Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 23 Yiðbrögð við kjamorku- slysi æfð í Finnlandi Helsinki. Reuter. HVAÐ gerist ef geislavirkt ský stefnir í átt að íslandi eftir slys í kjarnorkuveri í Finnlandi? INEX 2 er heiti alþjóðlegrar æfingar í við- brögðum við kjarnorkuslysi, sem fram fer í dag með þátttöku sér- fræðinga hvaðanæva að úr Evrópu og öðrum heimsálfum. Alls eru þátttökulöndin 26. Æfingin gengur fyrst og fremst út á að láta á það reyna hvernig upplýsingum er komið út um slík- an atburð og hvernig brugðizt er við honum hjá stjórnvöldum, al- mannavarnastofnunum og fjöl- miðlum. Slysið er sett á svið í Loviisa- kjarnorkuverinu við suðurströnd Finnlands, skammt frá Helsinki. Hvers konar leki geislavirkra efna verður ímyndaður, en við útreikn- inga á því hvert hið ímyndaða geislaský myndi reka eftir „slysið“ er það veður lagt til grundvallar sem verður í raun á æfingardaginn. Æfingin er skipulögð á vegum NEA, kjamorkumálastofnunar Efnahags- og framfarastofnunar- innar OECD. Geislavamir ríkisins bera hitann og þungann af æfing- unni fyrir íslands hönd, en auk þeirrar stofnunar gegna Veður- stofan, Almannavarnir ríkisins, Hollustuvernd ríkisins og fleiri að: ilar mikilvægum hlutverkum. í æfingunni verður lögð áherzla á þætti er tengjast norrænu sam- starfi. í henni taka í fyrsta sinn fulltrúar fjölmiðla á Norðurlöndum beinan þátt, þar á meðal blaðamað- ur frá Morgunblaðinu og frétta- maður Ríkisútvarpsins. 15.-22. anríl Sejj um afganga með 25-40% afslætti Alh: Ekki minni gæði, heldur aðeins flísar sem ekki koma aftur. Jafnvel til í magni. Fyrstur kemur, fyrstur fær. EEMSTAKT TÆKEFÆRITEL AÐ GERA GÓÐ KAUP. Nýkomnar sendingar af t.d. eldhúsflísum 10x10. Einnig ódýrar gólfflísar 31,6x31,6 á 1.590 stgr. Siórhöföa 17 \ið Gullinbrú, sínti 567-4844. Gœðaflísara góðu verði Of langt gengið í reykbanni BORGARRÁÐ Toronto í Kanada hefur fellt úr gildi umdeild lög, sem bönnuðu reykingar á velflestum bömm og veitingahúsum, vegna harðrar andstöðu við þau. Fimm vikur eru síðan bannið tók gildi og viðurkenndi borg- arráðið að það hefði hleypt svo illu blóði í reykingamenn að þeir væru farnir að reykja á stöðum sem voru reyklausir fyrir bannið, að því er segir í The Washington Post. Eigendur bara og veitinga- húsa hafa barist af krafti gegn reykingabanninu, sagt að annaðhvort verði það ekki virt eða að þeir verði gjaldþrota. Samkvæmt reykingalögunum nýju mátti aðeins reykja á veitingastöðum í loftræstum herbergjum og afar fáir veit- ingamenn gripu til þess ráðs að stúka af hluta salarins. í stað laganna hafa verið settar reglur sem leyfa reykingar í 10-25% veitingasalarins. Comfort kcrran var útnefnd bestu kaupin af sænska barnablaðinu „Vi Foreldrar" í apríl 1996. Baki má halla alveg aftur og svunta og innkaupagrínd fylgír með. Fínesse Kerruvacn er fáanlegur með 16 mismunanai áldæðum. Kerrupokar og skíptitöskur fást cinnig í sömu áklæðum. Sími 553 3366 C4KL€IN GARY FISHE-R SMimnno gfrar • bremsur • SPD skór CftirSHIFT— gírskiptar_. og annar gírbúnaftur & CATEYE® Ijósabúnaður • hraðamælar LEMOND' sporthjól. í sérfiokki Helstu útsölustaðir: Örninn Reykjavík, Hjólið v/Eiðistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Pípul.þjónustan Akranesi, Olíufél. útvegsmanna ísafirði, Hegri Sauðárkróki, K.S. Sauðárkróki, Sportver Akureyri, K.Þ. Húsavík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Hjólabær Selfossi, Birgir Oddsteinsson Hveragerði, Stapafell Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.