Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 55 VERÐLAUNAHAFAR og aðstandendur klúbbakeppninnar: Sitjandi frá vinstri: Ögmundur Kristins- son, Jón Garðar Viðarsson, Ingvar Asmundsson, Benedikt Jónasson í sigursveit Iðnskólans og Einar S. Einarsson. Standandi f.v. Agúst S. Karlsson, Margeir Pétursson, Björn Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Ulfarsson, Páll Agnar Þórarinsson, Kristján Eðvarðsson, Bergsteinn Einars- son, Sigurbjörn Björnsson, Bragi Þorfinnsson, Þorfinnur Björnsson og Daði Örn Jónsson. HM-útsláttar- mótið í Hollandi? SKAK Groningen, Hollandi, 17.12. 1997 — 9.1. 1 998 HEIMSMEISTARAMÓT FIDE Alþjóðaskáksambandið FIDE hefur lýst þvi yfír að umdeilt útsláttarmót um heimsmeistaratitilinn í skák verði haldið í Hollandi. FORSETI FIDE, Kirsan Ilumsj- ínov, tilkynnti þetta á blaðamanna- fundi í Moskvu. Hann er forseti rússneska sj álfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu, sunnarlega í Rússlandi og upphaflega stóð til að halda keppnina þar um næstu jól og ára- mót. En það er einmitt aðalmóta- tíminn í Hollandi og mótshaldarar þar kvörtuðu sáran yfir tímasetn- ingunni. Nú hafa þeir náð sam- komulagi við Ilumsjínov um að mótið verði haldið í Groningen í Hollandi, þeir beri kostnaðinn af mótshaldinu, en FIDE útvegi verð- launin. Þetta virðist ákaflega hagstætt samkomulag fyrir Hollendingana, því verðlaunin eru ekki af lakara taginu, alls fimm milljónir Banda- ríkjadala, eða jafnvirði 350 milljóna íslenskra króna. Þar af fær sigur- vegarinn u.þ.b. 90 milljónir í sinn hlut, auk heimsmeistaratitilsins. Bæði Gary Kasparov og Anatólí Karpov hafa lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt á mótinu. Kasparov er heimsmeistari eigin samtaka PCA, sem hafa reyndar hætt starfsemi, en Karpov er heimsmeistari FIDE. Þeir telja slíkt útsláttarmót með fáum skákum í hverri umferð geta valdið tilviljana- kenndum úrslitum. Það kæmi þó ekki á óvart þótt þeir myndu báðir skipta um skoðun. 80-100 keppendur munu hefja keppni á mótinu. Þeir Kasparov og Karpov eiga að koma inn í undanúr- slitum. Þrír íslendingar eiga þátt- tökurétt á mótinu, Helgi Áss Grét- arsson, þar sem hann varð heims- meistari unglinga 1994, Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson, úr svæðamótinu í Reykjavík 1995. Það höfðu fáir trú á því að heims- meistaramótið í Kalmykíu færi fram eftir áætlun og að Ilumsjínov myndi standa við það að hafa svo há verðlaun. Að auki hefðu margir skákmenn veigrað sér við að tefla þar. Þátttaka hollensku mótshald- aranna veitir mótinu aukinn trú- verðugleika og allir bestu skákmenn heims eru vanir að tefla í Hollandi. II- umsjínov segist vera búinn að útvega verðlaunaféð og til- kynning verði senn gefin út um það hverjir Ijármagni mótið. Menn bíða spenntir eftir því að vita á hveiju hann lumi. Boðsbréf til keppenda á síðan að senda út i júní. Það er lífsnauðsynlegt fyrir trú- verðugleika Álþjóðaskáksam- bandsins FIDE að þetta mót fari fram eftir áætlun og þeir Kasparov og Karpov verði með. Þar með yrði aðeins einn heimsmeistari og sam- bandið