Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Olíustöð breyttí útivistar- svæði VINNA stendur nú yfír við að fjar- lægja tanka og olíuleiðslur af lóð- inni þar sem áður var olíustöð Skelj- ungs í Sketjafirði. Reykjavíkurborg keypti lóðina af fyrirtækinu fyrir 117 milljónir króna í desember sl. og samkvæmt gildandi aðalskipu- lagi er gert ráð fyrir að þar verði útivistarsvæði í framtíðinni. Stefán Hermannsson, borgar- verkfræðingur, sagði að samkvæmt samningi borgarinnar og Skeljungs láti fyrirtækið fjarlægja tanka, leiðslur og alla sýnilega mengun en að því loknu muni borgin láta gera rannsókn á lóðinni. Það þykir trúlegt, að sögn borg- arverkfræðings, að það þurfí að flytja einhvern jarðveg af staðnum; þama hafí verið olíustöð í áratugi og þótt Skeljungur hafí fylgt lögum á hverjum tíma og ekki sé vitað um mengunarslys á staðnum hafí verið gert ráð fyrir því að einhvers staðar komi jarðvegsmengun í ljós og þá verði að skipta um jarðveg á því svæði þar sem áhrifa hennar gætir. Hann segir að í langflestum tilvikum væri skaðlaust að urða slíkan jarðveg. Stefán segir að rannsóknir borg- arinnar muni fyrst og fremst bein- ast að mengun sem sjá má með berum augum en sennilega verði líka gerð lyktarpróf en minna verði um sýnatöku til rannsókna. Sérstök ákvæði eru að sögn borg- arverkfræðings í samningi borgar- innar og Skeljungs um skiptingu kostnaðar komi til þess að fjarlægja þurfí jarðveg vegna mengunar. Engar sérstakar áætlanir liggja fyrir um það hvenær lóðin verður tekin til annarra nota. Hins vegar var ætlað allt að einu ári til að íjar- lægja tanka og leiðslur af lóðinni og var sá tími tekinn ef það gerðist að vandamál vegna mengunar kæmu upp, sem ekki hefur enn gerst, að sögn Stefáns Hermanns- sonar. ((# LOWARA JflRÐUATWS- D/ELUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 FRÉTTIR ÍSLENSKU leiðangursmennirnir í glímu við Everest. Einar sneri við vegna veikinda EINAR K. Stefánsson, einn þre- menninganna sem stefna að því að ganga á topp Everest, neydd- ist til að snúa til baka í gær vegna veikinda. Hann hefur eins og fleiri fengið slæmt kvef sem ger- ir honum ókleift að halda áfram að sinni. Hallgrímur Magnússon fór fyr- ir helgina niður í Dingboche þar sem loftið er súrefnisríkara og því betra að ná heilsu, en hann hefur verið slappur vegna þráláts kvefs. Hann kom upp í grunnbúð- ir í gær og ætlar að halda áfram upp í fjallið í dag. Einar og Björn lögðu af stað úr grunnbúðum á laugardags- morgun eins og þeir höfðu ráð- gert. Þeir fóru upp í þriðju búðir í einum áfanga og gengu aðeins upp fyrir þær á sunnudeginum. Um nóttina veiktist Einar. Hann fékk mikinn hósta og kvef svo hann gat ekkert sofið. Það var því ekki um annað fyrir hann að gera en að snúa til baka. Björn hélt hins vegar áfram upp í fjórðu búðir í 7.500 metra hæð ásamt tveimur öðrum leið- angursmönnum, John Tinker og Chris Brown. Þeir ætla að sofa þar í tvær nætur, en halda síðan upp í fimmtu búðir, sem eru í 8.000 metra hæð, ef ekkert óvænt kemur upp á. Þeir fara síðan nið- ur í grunnbúðir aftur og hvíla sig fyrir lokaáfangann. Japanska leiðangrinum aflýst Hörður Magnússon, aðstoðar- maður fjallagarpanna, sagði að japanski leiðangurinn á Everest hefði fengið óvæntan endi í gær. Hann sagði að leiðangurinn væri fjármagnaður af japönskum snyrtivöruframleiðanda, sem hefði varið gifurlegum fjármun- um til hans. Forsljóri