Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 21 UPPBYGGING ALNETSINS Þýskir saksóknarar hafa lagt fram kæru á forsvarsmann Compuserve þar í landi, sem veitir almenningi aðgang að alnetinu, og er sakarefnið að hafa veitt aðgang að klámi og efni tengdu nazisma. Dreifð uppbygging alnetsins gerir það að verkum að mjög erfitt er að stýra eða takmarka aðgang að efni þess: KJARNIALNETSINS • Tölvur tengdar um gervihnetti eða kapal í net sem nær um ailan heim. • Býður upp á tölvupóst, fréttahópa, veraldarvefinn o.fl. • Nettengdar tölvumar eru oftast í eigu stjórnvalda, menntastofna eða fyrirtækja en allir geta tengst án sérstaks leyfis. ALNETSÞJONAR____________ ■ Fyrirtæki með tölvubúnað og hugbúnað til að tengjast netinu. ■ Selja aðgang til almennra notenda um síma eða samnets (ISDN) tengingar. ■ Geta veitt takmarkaðan aðgang þeim notendum sem ekki ráða fyrir eign hugbúnaði. • Geta selt rými á tölvum sínum undir vefsetur/heimasíður. Allirgeta orðið eigin alnets- þjónar. > Tengir alnetsnotendurvið umbeðin vefsetur gengum alnetsþjóna viðkomandi. DÆMIGERÐUR ALNETSNOTANDI ■ Tengist með áskrift við alnetsþjón um síma eða samnet. ■ Setur upp einfaldan hugbúnað í tölvu sinni til að fá aðgang að texta, myndum og hljóði frá alnetinu. • Geta komið sér upp eigin vefsetri eða heimsíðu á veraldarvefnum. Heimild: Vefsetur Computing Insights ORÐSKÝRINGAR Tölvupóstur: Skiiaboð send rafrænt frá einni tölvu til annarrar Veraldarvefurinn: samtengt net vefsetra Vefsetur: Rými á alnetinu með upplýsingum ír Fréttahópar: Umræðuhópar um afmörkuð efni sem talast við um tölvupóst t; Samnet: Háhraða-símatenging!r Nýr símarisi stefnir á Ameríkumarkað Madríd. Reuter. BRESKA símafyrirtækið British Telecommunications, BT, og bandarískt samstarfsfyrirtæki þess, MCI, hafa tekið upp sam- vinnu við spænska símafyrirtækið Telefonica de Espana. Stefna fyr- irtækin inn á evrópska og suður- ameríska símamarkaðinn en sá síðarnefndi er í örum vexti. Fyrr í vikunni gekk portúgalska símafyrirtækið, Portugai Telecom, til liðs við BT og MCI og eru þess- ir samningar töluvert áfall fyrir aðalkeppinaut MCI, bandaríska AT&T símafyrirtækið. Spænska fyrirtækið hefur sagt upp öllum samstarfssamningum við AT&T og Unisource, sem var samstarfs- verkefni spænsku sænsku, sviss- nesku og hollensku símafélag- anna. Á blaðamannafundi í gær lýsti Bert C Roberts, stjórnarformaður MCI, því yfir að nú hefði verið myndað „draumalið“ sem ætlaði sér stóra hluti í Evrópu og Amer- íku. Samningur Spánveijanna við BT og MCI hljóðar upp á að Tele- fonica kaupir 1% hlut í báðum fyrirtækjum og þau 2% í spænska fyrirtækinu. Nemur hver samning- ur um 280 milljónum punda, um 28 milljörðum ísl. kr. Skýrr í samstarf við Tölvu- þjónustu sveitarfélaga HANNES Sigurðsson frá Skýrr hf. og Logi Kristjánsson frá Tölvuþjónustu sveitarfélaga við undirritun samstarfssamnings. SKÝRRhf.og Tölvuþjónusta sveitarfélaga hafa tekið upp samstarf un öryggismál tölvukerfa. Sveit- arfélög eiga á nú kost á öryggis- handbók sem sér- staklega er gerð með öryggismál tölvukerfa þeirra í huga. Um er að ræða handbók og meðfylgjandi námskeið þar sem farið er yfir að- gangs- og rekstraröryggi tölvu- kerfa sveitarfélaganna, þ.á m. ytra og innra öryggi kerfanna og öryggi í meðhöndlun gagna, segir í frétt. Fram kemur að rekstur og upplýsingaveitur sveitarfélaga eru byggðar að verulegu leyti á notkun tölvukerfa og því þarf að gera ákveðnar kröfur til að- gangs- og rekstraröryggis þeirra. Þegar öryggið brestur, t.d. vegna tölvuþijóta, vírussýk- inga, bilana í búnaði og gögnum tölvuþjófnaða eða atburða í rekstri, getur það valdið eigend- um verulega tjóni og skert þjón- ustu við íbúa sveitarfélagsins. Löggæsla á alnetinu Bonn. Reuter. ÞÝSK lögregluyfírvöld hafa komið á laggirnar sveit lögreglumanna sem hefur þann starfa að leita uppi ólög- legt efni á alnetinu. Stjómvöld hafa vaxandi áhyggjur af framboði á ólögmætu efni á netinu, svo sem bamaklámi og áróðursskrifum öfga- hópa. Ríkissaksóknarinn í Múnchen hefur þegar ákært forsvarsmann beinlínufýrirtækisins Compuserve í Þýskalandi, sem selur almenningi aðgang að alnetinu, fyrir að veita aðgang að barnaklámi um alnetið. I Múnchen hefur verið komið upp sveit með fímm lögreglumönnum sem eyða deginum í að leita uppi ólöglegt efni á netinu, svo sem barnaklám, nasistaáróður og fleira af því tagi. „Við skráum það sem við fínnum, afritum það og prentum út til að fá það síðan rannsóknar- dómumm í hendur," er haft eftir Karl-Heinz Moewes, foringja alnets- sveitarinnar. 