Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kona kjörin forseti heimspekideildar Háskóla Islands * I fyrsta sinn í „ söguHÍ HELGA Kress prófessor var kjörin forseti heimspekideildar Háskóla íslands á fundi deild- arinnar föstu- daginn 18. apríl sl. Fékk Helga 33 at- kvæði en Njörður P. Njarðvík pró- fessor, hlaut .. , „ 16 atkvæði. Helga Kress ^ er . fyrsta sinn í 86 ára sögu Háskól- ans sem kona er kjörin deildar- forseti. Helga var fyrsta konan sem fékk iektorsstöðu í heimspeki- deild en það var árið 1970 í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta. Hún varð lektor í almennri bók- menntafræði við HÍ 1981, dós- ent 1982 og prófessor frá 1991. Verkfall um 800 félagsmanna í Alþýðusambandi Vestfjarða hófst í gærmorgun Morgunblaðið/Kristinn Tveir prestar vígðir BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði tvo presta og einn djákna við hátíðarguðs- þjónustu í Dómkirkjunni á sunnudag. Vígsluþegar voru Skúli Sigurður Ólafsson, semvígðist sem aðstoðarprest- ur í ísafjarðarprestakalli, Jónína Elísabet Þorsteinsdótt- ir, sem vígðist til að vera fræðslufulltrúi kirkjunnar með aðsetur á Akureyri, og Svala Sigríður Thomsen, sem vigðist til djáknaþjónustu í Langholtsprestakalli í Reykja- vík. A myndinni er biskup ásamt vígsluþegum og vígslu- vottum. Yfirlýsing vegna prestskosninga í Garðaprestakalli „Kirkjan okkar í herkví átaka“ Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Vest- mannaeyjum: „Eg hef verið kjörinn lögmætri og bindandi kosningu á kjör- mannafundi til að vera sóknar- prestur í Garðaprestakalli. Með lýðræðið að yfirvarpi hefur fólk sem á ítök og kann pólitík beitt sér fyrir undirskriftasöfnun og náð að knýja fram almennar prests- kosningar í sóknunum. Hyggst það nú beita áhrifum sínum og ná fram vilja sínum varðandi veit- ingu embættisins. Almennar kosningar undir þeim formerkjum sem gefin hafa verið yrðu kirkjunni til mikils tjóns. Hún þolir það ekki að menn klifri hver upp eftir bakinu á öðrum, upp í predikunarstólinn til að boða þar frið og sátt. Ég hef sagt á opinberum vett- vangi af öðru tilefni, að embætti kirkjunnar eru ekki fengur þeirra sem gegna þeim. Þau eru ambátt- arþjónusta við Jesú Krist, sem fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur heldur lægði sjálf- an sig og kom fram sem maður. Persónulegir hagir kirkjunnar þjóna verða því að víkja fyrir hags- munum safnaðanna. Því hef ég afráðið að víkja sjálf- um mér út úr þessum kosningum. Ég vil ekki eiga þátt í því að gera kirkjuna enn og aftur að leikvelli fólks í óbilgjörnum átökum. Minni ég loks á orð Hallgríms Péturssonar er hann íhugar for- dæmi Jesú frá Nasaret: Af því læri eg að elska ei frekt eigin gap mitt, svo friður og spekt þess vegna raskist. Þér er kært þolinmæði og geð hógvært." Samkomulag í burðarliðnum í tveimur bæjum Ótímabundið verkfall flestra verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands Vestfjarða hófst á miðnætti í fyrrí- nótt. Samningar eru hins vegar í burðarliðnum í Bolungarvík og á Tálknafírði. VERKFALLIÐ á Vestfjörðum nær til um 800 félagsmanna sem starfa einkum í fiskvinnslu og við ræstingarstörf á Hólmavík, Drangs- nesi, Súðavík, ísafirði, Suðureyri, Flateyri, Bíldudal og Patreksfirði. Ekki