Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forsetabifreiðin verður endurgerð Rektorskjör í Háskóla Islands BANDARÍSKA rapp- tríóið Fugees. Fugees til ís- lands BANDARÍSKA tríóið Fugees er væntanlegt hingað til lands í næsta mánuði og heldur tón- leika í Laugardalshöll 20. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem rapp-hljómsveit heldur tónleika hér, en hljómsveitin er með vin- sælustu erlendu hljómsveitum hér á landi. Tríóið Fugees er skipað tveimur karlmönnum og söng- konu. Önnur plata hljómsveit- arinnar, The Score, hefur selst í nærfellt átta þúsund eintökum hér á landi, sem er fádæmi með erlenda hljómsveit, en meðal vinsælla laga af þeirri plötu má nefna Killing Me Softly. Með Fugees-tríóinu kemur til landsins sautján manna fylgdarlið, en Fugees kemur jafnan fram með fjölskipaða hljómsveit. íslenska rapp- hljómsveitin Quarashi hitar upp fyrir Fugees meðal annarra ís- lenskra listamanna. Skunk Anansie Miðar að seljast upp SALA miða á hljómleika bresku sveitarinnar Skunk Anansie hefur gengið mjög vel og í gær voru aðeins 500 miðar óseldir. Miðasalan hófst fyrir rúmri viku og hafa á þeim tíma selst 4.500 miðar. Hefur miðasalan gengið betur en á tónleika Blur og David Bowie í fyrra. Tónleikarnir verða í Laug- ardalshöll laugardaginn 10. maí. Bifreið stolið til fíkni- efnakaupa LÖGREGLAN stöðvaði bifreið sem lýst hafði verið eftir sem stolinni á laugardag. Mennirnir sem í bílnum voru höfðu fengið bifreiðina lánaða á bílasölu og voru samkvæmt upplýs- ingum lögreglu á leið til Keflavíkur til að kaupa fíkniefni. Þeir voru færðir á næstu lögreglustöð til frekari yfirheyrslu. ítrekuð tilvik Fimm tilkynningar bárust um bílaþjófnaði um helgina til lögreglu og í tveimur tilvikum af þeim voru bifreiðarnar fengnar að láni á bíla- sölum, en ekki skilað aftur. Slík tilvik koma ítrekað upp, en svo virðist, að sögn lögreglu, sem bílasalar hafí of lítið eftirlit með þeim, sem fá bíla að láni. Oft sé ekki beðið um skilríki og bílasalar virðist of mannfáir til að fulltrúi þeirra geti fylgt fólki í reynsluakst- ur. Ennfremur séu dæmi um að fólk sem búsett er utan höfuðborg- arsvæðisins fái lánaða bifreið til reynsluaksturs og noti hana til að sinna erindum sínum í borginni, áður en farartækinu er síðan skilað án þess að kaup séu fyrirhuguð. BYRJAÐ er að gera upp Packard forsetabifreið frá forsetatíð Sveins Björnssonar. Þetta var til- kynnt á aðalfundi Bílgreinasam- bandsins síðastliðinn laugardag. Sérstakir gestirfundarins voru forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Packard-bifreiðin er sú fyrsta sem keypt var til forsetaembætt- isins. Hún er af gerðinni 180 Limousine árgerð 1942. Að end- urbyggingu bílsins standa auk Bílgreinasambandsins, Fornbíla- klúbbur íslands, Bíliðnafélagið, Fræðslumiðstöð bílgreina, Þjóð- minjasafnið og embætti forseta íslands. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði fundargesti í tilefni af þessu og ræddi um upp- HALLDÓR Reynisson, aðstoðar- prestur í Neskirkju, sagði í útvarps- messu á Rás 1 á sunnudag að honum þætti að viðbrögð nokkurra fulitrúa kirkjunnar við Spaugstofuþættinum, sem sýndur var í Sjónvarpinu laug- ardagskvöldið fyrir páskadag, hafí verið alltof hörð. Hann sagði enn- fremur að það hefði verið ástæðu- laust og allt of langt gengið að fara með málið fyrir útvarpsráð, hvað þá tii ríkissaksóknara. „Það hefði einfaldlega nægt að koma fram með einhvers konar yfir- lýsingu eða umkvörtun um það að þátturinn hefði kannski verið ósmekklegur," sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér finnast svona viðbrögð ekki góð. Menn eiga ekki að grípa til of sterkra úrræða þegar tilefni gefst ekki til þess. Og þetta hefur ekki hjálpað kirkjunni," sagði hann. haf forsetaembættisins og m.a. hlutverk bílsins í því sambandi. Fram kom í máli hans að mikið er til af merkilegum myndum frá heimsóknum fyrsta forseta lands- ins í hinar dreifðu byggðir þess og greinilegt að Packard-bifreið- in hafi gegnt veigamiklu hlut- verki. Forsetahjónin og fundargestir skoðuðu bifreiðina sem tveir ung- ir nemar í bílgreinum við Fræðsl- umiðstöð bílgreina afhjúpuðu. Nýr formaður kosinn Á aðalfundi Bílgreinasam- bandsins var kosinn nýr formaður Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri P. Samúelssonar efh. Fráfarandi formaður, Hallgrímur Gunnars- son, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Halldór sagði einnig að þessi við- brögð hefðu vakið upp vangaveltur hjá ýmsum mönnum um það hvort núverandi samband ríkis og kirkju væri eðlilegt. Umræðan um slíkt sé reyndar alltaf í gangi bæði meðal manna innan þjóðkirkjunnar og þeirra sem standa utan hennar, en þetta mál hafi kannski orðið til þess að efla þá umræðu enn frekar. Kirkjan á tímamótum „í útvarpspredikuninni velti ég upp þessari umræðu ekki síst í ljósi þess að nú er kirkjan á ákveðnum tímamótum. Það stendur fyrir dyrum að velja nýjan biskup og stutt er í að haldið verður upp á þúsund ára afmæli kristnitöku í landinu. Og þá er ástæða til að huga að þessum málum vegna þess að nú liggur fyr- ir á Alþingi frumvarp til laga um REKTORSKJÖR í Háskóla íslands fer fram á morgun. Kosið verður frá kl. 9—18 á eftirtöldum stöðum: í aðalbyggingu Háskóla íslands (hátíðasal): Kennarar og aðrir starfs- menn. Stúdentar, aðrir en stúdentar í læknadeild og tannlæknadeild. í Eirbergi (norðurálmu, gengið inn um 3. dyr til hægri frá aðaldyrum): Stúd- entar i læknadeild (þar með taldar námsbrautir í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun svo og lyfjafræði lyf- sala) og tannlæknadeild. Rektor er kjörinn til þriggja ára í senn. Þar sem enginn hlaut tilskil- inn meirihluta greiddra atkvæða í rektorskjöri 16. apríl sl. verður kosið að nýju um Jón Torfa Jónasson pró- fessor og Pál Skúlason prófessor. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir sem stöðu, stjórn og starfshætti kirkj- unnar.“ Halldór segir að umræðan um tengsl ríkis og kirkju snúist fyrst og fremst um það hversu sterkt þetta samband eigi að vera. „Sjálfur tel ég að það eigi að vera aðskilnað- ur „að borði og sæng“ á milli ríkis og kirkju,“ segir hann. „Mér finnst að kirkjan eigi að vera mun sjálf- stæðari en hún er núna og kemur til með að vera samkvæmt nýja frumvarpinu. Mér þykir eðlilegt að kirkjan beri fulla ábyrgð á sínum fjármálum, enda komi til eigna- skiptasamningur milli ríkis og kirkju. Að hún verði sjálf með sína