fyrirtækis- ins, sem er 62 ára gamall og ekki vanur erfiðum fjallaferðum, hefði síðan mætt á svæðið og virtist hafa ætlað sér að ganga með fána fyrirtækisins upp á fjallstopp. Hann hefði hins vegar ekki kom- ist í gegnum fyrsta áfangann, Khumbu skriðjökulinn. I gær hefði hann tilkynnt að hætt hefði verið við leiðangurinn og allir ættu að fara heim. Norðurál Fundað með fjár- festum ÍSLENSKUM stofnanafjár- festum verða í dag kynntir möguleikar varðandi fjár- mögnun væntanlegs álvers Norðuráls á Grundartanga, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag hafa fímm tilboð í fjármögnun álversins borist frá fjórum evrópskum banka- samsteypum. Að sögn Gunnars Helga Hálfdanarsonar, fram- kvæmdastjóra Landsbréfa, hafa Landsbréf verið að kanna hvort einhver sam- starfsflötur sé milli íslenskra fjárfesta og Columbia Ventur- es og sagðist hann eiga von á að á fundinum í dag yrðu fulltrúar 20-30 aðila, aðal- lega lífeyrissjóða. Skýrist um helgina Gunnar Helgi sagði að á fundinum yrði Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures Corporation, ásamt samstarfsmönnum sínum og ráðgjöfum frá Nomura Bank, sem hefur yfirumsjón með fjármögnun álversins og ann- ast erlendu fjármögnunina. „Ætli það fari ekki að koma í ljós upp úr næstu helgi hvort það séu líkur á að menn geti verið að tala sama mál, en við munum á fundinum stilla upp ákveðn- um hugmyndum til að vinna út frá,“ sagði Gunnar Helgi. Forystumenn VSÍ og ASÍ mótfallnir breytingum á lífeyrissjóðafrumvarpinu Vel haldið á málum sjóða Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Þórarínn V. Þórarinsson, framkvæmdastj óri VSÍ, vísa á bug gagnrýni Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á forystu samtakanna vegna lífeyrismála. GAGNRÝNI utanríkisráðherra kom fram í frétt Morgunblaðsins á sunnudag. Sakaði hann forsvars- menn Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins m.a. um tilhneigingu til miðstýringar og tregðu til breytinga á lífeyrissjóða- kerfínu. „Við höfum verið tregir að breyta þeim atriðum í uppbyggingu á kjarasamningum sem hafa reynst vel,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Hann segir ásakanir utanríkisráðherra á aðila vinnumarkaðarins um tregðu til breytinga á lífeyrissjóðakerfínu koma úr hörðustu átt. „Á engu öðru sviði tryggingamála hefur ver- ið tekið á með jafnróttækum hætti með endurskipulagningu og breyt- ingum á síðustu árum og hjá hinum almennu lífeyrissjóðum. Þar hefur frumkvæðið eingöngu komið fram af hálfu samtaka atvinnurekenda og stéttarfélaganna. Það hefur tek- ist að koma lífeyrissjóðunum á rétt- an kjöl, þannig að þeir standa flest- ir núna fullkomlega undir þeim lof- orðum um lífeyrisréttindi sem þeim var ætlað að gera. Þetta hefur gerst án aðstoðar stjórnmálamanna og hefur þeirra þáttur frekar verið í gagnstæða átt. Á sama tíma hefur lengst af ekkert gerst í endurskoð- un lífeyrisréttinda opinberra starfs- manna. Þar hafa engir tilburðir verið uppi um að draga úr kostnaði eða færa réttindi að iðgjöldum, né heldur að draga úr kostnaði með öðrum hætti til að bæta rekstur," segir Þórarinn. Hann segir að rekstrarárangur opinberu sjóðanna hafí verið fyrir neðan allar hellur og gildi það jafnt um Lífeyrissjóð Landsbankans og Seðlabankans sem Lífeyrissjóð op- inberra starfsmanna. „Augljóst er að í þeim tilfellum hefur það ekki verið sérstakt hagsmunamál þeirra sem hafa stýrt sjóðunum eða borið