Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Tilraunaveiði hafin á skrápflúru í Skjálfanda ARON ÞH 105 frá Húsavík hefur síðustu daga stundað tilraunaveiðar á skrápflúru í dragnót inni í Skjálf- andaflóa. Jón Örn Pálsson, fiski- fræðingur frá útibúi Hafrannsókna- stofnunar á Akureyri, hefur verið um borð, en að sögn Guðmundar A. Hólmgeirssonar, útgerðar- manns, er verið að kanna útbreiðslu skrápflúrunnar á hrygningartíman- um. Ekki reynt áður fyrir Norðurlandi „Þetta hefur ekki verið reynt úti fyrir Norðurlandi á þessum tima áður. Það hefur aftur á móti verið gert á haustin, en þá virðist ekki vera nema um tiltölulega lítið magn að ræða þannig að við fórum út í það núna að kanna það hvort ekki væri meiri gengd á þessum árstíma þegar skrápflúran er að koma inn til hrygningar. Forsendan fyrir þessu tilraunaveiðileyfí Hafrann- sóknastofnunar er að ganga úr skugga um það,“ segir Guðmundur. Þarf sérstakt leyfi Innhlutinn af Skjálfandaflóa er lokaður fyrir dragnótaveiðum nema á haustin og því þarf sérstakt leyfi Hafrannsóknastofnunar nú sem veitt var í tíu daga. Fiskifræðingur- inn um borð er að kyngreina, ald- ursgreina og skoða hrygningarstig skrápflúrunnar sem er kolategund. Að sögn Guðmundar hefur gengið þokkalega það sem af er. Töluvert mikið veiðist af skrápflúru fyrir Suðurlandi, en veiðar á henni úti fyrir Norðurlandi eru nýbyijaðar til þess að gera til nýtingar. Lengst af hefur þessari fiskteg- und verið hent þar sem hún hefur verið talin illa nýtanleg og því að- eins örfá ár síðan bytjað var að hirða þennan fisk. Enn sem komið er, er lítið vitað um stofnstærð skrápflúrunnar. Á innfjarðarrækju í vetur Aron ÞH hefur í vetur verið við innfjarðarrækjuveiðar í Skjálfanda- flóa og hefur aflanum verið ekið frá Húsavík til vinnslu á Siglufirði ásamt afla tveggja annarra inn- fjarðarrækjuveiðibáta þar sem ekki náðist samkomulag við rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur um verð. í hlut Arons af innfjarðar- rækjukvótanum í Skjálfanda komu 33% eða 333 tonn. Eftir að skrápflúru-tímabilinu lýkur, mun Aron búast til humar- veiða. Guðmundur segist vera þokkalega bjartsýnn á humarvertíð. Lagt verður upp hjá Árnesi í Þor- lákshöfn, eins og undanfarin ár. LJósmynd/Þorgeir Baldursson SKIPVERJAR á Aroni, þeir Ólafur Skúli Guðjónsson vélsljóri og Guðmundur Sigtryggsson yfirvél- sljóri í aðgerð á dekkinu. Rangar stjórnunaraðferðir? UM það bil einu sinni á hveijum áratug hefur komið upp kreppa í sjávarútveginum á austurströnd Kanada með alvarlegum afleiðing- um fyrir þúsundir manna og allt efnahagslífið á þessum slóðum. Útgjöld stjórnvalda vegna þess hlaupa á tugum milljarða króna. í Kanada kom nýlega út bók þar sem fjallað er um þessi mál og varpað fram þeirri spurningu hvort þær stjórnunaraðferðir, sem hingað til hefur verið beitt í kanadískum sjáv- arútvegi, séu ekki í grundvallarat- riðum rangar. í bókinni, Taking Ownership: Property Rights and Fishery Man- agement, eru greinar eftir ýmsa kunna sérfræðinga í sjávarútvegs- málum og þar er viðfangsefnið ann- ars vegar núverandi fiskveiðistjórn Mælt með eignar- rétti á kvóta í Kanada í Kanada, sem byggist á almennum rétti til veiða og opinberu eftirliti, og hins vegar þær hugmyndir, sem nú eru að hasla sér völl og byggj- ast á ákveðnum eignarréttindum, yfirleitt með framseljanlegum kvót- um. Kapphlaup eða fyrirhyggja í formála bókarinnar lýsir Brian Lee Crowley, ritstjóri hennar, nú- verandi kerfi með þessum orðum: „Veiðileyfi sjómannanna gefa þeim engan rétt ti! að skipta með sér aflanum, aðeins að leggja línuna eða netin í sjó. Með hveiju árinu, sem líður, verður hátæknikapp- hlaupið eftir óvissum hlut í minnk- andi fiskstofnum æsilegra.