stjórnsýslu, löggjöf og úrræði í agamálum til dæmis, en haldi eftir sem áður ákveðnu menningarlegu sambandi við ríkið, af þeirri ástæðu að íslensk og kirkjuleg menning séu svo samtvinnaðar." ráðnir eru til fulls starfs til lengn tíma en tveggja ára við Háskóla Is- lands og stofnanir hans og hafa há- skólapróf. Þá eiga atkvæðisrétt allir stúdentar sem skrásettir voru í Há- skóla íslands 16. febrúar sl. Á kjörskrá eru 540 starfsmenn og 5.586 stúdentar Háskólaráð hefur skipað kjör- stjórn til að annast unairbúning og framkvæmd rektorskjörs og eiga sæti í henni: Arna Hauksdóttir, stúd- ent, Friðrik H. Jónsson, dósent, Guðrún Kristjánsdóttir, dósent, Guð- varður Már Gunnlaugsson, sérfræð- ingur (formaður), Lára Samira Benjnouh, stúdent, og Leó Kristjáns- son, vísindamaður. Starfsmaður kjörstjórnar er Guðrún Ósk Sig- urjónsdóttir, deiidarstjóri. Frumvarp um háskóla Heim- spekideild vill lengri frest Á FUNDI heimspekideildar föstu- daginn 18. apríl Iagði deildarforseti fram til kynningar frumvarp um háskóla sem menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og Háskól- inn hefur nýlega fengið til umsagn- ar. Ætlast er til að Háskólinn skili umsögn ekki síðar en 2. maí. „Viss ákvæði frumvarpsins (m.a. að ráðherra skipi rektor, sjá 14. grein) og eins hitt hvernig frumvarp- ið ber að án samráðs við Háskólann er ekki í samræmi við hefðir og ríkj- andi hugmyndir um sjálfstæði Há- skóla íslands," segir í fréttatilkynn- ingu frá heimspekideild HI. Á fundinum var samþykkt ein- róma ályktun um að brýnt sé að heimspekideildinni gefist sá tími sem nauðsynlegur er til að yfirfara frum- varpið og gera athugasemdir við það ef ástæða er til. Því fer deildin þess á leit að frumvarpið verði ekki sam- þykkt á því þingi sem nú situr. ----------» ♦ «---- Samkeppnisstofnun Viðskipti við bæjarblöð skoðuð NESTOR Markaðsþjónusta hefur óskað eftir því að Samkeppnisstofn- un taki til athugunar viðskipti Kópa- vogsbæjar við frétta- og bæjarmála- blöð útgefin í Kópavogi og grípi til viðeigandi aðgerða ef ástæða þyki til í þeim tilgangi að fijáls útgáfa frétta- og bæjarmálablaða þar njóti jafnræðis á við slík blöð sem útgefin eru af stjórnmálaflokkum eða sam- tökum. í erindi Nestors til Samkeppnis- stofnunar kemur m.a. fram að fyrir- tækinu hafi fyrir nokkrum misserum verið falið að afla upplýsinga hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um greiddan auglýsingakostnað bæjar- ins til frétta- og bæjarmálablaða þar um tiltekið árabil. Við skoðun hefði komið í ljós að gríðarlegur munur væri á ijölda, stærð og innihaldi auglýsinga frá Kópavogsbæ eftir því hvort um stjórnmálalega óháð blöð væri að ræða eða málgögn stjórn- málaflokka, þeim síðarnefndu í vil. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Nestors til bæjarstjóra og formanns bæjar- ráðs Kópavogs og síðan atbeina fé- lagsmálaráðuneytisins hefði ekkert svar borist. Morgunblaðið/Kristinn FORSETABIFREIÐIN var til sýnis á aðalfundi Bílgreinasambandsins. Endurbygging hennar er nú hafin. Halldór Reynisson aðstoðarprestur Viðbrögð við Spaug- stofuþætti of hörð Allt of langt gengið að fara með málið fyrir útvarpsráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.