hafði verið boð- að til annars sáttafundar í gær. Pétur Sigurðs- son, forseti ASV, segir mikið bera í milli deilu- aðila og á hann von á að verkfallið geti orðið langt. Samningar eru hins vegar í burðarliðnum á milli vinnuveitenda og Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Tálknaijarðar. Að sögn Kristínar Olafsdóttur, formanns verkalýðsfélagsins á Tálknafirði, stóð til að undirrita nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Þessi tvö félög höfðu ekki boðað til verkfalls og slitu sig út úr samfloti með öðrum félögum í ASV. Nýs tilboðs er ekki að vænta Aðspurður sagði Einar Jónatansson, formað- ur Vinnuveitendafélags Vestfjarða, að ekki væri að vænta nýs tilboðs frá vinnuveitendum. „Við höfum boðið það sem við getum boðið. Eg held að þeir sem eru raunsæir skilji, að fyrirtækin hér geta ekki búið við mun hærri launakostnað en gengur og gerist í landinu. Forystumenn verkalýðsfélaganna í Boiungar- vík og á Tálknafirði hafa áttað sig á þessari staðreynd. Þeir hafa tekið ábyrga afstöðu og vilja nú væntanlega gefa sínu fólki kost á að greiða atkvæði um hvort nokkuð sé óeðlilegt við það að laun við fiskvinnslu á Vestfjörðum séu þau sömu og annars staðar í landinu,“ segir hann. Lama nánast allt atvinnulíf á Vestfjörðum „Þetta verkfall sem nú er orðin staðreynd mun ekki eingöngu stórskaða fyrirtækin hér á Vestijörðum, heldur mun það valda miklu fjár- hagstjóni hjá því fólki sem nú situr uppi með það að vera í verkfalli," segir Einar. „Þetta fólk hefur ekki fengið tækifæri til að taka til þess afstöðu hvort ekki sé eðlilegt að á Vest- ijörðum séu laun sambærileg við það sem ger- ist annars staðar á landinu. Áður en látið er á það reyna, tekur tiltölulega fámennur hópur um það ákvörðun að lama nánast allt atvinnu- líf á Vestfjörðum. Engin kynning hefur farið fram á þeim samningum sem gerðir hafa verið fyrir hönd meginþorra launafólks á almennum vinnumarkaði, en upp á það hefur okkar tilboð hljóðað. Jafnvel sumt af því fólki sem tók þátt í samningaviðræðum við okkur um helgina við- urkenndi að það væri þá að sjá í fyrsta skipti þann samning sem gerður hafði verið við fisk- vinnslufólk um land allt,“ sagði hann. Pétur sagði atvinnurekendur ekki bjóða neitt annað en samning VMSÍ. „Þetta eru mjög óvenjulegar aðferðir sem hér hafa verið notað- ar miðað við það sem við höfum átt að venj- ast. Við erum „foraktaðir". í tvo mánuði hefur okkur verið boðið upp á það sama og aldrei verið bryddað upp á neinu nýju eða öðrum leiðum. Við höfum aldrei upplifað það fyrr. Við höfum alltaf getað talað við vinnuveitend- ur á Vestfjörðum eins og tiltölulega sjálfstæð- an og frjálsan hóp í samningum. Núna virðast þeir vera fjarstýrðir úr Reykjavík og sérstak- lega frá Vestmannaeyjum og þeir hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við okkur, heldur láta yfirfrakka, sem þeir voru með hér, hafa orðið fyrir sig,“ segir Pétur. Einar mótmælir því að vinnuveitendur á Vestíjörðum séu fjarstýrðir að sunnan og eng- an þurfi til að segja þeim að fyrirtæki á Vest- fjörðum geti ekki tekið á sig meiri kostnaðar- hækkanir vegna kjarasamninga en sambærileg fyrirtæki annars staðar. Hins vegar hefðu þeir fengið menn með mikla reynslu af samninga- gerð