kæmist á réttan kjöl aftur. Ef eitthvað fer hins vegar úrskeið- is, er hætt við því að það líði undir lok í núverandi mynd. Iðnskólinn sigrar í klúbbakeppni Heilis Eitt hundrað skákmenn, í 23 sveitum, tóku þátt í klúbbakeppni Taflfélagsins Hellis sem fram fór í Hellisheimilinu sl. föstudag. Hver sveit var skipuð fjórum mönnum, auk varamanna. Tefldar voru 9 umferðir með 7 mínútna umhugs- unartíma. Þetta er fjölmennasta skákmót, sem Hellir hefur haldið, ef unglingamót eru frátalin. Skákklúbbur Iðnskólans bar sig- ur úr býtum, hlaut 27 vinninga af 36 mögulegum. Sigurinn var verð- skuldaður, en klúbburinn leiddi mótið frá 3. umferð. Sigurinn byggðist á jöfnum og góðum ár- angri allra liðsmanna, en þó sker Benedikt Jónasson (3. borð) sig úr, en hann fékk 8 ‘A vinning af 9. Ekki skorti á frumleikann í nafn- giftum sveitanna og í 2. sæti varð sveit sem ber heitið „Fjórir freðn- ir“. Hún er skipuð fjórum ungum og efnilegum skákmönnum. Best- um árangri þeirra náði Jón Viktor Gunnarsson, sem hlaut 7 ‘A vinning og tapaði einungis fyrir Margeiri Péturssyni. í þriðja sæti varð Díón- ýsus, a-sveit. Bestum árangri þeirra náði Páll Agnar Þórarinsson, sem fékk 7 vinninga og tapaði einungis einni skák í viðureigninni við Iðn- skólann. Lögmenn urðu í 4. sæti, en sveitina leiddi Margeir Péturs- son, sem náði bestum árangri 1. borðs manna, fékk 8 vinninga. Það voru þeir Jón Garðar Viðarsson (Skákklúbbi Iðnskólans) og Jóhann- es Gísli Jónsson (Félagi íslenskra fræða) sem náðu jafntefli gegn Margeiri. Ágúst Sindri Karlsson, sem einnig tefidi með Lög- mönnum, náði bestum árangri á 2. borði, fékk 7 'A vinning. Efstu sveitirnar voru þannig skipaðar: 1. Skákklúbbur Iðn- skólans 1. Jón Garðar yiðarsson, 2. Ingvar Ásmundsson, 3. Bene- dikt Jónasson, 4. Ög- mundur Kristinsson. 2. 4 freðnir 1. Jón Viktor Gunn- arsson, 2. Bragi Þorfinnsson, 3. Bergsteinn Einarsson, 4. Björn Þor- finnsson. 3. Díónýsus a-sveit 1. Magnús Örn Úlfarsson, 2. Kristján Ólafur Eðvarðsson, 3. Páll Agnar Þórarins- son, 4. Sigurbjörn Björnsson. 4. Lögmenn 1. Margeir Pétursson, 2. Ágúst Sindri Karlsson, 3. Árni Ármann Árnason, 4. Sólmundur Kristjánsson. Lokastaðan í klúbbakeppninni varð þessi: 1. Skákklúbbur Iðnskólans 27 v. 2. 4 freðnir 25‘A v. 3. Díónýsus a-sveit 24 v. 4. Lögmenn 23'A v. 5. Félag íslenskra fræða 21 !A v. 6. BDTR 20 'A v. 7. Verð að fara 20 v. 8. Skákrannsóknafélag íslands 19 v. 9. Lærisveinarnir 18 !A v. 10. —12. Forgjafarklúbburinn, Smámeistararnir og Díónýsus b-sveit 18 v. 13.—15. Sveinn Rún- ar, Hoppaðu í hafið og Eskiholt 17'A 16.-19. VISA klúbburinn, Daladrengir, Lundar og Nafla- Jón 17 v. 20.—21. Orator og Tafl- deild Breiðfirðinga 16 'A v. 22. Menntaskólinn við Hamrahlíð 16 v. 23. Softís 9 v. Verðlaunaafhending fór fram að keppni lokinni. Einar S: Einarsson, forstjóri VISA ísland, afhenti verð- launin. Sigurliðið fékk veglegan farandbikar til varðveislu fram að næstu klúbbakeppni og nafn klúbbsins verður grafið á fallegan skjöld, sem hengdur verður upp í Hellisheimilinu. Auk þess fengu liðsmenn þriggja efstu sveitanna verðlaunapeninga fyrir frammistöð- una. Þá voru verðlaunapeningar fyrir bestan árangur á 1. og 2. borði. Skákstjóri var Þorfinnur Björns- son. VISA ísland var aðalstyrktar- aðili keppninnar. