Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 19 Liðið ár var besta ár í fjörutíu ára sögu Síldarvinnslunnar Veltanjókst um 37% AÐALFUNDUR Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, sem haldinn var á laugardag, ákvað að auka hluta- fé félagsins um 100% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafnframt samþykkti fundurinn að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um 10% til viðbót- ar með útgáfu nýrra hluta og ákveðið var að greiða 10% arð vegna ársins 1996. Heildarvelta Sildarvinnslunnar var 4.249 milljónir króna á siðasta ári. Rekstrartekjur námu 3.539 milljónum króna og rekstrargjöld án afskrifta 2.913 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 626 milljón- um króna og hagnaður af reglu- legri starfsemi, að teknu tilliti til óreglulegra liða, nam 494 milljón- um króna, en árið á undan var hagnaður félagsins 165 milljónir króna. Kristinn V. Jóhannsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að afkoman á síðasta ári væri besta afkoma fyrirtækisins frá upphafi. Velta fyrirtækisins jókst um 37% milli ára og sagði Kristinn að meg- inskýringin á þessari auknu veltu væri að loðnuveiðar og vinnsla hefðu gengið vel á síðasta ári og afurðaverð á mjöli og lýsi hefði verið hagstætt. Lýsisframleiðsla jókst um 102% Kristinn sagði að síðasta ár hefði verið mesta aflaár í sögu Síldar- vinnslunnar frá upphafi. Heildar- afli skipa fyrirtækisins hefði verið 103 þúsund tonn, en hefði verið 67 þúsund tonn árið áður. Mest munaði um að loðnuaflinn hefði aukist um 31 þúsund tonn og sílar- aflinn um tæp 5 þúsund tonn. Þá hefði framleiðsla fyrirtækisins aldrei verið meiri og aukist um 53% milli ára. Aukning hafí orðið á öllum svið- um nema í saltfiskverkun. Fram- leiðsla á lýsi hafi aukist um 102%, þó hráefni til bræðslu hafi ekki aukist nema um 54%. Skýringin sé aukin haustveiði á loðnu og að síldveiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum hafi hafist seinna en árið 1995. Þá hafí Síldarvinnslan verið stærsti síldarsaltandi á land- inu undanfarin ár og nýtt met 500 milljóna hagnaður af Fríhöfninni Fyrirtækið greiddi 150 milljónir króna í áfengisskatt 1996 HAGNAÐUR fríhafnarverslunar- innar í Leifsstöð á Keflavíkurflug- velli nam rúmum 500 milljónum króna á síðasta ári. Árið 1995 nam hagnaðurinn 585 milljónum króna. Velta fríhafnarverslunarinnar nam 2,6 milljörðum króna á síðasta ári og hefur aukist um 17,45% frá árinu 1995 en þá nam veltan 2,2 milljörðum króna. Að sögn Guðmundar Karls Jóns- sonar, forstjóra Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eru hagnaðar- tölur ekki sambærilegar á milli ára þar sem Fríhöfnin hóf að greiða áfengisskatt til ríkissjóðs í septem- ber 1995. „Áfengisskatturinn hafði tiltölulega lítil áhrif á árinu 1995 en á árinu 1996 greiddi Fríhöfnin 150 milljónir króna í áfengisskatt sem kemur til viðbótar hagnaði ársins sem rennur allur til ríkis- sjóðs. Fríhöfnin greiddi síðan ríkis- sjóði 100 milljónir króna í húsa- leigu bæði árin.“ Framtíðarskipulag endurskoðað Utanríkisráðherra hefur nýverið skipað nefnd til að endurskoða framtíðarskipulag verslunar- og þjónustureksturs í flugstöðvum. Formaður nefndarinnar er Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður og hittu nefndarmenn forsvarsmenn Félags íslenskra stórkaupmanna, Kaupmannasamtaka íslands og Verslunarráðs íslands, á fundi sl. fimmtudag þar sem ræddar voru framtíðaráform verslunar- og þjón- usturekstrar í Leifsstöð. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmda- stjóra Kaupmannasamtaka ís- lands, á nefndin að skila tillögum um breytingar á rekstri verslunar og þjónustu fyrir 1. ágúst nk. „Á fundinum lögðum við áherslu á það sjónarmið okkar að verslunar- og þjónusturekstur í flugstöðinni ætti að vera í höndum einkaaðila. Helst að öllu leyti en a.m.k. á öllu öðru en fríhafnarverslun með mjög tak- markað vöruúrval og helst ekki annað en áfengi og tóbak. Við lögðum einnig mikla áherslu á að heildarskipulag fyrir verslunar- og þjónusturými í flugstöðinni yrði ákveðið strax en síðan mætti fram- kvæma það í áföngum og tóku nefnarmenn jákvætt í þetta sjónar- mið okkar.