ábyrgð á þeim að bæta reksturinn eða auka ávöxtun. Ástæðan er sú að þess þurfti ekki, það þurfti ekki að hækka vexti á lánum til sjóðfé- laga eða yfir höfuð að reyna að ná betri rekstrarárangri, vegna þess að reikningnum skyldi jafnharðan framvísað á skattgreiðendur," segir Þórarinn. Áhugi VÍS og staða Samvinnulífeyrissjóðsins Þórarinn segir það mikinn mis- skilning hjá Halldóri að ekki sé tryggt lýðræði í almenna lífeyris- sjóðakerfinu, sem lúti reglum kjara- samninga. „Iðgjaldagreiðslan og tveggja stoða stjórnkerfí sjóðanna, þar sem atvinnurekendur fara með helming áhrifanna og launþegar hinn helminginn, miðar að því að tryggja að sjóðimir vinni eingöngu að því markmiði að tryggja starfs- mönnum fyrirtækjanna, sem til þeirra greiða, ásættanleg eftirlaun. Þetta stjómkerfi er forsenda fyrir iðgjaldsgreiðslunum og hluti af kjarasamningum á milli aðila. Vilji utanríkisráðherra breyta þessum þáttum einhliða, er hann í raun og veru að tala um að breyta efni kja- rasamninganna. Þá veit ég ekki hvar hann ætlar að stoppa. Mér sýnist hins vegar að þessi málatilbúnaður formanns Fram- sóknarflokksins eigi sér nokkra skýringu I áhuga á tveimur þáttum, annars vegar miklum áhuga Vá- tryggingafélags íslands á þessum hluta markaðarins, sem er jú að stofni til hinar gömlu Samvinnu- tryggingar, en hins vegar á stöðu Samvinnulífeyrissjóðsins. Staða hans og málefni eru eins og rauður þráður í gegnum greinargerð fmm- varpsins," segir Þórarinn. Kerfið fær góða einkunn Grétar Þorsteinsson segist vera ósammála Halldóri um þessi mál. Bendir hann á að lífeyriskerfinu hafí verið komið á með samkomu- lagi verkalýðshreyfíngar og at- vinnurekenda árið 1969 og samn- ingurinn verið endumýjaður nokkr- | um sinnum. „Lífeyriskerfið hefur fengið góða einkunn, meðal annars hjá höfund- um frumvarpsins, sem nú liggur fyrir Alþingi," segir hann. „í grein- argerð þess segir meðal annars: „Nú er svo komið að óhætt er að fullyrða að með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins árið 1969 hafí , tekist að byggja upp lífeyriskerfí á íslandi sem jafnast á við það besta } í heiminum. Til að undirstrika þetta | má geta þess að ýmsar þjóðir eru nú í óða önn að breyta lífeyriskerf- um í átt við það sem íslendingar búa við.“ Þetta er einkunnin sem frumvarpshöfundar gefa þessu líf- eyrissjóðakerfí, sem þeir eru síðan að gera tillögur til breytingar á. Það þarf ekki að segja mikið meira,“ segir Grétar. i Hann bendir einnig á að innan almennu lífeyrissjóðanna hafí sjóð- I um verið fækkað með sameiningu } á undanfömum ámm til að dreifa ábyrgð og draga úr rekstrarkostn- aði. „Það hefur því verið haldið mjög vel á málum í lífeyrissjóðum á almenna markaðinum," segir hann. Grétar segir að alltaf megi deila um lýðræðið í lífeyrissjóðakerfinu. „Fulltrúalýðræði er nánast orðið k regla í lífeyrissjóðunum. Okkar t megin tilnefna viðkomandi verka- f lýðsfélög sína fulltrúa í fulltrúaráð- I in, gjarnan á félagsfundi og í mörg- um tilvikum á aðalfundum verka- lýðsfélaganna. Auk þess er það þannig í vel flestum stærstu sjóðunum að lífeyrissparendurnir hafa allan aðgang að upplýsingum, samkomum og aðalfundum en hafa þó ekki atkvæðisrétt heldur setu- rétt á aðalfundum. Auðvitað má }< deila um þetta eins og annað en k það þarf ekki að leita lengi í samfé- | laginu til að finna hliðstæður," * segir Grétar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.