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Ilumsjínov, forseti FIDE og Kalmykíu BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppnin 1997 ÞÁ ER hafin skráning í bikarinn þetta sumarið. Mótið verður með hefð- bundnu sniði. Skráning er til 12. maí og verður dregið þann 13. Umferðun- um á að vera lokið sem hér segir: 1. umf. 22. júní, 2. umf. 20. júlí, 3. umf. 17. ágúst, 4. umf. 7. september. Undanúrslit og úrslit spiluð 13. og 14. september. Skráð er á skrifstofu BSÍ s. 587 9360, fax. 587 9361 og e-mail isbridge@islandia.is Fram þarf að koma við skráningu nafn sveitar, fyrir- liði, heimilisfang hans og símanúmer svo og hveijir skipa sveitina því stiga- hæstu sveitirnar sitja fyrir ef með þarf. Keppnisgjald er kr. 4.000 á umferð. Sumarbrids Bridssambandið óskar eftir tilboð- um í umsjón með sumarbrids 1997. Skilafrestur er til kl. 16, 7. maí. Nán- ari upplýsingar og útboðsgögn fást á skrifstofunni. Evrópumót kvenna í tvímenningi 1997 Mótið verður haldið dagana 15.-17. júní í bænum Montecatini á Ítalíu. Þær sem áhuga hafa á að taka þátt í mót- inu eru beðnar að hafa samband við skrifstofu BSÍ sem fyrst. Sumarbúðir yngri spilara og heimsmeistaramót í tvímenningi 1997 Sumarbúðir yngri spilara (f. 1972 og_ síðar) verða haldnar í Santa Sofia á Ítalíu dagana 14.-22. júlí á vegum Alþjóða bridssambandsins. Helgina 19. og 20. júlí verður á sama stað haldið heimsmeistaramót í tvímenn- ingi fyrir sama aldurshóp. Búðirnar eru opnar öllum yngri spilurum og ekki sfst þeim er styttra eru komnir í spilum og vilja bæta sig. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 14. apríl lauk tveggja kvölda hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Drafnar Guðmundsdóttur vann mótið nokkuð örugglega með 1.296 stig. Með Dröfn spiluðu: Ásgeir Ás- björnsson, Hrólfur Hjaltason og Guð- laugJónsdóttir. Lokastaða efstu sveita þegar meðalskor er 1.152: Sv. DrafnarGuðmundsdóttur 1.296 Sv. Halldórs Einarssonar 1.244 Óskýra sveitin 1.210 Sv. Erlu Sigurjónsdóttur 1.210 Óskýra sveitin hafði 3. sætið á inn- byrðis viðureignum við sv. Erlu. Hæstu skor kvöldsins: Óskýra sveitin 636 Dröfn Guðmundsdóttir 633 HalldórEinarsson 603 Næsta og síðasta keppni félagsins í vetur er Minningarmótið um Stefán Pálsson. Það hefst mánudaginn 21. apríl og stendur yfir þijú mánudags- kvöld. Spilaður verður barómeter. Fé- lagið spilar í félagsálmu Haukahúss- ins, með innkeyrslu frá Flatahrauni, og byijar spilamennska kl. 19.30. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Allir spilarar eru velkomnir. Þriðjudagskvöld bridsskólans Þriðjudaginn 15. apríl mættu 16 pör til spilamennsku hjá Bridsskólanum. Spilaður var Mitchell tvímenningur og voru spilaðar 6 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 90 og efstu pör voru: N/S HenningÞorvaldss. - Vilhj. Guðlaugss. 