Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ SEX ÁRA BARÁTTA SOPHIU HANSEIM Átíma- mótumí máli Sophiu Við tímamót í forræðismáli Sophiu Hansen hitti Elín Pálmadóttir hana í Istanbúl. Með lokadómi hæstaréttar fékk faðirinn, Halim Al, forræði yfír dætrum þeirra. Enn kveðst Sophia þó beijast ótrauð fyrir að ná móður- sambandi við dætur sínar, fá þann umgengn- isrétt sem tyrkneskir dómstólar hafa úrskurðað henni. Utan dómstóla hefur málið vakið vaxandi samúð og gífurlega athygli gegnum sjónvarpsþætti og blaðaskrif. SOPHIA Hansen í íbúð sinni í Istanbúl. Morgunblaðið/Epá í b > Hæstaréttardóm- URINN sem staðfesti endanlegt forræði Ha- lims Als yfir dætrunum tveimur, Dagbjörtu Vesile og Rúnu Aysegul, 15 og 16 ára, var nýkominn og hlaut að vera reiðar- slag fyrir Sophiu Hansen. Við sátum í leiguíbúðinni þar sem hún hefur búið í Istanbúl, nýkomnar úr réttarhöldum um umgengni við telpurnar sem að venju var fre- stað. Þar sem Sophia sat þarna yfirveguð og róleg var fyrsta spurningin hvort hún hefði nokkuð getað sofið. „Mín fyrstu viðbrögð voru von- brigði. Mér fannst að þetta mundi ég ekki megna að lifa af. Svo fór ég að hugsa mig um, að þetta hefði getað farið verr. Ef hæsti- réttur hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu hefði málið verið sent aftur hingað til undirréttar og réttað í því áfram. Þetta varð þó endanleg niður- staða, sem sparar mér a.m.k. eitt ár hér í viðjum þessa tyrkneska réttarkerfis. Ég er fegin að geta kært meðferðina til Mannréttinda- nefndarinnar í Strassborg. Betra að það veltist þar næsta ár en hér án nokkurs árangurs. Það er því viss léttir að losna frá forræð- ismálinu hér, fyrst ekki gat komið betra út úr því.“ Sophia kveðst meira að segja hafa sofið alia nóttina áður. Venjulega sé hún svo kvíðin fyrir öll réttarhöld að hún liggi and- vaka. Nú svaf hún eftir Ijóra kaffi- bolla um kvöldið. Því væri eins og losnað hefðu af henni einhver bönd. Við að sjá fram á að fara til Strassborgar hafi hún fyllst krafti og bjartsýni. Lögfræðingur- inn hennar, Hasip Kaplan, hafi náð þar niðurstöðu í mörgum málum. Hann er Kúrdi og hefur verið með fjöldamörg mannrétt- indabrotamál gegn tyrknesku stjórninni fyrir mannréttindadóm- stólnum „Þetta eru það mikil mannréttindabrot og siðblinda, sem maður hefur horft upp á hér, að það hlýtur að verða tekið mjög fast á þeim og litið á þau öðrum augum,“ segir Sophia. Sex ára barátta Nú er þetta orðin meira en 6 ára barátta frá því telpurnar áttu að koma heim úr sumarleyfi með pabba sínum í Tyrklandi og síðan hefur móðirin ekki fengið að hitta þær nema á vormánuðum 1992 og svo á hóteli 1. des. sl. Alltaf hefur verið komið í veg fyrir það þegar hún hefur mætt til rétt- mætrar umgengni sinnar við þær. Hikaði hún aldrei við að fara til Tyrklands eða guggnaði á þessari löngu og dýru baráttu? „Bara fyrsta árið. í fyrsta lagi var ég ekki með bráðabirgða for- ræðið yfir þeim þá. Við höfðum sameiginlegt forræði og það var allt gert heima til að gefa Halim sama tækifæri til forræðis og mér. Hann svaraði engu og hunds- aði allt. Á meðan var ég stans- laust send í viðtöl við barnavernd- arnefnd til að meta hvort ég væri fær um að ala upp dætur mínar og send í próf hjá geðlækni hvort ég væri heilbrigð. Þetta var af- skaplega erfiður tími. Þeim fannst svo einkennilegt að ég gæti talað um málið, um misþyrmingarnar sem Halim hafði beitt mig bæði andlega og líkamlega, án þess að fara úr andlegu jafnvægi. Skráðu það í skýrslu. Nú var þetta ekki sérmenntað fólk og gat illa dæmt um hvort ég væri heil á geði bara af því ég sýndi ekki tilfinningaleg viðbrögð. Æsingur hefur ekkert upp á sig og mér finnst ég komast lengra ef ég get haldið ró minni og fullri virðingu. Ég var óánægð með skýrsluna og þegar ég fékk loks sjálf að koma fram fyrir barnaverndarráð, var málið útklj- áð og ég fékk forræðið.