Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Talið hagkvæmt að sameina fjögur sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð Kosið um sameiningu í byrjunjúní Morgunblaðið/Margrét Þóra ÞRÖSTUR Sigurðsson hjá Rekstri og ráðgjöf, Gunnar Jónsson sveitarsljóri í Hrísey og Kristján Ólafsson forseti bæjarstjórnar Dalvíkur ræðast við á bryggjunni í Hrísey. SAMEININGARNEFND sveitarfé- laga í utanverðum Eyjafirði hefur mælt með því við sveitarstjórnir Hríseyjar, Dalvíkur, Svarfaðardals og Arskógsstrandar að kosið verði um sameiningu þessara flögurra sveitarfélaga laugardaginn 7. júní næstkomandi. íbúafjöldi sameinaðs sveitarfé- lags yrði 2.342 íbúar miðað við 1. desember síðastliðinn, en. að mati sameiningarnefndar hefur samein- að sveitarfélag umtalsverða getu umfram hin smærri sveitarfélög til að mæta auknum þjónustukröfum og verkefnum til framtíðar. Lítil sveitarfélög hafi hins vegar lítið svigrúm til breytinga í rekstri. Greinargerð sameiningarnefndar var kynnt í Hrísey í gær. Kristján Ólafsson forseti bæjar- stjórnar Dalvíkur gerði grein fyrir aðdraganda sameiningarinnar, en ráðgjafafyrirtækið Rekstur og ráð- gjöf lagði fram úttekt síðasta sum- ar á sameiningu sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð þar sem fram kom að sameining sé hagkvæm auk þess sem bæta megi þá þjónustu sem sveitarfélögin veiti nú. í upp- hafí voru Ólafsfirðingar og Siglfirð- ingar einnig inni í myndinni, en eftir að ljóst varð að ekkert verður af gerð jarðganga milli bæjanna á næstu árum duttu Siglfirðingar út og nú í febrúar lýstu Ölafsfirðingar yfir að þeir sæju sér ekki fært að taka þátt í frekari viðræðum um sameiningu. Sameiningarnefnd skipuð tveimur fulltrúum hvers sveitarfélags hefur síðustu vikur unnið að tillögum um skipan ýmissa mála í nýju sameinuðu sveitarfélagi og verða þær kynntar á borgara- fundum á næstunni, í Hrísey 4. maf Svarfaðardal og Dalvík 5. maí og Árskógshreppi 6. maí. 15 milljóna króna sparnaður Fram kom hjá Þresti Sigurðssyni hjá Rekstri og ráðgjöf sem kynnti greinargerð nefndarinnar að samein- ing sveitarfélaganna flögurra geti sparað um 15,5 milljónir króna og að ábatinn verði fyrst og fremst not- aður til að auka og bæta þjónustu við íbúana. Sveitarsjóðir þessara sveitarfélaga standa nokkuð vel mið- að við landsmeðaltal, .en rekstur málaflokka í hlutfalli við íbúa var 65-79% og heildarskuldir í hlutfalli við skatttekjur voru árið 1995 43-258%. Verkefnastaða sveitarfé- laganna er almennt góð, en það sem helst vantar er skólahúsnæði og einn- ig úrbætur í hita- og fráveitumálum. Níu fulltrúar í sveitarstjórn Verði sameiningin samþykkt er gert ráð fyrir að 9 fulltrúar verði í nýrri sveitarstjórn og 7-9 nefndir verði starfandi, hver með 5 full- trúa. Aðalskrifstofa sveitarfélags- ins yrði á Dalvík, en á Árskógs- strönd og Hrísey yrðu starfsmenn í hálfri til einni stöðu. Gert er ráð fyrir að stjórnskipulag sveitarfé- lagsins skiptist í fjögur svið, fyár- mála- og stjórnsýslusvið, félags- þjónustusvið, fræðslu- og menning- arsvið og umhverfismálasvið. Gert er ráð fyrir óbreyttri skipan grunnskólamála í nýju sveitarfé- Iagi. Þá er stefnt að því að byggja upp 2-3 söfn i sameiginlegu sveitar- félagi með mismunandi áherslum. Sami kyndikostnaður Fyrirhugað er að sameina rekstur vatns- og hitaveitna í eina stofnun og byggja upp öflugt veitufyrirtæki sem að mestu getur séð svæðinu fyrir hitaveituvatni, en áætlað er að byggja upp hitaveitu á Árskógs- strönd. I þeim hluta sveitarfélagsins þar sem ekki verður unnt að veita