110 lögreglumál Fleiri sambandsríki hafa komið sér upp áþekkri löggæslu á alnet- inu, en skrifstofan í Múnchen er ein af fáum þar sem menn hafa fullan starfa af því að halda uppi lögum og reglu á alnetinu. Á síð- asta ári hafði sveitin upp á fjölda dæma um ólöglegt efni á netinu, sem leiddi til alls 110 lögreglu- mála, en obba þeirra mátti rekja til efnis sem barst utanlands frá. Þýsku löggæslumennirnir segja að fæst að þessu efni sé að finna á veraldarvefnum sjálfum heldur fremur á fyrirrennara þess, þ.e.a.s. hjá frétta- eða umræðu- hópunum á netinu, svokölluðu Usenet. Þessir umræðuhópar eru tileinkaðir afmörkuðum viðfangs- efnum um allt milli himins og jarð- ar; í sinni saklausustu mynd allt frá frímerkjasöfnum til fljúgandi furðuhluta. Skuggahliðar þessara umræðuhópa eru hins vegar ýmiss konar óeðli í sínum verstu mynd- um, ofbeldisdýrkun og öfgaáróð- ur. Þýska netlöggan beinir nú ekki síst athygli sinni að stóru beinlínu- fyrirtækjunum, svo sem Compu- serve og stórum alnetsþjónum á borð við EUnet, sem selja eða veita almenningi aðgang að alnet- inu, að því er virðist með það fyr- ir augum að gera þau í reynd ábyrg fyrir því efni sem notendur þeirra hafa aðgang að fyrir þeirra tilstilli. Fyrirtækin hafa lýst full- um vilja til samstarfs við yfirvöld og telja að unnt sé að gera þau ábyrg fyrir því efni sem þau sjálf vista eða bjóða upp á tengla við, en hins vegar sé miklum vand- kvæðum bundið fyrir þau að hafa stjórn á efni frá þriðja aðila eða efni erlendis frá vegna eðlis al- netsins. STJÓRNUN OG MARKAÐSFÆRSLA SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTU (Managing the Professional Service Firm) 29. apríl 1997 Sérfræðifyrirtæki (Professional Service Firms) eru þekkingar-og þjónustufyrirtæki sem byggja á því að selja þekkingu starfsmanna sinna til viðskiptavina. Þann 29. apríl n.k. stendur Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands fyrir námstefnu þar sem hinn kunni David Maister mun fjalla um og sýna fram á að þessum fyrirtækjum er stjórn- að með öðrum hætti en hefðbundnum fyrirtækjum í framleiðslu og almennri þjónustu. Þau byggjast á persónulegum samskipt- um og að sú þekking og þjónusta sem viðskiptavininum er seld sé sniðin að sérþörfum hans. Þessi námstefna er tilvalin fyrir eigendur og stjórnendur endur- skoðunarskrifstofa, verkfræðifyrirtækja, ráðgjafarfyrirtækja, lögfræðistofa, fjármálafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja, tryggingar- fyrirtækja og tryggingarmiðlunar, læknastofa, fasteignasala, hugbúnaðarhúsa, auglýsingafyrirtækja og kynningarfyrirtækja. Meðal þess sem fjallað verður um er; Hlutverk stjórnandans í fyrirtæklnu ■ f hvaða verkefnum átt þú að taka þátt? ■ Á hvaöa upplýsingum þarft þú að halda til tryggja velgengni fyrirtækisins? ■ Hvers konar stjórnunarstíll á við í sérfræðifyrirtækjum? Hagnaður og stefnumótun * Þættir sem hafa áhrif á velgengni til lengri og skemmri tíma ■ Hvernig greinir þú þína þjónustu frá þjónustu keppinauta? ■ Stefnumótun í fyrirtækjum er selja sérfræðiþjónustu Markaður vlðsklptavlnarlns ■ Hvemig aukum við ánægju viöskiptavinarins? ■ Hve miklu á að eyða í þróun nýrrar þjónustu? ■ Hvernig velja viðskiptavinirnir sér ráðgjafa? Innan veggja fyrirtæklslns ■ Hvernig er nýting mannauös best tryggö? ■ Starfsmannastjórnun og starfsþróun í sérfræðiþjónustu ■ Stjórnun reyndra sérfræöinga ■ Hvaða umbun er viðeigandi í þjónustu- og sérfræöifyrirtækjum? Látið þetta tæklfærl ekki fram hjá ykkur fara! Tími: 29. april 1997, kl. 09:00- 17:00 Verö: 23.500 kr. Innfalin er bók Maisters: Managing the Professional Service Firm Upplýsingar og skráning: Simar: 525 4923 og 525 4924, myndslmi: 525 4080 Davld H. Maister frá Maister Associates, Inc. er fyrrverandi prófessor við Han/ard Business School. Hann er viöurkenndur sér- fræðingur í rekstri og stjórnun fyrirtækja sem selja þjónustu og sérfræðiráðgjöf. David Maister er höfundur átta bóka, þar á meðal metsölubókarinnar „Managing the Professional Service Firm", sem er innifalin í veröi námstefnunnar. „Sérfræðiþjónustufyrirtækiö er besta fyrirmyndin að fyrirtæki framtfðarinnar í öllum greinum. Þegar kemur að skilningi á þeim og rekstri þeirra stendur englnn jafnfætis David Maister." -Tom Peters, höfundur og meöhöfundur bókanna .ln Search of Excellence", „Thriving on Chaos" og „Liberation Management". 'A • -S^/ ENDURMENNTUNARSTOFNUN HASK0LA ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.