“ En þá voru dæturnar farnar? Var þá betra að sækja málið í Tyrklandi en hér heima? „Þær voru löngu farnar. En það eru engir samningar milli Íslands og Tyrklands um brottnám barna. Ég varð því að höfða mál hér úti í Tyrklandi og reyna að fá sam- þykktan íslenska úrskurðinn. Hitt hefði auðvitað verið réttara, því við erum öll íslenskir ríkisborgarar og við vorum gift og skilin á ís- landi. Það þurfti viðurkenningu á því, sem þeir hafa ekki tekið til greina hér, eins og niðurstaðan sýnir.“ Síðan vatt þetta upp á sig. Sophia kveðst oft hafa orðið mjög þreytt og vonlítil. En alltaf hafi eitthvað komið inn í líf hennar, eitthvert Ijós, sem hafi orðið til þess að hún hafi ekki gefist upp og haldið áfram. Og þessi gífur- legi kostnaður, var auðvitað ekki fyrirsjáanlegur. „Okkur datt aldr- ei í hug að þetta mundi taka svona langan tíma. Það þekkist ekki í kerfinu hér að mál fari fjórum sinnum til hæstaréttar. Því hefur verið áfrýjað fjórum sinnum. Það er einsdæmi. Það eitt hefur vakið í DÓMHÚSINU í Bakurhoy, eftir að umgengnisréttarmáli Sophiu var frestað. Ræðismaður Islands, Munir Hamameiglu, Sophia og lögfræðingur hennar, Hasip Kaplan. BLÖÐ í Istanbúl skrifuðu mikið um mál Sophiu Hansen og dætra hennar og hneyksluðust á meðferð þess eftir kynningu í þremur sjónvarpsþáttum. gífurlega athygli. Svo okkur óraði ekki fyrir þessum kostnaði. Útlitið hefur oft verið svart og ég hefi verið yfir mig stressuð yfir að komast kannski ekki út í réttar- höld eða til að láta reyna á um- gengnisréttinn. En alltaf hefur ræst úr. Jafnvel hefur bláókunn- ugt fólk allt í einu komið með peninga upp í hendurnar á mér. Núna reyni ég að halda mig sem mest hérna. Það eru sífelld réttar- höld, alltaf eitthvað í gangi í umgengnisréttinum þar til hann féll niður núna þegar síðasti áfrýj- unardómurinn til hæstaréttar gekk í gildi.“ Sophia býr í svokölluðu Bakír- hoy hverfi í Istanbúl. Kveðst verða að búa í sæmilegu hverfi, öruggu hverfi, auk þess sem það er stutt frá dómhúsinu þar sem mál henn- ar í undirrétti eru flutt og ekki ýkja langt frá hverfinu þar sem dætur hennar búa hjá föður sín- um, og þangað sem hún þarf að mæta til að reyna að sækja um- gengnisréttinn á hveijum föstu- degi. Þar hefur hún búið síðan hún tók þessa íbúð á leigu 11. júní 1992. Áður kom hún og bjó á hótelum meðan hún var að sækja um umgengnisréttinn. Hún hefur auðvitað ekki verið ein. Bróðir hennar og systir voru í fyrstu með henni og nú Sigurður Pétur sem sér um hennar mál.„ Það er alveg nauðsynlegt fyrir mig að hafa fasta búsetu hérna. Dómararnir vilja það, til að ég geti boðið börnunum upp á heimili þó að umgengnisrétturinn hafi aldrei náð fram að ganga síðan í maí 1992. Það er líka tekið fram í þessum stað- festa dómi hæstaréttar að ég megi sjá dætur mínar hér í Tyrklandi," segir Sophia sem talar orðið tyrknesku. Það og að hún er búsett í landinu er talið skipta miklu máli. Og nú er enn tómur sjóður. Hefur áhuginn heima og stuðning- urinn kannski minnkað með árun- um? „Þegar jákvæðar fréttir hafa verið um málið virkar það skiljan- lega vel á íslensku þjóðina og fé er lagt inn á reikninginn minn. En ef engar fréttir berast lengi hefur líka dregið úr því. Þó leggja vissir aðilar alltaf jafnt og þétt smáupphæðir inn, taka það með í heimilisútgjöldunum." Halim A1 virðist ekki skorta fé. „Nei, hann þénaði vel á Islandi. Það eina sem hann eyddi í var maturinn ofan í okkur. Annað var ekki keypt. Hann fór með allt okkar fé til Tyrklands. Var búinn að stunda þar ýmislegt svindl á viðskiptasviðinu. Efnaðist mjög vel heima og hefur haldið áfram að ávaxta það hér úti í Tyrk- landi. Hann hefur nóg fé milli handa.“ Var eins og ambátt i I > í I Ég sé að í þessum sjónvarps- þáttum hér koma til umræðu ásak- anir Halims um galdra í sambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.