir um borð fyrst og síðar, þegar keðjuakkerið hafði slitn- að, var ákveðið að allir færu í þyrluna enda gerðust hlutirnir þá hratt. Of stutt upp í klettana KRISTJÁN Ásgeirsson háseti sagði að margar tilraunir hefðu verið gerðar til þess að koma vél Þorsteins GK í gang eftir að drapst á henni. Þegar enginn árangur varð af því voru sett út akkeri. 8-9 vindstig voru á staðnum og sagði hann að báturinn hefði strax tekið afar sterkt í akk- erin. „Það voru allir á þiifari þegar þetta gerðist og ég held að við höfum farið hárrétt að þessu. Við biðum eftir Frey GK til þess að draga okkur út en það var bara orðið of seint. Ég held að það hafi ekki verið hægt að bjarga bátnum, það var það stutt upp í klettana," sagði Kristján. Hann sagði að ekki hefði liðið lang- ur tími frá því það festist í skrúfunni þar til hjálp barst. „Kannski fimmtán mínútur til hálftími, en ég missti reyndar allt tímaskyn þegar þetta var að gerast," sagði Kristján. Hann sagði að áhöfnin hefði varpað öndinni léttar þegar hún sá þyrluna koma. Vandræði með annað akkerið ÓLAFUR Vilberg Sveinsson háseti segir að skipveijar hafi verið að leggja net þegar eitthvað festist í skrúfunni. „Við vissum því ekki hvort það var net frá okkur eða einhveijum öðrum. Við reyndum síðan að hreinsa úr skrúfunni með því að kúpla frá en við sáum ekki neina lausa enda á floti. Ég efast um að þetta hafi verið veiðarfæri frá okkur og hallast frekar að því að þetta hafi verið frá öðrurn," sagði Ól- afur Vilberg. „Við létum síðan akkerin fara. Reyndar lentum við í vandræðum með annað akkerið því það var fast ofan í kassa. Við hringdum fljótlega í Land- helgisgæsluna því við vorum það ná- lægt landi og fórum allir í flotgalla. Það skall á með dimmum éljum og ég held að skipstjórinn hafi tekið al- veg rétta ákvörðun að biðja strax um aðstoð. Það var góð tilfinning sem bærðist með okkur þegar við heyrðum í þyrlunni," sagði Ölafur Vilberg. Fjórir um borð er seinna akkerið slitnaði Ólafur Vilberg segir að báturinn hafi hangið um stund í akkerum. „Annað akkerið héit ansi vel enda var vír í því. Hitt akkerið var með keðju og það slitnaði fyrr frá. Þá var strax byijað að hífa okkur um borð í þyrl- una. Þegar akkerið með vírtauginni slitnaði voru fjórir ennþá um borð í bátnum. Það var mikil hreyfíng á þyrlunni yfír okkur en það gekk engu að síður mjög vel að hífa okkur. Það var líka talsverð hreyfing á bátnum. Menn höfðu alltaf nóg fyrir stafni þannig að við höfðum ekki tíma til þess að velta mikið fyrir okkur að- stæðunum," sagði Ólafur Vilberg. Hann sagði að um það Ieyti sem Ásgeir Magnússon Páll Halldórsson Helgi Hrafnsson Vilhelm Arason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.