til liðs við sig. Tekist á um færslu bónusgreiðslna inn í taxtakaup Meginkrafa ASV er 100 þús. kr. lágmarks- laun sem náð verði m.a. með því að færa bón- us inn í taxta í áföngum. Pétur benti á að báðir aðilar hefðu lagt mikla vinnu í að út- færa áhrif þess að færa bónus inn í tímakaup- ið, en segir að atvinnurekendur hafi strax af- neitað aðferðinni þegar hún lá fyrir. „Á sama tíma eru þeir að reyna að bjóða fastan bónus og hærri en meðalbónusinn er í dag í ákveðnu fyrirtæki hér ef starfsfólkið vill ijúfa samstöð- una. Það er þvert á það sem þeir segja að flutn- ingur á bónusnum muni þýða,“ segir Pétur, en vildi ekki tiltaka hvaða fyrirtæki um væri að ræða. Einar segir það koma á óvart að krafa ASV um að flytja verulegan hluta eða allan bónus inn í taxtakaupið skuli enn vera á borðinu. Aðilar hafi í byijun apríl náð samkomulagi um að gera úttekt á áhrifum þess og fengið sérfræð- inga í þeim málum til að vinna að því máli. Niðurstaðan hefði verið einhlít og á þann veg, að það væri hvorki fysilegur kostur fyrir fyrir- tækin eða starfsfólkið að fara þessa leið. Hætta sé m.a. á að afköst dali, launakostnaður á fram- leidda einingu vaxi og framleiðni minnki. „Að okkar mati er það glapræði að fara vísvitandi út í samningagerð, sem leiðir til minnkandi fram- leiðni í fyrirtækjunum. Möguleikar til kaup- hækkana í framtíðinni byggjast auðvitað á því að framleiðni aukist,“ segir Einar. Nýr taxti eftir tíu ára starf Aðspurður um þann klofning sem upp er kominn þar sem tvö aðildarfélög væru að ganga til samninga, sagði Pétur að eftirsjá væri í samstöðunni. „Keðjan hefur styst en hún er ekki brostin," sagði hann. Að sögn Kristínar Ólafsdóttur, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Tálknafjarðar, eru samningarnir sem til stóð að undirrita í gærkvöldi fyrir um 70 starfsmenn í aðalatrið- um eins og þeir samningar sem Verkamanna- sambandið hefur gert, auk smávægilegra breytinga á launaliðum. Meðal annars var sam- ið um nýjan kauptaxta fyrir starfsmenn með 10 ára starfsreynslu hjá sama fyrirtæki. Félag- ið fellst á um það bil 70 þúsund kr. lágmarks- tekjur en Kristín sagði félagsmenn þeirrar skoðunar að kröfur um 100 þús. kr. væru óraunhæfar. Aðspurð neitaði hún því að klofn- ingur hefði orðið í ASV og sagði að aðstæður væru mismunandi í byggðarlögum á Vestfjörð- um, t.d. varðandi bónusgreiðslur eftir því hvort unnið væri í fiskvinnslu eða rækjuvinnslu. Sóleyjarbökur - sem bragð er að Ljúffengar • ódýrar • hollar • hentugar Undirskrifta- listar afhentir SÉRA Gunnari Kristjánssyni, pró- fasti í Kjalamesprófastsdæmi, var á laugardag afhent áskorun liðlega 2.000 sóknarbarna í Garðapresta- kalli, þess efnis að almennar prests- kosningar fari fram í prestakailinu. Til þess að hægt sé að fara fram á almenna kosningu þurfa 25% at- kvæðisbærra sóknarbarna að óska þess, í þessu tilfelli um 1.700 manns. 34 kjörmenn kusu nýlega milli fimm umsækjenda og fékk sr. Bjarni Karlsson flest atkvæði en næstur honum kom sr. Örn Bárður Jónsson. Morgunblaðið/Kristinn SÉRA Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, tekur við undirskriftalistum úr hendi Magna Sigurhanssonar, sóknarbarns úr Garðasókn. I \ X \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.