Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 29 LISTIR Að leíka á sína litlu flautu SVANURINN kvaddi Gísla Ferdinandsson á vortónleikum. Morgunblaðið/Kristinn TONLIST Tjarnarbíó LÚÐRASVEITARTÓN- LEIKAR Svanurinn kvaddi Gísla Ferdinands- son á vortónleikum sveitarinnar og lék hefðbundna lúðrasveitartónlist. Einleikarar: Andrés Björasson, er lék á flygelhom og Gísli Ferdinands- son, er lék einleik á piccoloflautu. Stjórandi var Haraldur Ami Har- aldsson. Laugardagurinn 19. apríl, 1997. GÍSLI Ferdinandsson hefur leikið með Lúðrasveitinni Svaninum í 50 ár og á þessum tíma hafa mörg stórveidi hrunið, ný verið stofnsett en hann lét það eitt varða, að leika á sína litlu flautu, eins ekkert hefði í odda skorist með mönnum eða markvert skeð. Undirritaður man skrúðgöngur, sumardaginn fyrsta, 1. maí og 17. júni, þegar þær nálg- uðust miðbæinn og gengið var niður Bakarabrekkuna, þá heyrðist fyrst í litlu flautunni, sem Gísli trillaði á, síðan heyrðist til trommanna og basslúðranna, er léku um stund sinn sérkennilega samleik á móti flaut- unni, áður en heyrðist í allri sveit- inni. Á vortónleikum Svansins var Gísli hylltur og til að ná hinni réttu marsa-stemmningu, var fluttur The Stars and Stripes foivever, eftir Sousa, en þar getur að heyra fræg- ustu piccolosólo allra tíma, sem Gísli lék með „bravúr". Flautuflokk- ur Svansins, sem allur er skipaður ungum stúlkum, heiðraði Gísla með leik sínum og svo voru borin að honum blóm ag ýmsar gjafir, svo sem venja er, þegar góðum er þakk- að gott og ve! unnið starf. Efnisskrá tónleikanna voru að mestu hefðbundin lúðrasveitar- verkefni, marsar, dansættuð tón- list, tækifærisverk og dægurlaga- syrpur. Eitt íslenskt lag var á efnisskránni, Fanfare-mars eftir Karl 0. Runólfsson, snjöll tónsmíð í einfaldleika sínum. Fanfare- marsinn var leikinn í umritun Ell- erts Karlssonar og var leikur sveit- arinnar allur hinn besti. Norsk ball- aða, sem einhver Jef Penders bygg- ir á píanóballöðu eftir Grieg, er ekki beint „góð vísa“ og væri ekki verð umsagnar, nema vegna þess að fyrsti trompettleikari sveitarinn- ar lék einleik á flygelhorn og gerði það einstaklega vel og af öryggi. í heild var ieikur sveitarinnar blátt áfram en átti það til að verða einum og skarpur og jafnvel sár, þegar leikið var sterkt. Brassið er mjög gott og mátti oft heyra hinn gullna hljóm lúðranna, en í heild hætti stjórnandanum til að krefja sveitina um mikinn hljóm og þá ientu margir nálægt ystu mörkum í inntónum, sem gætti mest á milli hinna ýmsu flokka hljóðfæranna. Slagverkssveitin var misjöfn og naut sín best, þegar leikið var með fullum styrk. Efnisskráin var nokk- uð einlit og ýmislegt mjög ijarri í tíma, eins og t.d Bob Hope-syrpan, með lögum, sem menn hafa fyrir löngu gleymt. Jón Ásgeirsson Djass og þjóðlög frá ýmsum löndum HLJÓMSVEITIN Bazaar. Flemming Quist Meller, Anders Koppel og Peter Bastian. DANSKA hljómsveitin Bazaar heldur tónleika á Islandi í apríl og maí, þá fyrstu í Bústaða- kirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 19.30. Bazaar hefur starfað í tuttugu ár og hvarvetna vakið athygli og verið vel tekið. Tónlistin sem hljómsveitin flytur er sérstæð og flutningurinn persónulegur þótt fyrirmyndir séu kunnar. Stíllinn er alþjóðlegur, en eink- um leitar hljómsveitin til djass- ins og þjóðlaga frá Balkanlönd- um. Tónlistin er í senn talin á eigin frjálslegum nótum og leik- andi tónlistarleg heild. I Bazaar eru þrír hljóðfæra- leikarar. Peter Bastian sem leik- ur á fagott og klarínettu hefur um árabil kynnt sér og leikið með þjóðlagatónlistarmönnum og sígaunum í Búlgaríu og Tyrk- landi. Hann er fagottleikari í Danska blásarakvintettinum og hefur hlotið mörg verðlaun, m.a. fyrir bókina „Ind i musikken" sem hefur selst í 100.000 eintök- um. Anders Koppel leikur á hammondorgel. Hann lék í hljómsveitinni „Savage Rose“ 1967-1974 og hefur oft leikið í Evrópulöndum og Bandaríkjun- um, m.a. á Newport-djasshátíð- inni. Anders Koppel hefur samið kvikmyndatónlist og einnig tón- list í nýjum klassískum stíl og má nefna konsert fyrir saxófón og hljómsveit og píanótríó. Flemming Quist Moller var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði trommuleik í djasshljóm- sveit. Hann hefur leikið með tónlistarmönnum frá Suður- Ameríku og hefur farið í fjöl- margar námsferðir til Tyrk- lands, Afríku, Makedóníu og Kúbu og hefur það sett sitt mark á tónlistarstörf hans. Hann