heitu vatni, þ.e. í Svarfaðardal, er gert ráð fyrir að kyndikostnaður verði jafnaður þannig að kosti jafn- mikið að kynda sambærileg hús óháð staðsetningu. Verði sameiningin samþykkt í öllum sveitarfélögum tekur ný sveitarstjórn við í kjölfar almennra sveitarstjórnarkosninga vorið 1998. Meirihluti íbúa allra sveitarfélag- anna verður að samþykkja samein- ingu til að af henni geti orðið, en Kristján Ólafsson segir að verði sameiningin felld í einhveiju sveit- arfélaganna megi gera ráð fyrir að kosið verði að nýju í þeim sveitarfé- lögum sem samþykktu og þau í kjölfarið sameinuð. Haldið verður í gömlu staðarheit- in þrátt fyrir að nýja sveitarfélagið fá nýtt heiti, en það kemur í hlut íbúanna að gera tillögur að nýju nafni samhliða sveitarstjórnarkosn- ingum. • • Olvaður a stolinni bifreið ÖLVAÐUR ökumaður á stolinni bifreið var handtekinn á Akur- eyri snemma á sunnudags- morgun. Bifreiðin hafði verið tekin óftjálsri hendi í Varmahlíð í Skagafirði sl. föstudag. Þá hafði ökumaður lent í árekstri á henni og hann reynd- ist ekki hafa réttindi til aksturs bifreiða. Ökumaðurinn fékk að gista fangageymslu lögregl- unnar og var síðan yfirheyrður um málið hjá rannsóknardeild lögreglunnar. Leikfanga- kynning LISTAMAÐURINN George Hollanders heimsækir foreldra ungra barna á mömmumorgni í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 23. apríl frá kl. 10 til 12. George er af breskum og hollenskum uppruna og hefur búið á íslandi frá árinu 1989. Hann smíðar leikföng úr tré fyrir börn. Opið hús á morgun OPIÐ hús verður í húsnæði Menntasmiðjunnar að Hafnar- stræti 95, 4. hæð, síðasta vetr- ardag, miðvikudaginn 23. apríl kl. 15.00-18.00. Kynning verður á skólastarf- inu ásamt sýningu á list- og handverki nemenda. innihurðirnar eru komnar Fallegar... vandaðar... auðveldar í uppsetningu BYGGINGAVORUR Gerðu þérferð - það borgarsig! limba beyki askur Símar sölumanna, Lónsbakka: 463 0320 - 463 031 7 Morgunblaðið/Kristján Sinfóníuhljómsveitin á kirkjulistaviku SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands sótti Akureyringa heim um helg- ina og lék á tónleikum í Akur- eyrarkirkju ó sunnudag. Tónleikarnir voru liður í dag- skrá Kirkjulistaviku sem stend- ur fram á næstkomandi sunnu- dag. Sinfóníuhljómsveitin flutti þijú frönsk verk ásamt kór Akur- eyrarkirkju. Einsöngvari var Sig- Bifhjólaslys á laugardag ÖKUMAÐUR bifhjóls er talinn hafa slasast mikið í umferðar- óhappi á Akureyri sl. laugar- dag. Óhappið varð á mótum Hólabrautar og Gránufélags- götu og er talið er að ökumað- urinn hafi misst vald á hjóli sínu og lent á gangstéttarbrún og ljósastaur. Bifhjólið mun síðan hafa kastast nokkra vegalengd og hafnað innni í nærliggjandi húsagarði. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild FSA með sjúkrabifreið. rún Hjálmtýsdóttir og einleikari á orgel Björn Steinar Sólbergs- son, organisti og kórstjóri kirkj- unnar. Stjórnandi var Finninn Petri Sakari, aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Húsfyllir var í Akureyrarkirkju og var listafólkinu, sem stóð sig frábærlega, vel fagnað í lok tón- leikanna. Ráðstefna um byggða- þróun ÞRÓUN byggðar á íslandi - þjóðar- sátt um framtíðarsýn, er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Ak- ureyri í dag, þriðjudag og á morgun miðvikudag. Fjölmörg erindi verða flutt báða ráðstefnudagana en auk þess mun Davíð Oddsson forsætisráðhen-a flytja ávarj) við setninguna. Ráðstefnustjór- ar eru Einar Nálsson, formaður Ey- þings, og Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.