Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ný kennslumynd um björgun með þyrlu „Ætti að vera um borð 1 hverju einasta fiskiskipi“ LANDHELGISGÆSLAN í samvinnu við Slysavarnafélag íslands hefur gefið út nýtt kennslumyndband sem ber heitið „Björgun með þyrlu“ og er einkum ætlað sem kennsluefni í Slysavarnaskóla sjómanna. Myndin er hálftíma löng og sýnir dæmi um það hvernig ber að standa að björg- unaraðgerðum á sjó með þyrlu. Atrið- in eru sviðsett og sýna til dæmis björgun manna úr brennandi smá- báti og björgun manna beint úr sjó, en einnig er m.a. sýnt hvernig slasað- ir skipveijar eru sóttir um borð í tog- ara og hvemig þeir eru hífðir upp í þyrluna. Auk þess eru báðar björgun- arþyrlur Landhelgisgæslunnar kynntar, búnaður þeirra og geta. Að sögn Páls Halldórssonar, yfir- flugstjóra Landhelgisgæslunnar, ætti myndbandið að gagnast sjó- mönnum á þann hátt að þeir geti séð hvernig þeir eigi að standa að björgunaraðgerðum, til dæmis hvernig þeir eigi að aðstoða við híf- ingar upp í þyrlu, taka á móti tengi- línum og sjúkrabörum svo eitthvað sé nefnt. Hann segir ennfremur að ákvörðun um að gera myndbandið hafi veri tekin síðasta sumar en það hafí þótt tímabært, þar sem stutt myndband frá Noregi sem hingað til hafi verið notað í sama tilgangi hafi verið orðið úrelt. „Þetta er því fyrsta mynd þess- arar gerðar sem framleitt er hér á landi,“ segir hann. Páll segist telja að svona mynd- band eigi heima um borð í hveiju einasta fískiskipi á íslandsmiðum, sem hafi á annað borð aðstöðu til þess að vera með sjónvarps- og myndbandstæki. Hann segir jafn- framt að þijár útgerðir hafi lagt fram skip og mannskap til að gera björgun- arstörfin í myndinni sem raunveru- legust og að þar séu handtökin sýnd vel og greinilega. Myndbanki sjómanna muni sjá um dreifingu myndbandsins, en að sögn Páls, er stefnt að því að selja það til alira útgerða. Kostnaður við gerð þess var um eina milljón króna og sá Óli Örn Andreassen kvikmyndatökumaður hjá Sjónvarpinu um kvikmyndatök- una. Morgunblaðið/Kristinn Færeyskir jafningjar fræddir RÍFLEGA þrjátíu manna hópur ungmenna á vegum jafningja- fræðslu framhaldsskólanema var glaður og reifur eftir að hafa fundað með framhaldsskólanem- um og fulitrúum menntamála i Færeyjum í seinustu viku. Þar sagði fyrrverandi fíkill frá reynslu sinni og færeyskir ungl ingar fengu færi á að spyrja Is- lendingana spjörunum úr. Jafn- framt því var forsvarsmönnum félagsstarfs í skólunum, sem eru fjórir í Færeyjum, kynnt hvernig að jafningjafræðslunni er staðið hérlendis til að geta miðlað þeirri þekkingu áfram í sambærilegu starfi ytra. Ráðstefna um Þórð Þorláksson biskup Merkismaður á sauljándu öld Loftur Guttormsson RÁÐSTEFNA verð- ur haldin í Lýðhá- skólanum í Skál- holti í tilefni af þijú hundruðustu ártíð Þórðar Þorlákssonar biskups dagana 3. til 4. maí nk. Að ráðstefnunni stendur Lýðháskólinn í Skálholti í samvinnu við nokkra að- ila, svo- sem Sagrtfræði- stofnun Háskóla íslands, Félag um 18. aldar fræði og fleiri. Margir fyrirles- arar eru á ráðstefnunni og fjalla þeir um líf og störf Þórðar biskups frá ýmsum hliðum. Einn fyr- irlesara er Loftur Gutt- ormsson sagnfræðingur. Um hvað fjallar hans fyrirlestur? - Ég mun fara nokkr- um orðum um sögulegt baksvið Þórðar biskups, megindrætti í samfélags- og menningarþróun á síðari helmingi 17. aldarogkynni Þórðar af menntastraumum sam- tímans. Hvers vegna er haldin heil ráð- stefna um Þórð Þorláksson bisk- up? - Ástæðan er væntanlega sú að hér er um að ræða merkis- mann sem hefur nokkuð horfið í skuggann af forvera sínum Brynjólfi Sveinssyni og eftir- manninum Jóni Vídalín. Þórður var fæddur 1637, sonur Þorláks Skúlasonar Hólabiskups og gegndi biskupsembætti í Skál- holti í 23 ár, frá 1674 til 1697. ►Loftur Guttormsson er fæddur á Hallormsstað á Fljótsdalshéraði árið 1938. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1957 og licence-próf tók hann frá Par- ísarháskóla árið 1964. Dokt- orsprófi í sagnfræði lauk Loft- ur frá Háskóla Islands árið 1990. Hann hefur lengst af starfað við Kennaraháskóla Islands, sem prófessor frá 1991. Hann er kvæntur Hönnu Kristínu Stefánsdóttur, upp- lýsingafulltrúa hjá Náms- gagnastofnun, og eiga þau þrjú börn. Þórður biskup var tvímælalaust einn af fjölmenntuðustu íslend- ingum á 17. öld. Hann nam við erlenda háskóla, í Kaupmanna- höfn, Rostock og í Wittenberg. Auk þess fór hann í eins konar kynnisferð til Parísar í tíð Sól- konungsins og til Niðurlanda. Hann er kannski betur þekktur fyrir afrek sín í bókaútgáfu en kirkjustjórn. Hann varð fyrstur manna til þess að láta prenta íslensk fornrit; á árunum í kring- um 1690 gaf hann út í prent- smiðju sinni í Skálholti m.a. ís- lendingabók Ara fróða, Landn- ámu, Kristnisögu og fleiri rit. Sjálfur samdi hann sögulega landlýsingu sem var gefin út á latínu í Wittenberg árið 1666 en birtist í íslenskri þýðingu fyrir ekki margt löngu. Að sögn Jóns Halldórssonar í Hítardal, höfund- ar Biskupasagna, var Þórður hneigður til „stjörnumeistara- reiknings og mælingskúnstar“. Þessi áhugi biskups birtist m.a. í því að hann gerði __________ uppdrátt að Grænlandi og gaf út rímtöl, sem eru eins konar tímatal í fornum stíl. Hann flutti líka með sér til landsins hljóðfærin real og symfon og lék sjálfur á þau instrument að sögn Jóns í Hítardal. Slík hljóðfæri voru óþekkt á landinu þá. Getur þú sagt okkur svolítið um sögulegan bakgrunn Þórðar? - Þórður er af ætt mikilla lærdómsmanna, Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup var meðal ættfeðra hans og bæði faðir hans og bróðir sátu á biskupsstóli á Hólum. Það vildi svo til að þeir bræður Þórður og Gísli sátu sam- tímis á biskupsstólum landsins, en það mun vera einsdæmi í Is- landssögunni. Þegar Gísli lést flutti Þórður prentsmiðjuna frá Hólum til Skálholts og fékk viðurkenningu á því að hún væri Var hneigður til „stjörnu- meistara- reiknings“ hans einkaeign. Að Þórði föllnum frá var svo prentverkið flutt aft- ur til föðurhúsanna að Hólum; saga Skálholtsprents er þannig bundin við biskupsdóm Þórðar. Ersvona ráðstefna mikilvæg fyr- ir bæði fræðimenn og almenning? - Já, hún gefur mönnum tæki- færi til að draga saman úr ýms- um áttum það sem gerst er vitað um þennan merkismann sem ég mundi ætla að margir vildu for- vitnast um. Hér verður meðal annars fjallað um rit Þórðar og til sýnis verða munir og myndir úr Þjóðminjasafni sem tengjast nafni hans. Fjallað verður um landafræði og náttúrufræði og læknisfræði Þórðar, en Þórður biskup var líka vel að sér í læknisfræði samtímans. Einnig verður sagt frá merkilegum garðyrkjutilraunum biskups í Skálholti. Þórður var meðal auð- ugustu manna landsins, giftur Guðríði dóttur Gísla Magnússon- ar á Hlíðarenda (Vísa-Gísla). Gísli nam árum saman í Hollandi og fékk þá óslökkvandi áhuga á hagnýtum fræðum eins og garðrækt og efna- fræði og eflaust hefur hann miðlað tengda- syninum af kunnáttu sinni. Hvað fleira verður gert á ráð- stefnunni í Skálholti? - Að kvöldi laugardags verður efnt til kvöldverðar í 17. aldar stíl og síðan flutt einleiksverk eftir nokkur af helstu tónskáld- um 17. aldar og auk þess lög úr kvæðabók séra Ólafs Jónsson- ar á Söndum sem skrifuð var árið 1693. Árdegis á sunnudag verður fjallað um skáldskap og fræðistörf Þórðar og kynnt söng- fræði sem hann varð fyrstur manna til að láta prenta á ís- lensku. Ráðstefnunni lýkur svo með 17. aldar messu í Skálholts- kirkju. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.