hefur komið víða við í Iist- inni og er einnig þekktur teikn- ari, kvikmyndaleikstjóri og barnabókahöfundur. Fyrstu tónleikar Bazaars á Islandi verða sem fyrr segir í Bústaðakirkju á morgun. Hljóm- sveitin mun leika í Leikhúskjall- aranum mánudaginn 28. apríl og einnig í Þorlákshöfn, Vest- mannaeyjum, á Sauðárkróki og Akureyri. VERK Guðrúnar Kristjánsdóttur í Leifsstöð. Kynning á listamönn- um í Leifs- stöð í FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar stendur nú yfir kynning á verkum Guðrúnar Kristjánsdóttur. Féiag íslenskra myndlistarmanna og Leifsstöð standa sameiginlega að þessari kynningu á verkum félags- manna FÍM. Guðrún sýnir sex olíumálverk sem öll heita Fjallshlíðar og eru unnin á árunum 1994-95. Verk Guðrúnar verða sýnd til 1. júní en þá munu verk Braga Ásgeirssonar myndlistarmanns verða kynnt. Verk ltvers lista- manns eru til sýnis í 2-3 tnánuði og fylgja útkomu tímaritsins Atl- antica sem dreift er í flugvélar Flugfélags íslands. í blaðinu er kynning á viðkontandi listamanni. A ystu nöf með Cronenberg KVIKMYNPIR L a u g a r cá s b í 6 CRASH ★ ★ ★ Leikstjóri: David Chronenberg. Kvikmyndataka: Peter Susc- hitzky. Handrit: David Cronen- berg. Byggt á skáldsögu J.G. Ball- ards. Tónlist: Howard Shore. Að- alhlutverk: James Spader, De- borah Kara Unger, Elias Kotreas, Holly Hunter, og Rosanna Arqu- ette. 100 mín. Kanadísk/ frönsk/bresk. Crash Producti- ons/Alliance Communications. 1996. KRÓM og bláleitt ljós skapa kuldalega stemmningu þegar kynningartitlarnir rúlla í upp- hafi nýjustu myndar Davids Cronenbergs, „Crash“. Upphaf- ið byggir upp fjarlægð sem er fylgt eftir með daufum litatón- um, skerandi einhæfum gítar- tónum og þunglyndislegu and- rúmslofti. Cronenberg vill greinilega halda fjarlægð við efni myndarinnar, enda er það eldfimt: kynlíf, siðblinda og af- brigðileg afstaða til bílslysa. Persónur „Crash" eru lífsleitt fólk í leit að fullnægingu. Aðal- persónur myndarinnar er ungt par sem vantar neistann. Kynlíf- ið er orðið vélrænt og veitir enga útrás. Eftir að maðurinn lendir í bílslysi og margbrýtur á sér fótlegginn kemst hann í kynni við einkennilegan hóp fólks sem fær kynferðislega útrás við það að sviðsetja fræg dauðaslys. Leikararnir James Spader, Deborah Kara Unger, Holly Hunter, Rosanne Arquette og Elias Kotreas taka verkið greini- lega mjög alvarlega. Þeim stekk- ur aldrei bros, og Spader og Unger muldra sínar línur þung á svip. Þau minna i byrjun á persónur úr mynd eftir Antoni- oni, þar sem þau standa á svöi- um fjölbýlishússins, þar sem þau búa, og horfa yfir mauralegan bílastrauminn á umferðarmann- virkjunum á milli háhýsanna. Cronenberg hefur löngum haft gaman að því að velta fyrir sér tengslum nútímamannsins við tækni og tæki. Billinn er nokkuð sem flestir Vestur- landabúar líta á sem sjálfsagðan hlut en Cronenberg hristir upp í þeirri afstöðu. Hann skoðar þetta flutningstæki sem ástar- hreiður og morðtól. Með því að tengja saman bílslys og kynlíf sem fókusar á skaddaða líkama fer hann, með aðstoð bókar Jam- es G. Ballards, yfir á svæði sem er líklegt til að misbjóða sumum. „Crash“ er vandasamur línu- dans. Hún býr yfir aðdráttarafli bannhelginnar og sveiflast á milli þess að vera aulalega vit- laus yfir í andartök sem eru þrungin spennu og óhugnaði. Það sem kveikir losta persón- anna eru atburðir sem flestum finnast fráhrindandi. Bílslysin gerast hratt og af miklum krafti. Á eftir rennir myndavélin hægt og rólega yfir brakið og skoðar eins og heillaður elskhugi afleið- ingar eyðileggingarinnar. Kyn- lífið sem fylgir í kjölfarið er hins vegar hvorki heillandi né heitt heldur kalt og ópersónulegt. Enginn gerir veður út af því að fjöldi bíla eru sýndir klessa sam- an og springa í loft upp í hæga- gangi eða hálfnaktir kroppar vefjist saman í ástarbríma undir vafasömum kringumstæðum í fjölda hasarmynda en „Crash" kemur svo við kaunin á fólki að reynt hefur verið að banna hana alfarið í sumum löndum. Er Cronenberg að þessu ein- göngu til þess að stuða fólk eða er hann að reyna að segja eitt- hvað? Er hann öfuguggi eða listamaður? Cronenberg er kvik- myndaleikstjóri með sýn. „Crash" fær áhorfandann til þess að hugsa um iivað er leyfi- legt og hvar mörkin liggi. í hvað eru kvikmyndir almennt notaðar til að sýna áhorfandanum? Og hversu langt erum við tilbúin að ganga til þess að svala nýsi- áráttunni? Anna Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.