“ Crowley segir, að á hinn bóginn sé svo kerfi, sem byggist á eignar- réttindum þar sem hver og einn eigi sinn hlut í heildaraflanum. Við þær kringumstæður sé það hags- munamál kvótaeigenda að standa vörð um auðlindina í stað þess að veiða sem mest á sem skemmstum tíma til að tryggja sjálfum sér sem mest. Kvótaeigandinn vilji auka sinn hlut með því að byggja upp stofnana og hann reyni að hafa áhrif á verðmæti kvótans með því að láta sig skipta hvernig unnið er úr aflanum. vf■ Fita í mjólkurvörum Mjólkurvörutegund Grömm af fitu í 100 g Skammtur, grömm Magn af fitu í skammti Fita áári (1 sk/dag) Létt engjaþykkni 1,9 g 175 g 2,6 g 949 g Engjaþykkni m. morgunkorni 8,1 g 150 g 12,2 g 4.453 g Sýrð léttmjólk 1,5 g 200 g 3,0 g 1.095 g Súrmjólk 4,0 g 200 g 8,0 g 2.920 g AB-mjólk 3,9 g 200 g 7,8 g 2.847 g Létt jógurt 1,3 g 180 g 2,3 g 840 g Óskajógurt 3,4 g 180 g 6,1 g 2.227 g Sunnudagsjógurt 6,8 g 180 g 12,2 g 4.453 g Þykkmjólk 4,9 g 170 g 8,3 g 3.030 g Léttar mjólkurvör- ur minnka fitu- neyslu um mörg kg „Sá sem er vanur að borða eina dós af engja- þykkni daglega getur minnkað fítuneyslu sína um 3,5 kg á ári með því að skipta yfír í létt engjaþykkni,“ segir Brynhildur Briem næríngar- og matvælafræðingur. FITUNEYSLA er að jafnaði mun meiri hér á landi en æskilegt getur talist svo létt engjaþykkni sem ný- lega kom á markað er kærkomin viðbót í hóp fituskertra mjólkur- vara. Gamla engjaþykknið sem stundum hefur verið kallað ijóma- búðingur inniheldur allt að 8,1 g af fitu í 100 grömmum en í léttu engjaþykkni fer fitan niður í 1,5 g í 100 grömmum. Margir borða sýrðar mjólkurvör- ur í morgunverð. Með því að nota fituskertar vörur í stað fullfeitra er hægt að draga mikið úr fitunotk- un. Það er fróðlegt að reikna út hve mikla fitu er hægt að minnka við sig með því að halda sig við léttu vörurnar í stað þeirra sem fitu- meiri eru. í meðfylgjandi töflu kem- ur fram hve mikil fita er í einum skammti af ýmsum sýrðum mjólk- urvörum og hve mikið magn það yrði á einu ári ef borðaður væri einn skammtur á dag. Þar kemur fram að með því að skipta úr engjaþykkni yfir í létt engjaþykkni minnkar fólk fitu- neyslu um 3,5 kg á einu ári. Þetta samsvarar 31.500 hitaeiningum. Þá má til gamans geta þess að fitu- magn úr fæðu minnkar um 1,8 kg ef skipt er úr súrmjólk í sýrða létt- mjólk og hætt að borða sunnu- dagsjógúrt og skipt yfir í létta jóg- úrt þýðir það 3,6 kg minni fitu á ári en ella. Því miður er ekki til nein létt AB-mjólk en neytendur bíða eflaust eftir að slík vara komi á markað. Sem betur fer eru mjólkurvörur mjög vel merktar þannig að þessar upplýsingar koma fram á umbúð- um. Nýtt Kynningarverð í hverjum mánuði FYRIRTÆKIÐ Purity Herbs mun frá og með þessum mánuði vera með kynningarverð í hveijum mánuði á einhveijum þeirra ijörutíu tegunda sem fyrirtækið framleiðir. Tilboð aprílmánaðar er 15% afsláttur af handáburði og hákarlakremi. Þessar vörur eru sérstaklega merktar á út- sölustöðum. Krem og olíur frá Purity Hergs eru framleiddar án kemískra rotvamarefna og eru úr náttúrulegum efnum. Von er á sólkr- emi frá fyrirtækinu. Hnéspelkur úr koltrefjaplasti STOÐ hf. stoðtækjasmíði hefur sett á markað nýja tegund af hnéspelk- um. Um er að ræða hnéspelku sem er sérsmíð- uð úr koltrefja- plasti. Smíðað er á einstaklinga eftir gifsmóti sem tekið er af fótlegg þeirra. í fréttatilkynn- ingu frá Stoð hf. segir að Towns- end GS hné- spelkan sé létt og hönnuð til að nota vegna liðbandaáverka fyrir og eftir aðgerð. Hægt er að afgreiða hana samdægurs og í tilkynningunni segir að liðhreyfing hennar sé ná- lægt því að vera eins og liðhreyfing hnjáliða líkamans. Áfyllingar í bleksprautu- prentara KOMNAR eru á markað áfyllingar í Hewlett Packard bleksprautuprent- ara. Áfyllingarnar eru frá fyrirtæk- inu Fullmark og henta fyrir HP _ 500/600 prentara. í fréttatil- kynningu frá J. Ást- valdssyni hf., sem er umboðsaðili, segir að umbúðirnar séu vist- vænar og að um gæða- blek sé að ræða. í hveijum pakka eru tvær áfyllingar, einn standur fyrir hylki og loftpumpa sem notuð er til að jafna loft- þrýsting í hylkinu. Varan er framleidd samkvæmt staðlinum ISO 9002. Pakkning með tveimur áfyllingum kostar 1.495 krónur. Fullmark fram- leiðir einnig blekhylki og áfyllingar í flesta aðra bleksprautuprentara, prentborða, bleksprautupappír og bleksprautuglærur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.