“ Hlutur komuverslunar 44% Sigurður segir að hlutur komu- verslunarinnar í 2,6 milljarða veltu fríhafnarinnar á síðasta ári hafí verið 1,1 milljarður, eða 44%. „Meðalsala alls á hvern farþega sem fóru um flugvöllinn var 2.531 króna en ef aðeins er litið á komuf- arþega, sem alls voru 373 þúsund, þá var meðalsala á farþega í komu- verslun 3.058 krónur. Salan í komuversluninni reyndist vera mest síðustu þijá mánuði ársins, en það er einmitt sá tími sem svo- kallaðar borgarferðir Islendinga til útlanda standa yfír.“ VIÐSKIPTI //^\\ 10 stærstu hluthafar Lsvn I Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað 19- apríl 1997 Hiutaté Eignarh|Utiaprí| 997 1.S.Ú.N. 92.659.4 2. Bæiarsióður Neskaupstaðar 38.817,6 ■■■19,70% 3. Lífeyrissióður Austurlands 38.788.9 ■■■■9,69% 4. Olíuverslun Íslands 27.718.5 ■■■ 6,92% 5. Burðarás 26.026.5 ■■ 6,50% 6. Auðlind 12.328.8 ■ 3,08% 7. Trvflninqarmiðstöðin 10.468.0 ■ 2,62% 8. Þróunarfélaq íslands 7.274,0 ■ 1,82% 9. Olíusamlag Utvegsmanna 7.146,5 ■ 1,79% 10. Gísli V. Einarsson 7.116.8 ■ 1,78%^m , Samtals 268.344,8 67,05% Aðrir hluthafar (um 5701 131.655.2 32.95% Hlutafé alls 400.000.0 100.00% | | hafi verið sett í þeim efnum á síð- asta ári þegar söltuð hafi verið 8.500 tonn af síld. Flest bendi til þess að aukning verði á síldarsölu næstu ár, einkum á frystri síld. Að lokum sagði Kristinn og vitn- aði þar til ávarpsorða í ársskýrslu fyrirtækisins: „Árferði í hafínu skiptir sjávarútvegsfyrirtæki að sjálfsögðu miklu og í þeim efnum virðist ástæða til nokkurrar bjart- sýni. En „árferðið" í landi, það er að segja það starfsumhverfí sem fyrirtækjunum er búið, skiptir engu minna máli. Þar eru gildustu þættirnir stöðugleiki í efnahags- málum og skilvirkt fiskveiðistjórn- unarkerfi. Fyrirtækin eru nú að FRÁ aðalfundi Síldarvinnsl- unnar sem haldinn var á laug- ardaginn var. Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri er i ræðustól. byija að uppskera árangur afla- markskerfisins og mikils starfs við endurskipulagningu og breyttan rekstur. Fái þau eðlilegan starfs- frið mun þjóðin öll uppskera ríku- lega í framtíðinni." Hluthöfum í Síldarvinnslunni fjölgaði verulega á síðasta ári eða um 154 og voru í árslok 501 tals- ins. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkaði einnig mjög mikið á ár- inu eða úr 4 í ársbyijun í 11,80 í árslok eða um 224% að teknu tilliti til útgáfu 10% jöfnunar- hlutabréfa. Eiginfjárhlutfall í árslok var 37%, en í ársbyijun var það rúm 28%. Arðsemi eigin fjár var 47%. 360 starfsmenn störfuðu að meðaltali hjá fyrir- tækinu á síðasta ári og námu heildarlaunagreiðslur 965 millj- ónum króna. Stjórn félagsins var endurkjörin á aðalfundinum. 1 Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Sláturfélag Suðurlands svf. Sölutímabil: 22. apríl-20.júní 1997 Forkaupsréttur: Félagsmenn í A-deild stofnsjóðs og eigendur hlutabréfa í B-deild stofnsjóðs hafa forkaupsrétt á útboðinu í réttu hlutfalli við inneignir á tímabilinu 22. apríl - 6. maí 1997. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða mun félagið selja á almennum markaði frá 12. maí 1997. Nafnverð hlutabréfa: 67.168.349 krónur. Sölugengi: Sölugengi til forkaupsréttarhafa er 3,00 en 3,20 í upphafi almennrar sölu. Gengið getur breyst eftir að almenn sala hefst. Skilmálar: Hlutabréf í almennu útboði skulu staðgreidd við kaup. Lágmarksupphæð í almennri sölu er kr. 10.000 að nafnverði. Söluaðilar: Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. Skráning: Núverandi hlutabréf í B-deild stofnsjóðs félagsins eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Óskað verður eftir skráningu á hinu nýja hlutafé. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. 1 KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtœki Ármúla 13a, 108 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.