Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hugmyndafræðingur N-Kóreu til Seoul Segir N-Kóreumenn hafa glatað voninni Seoul. Reuter. HWANG Jang-yop, sem var einn helsti hugmyndafræðingur stjórnar Norður-Kóreu og sótti um hæli í s-kóreska sendiráðinu í Peking um miðjan febrúar, kom um helgina til Suður-Kóreu og sagði að Norður- Kóreumenn hefðu „glatað voninni". Kvaðst hann vilja koma í veg fyrir styijöld, sem kommúnistastjórn N- Kóreu virðist staðráðin í að hefja. í yfirlýsingu, sem Hwang las skömmu eftir komuna til Seoul sagði að „efnahagsleg lömun“ blasti við Norður-Kóreu vegna misheppnaðrar blöndu af sósíalisma, lénsskipulags og hernaðarhyggju. „Norður-Kórea hrósaði sér af því að vera paradís sósíalismans, en er nú land betlara," sagði Hwang. „Norður-Kórea virðist nú telja að eina leiðin sé að beita hinum óárennilega her, sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum.“ Mikill áhugi er á að heyra hvað Hwang hefur að segja um ástandið í N-Kóreu og sagði William Cohen, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær að samþykkt hefði verið að Bandaríkjamenn fengju að yfirheyra Hwang „til að komast að því hvað forystu N-Kóreu liggur á hjarta". Greinilegt er þó að ekki á að yfir- heyra flóttamanninn með hraði. í gær var hann sendur í læknisskoðun og í yfirlýsingu sagði að hann hygð- ist hefja enskunám. Stjórnarkreppu afstýrt á Grænlandi Kaupmannahöfn. Reuter. TEKIST hefur að leysa stjórnar- kreppu, sem var yfírvofandi á Græn- landi, eftir að þingforseti Lands- þingsins, Kurt Serensen úr hægri- flokknum Atassut, sagði af sér. Samstarfsflokkur Atassut í heima- stjórninni, jafnaðarmannaflokkurinn Siumut, hafði gert kröfu um afsögn Sorensens vegna vanhæfis hans. Siumut hafði hótað því að leita samstarfs við vinstriflokkinn Inuit Ataqatigiit, sem krefst sjálfstæðis frá Dönum, léti Sorensen ekki af embætti. Hann gaf eftir á sunnudag og mun Jonathan Motzfeld, fyrrver- andi formaður landsstjórnarinnar, taka við af honum. Siumut-flokkurinn var einkum ósáttur við hversu illa Sorensen gekk að undirbúa vorþing Landsþingsins. Hefur deila flokkanna um málið orð- ið til þess að vorþingi, sem setja átti sl. fimmtudag, hefur verið frestað til 2. maí. Úrslit þingkosninga í Búlgaríu Kumar Gujral tekur við sem forsætisráðherra Indlands Umbótasinnar fá meirihluta Sofíu. Reuter. LÝÐRÆÐISFYLKINGIN, UDF, flokkur umbótasinna í Búlgaríu, hlaut hreinan meirihluta í þingkosn- ingum sem fram fóru í landinu á laugardag, eða 52%. Standa sigur- vegararnir nú frammi fyrir því erf- iða verkefni að koma efnahag Búlg- aríu á réttan kjöl. Reiknað er með að þessi meiri- hluti UDF skili flokknum 137 þing- sætum af 240. Sigur hans þykir bera því vitni að almenningur hafn- ar lausnum sósíalista, fyrrverandi kommúnista, en þeir hafa haft mest áhrif í nær öllum ríkisstjórnum landsins sem setið hafa frá því ein- ræði kommúnista lauk í árslok 1989. Þegar 98% atkvæða höfðu verið talin í gær höfðu sósíalistar hlotið 22%, sem gæfu þeim 57 þing- sæti. Þrír litlir flokkar til viðbótar munu eiga þingmenn á nýju þingi Búlgara. Skilyrði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins Ivan Kostov, leiðtogi UDF, sagði á blaðamannafundi í gær, að flokk- ur hans hygðist hefja viðræður við hina flokkana um þingsályktun um aðgerðir gegn efnahagskreppunni. Hann sagðist vona að sósíalistar tækju einnig þátt í viðræðunum. Fyrsta verk nýs þings og ríkis- stjórnar verður að afgreiða fjárlög fyrir árið 1997 sem og ný lög um starfsemi bankastofnana, en setn- ing þeirra er liður í róttækum efna- hagsaðgerðum sem búlgörsk stjórn- völd hafa í samningum við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn skuldbundið sigtil að hrinda í framkvæmd. Standi Búlgarar við sinn hluta samnings- ins, fá þeir 46 milljarða kr. lán frá sjóðnum. Tafsöm framvinda umbóta í Búlgaríu eftir að landið losnaði úr viðjum kommúnismans skýrist að mestu af því að á þessu tímabili hafa setið átta ríkisstjómir. Spilling og sala ríkisfyrirtækja til vafasamra fyrirtækja hafa steypt landinu í al- varlega efnahagskreppu. Óðaverð- bólga, sem var 2.000% í marzmán- uði, rýrir hratt verðgildi launa og spamaðar og