114 Ásdís Matthíasdóttir - Egill Thorarensen 108 Helga Guðfinnsdóttir - Erla Gísladóttir 100 Ólafur Sigurðsson - Siguijón Kjartansson 98 A/V Guðm. Georgss. - Kristbjörg Steingrímsd. 101 Björg Þórarinsdóttir - Kolbrún Jónsdóttir 98 Guðbjörg Sandholt - Ásta M. Valdimarsd. 98 Lilja Kristjánsd. - Dagbjartur Jóhanness. 93 Þriðjudagsspilamennska Bridsskól- ans er spilamennska ætluð nemendum sem hafa tekið námskeið hjá bridsskól- um eða öðrum spilurum sem hafa enga reynslu af keppnisdrids. Spiluð eru 15-20 spil á kvöldi undir umsjón Sveins Rúnars Eiríkssonar. Spilað er í húsnæði Bridssambands- ins að Þönglabakka 1, 3ju hæð, og byijar kl. 20. Kvöldgjald er kr. 500 á spilara. Bridsdeild SÁÁ Þriðjudaginn 1. 1997 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 14 pör spiluðu 7 umferðir, 4 spil á milli para. Meðalskor var 168 og lokastaðan var eftirfarandi: N/S Valdimar Þórðars. - Guðmundur Þórðars. 207 Jóhannes Laxdal - Arnar Bergþórsson 187 Guðm. Vestmann - Mapús Þorsteinss. 175 A/V Pálmi Steinþórss. - Indriði Guðmundss. 196 Siguróii Jóhannss. - Magnús Ingimarss. 182 Nicolai Þorsteinss. - Sigurður Þorgeirss. 181 Þriðjudaginn 8. apríl var spilaður 8 para Howell-tvímenningur. Meðalskor var 84 og eftirfarandi pör urðu hlut- skörpust. Páll Þór Bergsson - Guðlaugur Sveinsson 96 Reynir Grétarsson - Hákon Stefánsson 91 Elias Ingimarsson - Guðmundur Hansson 85 Áfram verður haldið með eins kvölds tvímenningskeppnir þar sem notuð verða forgefm spil. Félagið vill hvetja sem flesta til að mæta, spilað er í húsnæði Úlfaldans, Ármúla 40, og hefst spilamennska stundvíslega kl. 19.30. Keppnisstjóri er Matthías Þorvaldsson. Bridsfélag Reylgavíkur Þriðjudaginn 15. apríl var spiiaður tvímenningur með þátttöku 28 para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: N/S Páll Hjaltason — Hjalti Pálsson 252 Halldór Þorvaldss. - Baldur Bjartmarss. 243 Halldór Ármannss. - Gísli Sigurkarlss. 235 A/V Gunnar Valgeirsson - Jón S. Pétursson 275 Ormarr Snæbjörnsson - Þórir Flosason 262 Auðunn Guðmundss. - Hlynur Antonss. 236 3. kvöldið í aðaltvímenningi félags- ins var spilað miðvikudaginn 15. apríl. Staðan að loknum 17 umferðum af 35 er: Hróifur Hjaltason - ísak Öm Siprðsson 241 Stefán Jóhannsson - Steinar Jónsson 182 JónÞorvarðarson-Haukurlngason 180 Símon Símonarson - Páll Bergsson 158 Jón St. Gunnlaugsson - Jón Alfreðsson 123 Snorri Karlsson - Karl Sigurhjartarson 119 Hæsta skori kvöldsins náðu (miðlungur= 510) JónÞorvarðarson-Haukurlngason 635 Stefán Jóhannsson - Steinar Jónsson 634 Jón St. Gunnlaugsson - Jón Alfreðsson 572 Helgi Hermannss. - Kjartan Jóhannss. 572 Það eru 3 kvöld eftir af aðaltví- menningi félagsins og eru allir áhorf- endur velkomnir. Fiskiskip til sölu Vélskipið Fanney SH 24 sskrnr. 1964, sem er 1ö3 brúttó- rúmlesta fjölveiðiskip, byggt í Póllandi árið 1988. Aðalvél Caterpillar 632 hö 1988, Skipið er selt með veiðileyfi en án aflahlutdeilda. Fiskiskip - skipasala, skarphéðinn Bjarnason, sölustj., Hafnarhvoll V/Tryggvagotu, Gunnar l. Hafsteinsson, hdl., sími 552 2475, Magnús Helgi Árnason, hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.