gengi landsgjaldmið- ilsins hefur verið í „fijálsu falli“ frá því í byijun árs. Reuter Barist við elda og vatn í Dakóta FJÖLMÖRG hús í Grand Forks í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hafa orðið eldi að bráð þótt þar sé nú allt á kafi í vatni eftir að Rauðá flæddi yfir bakka sína. Um 90% íbúanna hafa verið flutt burt. Á laugardag kviknuðu fyrstu eld- arnir en á myndinni berjast slökkviliðsmenn við þá úr þyrlu. Nýtur virðing- ar og trausts Nýju Dehli, Islamabad. KUMAR Gujral sór í gær emb- ættiseið forsætisráðherra lands- ins, sá fjórði sem það gerir á einu ári. Var skipan hans víðast hvar fagnað, m.a. í nágrannaríkinu Pakistan en ríkin tvö hafa háð þijú stríð frá því að þau fengu sjálfstæði frá Bretum fyrir hálfri öld. Spáðu dagblöð þar í landi að skipan hans yrði til þess að það slaknaði á spennunni á milli land- anna. Hörð valdabarátta hefur staðið um stól forsætisráðherra vegna stjórnarkreppunnar sem skapað- ist eftir að stjórn H.D. Gowda forsætisráðherra, beið lægri hlut er vantrauststillaga var borin upp á hana um miðjan mánuðinn. Tókust margir stjórnmálamenn á um stöðu forsætisráðherra en að endingu náðist sátt um Gujral, sem nýtur virðingar og trausts í indverskum stjómmálum. Gujral er 77 ára og hefur tví- vegis gegnt embætti utanríkis- ráðherra. Hann fylgdi kommún- istum áður að málum en þykir nú miðjumaður. Hann er þekktur að heiðarleika og sáttfýsi og hef- ur lítinn áhuga á því að blanda sér í pólitíska valdabaráttu. Gujr- al á sér fáa óvini á vettvangi stjómmálanna og vom flokkarnir fimmtán, sem eiga aðild að Ein- ingarsamtökunum sem mynda ríkisstjórn, fullsáttir við valið á Gujral. „Ég er lítillátur maður en ég hef verið í stjómmálavafstri frá dögum frelsisbaráttunnar,“ sagði hann við blaðamenn er hann hafði verið skipaður forsætisráðherra. Gujral hefur verið utanríkisráð- Reuter GUJRAL, forsætisráðherra Indlands, og eiginkonan Shiela. herra í tvígang, fyrst 1989-1990 og svo í síðustu ríkisstjóm, sem sat í tíu mánuði. Á þeim tíma tókst honum að bæta mjög sam- skiptin við Suður-Afríku sem hafa verið stirð og í desember var end- ir bundinn á deilur Indlands og Bangladesh, sem hafa snúist um aðgang að vatni. í sama mánuði var undirritaður samningur Indd- vetja og Kínveija, um að fækka hermönnum á landamæmnum í Himalaya-fjöllum. Samstarfsmaður Indiru Gandhi Gujral er fæddur í Jhelum, sem er nú í Pakistan, árið 1919 en fluttist til Indlands árið 1947 er landið fékk sjálfstæði frá Bretum. Hann varð þingmaður Kongress- flokksins árið 1964 og gegndi ýmsum ráðherraembættum frá 1967-1964, auk þess sem hann var einn nánasti samstarfsmaður Indiru Gandhi. Frá 1976-1980 var hann sendiherra Indlands í Moskvu. Gujral yfirgaf síðar sinn gamla flokk og gekk til liðs við sósíal- istaflokkinn Janata Dal, sem er stærsti flokkurinn í Einingar- samtökunum. Gujral er kvæntur Shielu, sem er þekkt ljóðskáld og rithöfundur í heimalandi sínu. Ólga í Zaire Ráðist gegn flótta- fólki Lula, Kinshasa. Reuter. ZAIREMENN, vopnaðir hníf- um og sveðjum, réðust i gær gegn hjálparstarfsmönnum og flóttamönnum frá Rúanda og sökuðu þá um að hafa drepið sex íbúa í þorpi skammt frá flóttamannabúðunum í Kasese. Þá rændu þeir vöruflutninga- bíla sem fluttu matarbirgðir til flóttafólksins, sögðust gera það að áeggjan skæruliðanna, sem ráða nú rúmlega helmingi Zaire og undirbúa stórsókn í átt að höfuðborginni Kinshasa. Skæruliðarnir eru flestir tútsar og saka flóttafólkið, sem er hútúar, um að hafa drepið Zairemenn. Fullyrtu skærulið- amir að vopn væru flutt til flóttafólksins, falin í matar- sendingum. Ekki hefur fengist staðfest hversu margir létu lífið í árás flóttamanna á þorp nærri búð- unum. Blaðamenn sáu sex lík en voru grýttir þegar þeir hugðust kanna málið frekar. Skelfilegt ástand er á meðal flóttafólksins, um 40 manns deyja dag hvern úr vannær- ingu, malaríu og kóleru. Skæruliðar nálgast Kinshasa Laurent Kabila, leiðtogi skæruliðanna, lýsti því yfir á laugardag að um 100.000 manns hefðu gengið til liðs við skæruliða. Kvaðst Kabila reiðubúin að hefja stórsókn á Kinshasa, menn hans væru aðeins 200 km frá borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.